Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN F'östudagur 15. desember 1972 efstu á vinsælda- listanum TEGUND 2204 NR. 35-42 Svart^leöur Krónur 1925,00 TEGUND 2210 NR. 35-42 Brúnt leöur með loöfóðri Krónur 2760,00 TEGUND 2203 NR. 35-42 Brúnt eða svart leður Krónur 2560,00 meö loðfóðri Póstsendum. Skóverzlun Þórðar Péturssonar við Austurvöll - Sími 1-41-81 Ætti,,Grýla" ekki að ná til fleiri en Reykvíkinga? Klp—Reykjavík. Allt frá þvi aö lögreglan i Keykjavik kom meö hinar nýju aögeröir sinar fyrir nokkrum dögum aö taka þá ökumcnn, sem brjóta a.m.k. tvisvar af sér i um- feröinni á tólf mánuðum i nýtt ökupróf, hefur veriö þungt i mörgum bilstjóranum. Sérstaklega eru það atvinnubil- stjórar, sem eru óánægðir með þessar aðgerðir, svo og þeir öku- menn, sem vita, að þeir hafa brotið eitthvað af sér að undan- förnu og biða eftir þvi að verða kallaðir fyrir. Af atvinnubilstjórunum hafa það verið strætisvagnabilstjórar, sem hæst hefur heyrzt i, en 15 þeirra hafa verið teknir fyrir aö undanförnu, og hafa sumir þeirra ekki náð fyrra prófinu. Litið hefur aftur á móti heyrzt i leigubilstjór- um, enda hafa þeir haft öðrum hnöppum að hneppa að undan- förnu, en að vera aö deila við lög- regluna. Strætisvagnabilstjórarnir vilja halda fram, að þeir standi mun verr að vigi i þessu máli en aðrir ökumenn, ef frá eru taldir at- vinnubilstjórar. Þeir þurfi að aka þessum stóru bilum um þröngar götur borgarinnar, oftast i tima- þröng, a.m.k. sex tima á dag eða um 40 stundir á viku, þegar aðrir Vélsleði óskast Óska eftir að kaupa góðan vélsleða. Upplýsingar i sima 2- 38-94 milli kl. 6 og 7 á kvöldin, næstu viku. AUGLÝSING um takmörkun á umferð í Reykjavík, 16.-23. desember 1972 Ákveðið hefir verið að gera eftirfarandi ráðstafanir vegna umferðar á timabilinu 16. — 23. desember n.k.: I. Einstefnuakstur: A Vatnsstig frá Laugavegi til .norðurs að Hverfisgötu Á naustunum frá Tryggvagötu að Hafnarstræti. Il.Vinstri beygja bönnuð: 1. Af Laugavegi suður Barnónstig. 2. Af Klapparstig vestur Skúlagötu. 3. Af Vitastig vestur Skúlagötu. III. Bifreiðastöðubann á virkum dögum kl. 10-19 : A Skólavörðustig norðan megin götunnar, frá Týsgötu að Njarðargötu. Frekari takmarkanir en hér eru ákveðnar verða settar um bifreiðastöður á Njálsgötu, Laugavegi, Bankastræti og Austurstræti, ef þörf krefur. IV. ökukennsla i miðborginni milli Snorrabrautar og Garðastrætis er bönnuð á framangreindu timabili. V. Umferð bifreiða, annarra en strætisvagna Iteykjavikur, er bönnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti, laugardaginn 16. desember frá kl. 20 til kl. 22 og laugar- daginn 23. desember frá kl. 20.00 til kl. 24.00 Sams konar umferðartakmörkun verður á Laugavegi og í Bankastræti á sama tima, ef ástæða þykir til. Vakin skal athygli á þvi, að á þessu auglýsta timabili geta ökumenn á ferð um Laugaveg átt von á þvi, að lögreglan visi þeim af Laugavegi, t.d. við Höfðatún eða Rauðarár- stig. Ennfremur geta ökumenn búizt við þvi, að umferð úr hliðargötum Laugavegar, Bankastrætis og Austurstrætis verði takmörkuð inn á þessar götur á vissum timum. Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að þeir forðist óþarfa akstur um Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti og að þeir leggi bifreiðum sinum vel og gæti vand- lega að trufla ekki eða tefja umferð. Þeim tilbælum er beint til gangandi vegfarenda, að þeir gæti varúðar i umferðinni, fylgi settum reglum og stuðli með þvi að öruggri og skipulegri umferð. VI. Gjaldskylda við stöðumæla verður sem hér segir.: Föstudaginn 15/12 Laugardaginn 16/12 Mánudaginn 18/12 Þriðjudaginn 19/12 Miðvikudaginn 20/12 Fimmtudaginn 21/12 Föstudaginn 22/12 Laugardaginn 23/12 Kl. 09,00-22,00 Kl. 09,00-22,00 Kl. 09,00-18,00 |K1. 09,00-22,00 Kl. 09,00-18,00 Kl. 09.00-18,00 Kl. 09,00-22,00 Kl. 09,00-24,00 Lögreglustjórinn i Reykjavik, 14 des. 1972 aki varla nema úr og i vinnu og nái þvi ekki að aka nema nokkrar minútur á dag. Þeir hafi þvi ólikt oftar tækifæri til að lenda i tveim eða þrem árekstrum á ári en þessir venjulegu ökumenn, og sama sé að segja um aðra at- vinnubilstjóra, sem séu undir stýri sex til tólf klukkustundir á daga. Á fundi með lögreglustjóra fyr- ir skömmu var hann spurður að þvi, hvort honum fyndist atvinnu- bilstjórarnir ekki hafa nokkuð til sins máls með þessu. Hann svar- aði þvi til, að atvinnubilstjórar hefðu lært meir en aðrir öku- menn, og ættu þvi að kunna meira i umferðarreglum og akstri og þvi engin ástæða til að gefa þeim neina undanþágu. Það sem situr i mönnum i sam- bandi við þessar aðgerðir lögregl- unnar, er, að ökuleyfið skuli vera tekið af þeim, ef þeir ná ekki fyrsta prófinu, sem er látið fara« fram nokkrum min. eftir að við- komandi er kallaður til lögregl- unnar. Finnst mörgum þetta vera of harkalega aðgerð, og telja, að réttar sé að gefa mönnum dag- stund til að átta sig á hlutunum, eða þá að gefa út sérstakt öku- leyfi, sem gildi aðeins meðan á prófinu stendur. Um réttmæti þessara aðgerða lögreglunnar efast fáir, sem á annað borð hugsa málið nánar. Þegar fram i sækir kemur þessi „grýla” til að hafa viss áhrif á umferðarmenninguna, þó svo að árangurinn komi ekki i ljós fyrr en eftir nokkurn tima. Menn verða að hafa einhverja ,,grýlu” svipaða og þessa til að fara gæti- lega, og einnig er þetta vel til þess fallið, að fá menn til að lesa um- ferðarlögin betur og oftar. En það hljóta þeir að gera, þegar þeir vita af þvi, að þeir verða kallaðir fyrir og látnir taka próf, ef þeir brjóta af sér i umferðinni. — Þar með hafa þessauaðgerðir náð til- ætluðum árangri. Rétt er þó að geta þess, að þær ná aldrei ætluninni ef aðeins reyk viskum ökumönnum verður hegnt. Það er ekkert réttlæti i þvi, að þeir einir, sem búi i Reykjavik verði fyrir þessu. Um götur Reykjavikur ekur fjöldinn allur af ökumönnum, sem þar eru ekki búsettir og nægir þar t.d. að nefna Kópavogsbúa, sem aka þar eins mikið og Reykvikingar, og lenda ekki siöur i árekstrum en þeir. Það verður ekki fyrr en þessi „nýja grýla” verður tekin upp um allt land, að hún getur farið að sanna ágæti sitt og þá um leið sniðin af henni ljótustu hornin. Plakatmeð dagatali SB—Reykjavik. Nemendur Myndlista- og hand- iðaskólans á fjórða ári hafa gefið út fallegt plakat, sem jafnframt er dagatal fyrir allt árið 1973. Er sala plakatsins i þeim tilgangi að létta undir kostnaði við utanför nemendanna, en hún er liður i náminu. Plakatið er 60 x45 sm. að stærð, og grunnliturinn er gul- brúnn. A efri helmingnum er stjörnumerkjahringurinn, en dagatalið fyrir neðan. Plakatið er til sölu i verzluninni Vest, Laugavegi 51 og bóksölu stúdenta i Félagsstofnuninni við Hringbraut, auk þess sem nemendur munu selja þau hér i bænum og úti á landi, þeir sem þar eiga heima. Plakatið kostar 150 krónur. Samkeppni Framhald af bls. 24 Þeir sem hafa hug á að finna nafn á myndina, skal bent á,að til- lögur skulu merktar dulnefni og nafn höfundar fylgja i lokuðu um- slagi. Nafnið skal vera stutt. Tillögurnar skulu sendar fram- kvæmdanefndarmönnum fyrir 31. janúar nk. Þeir eru: Stefán Ja- sonarson, Vorsabæ, Jón Guðmundsson, Fjalli og Ólafur H. Guðmundsson, Hellnatúni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.