Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.08.2004, Blaðsíða 24
Útlit er fyrir nokkuð vætusama helgi. Suðaustlægur vindur og úrkoma einkum sunnan- og vestantil á morgun. Suðvest- læg átt og úrkomulítið á laugardag en á sunnudag snýst hann aftur í suðaustan með vætu um allt land. Milt verður í veðri, víða 8 til 13 stig. - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3 110 Reykjavík Sími: 591 9000 www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 ágúst á frá 39.995. kr. 49.890 M.v 2 saman í gistingu í viku 11. og 18. ágúst. Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.- per mann. kr. 39.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, í viku 11. og 18. ágúst. Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.- per mann. 11. og 18. ágúst. Sími: 555 3565 • www.elding.is M IX A • f ít • 0 2 1 2 4 á sjó Ævintýri Reykjavík v/ Ægisgarð Hvalaskoðun Þrjár ferðir daglega – fróðleg skemmtun fyrir fjölskylduna! Ferðir alla þriðjudaga kl. 18:00 og laugardaga kl. 13:30. Einnig sérferðir fyrir hópa, tímar eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði Fjölskyldan sameinaði vinnu- og skemmtiferð: Línudans um landið Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Að minnsta kosti eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjöl- skyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línu- dansnámskeið. „Við fjölskyldan, ég og Theódóra Sæmundsdóttir og strákarnir okkar tveir, sex mánaða og átta ára, ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í hringinn og bjóða upp á línu- dansnámskeið í leiðinni þar sem við áttum næturstað. Þetta var töluvert fyrirtæki þar sem við hjónin erum ekki vön svona ferð- um en við enduðum samt með því að auglýsa þetta í bak og fyrir á Bylgjunni svo það fór ekki fram hjá neinum að við fjölskyldan vor- um á ferðinni. Við fengum lánað fellihýsi og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Þegar við komum í Vík í Mýrdal sem var fyrsti áfangastaðurinn kunnum við ekk- ert á fellihýsið og eyddum nótt- inni skjálfandi. Ég fór stundum á fætur og barði í gaskútinn en það hafði auðvitað ekkert að segja. Svona gekk þetta annað kvöldið líka þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum ekki ein á tjald- stæðinu og þar var fólk sem kunni á fellihýsi og kenndi okkur að setja það upp. Námskeiðin gengu upp og ofan en það var allt í lagi því auðvitað vorum við líka í fríi. Þar sem hefð er fyrir línudansi var vel mætt og líka þar sem þetta var glænýtt og fólki hafði ekki gefist kostur á því að læra línu- dans áður. Á Breiðdalsvík mætti einn og ekkert varð úr dans- kennslu í það skiptið, sá sem mætti á námskeiðið var bara inni hjá okkur. En aðalmarkmiði ferð- arinnar var náð sem var að sjá heilmikið af landinu og vera með fjölskyldunni,“ segir Jóhann og slær sér á hæl. ■ Grímsævintýri Grímsævintýri verður haldið í Grímsnes- og Grafningshreppi, laugardaginn 7. ágúst. Munu sterk- ustu menn landsins takast á og keppa í annað sinn um Uppsveitar- víkinginn 2004 og verður farandbik- ar í verðlaun. Kvenfélagið, sem í ár heldur upp á 85 ára afmæli, verður með hina vinsælu tombólu og flat- kökubakstur ásamt því að hægt verður að kaupa grænmeti, hand- verk og margt fleira á útimarkaði. Málverkasýning verður haldin í veit- ingastofunni Gömlu Borg þar sem listamenn sveitarfélagsins munu sýna verk sín og gestir geta gætt sér á kaffi og heimalöguðum kökum. Landsvirkjun ætlar að opna listsýn- ingu í Ljósafossvirkjun á verkum starfsmanna sinna sem þeir vinna í frístundum. Hátíðin á Borg hefst kl. 13.00 og er aðgangur ókeypis. Hafnardagar í Þorlákshöfn verða haldnir um helgina Markaður verður í Mundaveri, sterkustu menn landsins mæta á laugardag og keppa um titilinn Hafnartröllið 2004, bílar verða á svæðinu bæði fornir og fræknir, varðeldur og söngur, listsýningar, kráarkvöld, dansleikur með Karma, leiktæki og margt fleira. Í tengslum við Hafnardaga verður árlegt fjöru- hlaup. Á sunnudag verður gengið um hafnarsvæðið í fylgd frumbyggja, mun hann leiða göngumenn í allan sannleika um byggingar og stað- hætti. . Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður haldin á laugardaginn Fjölbreytt og vönduð dagskrá verð- ur í boði að venju. Öllum landsmönn- um er boðið í mat þar sem í boði verður fjöldinn allur af gómsætum fiskréttum. Flestir réttir eru nýir en aðrir sem hafa slegið í gegn verða áfram og yfirkokkur verður Úlfar Eysteinsson á veitingastaðnum Þremur frökkum í Reykjavík. Allir eru velkomnir á Fiskidaginn mikla og fá allir eitthvað gott í gogginn. Fjölskyldan sem línudansaði um landið. Hátíðir helgarinnar: Grímsævintýri í Gríms- nes- og Grafningshreppi Á Hafnardögum í Þorlákshöfn munu sterkustu menn landsins mæta á laug- ardag og keppa um titilinn Hafnartröllið 2004. Hinn árlegi fiskidagur verður haldinn á Dalvík um helgina. Mikið fjölmenni var á fiskideginum í fyrra. Ódýrt í sumarfríinu: Íbúðaskipti Húsnæðisskipti milli landa er þræl- sniðug lausn fyrir þá sem vilja láta fara vel um sig í sumarfríinu. Marg- ar miðlanir eru starfræktar á netinu og koma á sambandi milli fólks sem hefur áhuga á að skipta tímabundið á íbúð. Einnig er hægt að láta bíla fylg- ja með í skiptunum en það sparar fyr- irhöfn og pening til bílaleigu. Flestar skiptimiðlanir starfa á þann veg að eign er skráð gegn gjaldi í gagna- banka miðlananna og eigandinn fær upplýsingar um skráð húsnæði um allan heim. Þá er þitt að komast að samkomulagi við aðra íbúðareigend- ur um hvernig skiptin eiga að fara fram. Íbúðaskiptum fylgja margir kost- ir og gagnkvæm ábyrgð skiptiaðila en hótelkostnaður í fríinu er þá úr sögunni. Fjölskyldur sem ferðast með börn geta því dvalið afslappað í útlöndum á heimili með fullbúnu eld- húsi, þvottaaðstöðu og jafnvel bíl. Íbúðin þín mun ekki standa auð í frí- inu og venjan er að ekkert verð greiðist milli íbúðaskipta þrátt fyrir ólík heimili nema sérstaklega sé samið um það. Íbúðamiðlanir á netinu eru meðal annars www.intervac-online.com, www.expatriates.com, www.servi- home.com og fleiri. ■ Kaupmannahöfn er vinsæll áfanga- staður Íslendinga. Fríið verður enn ódýrara með íbúðaskiptum. - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.