Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. desember 1972 TÍMINN Ný bók eftir Tove Ditlevsen Gata bernskunnar er önnur bókin, sem kemur út á islcnzku eftir dönsku skáldkomina Tove Ditlevsen. Fyrri bókin, sem Iöunn gaf út, var endurminningar hennar, Gift, sem hlaut góðar móttökur islenzkra lesenda og seldist nær alveg upp. Gata bernskunnar er ein kunnasta skáldsaga Tove Ditlevsen. Hún byggir á minningum skáld- konunnar frá æskuárum hennar, og kom út tveimur árum eftir að hún gaf út fyrstu skáldsögu sina. Siðan hefur hun verið marg- endurprentuð i Danmörku og hefur unnið sér sess sem sönn og nærfarin lýsing á uppvexti ungrar stúlku. Helgi J. Halldórsson þýddi bókina. —- Útgefandi er Iðunn. Nordahls Grieg minnzt f Norræna húsinu Ekkja skáldsins verður heiðursgestur JGK—ReykjaviÍ Þann fyrsta nóvember s.l. voru liðin 70 ár frá fæðingu norska skáldsins og frelsishetjunnar Nordahls Grieg. Af þvi tilefni efnir Norræna húsið til kynning- arkvölds á föstud. kl. 20.30. Dag- skráin verður á þá leið, að Maj Britt Immander, forstjóri Nor- ræna hússins, setur sajnkomuna, lesin verður kveðja frá Halldóri Laxness f jarstöddum, Andrés Björnsson útvarpsstjóri les úr ljóðum Griegs i þýðingu Magnús- ar Asgeirssonar og jafnframt verða lesin minningarorð Magnúsar um skáldið, en þau birtust á sinum tima i Helgafelli. Flutt verður segulbandsupptaka á lestri Griegs sjálfs á ljóðinu „Kongen", sem ort var, þegar Hákon konungur varð að flýja land á striðsárunum. Áð lokum flytur Einsöngvarakórinn ásamt Svölu Nilsen kantötuna Norge i vore hjerter eftir Sverre Jordan við texta Griegs. Þeir Arni Kristjánsson tónlistarstjóri og Andrés Björnssoh útvarpsstjóri hafa haft veg og vanda af undir- búningi dagskrárinnar. Heiðurs- gestur kvöldsins verður frú Gerd Grieg, ekkja skáldsins. Það er e.t.v. nánast að bera i bakkafullan lækinn að geta æviat- riða Nordahls Grieg,enda varla ofmælt, að fáir erlendir menn á siðari timum hafa áunnið sér jafn óskerta virðingu og þökk Is- lendinga og einmitt hann. Grieg dvaldist hér mikið á árunum 1941- 42, og orti hér nokkur af sinum frægustu kvæðum, m.a. „A Þing- völlum" og „Den menneskelige natur". Hann las upp Ur verkum Axlaskipti á tunglinu - minningar og myndir eftir sr. Jón Skagan Nordahl Grieg sinum i Reykjavik og kynntist náið islenzkum skáldum og menntamönnum, m.a Tómasi Guðmundssyni og Magnúsi Ásgeirssyni, sem þýddi mörg ljóða hans af óskeikulli snilld. Nordahl Grieg fórst 2. des. 1943, er flugvél hans var skotin niöur yfir Berlin. Ekkja skáldsins, frú Gerd Grieg, er tslendingum ekki siður kunn en maður hennar, en hún var á timabili mikil driffjöður i leiklistarlifi Reykvikinga. M.a. setti hún upp i Iðnó þrjú af leikrit- um Ibsens og lék i þeim jöfnum höndum, og hér var hún stödd, þegar maður hennar fór sina.sið- ustu för. Hun hefur alla tið verið bundin tslendingum traustum vináttuböndum, og er ekki að efa, að þeir munu fagna komu hennar til landsins nU. SB—Reykjavik Bókaútgáfan Skarð hf. hefur sent frá sér bókina „Axlaskipti á tunglinu" eftir sr. Jón Sagan. I bókinni eru dregnar fram margar myndir úr lifi höfundar. Hljóta þessar frásagnir prestsins að vekja margan til umhugsunar um, hvar við stöndum i dag. I formála segir höfundur, að á siðustu árum hafi mjög margir beint til sin þeim tilmælum, að þættirnir, sem prentaðir hafa verið i blöðum og tímaritum og fluttir i útvarp, yrðu tindir saman i bók og gefnir út I einu lagi. Einnig eru i bókinni þættir, sem ekki hafa birzt áður. Sr. Jón Skagan hefur ritað ævi- sögu Sigurðar MagnUssonar bónda á Skúmsstöðum, og einnig á hann hlut i bók, sem er að koma út, „Hugurinn flýgur viða", og sögu Hliðarenda, sem kemur út á næsta ári. Af þáttum i bókinni má nefna minningar um Guðmund dúllara og Þjófa-Lása, Hugleiðingar um Njálsbrennu og sjóslysin miklu við Landeyjarsand árið 1893. Bókin er alls sautján þættir, 155 blaðsiður, prentuð i Prentverki Akraness hf. Kaupið aöeins vandadar barna og unglingabækur 1 VATNIO 2 I HRADANN * I 3 HJOUD BÓKIN UM VATNIÐ, BÓKIN UM HRAÐANN, BÓKIN UM HJÓLIÐ Fyrstu bækurnar í bókaflokkn- um Litlu uglurnar, sem ætla'ð- ur er 4—7 ára börnum. Þetta eru skemmtilegar og þrosk- andi bækur, sem hlotið hafa meðmæli kennara og uppeld- isfræðinga um allan heim. Hér hafa þær verið reyndar f Skóla Isaks Jónssonar og vak- ið mikinn fögnuð barnanna. PÉTUR OG SÓLEY Nútímaleg og heillandi barna- bók eftir. KerstirF Thorvall, einn fremsta barnabókahöf- und Svía. Þessi bók hlaut verölaur>» í samkeppni um beztu bókina handa 5—9 ára börrrum.,. BOKIN UM JESU Fögur myndabók gerð af frönsku listakonunni Napoli í samvinnu við foreldra og upp- eldisfræðinga. Hún fjallar um líf og starf Jesú og kjarnann í boðskap hans á látlausan og fallegan hátt. STÚFUR OG STEINVÖR Þriðja bókin um Litla bróður og Stúf eftir hinn frábæra norska bamabókahöfund Anne-Cath. Vestly sem aflað hefur sér mikilla vinsælda hérlendis fyrir bækur sínar um Óla Alexander. ÁRÓRA OG LITLI BLÁI BÍLLINN Þriðja bókin um Áróru eftir Anne-Cath. Vestly. Áróra á heima I blpkk, mamma hennar vinnur úti, en pabbi er heima og vinnur heimilisverkin. JONNI OG KISA Gullfalleg og skemmtileg myndabók gerð af sömu höf- undum og Prinsessan sem átti 365 kjóla og Litla nornin Nanna. Allar bækurnar eru jafnt við hæfi drengja og telpna. jANNE-CATH.VESTLY ÁRÓRA og litli blái bíllinn 7T Jolvmna Bugge Oisen . KATA OGÆVJNTÝRIN ÁSLÉTTUNNI _&; liyi:^ £*- \ 9* DULARFULLA MANNSHVARFIÐ 12. bókin i bókaflokknum „Dularfullu bækurnar" eftir hina vinsælu Enid Blyton. Þetta er flokkur leynilögreglu- sagna handa börnum og ungl- ingum, spennandi, viðburða- ríkar og ævintýralegar bækur. ÞRENNINGIN OG GIMSTEINARÁNIÐ Á FJALLINU Fyrsta bókin í nýjum bóka- flokki eftir danska höfundinn Else Fischer. Mikki, Axel og Lísa eru skýr í kollinum og hvergi smeyk, og þau lenda f ótrúlegustu ævintýrum! Aðdá- endur Enid Blyton ættu ekki að láta þennan bókaflokk fram hjá sér fara. KATA OG ÆVINTÝRIN Á SLÉTTUNNI Önnur bókin um Kötu og ævintýri hennar í Ameríku eftir norska höfundinn Jo- hanna Bugge Olsen. DMLARFULLA / jyi^NNSHVARFID LITLU FISKARNIR Áhrifamikil og frábærlega vel skrifuð unglingabók eftir Erik Christian Haugaard, mikils metinn barnabókahöfund. Þessi bók hefur alls staðar fengið mjög góða dóma og hlotið sex alþjóðleg verðlaun. MAMMA LITLA Hugljúf frönsk barna- og ungl- ingabók eftir E. De Pressensé. Jóhannes skáld úr Kötlum og Sigurður Thorlacius þýddu þessa bók á stílhreina ís- lenzku. Hún kom fyrst út árið 1935 með sérstökum meðmæl- um Skólaráðs barnaskólanna. SÍGILDAR SÖGUR IÐUNNAR I bókaflokknum Sígildar sög- ur Iðunnar birtast eingöngu úrvalssögur sem notið hafa frábærra vinsælda margra kynslóða. f dag les ungt fólk þessar bækur með sömu ánægju og foreldrar þeirra, afar og ömmur gerðu áður Nýjasta bókin heitir: Tvö ár á eySiey, spennandi og skemmtileg bók eftir hinn heimskunna höfund Jules Verne. Ben Húr, Lewis Wallace. Kofi Tómasar frænda, Stowe. Ivar Hlújárn, Walter Scott. Skytturnar I., Dumas. Skytturnar II., Dumas. Skytturnar III., Dumas. Börnin i Nýskógum, Marryat. Baskerville-hundurinn, Doyle. Grant skipstjóri og börn hans, Jules Verne. KynjalyfiS, Walter Scott. Fanqinn f Zenda, Hope. Rúpert Hentzau, Hope. Landnemarnir i Kanada, Frederick Marryat. Róbinson Krúsó, Défoe. Hjartarbani, J. F. Cooper. Sveinn skytta, Carit Etlar. VarSstjóri drottningar, Etlar. Sr. Jón Skagan IÐUNN, Skeggjagötu \J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.