Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 15. desember 1972 Og nú var augsýnilega einhver, sem hafði lifað slysið af. Hvert þeirra skyldi það vera? Sá möguleiki, að það gæti verið Portman, ásótti hann stöðugt, meðan hann lá þarna i þungum þönkum. Eða var það ef til vill frú Portman. Hvert þeirra, semþað væri, ylli það óhjákvæmilega nýj- um erfiðleikum. Hann gat tæplega imyndað sér, að það væri Betteson eða frú Betteson, sem á lifi var, þau gátu hvorugt verið svo heppin. Þau voru fólk af þvi tagi, sem ber á sér verndargripi og trúir blint á forlög- in. Sömuleiðis þótti honum afar ósennilegt, að það gæti verið frú Mc- Nairn, þess vegna afskrifaði hann hana strax. Það voru Portmanhjón- in, sem stóðu honum fyrir hugskotssjónum sem lifandi ásökun, þar sem hann lá þarna og hugleiddi það, sem komiðhafði fyrir. Endilega fannst honum það vera Portman og aöeins Portman, sem komizt hefði lifs af, hin hlutu öll að vera látin, klesst eins og plokkfisk- ur. Af fegurð frú Portmans og fullkomnu vaxtarlagi, sem hún sjálf hafði verið sér svo vel meðvitandi um, væri nú ekkert annað eftir en blásvört kjöthrúga, sem úldnaði og rotnaði i sólskininu. Þessa mynd gat hann ekki afmáð úr huga sér, hún hringsnerist þar óbreytt og leiddi ekki til annarra möguleika. Hann settist snöggt upp, alveg eins og hann var vanur að vera á morgnana heima i húsi sinu, þegar rödd Tuesdays náði eyrum hans. „Þá er það te, herra Patson. Te!” Að venju hafði drengurinn sett upp sitt breiðasta bros, stimamjúka, en þóekki undirokaða brosið, sem var ein af kjölfestunum i daglegu lifi Patersons. „Hjúkrunarkonan sagði mér að gefa yður þetta.” Drengurinn rétti fram lófann með fjórum asperintöflum. Paterson varð i fyrstu gramur og argur. Þvi i fjáranum þurftu konur alltaf að vera svona seinheppnar, þegar þær langaði til að vera hjálpsamar! Hann var með dúndrandi höfuðverk. Tilhugsunin um Portman hélt áfram að hamra i hausnum á honum rétt ofan við gagnaugun, alveg eins og gallað bildekk, sem kemur bilnum til að höggvast niður með jöfnu millibili. Hann hristi höfuðið varlega eins og hann væri að reyna aö trufla þessi háttbundnu högg, svo teygði hann sig ósjálfrátt eftir töfl- unum og svelgdi þær allar fjórar. „Te, herra Patson.” Hann hafði steingleymt teinu og leit nú á drenginn og brosti vingjarn- lega, siðan tók hann bollann úr höndum hans. Hann lá með aftur augun, meðan hann sötraði teið, sem að vanda var vel tilbúið og ljúffengt vegna sitrónusneiöanna. Heit gufa steig upp af bolllanum, og Paterson andaði henni aö sér með velþóknun og fann sér smám saman vaxa ás- megin. Hann lagði bollann frá sér, þegar hann hafði lokið úr honum. Teið hafði hlýjað honum og styrkt, en þó var hann of máttlaus og þreyttur til að nenna að risa á fætur. Hann fór aftur að hugsa um Portman og reyk- inn, sem sveif eins og dúfa yfir skóginum. Það var niðdimmt og reykjareimurinn frá bálinu kitlaði hann i nefið. Hjólið, sem hafði snúizt inni i höfðinu á honum, hætti loksins að hamra, og kyrrð og ró færðist yfir hann. Akvörðunin var tekin i dýpstu hugarfylgsnum hans og skauzt upp á yfirborðið i einu vetvangi. Hann settist upp. Allt sem hann þurfti að gera, var að komast niður i dalinn, sama hversu erfitt það yrði og hversu langan tima það tæki, niður skyldi hann. Hvort sem Japanirnir væru tvö hundruð, eitt hundrað eða aðeins tuttugu kilometra burtu, hvort sem brotizt hefðu út taugaveiki eða malaria meðal flóttafólksins — það skipti ekki nokkru máli i þessu sambandi. Það var alveg sama,hvert þeirra hefði lifað slysið af, hann eða hún varð að fá hjálp svo fljótt sem auðið var. Nú var ekkert það til, sem fengið gæti Paterson til að yfirgefa staðinn, fyrr en þessu verki væri lokið. Þegar öll kurl kæmu til grafar, yrði ekki um margra daga töf að ræða. Hann var viss um, að kæmist hann ekki þangað á örfáum sólarhringum, gerði sólin út af við þann, sem lifs var þarna niðri. „Baðið er tilbúið, herra Patson. Gerið svo vel!” Paterson endurgalt bros drengsins og fann ómetanlega huggun i þvi, að hvernig svo sem allt veltist, yrði drengurinn ætið til staðar með sitt: Te, herra Patson! Bað, herra Patson! Morgunverður, herra Patson — stimamjúkur og tryggur og alltaf með sama geislandi brosið á andlit- inu. „Það er hérna hinum megin við tjaldið, herra Patson.” „Ljómandi, nú kem ég.” „Hjúkrunarkonan og ungfrú Con sofa i kofanum i nótt.” „Það er gott.” „Er eitthvað, sem ég get gert, herra Patson?” „Já, þú getur hjálpað mér að finna leið niður,” svaraði Paterson. „Það skal ég vist gera, herra Patson.” Nú vottaði ekki fyrir efa i svari drengsins og ekkert i raddblænum gaf til kynna, að hann væri á annarri skoðun. Paterson stóð upp og fór á bak við tjaldið. Þar hafði Tuesday komið ferðabaðkeri fyrir og fyllt það af volgu vatni. Meðan Paterson afklædd- ist, furðaði hann sig á, hversu hlýtt næturloftið var. Hann svipaðist andartak um til að aðgæta, hvort nokkrar moskitóflugur væru sjáan- legar, en þá datt honum i hug, hvernig Portman hefði fjargviðrast und- ir slikum kringumstæðum og kærði sig bara kollóttan um bannsettar flugurnar. Næturloftið var þrungið blómailmi, sem barst með and- varanum og beiskri en frisklegri lyktinni af viðarkolunum á bálinu. A bambushúsunum við markaðsgötuna héngu luktir upp undir þak- skegginu og öðru hvoru kvað viðhlátur i einu húsinu. Hann stóð upp i baðkerinu og nuddaði sápunni vandlega um allan skrokkinn til að ná uppþornuðum svitanum burtu. En hve honum leidd- ist að þurfa að fara frá Burma! Með samblandi af meðaumkun og öf- und hugsaði hann til majórsins, sem nú var á leið inn i hjarta Burma. öfundin var blandin aðdáun, þegar hann hugsaði um, hvernig majórinn yrði að draga hjólið sitt móti óstöðvandi flóttamannastraumnum, sem barst i norður. Majórinn hafði ekki lokað augum sinum fyrir þvi, hvað fyrr eða siðar hlyti aðhenda hann undir yfirráðum Japana. Paterson settist niður i baðkerið og leit til stjarnanna, sem majórinn hafði sagt, að liktust fiskum. Þá minntist hann Nadiu, sem hafði skemmt sér svo vel yfir stjörnu-fiskum majórsins. Von bráðar kæmi hún út til hans, hann m,undi biðja hana um að þvo sér um bakið, og hann mundi segja henni að sækja glas með gini og sitrónusafa. Loks mundi hann biðja hana að taka fötuna og hella úr henni yfir höfuðið á honum. Verið gæti, að honum tækist loksins að skola burtu erfiði dagsins með fossandi vatnsflaumnum. „Má ég segja við yður eitt orð?” Hann leit undrandi um öxl. Ungfrú Alison stóð rétt hjá honum. Hún hafði stóra, hvita hjúkrunarkonusvuntu og engu iikara var en hún væri að gegna skyldustörfum sinum, þar sem hún stóð þarna i myrkrinu, keik og beinvaxin. „Hm, ég er i baði,” svaraði hann „Það hneykslar mig ekkert. Ég er ekki óvön að sjá karlmenn i baði.” „Haldið þá áfram. Hvað er að?” Hún gekk nær. „Miðlangar að tala viðyður um ungfrú Connie, hún er veik! ” Lárétt 1) Borðaði,- 5) Bókstafi.- 7) Svari- 9) Klæðnaður,- 11) Bor.- 12) Upphr,- 13) Vatnagróður - 15) Skaðar,- 16) Fótabúnað.- 18) Aldraður,- Lóðrétt 1) Ferskast - 2) Bæti við.- 3) Nes.- 4) Gangur,- 6) Óviss,- 8) Fiskur - 10) Upphrópun,- 14) Fiskur,- 15) Reipa.- 17) Lengdarmál. skst. X Itáðning á gátu No. 1284 Lárétt 1) Mublan. 5) Ælt. 7) Lér. 9) Svo,- 11) VL,- 12) ís,- 13) III.- 15) Ært,- 16) Lás.- 18) Glatar,- Lóðrétt 1) Mölvir.- 2) Bær,- 3) LL,- 4) Ats,- 6) Kostur,- 8) Éli,- 10) Vir,- 14) 111.- 15) Æst,- 17) Aa,- HVELL Þú varst sendur til að njósna fyrir innrás jarðlinga. D R E K I / Engin tiltæk á ^ 'alþjóðasiglingaleiðum lOliuskipið heldur áframr'Það er ekkP ^áætlun. Breytir leið- /nóg að segia inni aðeins. MnViínr'ySkiDÍð er með 1 11 ll lllÍlÍÍ Í Föstudagur 15. desember 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8,15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svanhildur Kaaber heldur áfram sögunni .„Tritill fer i kaupstaðar- ferð” eftir Robert Fisker (2) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallaö við bændur kl. 10.05 Fræðslu- þáttur um almannatrygg- ingar kl. 10.25: Fjallað um örorkulifeyri. Umsjónar- maður: örn Eiðsson Morgunpoppkl. 10.45: Mark og Almond leika og syngja Fréttir kl. 11.00. Tónlist eftir Joseph Haydn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.15. Við sjóinn Páll Ragnarsson skrifstofustjóri talar um breytingar á al- þjóða siglingalögum. (endurt.) 14.30 Siðdegissagan; „Gömul kynni” eftir Ingunni Jóns- dóttur Jónas R. Jónsson á Melum les bókarlok (17) 15.00 Miðdegistónleikar; Ein- söngurog kórsöngur Nicolai Ghjauroff syngur ariur eftir Verdi og flutt verða þekkt kórverk úr óperum. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið örn Petersen kynnir 17.10 Lestur úr nýjum barnabókuin 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19,20 Fréttasepgill 19.35 Þingsjá Ingólfur Kristjánsson sér um þáttinn. 20.00 Tónl. Sinfóniuhljóm- sveitar íslands. haldnir i Háskólabiói kvöldið áður Stjórnandi: Páll P. Pálsson Einleikarar: Helga Ingólfs- dóttir semballeikari og Konstantin Krechler fiðlu- leikari a. Sembalkonsert i E-dúr eftir Johann Sebastian Bach. b. Fiðlu- konsert i E-dúr eftir sama tónskáld. c. Konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók. 21.25 Launsagnir miðalda. Einar Pálsson fly tur 3. og siðasta erindi sitt. 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan: „Strandið” eftir Hannes Sigfússon Erlingur E. Halldórsson les (7) 22.45 Létt músik á siðkvöldi 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok ilBiMiiill Föstudagur 15. desember 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Varfærnir veiðimenn. Brezk kvikmynd um fugla- vernd i Kanada, en þar hef- ur veiðifélagsskapur tekið sér fyrir hendur að bæta lifsskilyrði andategundar, sem mikið er veidd. Friðuð hafa verið ákveðin svæði, reynt að gera þau að sem ákjósanlegustum varplönd- um með áveitum og tilbún- um stöðuvötnum. Þýðandi og. þulur Gylfi Pálsson. 21.05 Fóstbræður. Brezkur sakamálaflokkur i léttum tón. Heima er bezt. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.00 Sjónaukinn. Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 23.00 Ilagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.