Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 15. desember 1972 TÍMINN 11 Útgefandi: Frátnsóknarfiokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór ::: arinn Þórarinsson (ábm.),'Jón Helgason, Tómas Karlsson i Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns) Auglýsingastjóri: Steingrlmui*. Gislasc^ii. ■ Ritstjórnarskrif stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Áskriftargjah 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takiö. Blaðaprent h.f. Góðar fréttir berast nú austur um haf Undanfarna daga hafa borizt góðar fréttir austur um haf frá Bandarikjunum. Fullvist má nú telja, að tillaga sú, sem ísland flutti ásamt Perú og fleiri rikjum og samþykkt var i efnahagsnefnd Allsherjarþingsins, verði samþykkt á þinginu sjálfu með miklum yfir- burðum. Þessi tillaga er stór áfangi i baráttu okkar fyrir viðurkenningu eignarréttar okkar á auðlindum fiskimiðanna á landgrunni ís- lands og kveður niður þann tviskinnung, sem rikt hefur i alþjóðarétti, þar sem riki geta kast- að eign sinni á auðæfi i og á hafsbotni hundruð milna út frá ströndum sinum, en þjóðir, sem eiga allt sitt undir lifinu i sjónum yfir hafs- botni, hafa ekki viðurkenningu á rétti til vernd- ar og nýtingar þeirra auðæfa, þótt kröfur þeirra til slikra yfirráða gangi mun skemmra en þeirra stórvelda, sem kasta eign sinni á oliu, málma og fl. hundruð milna út frá ströndum. Bandarikjastjórn hefur nú tilkynnt islenzku sendinefndinni hjá Sameinuðu þjóðunum, að hún muni láta af andstöðu gegn þessari ályktun efnahagsnefndar^þegar hún kemur til atkvæða á Allsherjarþinginu, en Bandarikin beittu sér gegn tillögunni i nefndinni. Þróun mála á fiski- miðunum við strendur Bandarikjanna og bar- átta útgerðarmanna og fiskimanna þar i landi undanfarin misseri á vafalaust sinn þátt i þvi, að Bandarikin treysta sér ekki til að ganga gegn tillögu, sem ekki fer neitt dult um, að er ekki sizt yfirlýsing þjóða heims um stuðning við málstað Islands i baráttu islenzku þjóðar- innar fyrir tilverurétti sinum og um leið for- dæming á framferði Breta og Vestur-Þjóðverja á fiskimiðunum við ísland. Bretar gera sér allténd fullkomlega ljóst, að þessi ályktun efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna gengur i berhögg við allt það, sem Bretar berjast fyrir i landhelgisdeilunni við ís- lendinga. Á fundi i hópi vestrænna rikja i höf- uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna lögðu fulltrú- ar Breta mjög fast að vestrænum rikjum að greiða atkvæði gegn tillögunni á Allsherjar- þinginu. Sögðu þeir, að þessi tillaga yrði notuð af íslendingum til áróðurs gegn Bretum og myndi spilla samkomulagsmöguleikum i land- helgisdeilunni við íslendinga! Spurningin er nú, hve mörg vestræn riki fara að vilja Breta. Ekki sizt beinist athygli okkar Islendinga að frændþjóðunum á Norðurlöndum i þessu sambandi. Taki þau ekki afstöðu með þessari ályktun, bregðast þeir ekki aðeins Is- lendingum,heldur einnig öllum hinum vanþró- uðu rikjum heims, eða þriðja heiminum svo- kallaða, en þessi riki hafa öðrum fremur sagzt hafa skilning á baráttu vanþróuðu rikjanna gegn rikum forréttindaþjóðum. Skilningur á nauðsyn verndunar og réttrar nýtingar fiskistofna og rétti strandrikja til að vernda og nýta fiskimið sin fer nú hraðvaxandi i heiminum. Væntanlega nær sá skilningur alla leið inn i Alþjóðadómstólinn i Haag. Að minnsta kosti getur hann ekki hundsað þá ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt verður i næstu viku,um að varanleg yfirráð strandrikja yfir auðæfum hafsbotns nái einnig til sjávarins og lifsins yfir honum. —TK Grein frá APN: Fjögur lýðveldi stofnuðu Sovétríkin fyrir 50 árum í rússneska lýðveldinu er rúmur helmingur íbúa Sovétríkjanna SOVÉTRÍKIN voru stofnuð árið 1922, þegar fjögur sambandslýðveldi sameinuð- ust. Lýðveldi þessi voru: Rússneksa lýðveldið, Úkraina, Hvita-Rússland og Kákasuslýðveldið (Azerbaidsjan, Armenia og Grúsia). Þetta fór fram á fyrsta þingi verkamanna- ráðanna, sem haldið var i Bolshoj-leikhúsinu i Moskvu þann 30. des. 1922. Stofnun Sovétrikjanna var tilkomin vegna hlutlægra aðstæðna. Það var hverju lýðveldi augljóst, að það var ekki hægt að byggja upp nýtt lif hjálparlaust og reisa land- búnaðinn og iðnaðinn úr rústum eftir heimsstyrjöldina, sem geysaði 1914-1917, og borgarastyrjöldina frá 1918- 1922. V.I. Lenin lagði grundvöll að sameiningu lýðveldanna i Sovétrikin og byggðist hún á jafnrétti þjóðanna og frjálsum vilja þeirra til sameiningar. A næstu árum voru stofnuð ný sambands- og sjálfstjórn- arlýðveldi. Árið 1936 voru stofnuð lýðveldin Azerbaidsjan, Armenia og Grúsia, sem áður höfðu sam- einazt i Kákasuslýðveldið, og urðu þau sambandslýðveldi i Sovétrikjunum. STÆRSTA lýðveldið er rússneska lýðveldið, sem nær frá Kamtsjatka að Eystrasalti yfir landsvæði, sem er 17 milljónir ferkilómetra að flatarmáli, en flatarmál Sovétrikjanna i heild er rúm- lega 22.400 þúsund ferkiló- metrar. Ibúatala rússneska lýðveldisins var 131,8 milljónir árið 1972, en i Sovétrikjunum i heild 247,5 milljón manns. tbúafjöldi i Moskvu er 7,3 millj. 1 rússneska lýðveldinu eru framleidd 63 prósent allrar raforku Sovétrikjanna, 81 prósent oliu, rúmlega 50 prósent af stáli og 50 prósent af landbúnaðarafurðum. Þegar unnið var að eflingu efnahags, visinda, menningar og bættra lifskjara,var fyrst og fremst tekið tillit til héraða, sem höfðu dregizt aftur úr, og ibúa þeirra. T.d gjörbreyttist lif 20 þjóðarbrota i Norður-héruðunum, en áður leit út fyrir, að þau mundu leggjast i auðn. Siðastliðin ár hefur feyki ör þróun átt sér stað i Siberiu og Austurströndinni, sem til- heyra rússneska lýðveldinu. Raforkuverin i Siberiu eru þau stærstu i Sovétrikjunum og i h e i m i . 1 Siberiu er verið að byggja mörg voldug raforkuver og tekin hafa verið i notkun 40 hitaraforkuver. Fyrir árið 1975 verður tekin i notkun stærsta gas- og oliu- iðnaðarstöð sinnar tegundar i Sovétrikjunum og verður oliu- uppgröftur 120-125 tonn. Stöð þessari var valinn staður i Vestur-Siberiu. Nú fæst þrisv- ar sinnum meira af oliu frá Siberiu heldur en frá Bakú (Azerbaidsjan). Siberiudeild Visindaakademiu Sovétrikj- anna og Visindamiðstöð Aust- ur-Siberiu, sem er einnig deild frá Visindaakademiunni, eru helztu visindastöðvarnar. AZERBAIDSJAN er 86.6 þúsund ferkiiómetrar og eru ibúar 5.323 þúsund. Höfuðborgin er Bakú með 1.314 þúsund ibúa. Nú á dögum er Azerbaidsjan ekki aðeins lýðveldi oliuvinnslu og oliuiðnaðar. Þar hefur einnig þróazt framleiðsla oliuvéla, málmiðnaðar og raforku. Rúmlega 350 tegundir iðnaðarvara eru fluttar út til 57 landa heims. En áður voru jafnvel steinoliulampar og naglar fluttir inn til Azerbaidsjan. Helztu landbúnaðargrein- arnar eru baðmullar- silki og griparækt. Vinberjarækt er á mjög háu stigi. 1 þessu héraði, þar sem áður rikti ólæsi og vanþekking, eru nú 140 vis- inda- og rannsóknastofnanir, þar sem vinna um það bil 18 þúsund visindastarfsmenn, og eru i þeim hópi 650 visinda- doktorar. I æðri menntastofn- unum i Azerbaidsjan stunda nám 100 þúsund stúdentar. ARMENIA er 29.8 þúsund ferkilómetrar að flatarmáli og eru ibúar 2.635 þúsund. Höfuðborgin er Erevan með 818 þúsund ibúa. örlög armensku þjóðarinnar fyrir byltinguna voru mjög ömurleg. 1 fyrri heims- styrjöldinni drápu Tyrkir rúmlega hálfa aðra milljón ibúa, en 300 þúsund manns leituðu hælis i Rússlandi,og mikill hluti ibúanna flýði til Austurlanda, Ameriku og Evrópulandanna. Um það bil 200 þúsund Armeniumenn hafa snúið til baka til föður- lands sins frá ýmsum löndum, og enn snúa Armenar til sins heimalands. Nú er iðnaður á háu stigi i lýðveldinu, t.d. ljós- málmaiðnaður, raftækni, viniðnaður og fleiri, og 150 tegundir iðnaðarvöru eru fluttar út til 70 landa. 1 iðrum Armeniu finnst kopar, skink og sjaldgæfir málmar. Einnig er þar mikið af marmara og mábergi. Lýðveldið ræður yfir mikilli vatnsorku, en engu eldsneyti. Gas og olía er flutt inn frá Azerbaidsjan. Gasleiðslan Bakú-Tbilisi-Jerevan var byggð af fulltrúum margra sovét-lýðvelda, eins og mörg mannvirki i Kákasus. I lýðveldinu eru 12 æðri menntastofnanir og fjöldi stúdenta er meiri heldur en i Sviss, Austurriki eða Noregi. GRÚSIA er 69.7 þúsund ferkm. að flatarmáli og ibúafjöldi 4.800 þús. manns. Nú frarhleiðir þetta lýðveldi næstum allar tegundir iðnaðarvöru. Nýjar greinar vélaiðnaðar hafa verið byggðar upp, t.d. rennibekkjasmiði, raftækni og útvarpstækni. Auk stein- og brúnkolavinnslu, þróast oliuiðnaður, og voldugur orku- grundvöllur hefur verið lagður. Af hverjum 1000 ibúum i Grúsiu eru 58 manns með æðri menntun. 1 Grúsiu er 95% af allri terækt Sovét- rikjanna auk mikillar sitrónu og tóbaksræktar. ÚKRANIA er 603,7 þúsund ferkilóm. að flatarmðli og fólksfjöldi 48 milljónir. Höfuðborgin er Kiev með 764 þúsund ibúa. Iðnaður lýðveldisins er háþróaður, svo og landbúnaður. Frá Úkrainu kemur 1/3 hluti kolafram- leiðslu Sovétrikjanna, næstum 10 prósent heimsfram- leiðslunnar af stáli, járn- málmi og dráttarvélum. HVITA-RÚSSLAND nær yfir 207,6 þúsund ferkilóm. svæði og ibúafjöldi þar er 9.2 milljónir. Minsk er höfuðborgin og eru þar yfir milljón ibúar. Hvita-Rússland er i fyrsta sæti i Sovétrikjun- um hvað snertir framleiðslu rafeindavéla, og kalium- áburðar og i öðru sæti hvað snertir framleiðslu vörubila, sem eru allt að 120 tonn. Oliu- uppgröftur er talsverður. Rikið veitti Hvita-Rússlandi mikla hjálp eftir siðari heimsstyrjöldina, þar sem fjórði hluti ibúanna féll eða voru teknir til fanga, meðan landið var hernumið af nazistum, og þar af voru 380 þúsund manns sendir f þrælkunarvinnu i Þýzkalandi og voru það mest piltar og stúlkur. Milli Hvita-Rússlands og hinna sovézku lýðveldanna hafa haldizt náin efnahags- tengsl og vinátta. T.d unnu fulltrúar rúmlega 20 þjóðerna Sovétrikjanna að byggingu oliuiðnaðarverksmiðjunnar i borginni Novopolotsk og kaliumáburðarverk- smiðjunni. Hvað snertir stúdentafjölda á hverja 10 þús. ibúa fer Hvita-Rússíand fram úr Englandi, V-Þýzkalandi, Frakklandi og Sviþjóð. Arið 1971 voru gefnar út 2.600 bækur að heildarupplagi 26 milljón eintök, en það eru næstum þrjár bækur á hvern ,ibúa. Áður voru gefnar út þrjár bækur árlega á hverja 100 ibúa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.