Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 19
Föstudagur 15. desember 1972 TÍMINN 19 Tvær barnabækur: Snorri og Kata brúðuvagninn Selurinn litla og Bókaútgáfan Björk hefur ný- lega sent frá sér þessar tvær bækur: 1. Sclurinn Snorri er bók fyrir börn og unglinga eftir norskan höfund — Frithjof Jólasöfnun Hjálpræðishersins Borgin fer að fá jólasvip. Marg- ir munu á næstu vikum eiga leið um lielztu verzlunarhverfin, skoða jólaskreytingar og fara i búðir. Um margra ára skeið hefur það verið dráttur i jólasvip Reykja- vikur, að starfsmenn Hjálpræðis- hersins hafa staðið vörð á nokkr- um stöðum við svonefnda jóla- potta. Svo munu þeir enn gera á þessari jólaföstu. Þeir eru ekki háværir né ágeng- ir, þeir góðu hermenn. En pottarnir þeirra minna á, að til eru heimili og einstæðingar, sem bera ekki þunga pyngju til jóla- innkaupa og eiga ekki rikulegra gjafa að vænta frá ættingjum og vinum. Það, sem hrýtur I þessa potta, á að ylja slíku fólki og gleðja það á jólunum. Hjálpræðisherinn er kunnur að þvi í öllum löndum að vinna mikið og merkilegt liknarstarf og hlynna að þeim, sem eiga við skort að bUa og bágindi. Hann hefur einnig hér á landi látið vel um sig muna á þessu sviði. Marg- ir gætu borið það, að þeir fengu um góðar hendur Hersins glaðn- ing til jólanna, sem kom sér næsta vel og gaf þeim brot af birt- unni, sem hátið kærleikans á að færa hverjum hug og hUsi. Förum ekki framhjá þessum vinum smælingjanna. Tökum eft- ir þeim í jólaösinni og leggjum einhvern skerf í jólasöfnun þeirra. Sigurbjörn Einarsson Sælen — en þýdd á islenzku af Vilbergi JUliussyni skólastjóra. Bók þessi kom fyrst Ut i Noregi á striðsárunum og hefur siðan komið Ut hvað eftir annað á öllum Norðurlöndunum og viðar. Þetta er önnur Utgáfan á bókinni á islenzku. HUn kom fyrst Ut haustið 1950 og seldist þá fljótlega upp. Bókin er 96 bls. að stærð og er önnur hver blaðsiða með mynd i 4 litum af efni sögunnar. Myndir þessar hafa mikið gildi fyrir bókina, enda frábærlega vel gerðar. Bókin lýsir á snjallan hátt — i máli og myndum — fjöl- breyttu dýralifi i Norðurishafinu, sem verður börnum bæði skemmtun og fróðleikur. 2. Kata litla og brúðuvagninn er eftir Jens Sigsgaard, höfund bókarinnar Palli var einn i heiminum,sem gefin hefur verið Ut i 30 þjóðlöndum og nýtur fádæma vinsælda hér á landi. Kata litla og brUðuvagninn er einnig mjög vinsæl barnabók i mörgum löndum. Bókin er prýdd fjölda mynda i 4 litum eftir Arne Ungermann, en hann teiknaði einnig myndir i bókina Palli var einn i heiminum. Bók þessi er einkum ætluð yngri börnum, og segir þar frá ýmsum ævintýrum, sem Kata litla lendir i með brUðuvagninn, sem Katrin systir hennar átti. Kata litla og brúðuvagninn er islenzkuð af . Stefáni JUliussyni rithöfundi, sem hefur fæði frumsamið og þýtt fjölda barnabóka. Báðar þessar barnabækur eru Offsetprentaðar i Prentsmiðjunni Odda i Reykjavik. Þá hefur BókaUtgáfan Björk gefið Ut alls 11 bækur i bóka- flokknum: Skera mtilegu smábarnabækurnar.sem er fyrir yngstu lesendurna . í sumar komu þar Ut i endurprentun tvær bækur: Láki og Stúfur.— Þær eru báðar prentaðar i litum hjá Prentverki Akraness á Akranesi. Sælgætismarkaður Kertamarkaður Opið til kl. 10 í kvöld og laugardag til kl. 6. r Armúla la, Matvörudeild Sími 86111 Húsgagna- og gjafavörudeild — 86112 Vefnaðarvöru- og heimilistækjadeild — 86113 Skrifstofa — 86114 r Frásagnir frá fyrri tíð — Aldaskil, eftir Árna Óla Hinn góðkunni rithöfundur Arni Óla hefur nú sent frá sér sina 28. bók, Aldaskil. Hefur hUn að geyma fjölmargar forvitnilegar sagnir frá fyrri tið, en Árni Óla hefur á blaðamennskuferli sinum talið það skyldu sina að bjarga forvitnilegum sögnum frá gleymslu. Meðal annars leitaði hann uppi aldrað fólk, sem hann treysti til að segja rétt frá sein- asta skeiði hinnar gömlu aldar og kjörum almennings fyrir alda- skilin. Arangurinn er efni þessar- ar bókar. Meðal þess, sem sagt er frá, eru ýmsar svaðilfarir á sjó og landi, huldufólk, draugaskipið á Siglufirði, hauskUpan á HUsavik, frásögn vinnumanns hjá Grimi Thomsen og margt fleira. Bókin er 324 bls. prentuð hjá Setbergi, sem gefur bókina Ut. H.R.Trevor-Roper Sfðusfu daéar ÍSt.ENZK ÞIÖDFRÆDI Sígurður Nordal PIÓÐSAGNA BÓKIN II Umrenningar — skáldsaga Hamsuns Með Umrenningum er loks komin út á íslenzku skáldsaga Hamsuns, sem jafnoft hefur verið nefnd ein skemmtileg- asta skáldsaga aldarinnar. fslendinga sögur og nútíminn Aldrei fyrr höfum við eignazt slíkt leiðsögurit í lestri ís- lendinga sagna og þessa bók Ólafs Briem. Hún á erindi á hvert heimili og í alla skóla. Síðustu dagar Hitlers Haustið 1945 var brezka sagn- fræðingnum, H. R. Trevor- Roper, sem þá starfaði í brezku leyniþjónustunni, falið að rannsaka dularfull endalok Hitlers. Niðurstaða hans var þessi spennandi bók, sem komið hefur út um allan heim. Nú ræða menn enn einu sinni um afdrif Martins Bormanns. í Síðustu dögum Hitlers er gerð grein fyrir endalokum nazistaforingjanna. Spurningunni um afdrif Bor- manns er látið ósvarað. Þjóðsagna- bókin II. í fyrra kom út fyrsta bindi Þjóðsagnabókarinnar í saman- tekt Sigurðar Norðdals. Það bindi hafði að forspjalli mikla ritgerð eftir Sigurð, sem fram er haldið í þessu bindi og nefnist þar Margt býr í þok- unni. Þjóðsagnabókin er víð- tækast úrval markverðustu þjóðsagna íslenzkra, sem gert hefur verið fram á þennan dag. Séð og lifað — endurminningar Indriða Einarssonar Bók Indriða Einarssonar, leik- ritaskálds og hagfræðings, hefur verið sögð ,,skemmti- legust allra íslenzkra minn- ingabóka“. Indriði átti til að bera þann sjaldgæfa hæfi- leika.að geta í einni leiftrandi mynd, tilsvari eða setningu, brugðið upp heilli lífssögu, og vakið viðburði og aldarfar upp frá dauðum. Tómas Guðmundsson skáld, bjó bókina til prentunar. í fylgd með Jesú 180 myndir, flestar í litum — 87 heilsíðumyndir, — veita lesendum leiðsögn um sögu- slóðir Nýja testamentisins. Tilvitnanir í texta Nýja testa- mentisins og skýringar með hverri mynd — í fyrsta sinn birtist ný þýðing Hins íslenzka biblíufélags á þremur fyrstu guðspjöllunum og Postulasög- unni. ,, . . . fögur bók og handhæg, sem er vel til þess fallin að örva menn við lestur Nýja testamentisins . . ." segir herra Sigurbjörn Einarsson f aðfararorðum sínum að bók- inni. ALMENNA BOKAFELAGIÐ Austurstræti 18 Sími 19707 Blöð og blaðamenn 1773—1944 Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrv. útvarpsstjóri hefur ritað sögu íslenzkra blaða frá upphafi 1773, þegar Islandske Maaneds Tidender komu fyrst út, og fram að lýðveldisstofn- un 1944. í bókinni er getið um meira en 250 blöð og tímarit. Sagt er frá einkenn- um og áhrifum blaðanna, mál- flutningi, stíl og tækni og frá sambandi þeirra við helztu þætti þjóðarsögunnar. Þá er þar einnig greint frá blaða- mönnum að því er varðar blaðamennsku þeirra. Er líf eftir dauðann? Um þessa spurningu hafa menn deilt frá örófi alda og ekki komizt að algildri niður- stöðu. Sænski læknirinn, Nils O. Jacobson, höfundur þess- arar bókar, gerir það ekki heldur, en með fjölmörgum dæmum varpar hann nýju Ijósi á þessa eilífu spurningu. Þýðendur bókarinnar eru Elsa G. Vilmundardóttir og sr. Jón Auðuns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.