Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 4
Föstudagur 15. desember 1972 Þessi fallegi kvenlögregluþjónn lenti i svolitlum vandræðum, þegar hann kom að fallbyssu standandi við gangstéttarbrún eina i London. Bannað var að leggja ökutækjum á þessum stað, en var hægt að telja fallbyssuna til ökutækja, vegna þess að hún var á hjólum. Ekki er minnzt á fallbyssur.einu orði i umferðarlögum, og þvi var það, að unga stúikan brá sér inn i næsta hús og spurði, hvort menn þar vissu nokkur deili á fall- byssunni og eiganda hennar. Jú reyndar. t húsinu var bókaút- gáfufyrirtæki, og hafði verið tekið upp á þvi að stilla byssunni upp á götunni til þess að vekja athygli á útkomu bókarinnar Strið og friður, sem bókaút- senda frá sér. Fyrirtækið slapp gáfan var i þann veginn að með áminningu i þetta sinn. ¦fr * ¦fr ú og Eggjaát Breta Norðmanna OECD hefur sent frá sér skýrslu um eggjaát i Englandi og Noregi. Þar segir, að Bretar éti sem svarar 400 eggjum á mann á ári, en Norðmenn hins vegar aðeins milli 180 og 190 egg hver. Skýringin er sögð sú, að Norð- menn hafi allt of mikið að gera til þess að þeir megi vera að þvi að steikja sér egg og beikon á morgnana. I Noregi eru um 5500 eggjaframleiðendur, sem senda um 18.000 tonn af eggjum á markaðinn árlega i saman- burði við 33.000 framleiðendur, sem framleiddu aðeins 8000 egg árlega fyrir 12 árum þar i landi. Arið 1965 var heildsöluverð á eggjum kr. 6.20 norskar kilóið, en er nú kr. 6.50 sem er lit.il hækkun á svo löngum tima. Rak tengdasoninn á dyr íranskeisari er heldur óánægður með tengdason sinn, Khosro Djahabani, sem er kvæntur dóttur keisarans, Shanaz. Allt var orðið kyrrt og hljótt i höllinni i Teheran fyrir nokkru, þegar allt i einu heyrðist mikill hávaði og rifrildi frá vinnuherbergi keisarans, og greinilega mátti heyra keisarann hrópa: Komdu þér út, og láttu ekki sjá þig meira. Sá, sem talað var til, var enginn annar en tengdasonurinn, Khosro. Hann og kona hans höfðu dvalizt i mánuð i heim- sókn hjá keisaranum, og allt hafði gengið nokkuð sæmilega þar til þennan morgun. Við morgunverðarborðið hafi tengdasonurinn ruggað sér stanzlaust á stólnum og ekki sýnt almennilega borðsiðir það hafði nægt til þess,að keisarinn gat ekki setið á sér lengur. Hann varð að fá útrás fyrir alla ó- ánægjuna, sem hafði hlaðizt upp innra með honum út af fram- komu Khosros undanfarið. Shanaz og Khosro héldu i skyndi aftur til Genfar, og þar mun Shanaz senn fæða annað barn sitt. A myndinni hér með getið þið séð, að tengdasonurinn er mjög nútimalegur i útliti og fellur eflaust i smekk ungs fólks, en ef til vill er ekki undar- legt, að tengdaföðurnum falli alls ekki hegðun hans, fram- koma og klæðaburður, þvi keisarinn klæðist enn eins og menn af gamla skólanum og hegðar sér áreiðanlega eins og keisara ber DENNI DÆAAALAUSI Ég var alveg að detta úr kjöltu hans og greip þá í skeggið, og hvað heldurðu, það datt af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.