Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 23
* Föstudagur 15. desember 1972 TÍMINN 23 Framhald af bls. 12 legri aðstoð hins kanadiska heimilislæknafélags, verið unnið mjög stift að þessum málum. — Er þetta þá orðið fastmótað sérnám? — Já. beir hafa gert þetta að sérnámi, sem lýkur á þrem árum með sérstöku prðfi, en aö visu er það ekki enn, fjárhagslega séð, komið undir sama hatt og aðrar sérgreinar, en það mun gerast alveg á næstu árum. Nú eru heimilislækningar orðnar sér- stakur liður i námi i langflestum læknadeildum kanadiskra há- skóla, og sumsstaðar eru þær jafnvel kjarni læknanámsins. Bandarikin hafa lika viðurkennt heimilislækningar sem sérgrein, þannig að hér er alveg örugglega um nýja sérgrein að ræða, þótt sumum kunni að þykja það mót- sagnakennt, að elzta grein læknisfræðinnar skuli nú vera að verða yngsta sérgrein hennar. — Starfa kanadiskir heimilis- læknar i hópum, eða einn og einn? — Enn er það blandað. Undan- farið hafa þeir mikið starfað einir sér, en þó hafa þeir löngum verið i miklu sambandi við fræðilega og akademiska læknisfræði, þar sem þeir hafa til dæmis getað sent sina sjúklinga inn á spitala og svo stundað þá þar. En þetta stefnir i átt til heilsugæzlustöðva, þar sem margt fólk vinnur ásamt heimilislækninum og hjálpast að þvi að leysa vandamál sjúklings- ins. Þar stigur læknirinn niður af þeim háa stalli, sem honum hefur vist þótt þægilegur, og gerist einn af starfsliðinu, en að visu leiðandi og stjórandi þess starfs, sem þar fer fram. „Bráðum kemur betri tið..." — En hvernig finnst þér nú að vera kominn hingað heim i okkar litla samfélag, til þess að taka þátt i að leysa okkar vandamál? — Yfirleitt held ég nú, að skammdegið okkar sé alvarlegra en ástand heilbrigðismálanna. Auðvitað er það alltaf nokkurt átak að rifa sig upp og takast á hendur störf, sem eru talsvert ól- (k þeim, sem maður hefur verið að fást við undanfarin ár, og verið búinn að tileinka sér. En ég held, að hér sé töluverð hneigð i þá átt að bæta heimilislæknisþjón- ustuna að miklum inun. Ungir læknar eru áreiðanlega mjög áhugasamir og opinberir aðilar eru það tvimælalaust lika. — Er samt áformuð hér nokkur heilsugæzlustöð heimilislækna i likingu við það.sem þú varst að nefna þarna áðan? — Já. Að undanförnu hefur verið mikill undirbúningur heilsugæzlustöðva, bæði i dreif- býlinu, þar sem málið er jafnvel komið á talsverðan rekspöl, og eins i Reykjavik, Þar sem nú er áformað að stofna til fyrstu heilsugæzlustöðvarinnar, hérna i Breiðholtinu. Ég hef góða von um, að þar risi upp starfsemi i likingu við þ& , sem ég minntist á, að komin væri til sögunnar i Kanada. — Þú litur þá með talsverðri bjartsýni til komandi daga? — Ég held,að ekki sé ástæða til annars. Ég er meira að segja sannfærður um, að ,,bráðum kemur betri tið / með blóm i haga.” -VS Sérfræði Þakkargleði aF,rj,"“du til ævi mannsins, þegar hallar að leiðarlokum. Þar má nefna þessa raunsönnu haustvisu: Fáum er orðið flýtisverk, fagnaðarsöng að vekja. Sólinni þyngist meir og meir, myrkrið á burt að hrekja. Óðum styttist á vetrarveg, vordraumar suður fljúga. Kviðvæn hugboð um hrið og snjó, hjarta þitt kulsælt smjúga. Gleðin yfir gjöfum lifsins er ráðandi. Hún er það strax i fyrsta ljóðinu, þar sem segir: Að vera til, að vera með öðrum, vera glaður, er unaður lifsins . óþvingaður. Þessi lifsnautn fylgir manni bókina á enda: Nú þakka ég, lif fyrir allan þinn ljósbrigðaleik, mér leynist það ekki, að senn fer að styttast i kveik. Af sögulegum rótum eru ljóðin um Sigurð Fáfnisbana, Höskuld- Dala-Kollsson og ögmund biskup Pálsson, en öll eru þau hafin yfir timann. Hin fornu minni eru not- uð til að leggja áherzlu á lifssann- indi liðandi stunda og allra tima. Þau eiga að bregða birtu á mann- legt eðli. örlagaatvik úr sögu Sig- urðar Fáfnisbana eru rifjuð upp og honum lagt i munn: Yfir margra alda haf leggur ennþá logann af okkar ævintýri. ögmundi biskup biindum er lagt i munn: Dimmt er loft af grun og geig, gamlir stofnar riða. Eggja ljá um tún og teig, talsmenn nýrra siða. Þungt er að ala efans beyg, er nú Rómakirkja feig, villustigur einn til himins hliða? Hvað.sem rétt er um ögmund Pálsson.er þetta sönn og rétt lýs- ing á sálarstriði samferðamanna okkar. Þannig yrkir Bragi um lif- ið á liðandi stund.hvert sem hann sækir yrkisefni sin. Svo er oft um skáldskap, að ekki finna allir hið sama i honum. Þar skin jafnan i fleira en sagt er berum orðum. Auk þess er það svo með skáldskap sem annað, að einn hrifst af þvi, sem lætur ann- an ósnortinn. Mér virðist það ein- kenni þessara ljóða, að það sem sagt er um náttúru landsins og ytra umhverfi mannsins, á lika við hið innra, sem með mannin- um býr. Það verður ekki nánar rakið hér en þegar er orðið. Það eru falleg ættjarðarkvæði i þessari bók. Þar er að finna er- indi eins og þessi: Sælan hefur svefn veitt, sumarnótt fyrir dag þann, áður guð ekki neitt afrek þessu likt vann: Lyfti úr löðursjó, landi og skarti bjó, sem dýrast hafði dreymt hann. Og þetta: Árdagur, aftann, nótt, unaðsrik jörðin. Tekur þig hlýtt og hljótt, að hjarta sér jörðin. Með vori og söng hún vekur þig, á fegurð lifs hún fæðir þig, i sátt við allt hún svæfir þig, unaðsrik ættarjörðin. Það er vegna þessa viðhorfs og þessara tilfinninga, sem skáldið vill deyja inn i fegurð landsins og leggjast til hinzta svefns undir gróinn svörð lands sins: Og geti þetta orðið, og þegar þá það gerist, mun ég varpa öndinni feginsam- lega, og segja við sjálfan mig: Drottinn minn og guð minn, yndislegt var lifið, sem mér gafst á þessari jörð, og undursamlegt er að mega deyja, inn i þá dásamlegu fegurð, sem landið mitt hefur að geyma. Þetta eru siðustu orð Braga Sigurjónssonar i þessari bók. Og vissulega er það falleg kveðja til landsins og lifsins. H. KR. Vfðivangur Kh,,M úr ræðu fyrrverandi fjármála- ráðherra á fiokksfundi i Sjálf- stæðisflokknum, þurfa nienn ekkert að fara i grafgötur um það, að honum yrði mætt með stórfelldri skerðingu á kjörum almennings, ef Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ráðin i stjórn- arráðinu. Ilitt er lika vist, að þeir hefðu ekkert verið að tefja ákvörðun með útreikn- ingum á þvi, hvernig komast mætti hjá kjaraskerðingu hinna lægst launuðu. Að þvi leyti yrðu þeir miklu skjótari til ákvarðana en núverandi rikisstjórn er nú, enda myndu þeir leysa vandann fyrst og fremst á kostnað þeirra laun- þega, sem lægstu og meðal- launin hafa. Reynslan er ólygin um það. Launþegar ciga að skoða þá töf, sem óhjákvæmilega hlýtur að verða á þvi, að rikisstjórnin taki endanlega ákvörðun um úrræði i efnahagsmáium nú, i þessu ljósi. —TK Geðdeild Framhald af bls. 24 arkitekta, sem eru að vinna að skipulagningu Landspitalalóðar- innar, ber með sér, að þeir telja, að vart verði unnt að koma fyrir byggingum á lóðinni fyrir fleiri en 685 sjúklinga. Það er þvi ljóst, að hin fyrirhugaða mikla stærð geðsjúkdómadeildarinnar heftir verulega eðlilega þróun annarra deilda. Kennarar læknadeildar munu flestir sammála um, að með tilliti til kennslu og rannsóknastarf- semi, sé rétt að byggja geð- sjúkdómadeild við Land- spitalann, en að stærð hennar miðist við ofangreind atriði. Flutningsmenn umræddrar til- lögu telja, að fyrirhugaður fyrsti áfangi geðsjúkdómadeildar þ.e. 60 rúm, sé hæfileg endanleg stærð, og stærð göngudeildar og annars þjónustuhúsnæðis skuli vera i hlutfalli við þann rúma- fjölda. Varðandi það atriði, að fyrir- huguð geðdeild við Landspitalann muni að takmörkuðu leyti leysa heilbrigðisþjónustu geðveikra, þá ber fyrst að athuga, að deild þessi mun aðallega ætluð fyrir bráða geðveiki (acut tilfelli) og vantar þá úrræði fyrir langvinna geð- sjúkdóma (chroniskt geðveika), sem þarfnast langvarandi vist- unar á geðsjúkrahúsi. Þar er um að ræða i vaxandi mæli, sjúkl- inga með geðtruflanir af völdum ellibreytinga. Mikill hluti bráðra innlagna geðtruflaðra sjúklinga er i sambandi við ofneyzlu alkóhóls eða fikniefnaneyzlu. Þessum sjúklingum mun ætlað litið pláss i væntanlegri geðdeild Landspitalans,. þar sem byggð verður sérstök deild utan Reykjavikur, til þess að leysa það vandamál eins og eöiiiegt er. Þá ber þess að geta, að við Borgar- spitalann hefur tekið til starfa 61 rúma geðdeild, einkum ætluð fyrir bráðgeðveiki. Einnig mun Reykjavikurborg hafa lokið að fullu undirbúningi að 30 rúma við- bótarbyggingu i Arnarholti, sem getur verið tilbúin um áramótin 1973-1974. Þetta er fyrstiáfangi að 120 rúma deild, sem þar er fyrir- hugsað að reisa fyrir langvinna geðsjúkdóma. Þær ráðstafanir, sem þegar hafa verið gerðar eða eru i undir- búningi, til lausnar vandamálum geðsjúklinga, eru án efa skjót- virkari og hagkvæmari, en að byggja mjög stóra geðsjúkdóma- deild við Landspitalann, en þessar ráðstafanir eru: 1. Stofnun stórrar göngudeildar við Kleppspitalann, en sú göngu- deild mun nú vera i þann mund að taka til starfa. Einnig stofnun hliðstæðrar deildar við Borgar- spitalann. 2. útvegun á leiguhúsnæði til bráðabirgða i viðtækari mæli en gerthefur verið, fyrir þá sem búa við langvarandi geðveiki. 3. Flýtt verði byggingif, sem fyrirhuguð er við Vifilsstaðahæli, fyrir bráðar geðtruflanir af völdum alkóhólneyzlu. 4. Flýtt verði þeim fram- kvæmdum,sem Reykjavikurborg hefur undirbúið, til þess að bæta sjúkrarúmaskort fyrir lang- varandi geðsjúkdóma. Þessi úrræði geta strax á næsta ári leyst til bráðabirgða nokkurn vanda, bæði fyrir bráða og lang- varandi geðsjúkdóma-Þau myndu sennilega verða fjárhagslega hagkvæm og hagstæð, að þvi leyti, að þau mundu gefa nægan tima á næsta ári til að ganga frá heildarskipulagi Landspitalans og fella fyrirhugaða geðdeild inn i það skipulag. Þetta mundi ekki verða til þess að seinka byggingu geðdeildar, af eðlilegri stærð, við Landspitalann, né heldur tefja fyrir byggingu fullkomins geð- sjúkrahúss fyrir allt landið? Á fundi i deildarráði lækna- deiidar 30. nóv. sl. itrekar iækna- deildin fyrri yfirlýsingar sinar um, að geðdeild á sameiginlegu lóðasvæði Háskóla Islands og Landspitalans verði að sam- rýmast heildarskipulagningu, og dregur i efa,að bygging af þeirri stærð (10.500 fm), sem áætluð er i tillögum bygginganefndar geð- deildar geri það. Er lögð áherzla á það, að þeim sérfræðingum, sem fjalla um heildarskipulag bygginga læknadeildar og Land- spitala verði einnig falið að fjalla um stærð og skipulag fyrir- hugaðrar geðdeildar á svæðinu — og úrskurði þeirra hlýtt eins og um aðrar deildir, sem þar eiga að risa. Læknaráð Landspitalans hefur tekið svipaða afstöðu og Jækna- deild Háskólans i máli þessu með sömu eða svipuðum röksemdum og koma fram hjá þeim fjór- menningum, Snorra P. Snorra- syni, Snorra Hallgrimssyni, Hjalta Þórarinssyni og Arinbirni Kolbeinssyni. Hér er um mikinn ágreining að ræða, sem ekkert hefur heyrztum opinberlega fyrr en nú, er Timinn greinir frá honum. Hér er hins vegar um slikt stórmál að ræða, sem snertir alla uppbyggingu Landspitalans og spurninguna um það, hvernig megi nýta þá fjármuni, sem þjóð- félagið getur látið i té til þessara mála til sem mests gangs fyrir þá, sem geðsjúkir eru i landinu. Er þvi hollast, að þetta mál verði rætt að einurð og hreinskilni fyrir opnum tjöldum. — TK Sjávarútvegsráðuneytið. á þvi að komandi AUGLYSING um loðnuveiðar í flotvörpu Þeir skipstjórar, sem hug hafa stunda loðnuveiðar i flotvörpu á loðnuvertið, skulu senda umsóknir um leyfi til slikra veiða til sjávarútvegsráðu- neytisins eigi siðar en 22. desember n.k. Búast má við þvirað umsóknir, sem berast eftir þann tima, verði ekki teknar tii greina. t umsóknunum skal greina nafn skipstjóra og nafn og númer báts. Jafnskjótt og John hefur fengið bréfið, er hann hundeltur af leyniþjónustu.......... Verið er að neyða Komarov til að framkvæma áætlunina en............ Frá Thule er gerður út leiðangur 6 harðskeyttra manna með vélsleða og snjóþeysur til að bjarga honum úr höndum.............. Frá íslandi berst hjálp með togaranum . . . . ÞAÐ GETUR NAUMAST SKEMMTILEGRI OG ÆSILEGRI LESTUR EN ÞESSA BÓK BREZKA HÖFUNDARINS, DUNCANS KYLES. BÓKAÚTGÁFAN VÖRÐUFELL VERÐ KR. 688.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.