Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. desember 1972 TÍMINN ******************************** Maður bænarinnar Þórarinn Jónsson: Valdið dulda Víkurútgáfan. Valdið dulda heitir bók, sem Vikurútgáfan sendir á markað. Höfundur er Þórarinn Jónsson, sem kallar sig frá Kjaransstöð- um. Höfundur er barnakennari, nokkurn veginn jafngamall öld- inni, Austfirðingur, náfrændi Rik- arðs. myndhöggvara Jónssonar og þeirra bræðra. Framan á bókinni er sagt, að efni hennar sé „frásagnir af dul- rænni reynslu". Þó er þar litið rætt um fyrirburði, sem venju- lega eru fyrirferðarmestir, þegar talað er um dulræna reynslu. Höf- undur gerir grein fyrir trúarlifi sinu og trúarreynslu. Hann tekur svo til orða, að hann sé bænarinn- ar maður. Og hann trúir þvi, að kraftaverk geti gerzt og gerist hvoru. Þetta telur hann þó ekki yfirnáttúrlegt, þvi að hann trúir þvi, að þar séu að verki lifgeislar, sem séu til, hafi alltaf verið til og verði alltaf til. Vandinn sé aðeins sá að verða móttækilegur fyrir þeim. Það geti menn orðið gegn- um bænina. Höfundur segir, að hugarorka sé magni þrungin, svo miklum krafti gædd, að hann verði hvorki mældur né veginn. Hann trúir þvi, að þessi orka geti verið nei- kvæð, — vantrúin geri hana t.d. neikvæða. Höfundur segir frá draumi, sem hann dreymdi á unglingsár- um. Hann telur að visu sjálfur, að það hafi verið annað og meira en venjulegur draumur. Hann triiir þvi, að þá hafi hann farið sálför- um á annað tilverusvið. Þar hafi hann hitt ömmu sina og föður sinn, sem bæði voru látin. Hitt var þó meira, að hann sá þar geisl- andi bjarta veru og skynjaði.að við sig væri sagt að vera stóðug- ur i trúnni og honum væri ætlað að vinna i þágu kærleikans. Þetta varð honum vigsla. Mörgum árum siðar var honum fyrst sagt, að læknandi kraftur fylgdi bænum hans. Og nú finnst honum.að hið sama dulda vald, sem yfir honum hefur yakað, vigt hann til þjönustu og náð með hjálp og blessun til ýmissa fyrir hans milligöngu, hafi þrýst sér til að skrifa þessa bók. Eflaust er þessi lifsreynsla Þórarins Jónssonar nokkuð sér- stæð, en ekki hvarflar að mér annað en hann segi frá eins og hann veit sannast . og réttast. Hann fjallar um það, sem honum er heilagt mál. Margir eru feimnir að tala um andlega reynslu sina og vilja ekki, að hún sé höfð i hámæli. Þó mun vera óhætt að fullyrða, að þeir eru alls ekki fáir, sem telja frásagnir þessarar bókar koma heim við eigin reynslu að meira eða minna leyti, þó að þeir séu sjálfsagt fáir, sem telja sig hafa fengið slika vigslu. Það trúa margir á mátt bænarinnar og að lif okkar sé bundið lögmálum, sem við getum ekki skýrt til hlitar. Og þeir eru ekki fáir, sem trúa þvi, að yfir sér sé vakað og hafa fundið, að stundum hafi sér farnazt miklu betur en til var stofnað. Þvi held ég,að þetta framlag Þórarins Jónssonar eigi erindi til að fylla það, sem fest er á bækur um trúarlif og andlega reynslu þjóðarinnar. H Kr Norræn lio Heimskringla hefur sent frá sér 325 blaðsiðna bók, sem hefur að geyma ljóð eftir fjörutiu skáld frá Noregi, Danmörku, Sviþjóð og Finnlandi. Bókin heitir Norræn ljóð 1939-1969. Hannes Sigfússon hefur þýtt ljóðin. Heims- styrjaldartiminn, árin eftir striðið, kalda striðið og nútiminn birtast,hér eins og það kemur skáldum frændþjóða okkar fyrir sjónir. Meðal ljóðahöfunda má nefna Frank Jæger, Klaus Rifbjerg, Karl Vennberg, Pentti Saarikoski, Peter Sandelin og Matti Rossi. ¦* BÓKAÚTGÁFAN HILDUR SÍÐUMÚLA 18 Grænlandsfarið er margslungin ferðabók Jónasar Guðmundsson- ar, stýrimanns. Þetta er heillandi ferðasaga, sem segir frá mann- raunum og baráttu sjómanna, frá ninu sérkennilega mannlífi, sem lifað hefur verið í árþúsundir í auðnum norðursins. Ennfremur frá högum Grænlendinga nú á tímum. Herragarðssaga í sérflokki. Höfundinn, Ib H. Cavling, þekkja allir. Herragarðurinn kemur nú út í 2. útgáfu vegna mikillar eftirspurn- ar. Viptoria Holt kann að halda spennunni í hámarki í ,,Kvik- sandur" Dularfull mannhvörf. Ungu stúlkumar þrjár, sem áttu að vera nemendur Carolinu. - Napier, erfingja Lovat Stoby, undarlega aðlaðandi þrátt fyrir, sína dökku fortíð. Stórkostleg bók. Hamingjuleit er 14. bók Ib H. Cavling. John Gordon er glæsilegur, ung- ur maður. Gordon verður ein af aðalpersónunum í miklu hneyksl- ismáli og það ríður honum nærri því að fullu. Hann hafði vonað að geta lifað rólegu og friðsömu lífi á fagurri eyju, en reyndin verður allt önnur. Birgitta á Borgum er einkadóttir efnaðs óðalsbónda, sem hefur lengi verið ekkjumaður og alið dóttur sína upp i eftirlæti, enda sér hann ekki sólina fyrir henni. Þorsteinn er ungur bóndi á næsta bæ og það hefur lengi verið draumur óðalsbóndans, að dótt- irin giftist honum og jarðirnar yrðu sameinaðar. .Þetta er saga Glenn Ulmann, drengsins sem fer til föður síns, er setzt hefur að á Korsíku. Hann lendir þar í ýmsum ævintýrum. Þétta er afburða skemmtileg og vel skrifuð bók. Aðalsteinn Sigmundsson er þýddi bókina, var einn af kunnustu skólamönnum landsins. Hann þekkti drengi allra manna bezt og vissi hug þeirra til lífsins, enda eru uppeldisaðferðir hans í fullu gildi enn í dag. ¦* * # * # Barbara er hjúkrunarkona, sem ann starfi sínu í skurðstofu hins mikla Konunglega spítala í Lon- don, en tekur sér starf á héraðs-. sjúkrahúsi í sjávarþorpi úti á landi, og um leið verður hún að skilja við Daníel Marston, aðstoð- arskurðlækninn, sem hún hefur starfað með í níu ár... En vistin í sjávarþorpinu reynist allt annað en daufleg. •}flc****************************i|-X-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.