Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 10
TÍMINN Föstudagur 15. desember 1972 10 ALÞINGI LImsjon: Elias Snæland Jónsson Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, um fjárlagafrumvarpið: Endurspeglar félagslega stefnu ríkisstjórnarinnar — Þetta fjárlagafrumvarp endurspeglar hina fél- agslegu stefnu rikisstjórnarinnar, og sýnir þvi aðra mynd af stjórnarstefnunni en fjárlagafrumvörp fyrrverandi rikisstjórnar. Við teljum nauðsynlegt, að vinna að félagslegri uppbyggingu með skynsam- legum hraða og á skipulegan hátt og jafna þannig kjör fólksins i landinu, — sagði Halldór E. Sigurðs- son, fjármálaráðherra, við 2. umræðu um fjárlaga- frumvarpið i sameinuðu alþingi i gær. Fjárlagafrumvarpiö var eina málið á dagskrá. 1 upphafi fundar kvaddi Jóhann Hafstein (S) sér hljóðs utan dagskrár og sagöi, að 2. umræða væri seint á ferðinni, en samt lægi enn ekkert fyrir um mikilvæga tekjuöflunarleiðir rik- isstjórnarinnar. Við slikar að- stæður væri óhæft að taka frum- varpið til 2. umræðu, og legði hann þvi til, að henni yröi frestað og tekið fyrir næsta mál á dag- skrá. Forseti sameinaös þing9,varð ekki viö þessari beiðni, og var samþykkt með 29 atkvæöum að láta umræðuna fara fram. 22 sátu hjá en 9 voru fjarverandi. Gcir Gunnarsson (AB)var fram- sögumaður meirihluta fjárveit- inganefndar. 1 upphafi ræddi hann starfsaðferðir nefndarinnar og störf undirnefndar, sem einn maður úr hverjum þingflokki á sæti i, að auknum sparnaði i rekstri rikisstofnana, og er nánar greint frá þvi á öðrum stað. Hann ræddi siðan stuttlega hinar efnahagslegu forsendur varðandi frumvarpið. Það, sem gerzt hefði frá þvi siðustu f járlög voru afgreidd, væri i fyrsta lagi, að með kjarasamningunum i fyrra hefði kaupmáttur tima- kaups hækkað svo, að hann hafi aldrei verið jafn hár áður, og i öðru lagi hefði orðið veruleg rýrn- un þeirra þátta i fiskafla lands- manna, sem mestu máli skipta i þjóðarbúskapnum. Jafnframt þyrftu atvinnuvegirnir að standa undir 6% kauphækkun á næsta ári. Ljóst væri, að útflutningsat- vinnuvegirnir stæðu höllum fæti, og nauðsynlegt að gripa til sér- stakra efnahagsaögerða til að tryggja atvinnuöryggi, og sömu- leiðis að gera ráðstafanir til að tryggja hallalausan rikisbúskap. Þessar aðgerðir hlytu að marka nokkuð afgreiðslu fjárlaga, og meirihluti nefndarinnar gerði þvi ekki tillögur um breytingar á tekjuhliö frumvarpsins við þessa umræðu. Slæmt væri, að slik óvissa rikti við 2. umræöu, en það hefði þvi miður veriö of algengt á undanförnum árum. Hann lagði áherzlu á, að i breytingartillögunum væri meg- ináherzla lögð á tvennt. Ann- ars vegar að greiða sem mest upp af þeim skuldum við sveitarfélög og aðra framkvæmdaaðila, sem rikissjóður safnaði upp á dögum viöreisnarstjórnarinnar, og hins vegar að taka tillit til þeirra lækkana á fjárveitingum þessa árs, sem ákveönar voru með bráöabirgðalögum i sumar. Þær fjárveitingar, sem ekki koma af þessum sökum til útborgunar á þessu ári, og eru endurveittar nú, nema samtals 174.6 milljónum króna. Breytingartillögur þær, sem fjárveitinganefnd flytur sameig- inlega, valda um 268 milljón króna nettógjaldaukningu hjá rikissjóði. Rakti þingmaðurinn siðan þessar breytingartillögur hverja fyrir sig og orsakir þeirra. Kom fram, að tillögur um fjár- veitingar til byggingar mennta- skóla biða til 3. umræðu og eins afgreiðsla nokkurra erinda. Matthias Bjarnason (S) mælti fyrir nefndaráliti 1. minnihluta, þ.e. Sjálfstæðis- manna. Rakti hann þróun efnahagsmála og fjármála rik- isins frá þvi nú- verandi stjórn tók við völdum. Taldi hann, að fjárlög fyrir 1973 yröu aö upphæð til tvöföld miðað við siðustu fjár- lög Viðreisnarstjórnarinnar. Rikisstj. hefðj sjálf haft frum- kvæði um að auka verðbólgu i landinu. Skattbyrðin væri orðin óhófleg, enda hefði álagður tekju og eignaskattur hækkað úr 1.525 milljörðum 1971 i 4.429 milljarða árið 1972 eða nær þre- faldazt. Verðbólgan hefði stór- vaxið, eins og sæist af þvi, aö byggingarvisitala hefði hækkað úr 535 stigum i 689 stig, eða um 28.79% frá þvi núverandi rikis- stjórn tók við völdum. Rikisbákn- ið þendist út, þrátt fyrir yfir- lýsingar ráöherra i stjórnarand- stöðu um, að þar ætti samdráttur að eiga sér stað. Þannig hefði fastráðnum rikisstarfsmönnum fjölgað frá valdatöku rikisstjórn- arinnar um 685, eða úr 6798 i júli 1971 i 7383 i dag. Þá rakti þingmaðurinn m.a. ákvæði málefnasamningsins um vinnutimastyttingu, sem hann taldi misráðið að hafa i þeim samningi. Einnig minnti hann á þann niðurskurð framkvæmda, sem varð á þessu ári um 174.6 milljónir, og taldi.að niðurskurð- urinn hefði átt sér stað i þeim framkvæmdum, og þeim lands- hlutum, sem sizt skyldi. Varðandi verklegar fram- kvæmdir sagði þingmaðurinn, að framlög til þeirra hækkuðu ekki i hlutfalli við verðbreytingar. Þingmaðurinn taldi, að fjárlög- in nú væru spegilmynd af efna- hagsástandinu, og frumvarpið ákaflega ófullkomið og opið i báða enda. Það væri rikisstjórn- inni að kenna, þvi enn væri um enga stefnumörkun t.d. varðandi tekjuöflun hjá henni að ræða. Þingmaðurinn taldi óhæft, að ekki lægi fyrir ákvarðanir varð- andi tekjuöflun, en það kæmi i veg fyrir, aö hægt væri að taka á ábyrgan hátt afstöðu til fjár- veitinga. Askildi hann sér allan rétt til að flytja breytingartillög- ur við 3. umræðu. Jón Arniann Héöinsson (A) mælti fyrir áliti 2. minnihluta fjárveitinga- nefndar (Al- þýðuflokksins). Hann ræddi fyrst störf und- irnefndar, sem nánar er getið á öðrum stað hér á siðunni. Siðan fjallaði hann um tekjuhlið frumvarps- ins, og sagði állt i óvissu um þaðenn. og að stjórnarandstaðan vissi ekki enn neitt um endanlega tekjuöflun til þess að mæta út- gjaldaþörf á komandi ári. Alvar- legast væri þó, að innan rikis- stjórnarinnar og stjórnarflokk- anna væri ekki samstaða um leið- ir til tekjuöflunar. Við slikar að- stæður væri óraunhæft að flytja breytingartillögur, en hann geymdi sér allan rétt til að flytja slikar tillögur siöar. Þingmaðurinn ræddi siðan efnahagsmálin og taldi rikis- stjórnina hafa staðið óviturlega að þeim málum og tekið heljar- stökk varöandi bætt kjör launa- þega i stað þess að hafa sigandi hraða i þróun þeirra mála eins og skynsamlegast væri. Þá ræddi hann fjáröflunarþörf- ina varðandi niðurgreiðslur, rekstrargrundvöll atvinnuveg- anna og fjárþörf fjárfestingar- sjóða og taldi, að heildar fjár- magnsþörfin væri a.m.k. 4 mill- jarðar. Spurði hann um, hver þessi þörf raunverulega væri. Siðan fjallaði þingmaðurinn um verklegar framkvæmdir og um þann niðurskurð á framkvæmd- um, sem varð s.l.sumar með bráðabirgðalögum. Loks fjallaði hann um þær sögur, sem gengu um hugsan- legar efnahagsráðstafanir. Þær hefðu skapað spennu og jafnvel kaupæði og aukið á vandann. Rikisstjórnina vantaði bæði dug og áræði, og svo virtist, sem engin samstaða væri um úrræði i efna- hagsmálum. Ilalldór E. Sig- urösson, fjár- málaráðherra, tók næstur til máls. Hann svaraði fjöl- mörgum atrið- um, sem fram komu i mál- flutningi tals- manna stjórn- arandstöðunnar varðandi sjálft fjárlagafrum- varpið og útgjöld rikissjóðs. 1 upphafi vék hann að ræðu Jó- hanns Hafsteins og sagði ummæli hans afsakanleg, ef um nýliða væri að ræða. Svo væri þó ekki. Siðan rakti ráðherra mörg dæmi um það frá stjórnartið viðreisn- arinnar, að fjárlög hefðu kcmið Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinganefndar: Unnið að auknum sparnaði í rekstrí ríkisstofnana X Tramsöguræöu Geirs Gunnarssonar (AB), for- manns fjárveitinganefndar, er hann mælti fyrir áliti meiri- hluta nefndarinnar um fjár- lagafrumvarpið i sameinuöu Alþingi i gær, kom fram, aö undirnefnd f j á r v eit ing a- ncfndar hefur á þessu ári unnið aö könnun á ýmsum þáttum i rikisbúskapnum i þeim tilgangi, aö koma við auknum sparnaöi og hagsýni i rekstri stofnana rikisins. Meðal þeirra mála, sem undirnefndin hefur kannað og er að láta kanna, eru: Kostnaður viö mötuneyti. Hið opinbera greiddi 59 milljónir i kostnað viö 27 mötuneyti 1971. 2400 rikis- starfsmenn höföu aögang að þeim mötuneytum. Erlendur sérfræðingur kannar nú þessa ' starfsemi, og þar á meðal, hvort hagkvæmt sé að elda allan mat i þessi mötuneyti i hinu nýja eldhúsi Land- spitalans og flytja hann til mötuneytanna. Tryggingar og ábyrgðir rikisins. Könnun var gerð hjá 26 rikisstofnunum. 1 ljós kom, að árið 1969-1971 fengu þær 62 ■ milljónir i tjónabætur, en aðeins eitt þessara ára, 1971, voru 60 milljónir greiddar i iðgjöld. Kannað er, hvort hagkvæmara væri, að rikið stofnaöi eigin tryggingarsjóð, gerði samning við eitt trygg- ingarfélag eða byði út allar tryggingar. Verkstæöi einkum á vegum pósts og sima.Stefnt að þvi að fækka verkstæðum og sam- eina. Erlendur sérfræðingur hefur könnun málsins með höndum. Rekstur Try ggingastofn- unarinnar. Sérstakt hag- ræðingarfyrirtæki kannar rekstur hennar. Aukatekjur innheimtu- manna rikisins. Þessar tekjur námu 9 milljónum áriö 1970. Könnun er gerð á skilum á innheimtum sköttum og gjöldum hjá innheimtu- mönnum. Utanferðir rikisstarfs- manna. Samkvæmt upp- lýsingum frá 12 rikisstofn- unum voru utanferðir starfs- manna árið 1971 samtals 234 talsins, og stóðu i 2857 daga. Kostnaður var um 11 milljónir. Dæmi um, að utan- ferð stæði i 3 mánuði. Nefndin telur nauðsynlegt, að reglur verði settar um, hvernig ákveða skuli utanferðir rikis- starfsmanna. Sameiginlegur rekstur á Keldnaholti eftir þvi sem kostur er á i stað þess, að hver stofnun annist ýmis konar störf, sem ódýrari gætu orðið sameiginleg. Ýmsar minni rikisstofnanir færist saman i húsnæði, þannig aö ýmis kostnaður verði þar sameiginlegur. Þegar hefur veriö auglýst eftir húsnæði. Loks hefur nefndin kannað ýmis atriði varöandi stofnanir, sem tengdar eru rikinu, en hafa ekki sömu reglur t.d. um launakjör, bifreiðakostnað og fleira. Nauösynlegt talið að samræma þetta, e.t.v. með lagasetningu. Á fundi sameinaðs alþingis i gær var eitt mál á dagskrá — fjárlagafrumvarp rikisstjórn- arinnar. Var það til 2. um- ræðu, og er nánar skýrt frá umræðunum — og nefndar- álitunum — á öðrum stað hér á siðunni. Atkvæöagreiðslur um breytingartillögur munu væntanlega fara fram i dag, föstudag. Tvö ný þingmál voru lögð fram i dag. Endurflutt var stjórnarfrumvarp um vá- tryggingastarfsemi * frá sið- asta þingi með smávægilegum breytingum. Þá var lagt fram stjórnar- frumvarp um breytingar á lögum um eiturefni og hættu- leg efni. Felur það i sér, að metanól (tréspititus) verður óheimilt að selja nema gegn eiturbeiðnum eða sérstökum leyfum, og að hexakrórófeni verði sett á lista yfir hættuleg efni og i framhaldi af þvi verði settar nánari reglur um notk- un og bann við notkun efnisins i fegrunar- og snyrtivörum. seint til 2. umræðu —- jafnvel 16. desember, og eins, að oftsinnis á stjórnarferli núverandi stjórnar- andstæðinga hefði tekjuhlið fjár- lagafrumvarpsins ekki legið ljós fyrir við 2. umræðu. Nefndi hann um það dæmi, og eins um það, að efnahagsráðstafanir hefði verið gerðar skömmu eftir afgreiðslu fjárlaga, eins og t.d. 1968. Ráðherra kvað það rétt, sem fram kom hjá Matthiasi Bjarna- syni, að fjárlagafrumvarp væri sppegilmynd af stjórnarstefnunni á hverjum tima. Það fjárlaga- frumvarp, sem nú lægi fyrir, sýndi aðra mynd af stjórnarstefn- unni en fjárlagafrumvörp Við- reisnarstjórnarinnar. Þar væri sérstaklega áberandi, að hið félagslega svið ætti miklu meira fylgi að fagna i fjárlagafrum- varpinu nú og i fyrra, heldur en i tið fyrrverandi rikisstjórnar. Það væri þvi félagsleg stefna, sem endurspeglaðist i fjárlagafrum- varpi rikisstjórnarinnar. 1 þessu sambandi ræddi ráð- herra skattalagabreytinguna i fyrra og sagði, að hún hefði verið nauðsynleg, vegna breytinga á tryggingakerfinu til þess að létta af byggðarlögunum byrðum, sem annars hefðu orðið þeim alger- lega ofviða. Þá rakti ráðherra það, að kosningaárið 1971 hefði fyrrver- andi rikisstjórn samþykkt marga bagga á rikissjóð, sem fyrst hefðu komið fram i útgjöldum eftir kosningar og núverandi rikis- stjórn þess vegna þurft að glima við. Um fjárlagafrumvarpið sagði ráðherra einnig, að i þvi, eins og frumvarpinu i fyrra, væri stefnt að þvi að draga úr þeim skuldum i framkvæmdaliðum, sem hlaðist hefðu upp. Nefndi hann þar sér- staklega hafnargerð, en með frumvarpinu nú væri þess freist- að aö greiða skuldirnar upp, svo hægt væri að byggja á hreinum grunni þegar nýju hafnarlögin tækju gildi. Varðandi fjölgun rikisstarfs- manna sagði ráðherra, að frá 1970 hefði veriö rikjandi sú stefna, að gera lausráðna menn, sem voru fjölmargir, einkum hjá rikis- spitölunum, að fastráðnum mönnum, og væri það verk langt komið. Er ráðherra hafði svarað ýms- um öðrum atriðumi málflutningi stjórnarandstöðunnar, lagði hann áherzlu á', að nauðsynlegt væri að vinna að félagslegri uppbyggingu með skynsamlegum hraða og á skipulegan hátt og jafna þannig aðstöðu fólksins um landið. Að lokinni ræðu ráðherra var fundi frestaö til kl. 20.30. Var bú- ist við, að umræður stæðu fram á nótt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.