Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Föstudagur 15. desember 1972
Fyrir opnum
tinlHlim N.ý skáldsaga eftir
l Iw I U U I I I Grétu Sigfúsdóttur
Fyrir opnum tjöldum nefnist
ný skáldsaga, sem Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar hefur
gefið út. Er höfundur hennar
Gréta Sigfúsdóttir, en hún hefur
áður getiö sér góðan orðstir, ekki
sizt fyrir skáldsögu sina Bak við
byrgöa glugga, sem kom út fyrir
fáum árum og vakti þá verð-
skuldaða athygli.
I þessari nýju skáldsögu, Fyrir
opnuin tjöldum, er tekinn upp
þráðurinn frá fyrri bókinni', Bak
við byrgða glugga. Þar hafði
Irma, hin unga söguhetja, lifað
örlagarik hernámsár heima i
Noregi, en að þessu sinni er fjall-
að um tvisýna leit hennar að nýrri
framtið og nýrri lifshamingju. En
skuggi fortiðarinnar er aldrei
langt undan. og nú fylgir hann
henni suður á meginland Evrópu,
þar sem styrjöldin hefur hvar-
vetna látið eftir sig opnar rústir
og rótlaust mannlif. Þetta er
m.ö.o. eftirstriðsskáldsaga,
spennandi og viðburðarik, þar
sem ástir og ástriður fara ljósum
loga og brugðið er upp sterkum
sögumyndum af taumlausum
losta og skefjalausri grimmd, en
einnig af manneskjulegri góðvild
og fórnfýsi.
Gréta Sigfúsdóttir
Magnús E. Baldvlnsson
laugavegl 12 - Slml 22S04
Þjóðsagnabók
Sigurðar Nordals
Ný skáldsaga eftir Sagan
mælalaust að geyma viötækasta
úrval islenzkra þjóðsagna, sem
gert hefur verið fram á þennan
dag.
Þetta nýja bindi af Þjóðsagna-
bókinni skiptist i sex efnisflokka
og bera þeir þessi heiti: Draugar,
Kynjagáfur, Töfrabrögð, Galdra-
menn, Náttúrusögur, og Máttar-
völd i efra og neðra.Þá er hér enn
fram haldið hinni miklu þjóð-
sagnaritgerð Sigurðar Nordals,
sem hófst með fyrsta bindinu, og
nefnist sá hluti hennar, sem nú
birtist, Margt býr i þokunni.
Fjallar hann að meginefni um
trúna á huldar verur, og vikur
höfundurinn þar á skemmtilegan
hátt að sambúð lands og þjóðar,
málefni, sem nú er mikið á dag-
skrá.
Þjóðsagnabókin, i samantekt
Sigurðar Nordals, miðlar lesend-
um sinum ótrúlegum auði, hvort
sem þeir meta sögurnar öðru
fremur eftir skemmtanagildi,
listrænni frásögn eða leiðsögn
þeirra inn i hugarheim liðinna
kynslóða. Og siðast en ekki sizt
er hér um að ræða þá einu grein
bókmennta, sem sennilega er öll-
um aldursflokkum jafn-hugtæk
og heillandi.
Út er komin hjá Iðunni ný
skáldsaga eftir hina kunnu,
frönsku skáldkonu, Francoise
Sagan. Nefnist hún Sól á svölu
vatni. Aðalsöguhetjan er ungur
og gáfaður blaðamaður i Paris,
fulltrúi lifsleiðans og léttúðarinn-
ar, sem einkennir þann heim,
sem Francoise Sagan er svo tamt
á lýsa. Kvenhetja bókarinnar er
eiginkona vel metins efnamanns
utan af landi, heilsteypt og
ástriðufull kona, gjörólik hinum
fyrri kvenhetjum Sagan. Henni
leiðist ekki, hún óttast ekki alvöru
lifsins, hún hefur áhugamál og
SÓIaöír H JÓLBARÐAR
til sölu á mjög hagstæðu verði.
Full ábyrgð tekin á sólningunni.
Sendum um alit land gegn póstkröfu.
Hjólbarðaviðgerðir
Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til 22
nema sunnudaga.
Almenna bókafélagið hefur
sent frá sér annað bindið af Þjóð-
sagnabókinni, eða Þjóðsagnabók
Sigurðar Nordals, eins og hún oft-
ast er nefnd. Kom fyrsta bindi
hennar út fyrir siðustu jól, en
verkinu lýkur með þriðja bindinu,
sem er væntanlegt á næsta ári.
Verða öll bindin til samans nokk-
uð á annað þúsund bls. óghafatvi-
Sigurður Nordal
— að lesa hana. Hann kvað upp
þann dóm, að þetta væri einhver
skemmtilegasta bók, sem hann
hefði lesið, en þær eru nokkuð
margar. Hans dómur skiptir ef til
vill meiru en minna i þessu sam-
bandi. Hinu vil ég þó bæta við, að
Ragnari hefur tekizt að skapa
minnisstæðar persónur i þessari
SÖ8U- H.Kr.
Armann Kr. Einarsson
leggur rækt við þau. Um ástir og
átök þessara tveggja óliku mann-
vera fjallar bókin.
Þessari skáldsögu Francoise
Sagan hefur verið vel tekið og
margir telja hana beztu bók
hennar til þessa. Gagnrýnendur
hafa m.a. komizt svo að orði:
„Sól á svölu vatni er verk full-
þroska höfundar, raunsæ, spenn-
andi og áhrifamikil saga.” (Bent
Holm, Politiken). „Francoise
Sagan er næm á samskipti karls
og konu...Sól á svölu vatni er full
af lifi...og að minum dómi skrifuð
af kunnáttu og innsýn.” (Jóhann
Hjálmarsson Mbl.).
Þýðandi er Guðrún Guðmunds-
dóttir.
VERDLAUNACRIPIR
FÉLACSMERKI
Ármann Kr. Einarsson
og Einar Hákonarson:
SoLFAXI
Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar.
Með útgáfu þessarar sérstæðu
og stórvönduðu barnabókar er
mörkuð stórmannleg leið til ný-
breytni i gerð islenzkra barna-
bóka, þar sem rithöfundur og
myndlistarmaður leggja saman
krafta sina til þess að opna barni
samræmdan skynheim myndar
og sögu. Gamalt og virðulegt for-
lag gengur i endurnýjun lif-
daganna til þessa timabæra stór-
virkis, trútt góðri hefð, sem það
átti áður i útgáfu úrvalsbóka, svo
sem Bláskjás, Hróa Hattar,
sagna Gúllivers og séra Friðriks
Hallgrimssonar.
Rithöfundurinn og listamaðurinn
hafa frá fyrsta orði til siðasta
dráttar unnið bókina saman, hvor
um sig miðað verk sitt við að
skýra og lýsa verk hins og stefnt
að sameiginlegu marki. Hér er
samræmd heild — einn heimur —
og árangurinn verður sá, að hvor
um sig verður „meiri en hann
sjálfur”.
Sagan af Sólfaxa — folaldinu,
sem systkinin eignast, unna og
hugsa um, '— er heimur
islenzkrar sveitar. Hún er einkar
vel sögð, málið slétt og fellt og
atburðarásin jafnstreym.en við-
burðarik. Hún er til þess fallin að
örva ást á dýrumglæðaskilning á
lifi þeirra; uppspretta náttúr-
legrar gleði. Jafnframt birtast
myndir sveitalifsins hver af
annarri, dýrð sumarsins breiðir
úr sér, harka vertrarins sýnir
klærnar. Landið agar strangt,en á
samt til bliðu. Segja má, að sagan
sé ef til vill ekki i fullu stað-
reyndasamræmi, til að mynda
þar sem hverareitur myndar vin
með grasi og svalalind i miðjum
frera og bjargar Sólfaxa fram úr.
Ef til vill er þetta gilt ævintýri
handa erlendum börnum, en
varla nógu raunsannt i augum
islenzks barns, sem kann einhver
skil á islenzkri náttúru. Þarna
birtist svipdráttur úr hinni
gamalfrægu sögu Þorgils
Gjallanda um Stjörnu, en allt fer
á annan og betri veg.
Myndirnar eru frábærlega
góðar, hreinar i dráttum og litum
og lýsandi. Bókin er i stóru broti,
og þessar stóru opnur breiða úr
sér eins og vitt land og fagurt
fyrir augum barnsins. Þessi
fagra bók virðist unnin að mestu
eða alveg hér á landi, og er það
ekki litill prentlistarsigur. Vafa-
litið verður sagan þýdd á erlend
mál og bókin send á markað
erlendis, enda er það einboðið.
Litbrá litgreindi myndirnar og
offsetprentaði þær, en texti var
settur i Odda. Félagsbókbandið
annaðist bandið. Þessa bók er
vert að þakka. Hún er gott lista-•
verk og sýnir stórhug útgefanda,
sem man, að öldnum afa hæfir vel
að gefa barni góða gjöf. Það hefur
hin gamla bókastofnun gert með
óvenjulegum myndarbrag. —AK
Ragnar Þorsteinsson.
Ragnar Þorsteinsson:
Upp á líf og dauða
Barnablaðið Æskan.
Ragnar Þorsteinsson, sem um
skeið bjó á Höfðabrekku i Mýrdal
og varð þá m.a. kunnur af slysa-
Varnarmálum og björgunarstörf-
um, sendir nú frá sér barnabók,
sem heitir Upp á lif og dauða.
Ragnar er Vestfirðingur að
uppruna og þess kennir i þessari
sögu. Hún segir frá systkinum,
sem heima eiga i sjóþorpi og
venjast þvi strax á barnsaldri að
koma á sjó. Að þvi leyti er sagan i
bezta lagi þjóðleg.þvi að þar hefur
margur unglingur strax á barns-
aldri vanizt ýmsu, sem heyrir til
sjómennsku. Landslag og sjólag
er vestfirzkt. Sagan segir einkum
frá systkynunum tveimur, fyrst
viðskiptum þeirra við islenzka
náttúru, sem þjóðin hefur glimt
við frá upphafi sinu, en sðan bæt-
ast við önnur ævintýri. Þar koma
við sögu eiturlyfjasmyglarar á
eyðislóðum. Og þar er komið á
svið þeirrar baráttu, sem er að
vissu leyti ný i sögu okkar, en er
engur að siður ægilegur og ör-
lagaþrunginn veruleiki i lifi
margra þjóða.
Þessi saga er ætluð börnum. Ég
bað ungan mann —9 ára gamlan