Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 24

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 24
Ársskýrsla RR fyrir 1971: 10418 Ijósastaur- ar í Reykjavík SB—Reykjavik í Reykjavík voru i árslok 1971 10.418 ljósastaurar og það ár þurfti að skipta um 5.833 perur. Þetta og ýmis meiri fróðleikur kemur fram i ársskýrslu Raf- magnsveitu Reykjavikur 1971, sem blaðinu barst nýlega. Nefna má, að á sl. tiu árum hefur starfs- mönnum RR fækkað úr 323 i 261. 1 árslok voru jarðstrengir raf- magnsveitunnar alls 950 km að lengd og höfðu lengzt um 49 km á árinu. Loftlinur voru 510 km höfðu stytzt eilitið. Meiri háttar straumleysi varð sex sinnum á árinu. Tvisvar varð allt orkuveitusvæðið straumlaust vegna bilana i kerfi Landsvirkj- unar. Mesta álag á veitukerfið var á aðfangadag jóla og hafði það aukizt um 9,1% frá fyrra ári. Orkunotkun var 7,7% meiri i heild en árið 1970. Rafhitun jókst veru- lega á árinu, einkum i Kópavogi og Garðahreppi, þar sem ekki er hitaveita. Samkeppni um nafn á heimildarmyndina SB—Reykjavik Eins og áður hefur verið skýrt frá i Timanum, hefur undanfarin ár veriö unnið að gerð heimiidar- kvikmyndar um atvinnuþróun á Suðurlandi. Hefur nú veriö ákveðiö að efna til verðlauna- samkeppni um nafn á myndina og eru verðlaunin fimm þúsund krónur fyrir bezta nafnið. Vigfús Sigurgeirsson hefur kvikmyndað, en ráðunautar hans við gerð myndarinnar hafa verið þeir Þórður Tómasson i Skógum og Haraldur Matthiasson kennari á Laugarvatni. Myndin er i litum og þegar er búið að taka nokkra þætti hennar, eins og um mjólk og mjólkurgerð, ull og ullarvinnu, heyskap og kaupstaðarferð. _ Eftir er að taka tvo þætti, um vorstörf og eldiviðaröflun, en þeir verða myndaðir i samráði við þjóðhátiðarnefnd.Framh á bls. 8. " ■ - ■ '»**»***’* Séð yfir Landspitalalóðina Hörkudeilur áhrifamestu manna Nýr atvinnu- vegur á Grænlandi - fjórfalt fleiri ferðamenn næsta sumar SB—Reykjavik Móttaka ferðamanna er nú i þann veginn að verða atvinnu- vegur á Grænlandi. í Jakobs- havn, sem fékk 1000 ferðamenn i sumar. er búizt við 4000-5000 næsta sumar. Auk þess munu Gotdháb og Narssarsuak væntan- lega verða ferðamannastaðir, þar scm hægt verður að aka i hunda- sleða, kvikinynda kajak-lista- menn og fara á veiðar. Nú er flogib reglulega milli helztu bæja á Grænlandi i þyrlum og er i ráði að stækka marga þyrluvellina, þannig að DC-6 flugvelar geti lent þar. í læknastétt um geödeildina nýju Komin er upp a 11 hörð deila milli læknadeildar háskólans og læknaráðs Landspítalans annars vegar og Tómasar Helgasonar yfirlæknis, og bygginganefndar geðdcildar hins vegar um hina nýju fyrirhuguðu geðdeild við Landspitalann, sem jafnframt á að vcrða kennsludeild við háskólann. Ganga nú ályktanir og bréfaskriflir milli fjárlaga- og hagsýslustofnunar fjármálaráðu- neytisins og þessara aðila og harka er i málinu, enda er um stórkostlegar fjárfúlgur að ræða, og málið snertir alla framtiðar- oppbyggingu Landspitalans. t skýrslu, sem Mr. Weeks, brezkur sérfræðingur um skipulag og upp- byggingu geðspitala, sem fenginn var til ráðuneytis um þessi má, segir, að i vel búnum spitala fyrir geðsjúka sé gcrt ráð fyrir 40 fermetrum á sjúkrarúm, en i til- lögum bygginganefndarinnar, sem virðist eiga að fara eftir, cr miðað við hvorki meira né minna en 1(0 fermetra á hvert sjúkrarúin i hinni nýju geðdeild. Upphaf þessarar deilu erþað, að læknadeild háskólans gerir ályktun á fundi þann 13. október s.l., þar sem þessar tillögur bygginganefndar eru harðlega gagnrýndar. Tillögu til þessarar ályktunar fluttu þeir Snorri P. Snorrason, Snorri Hallgrimsson, Hjalti Þórarinsson og Arinbjörn Kolbeinsson. 1 ályktun lækna- deildarinnar um málið sagði m.a.: ,,Þá bendir fundurinn á, að geðdeild i þvi formi, sem hér um ræðir, samrýmist ekki að stærð öðrum deildum spitalans, og muni aðeins að takmörkuðu leyti leysa vanda hinna geðsjúku. Deildin telur, að unnt muni að finna skjótvirkari, viðtækari og hagkvæmari bráðabirgðaleiðir til lausnar á vandkvæðum heil- brigðisþjónustu fyrir geðsjúka.” 10 dögum siðar biður Fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármála- ráðuneytisins um nánari skýringar og röksemdum fyrir þessari ályktun læknadeildar. Forseti læknadeildar, Jóhann Axelsson, fer þess á leit við þá Snorra P. Snorrason, Snorra Hallgrimsson, Hjalta Þórarins- son og Arinbjörn Kolbeinsson, er flutt höfðu þá tillögu, er lækna- deildin gerði að ályktun sinni i málinu, að gera drög að ályktun sinni i málinu, að gera drög að svari til ráðuneytisins, þar sem fram kæmu röksemdir lækna- deildar fyrir þeirri afstöðiver hún hefði til málsins. f þessum drögum segja fjórmenningarnir m.a.: „Hvað varðar uppbyggingu Landspitalans, hefur það sjónar- mið verið rikjandi i læknadeild, að það beri að stefna að þvi, að gera spitalann hæfan sem háskóiaspitala, þ.e. sem hæfastan tii þess að annast kliniska kennslu og rannsóknarstarfsemi fyrir læknadeild Háskóla Islands. Hlutverk Landspitalans er þriþætt: 1 fyrsta lagi að vera læknisfræðileg rannsóknar- stofnun, f öðru lagi kennsluspitali fyrir læknanema og ýmsar sta rfsgreinar heilbrigðis- þjónustunnar og i þriðja lagi, að vera veigamikil lækningastofnun i heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Við útbyggingu sjúkradeilda spitalans, hefur verið haft i huga, að stærð deilda fyrir stærstu sjúklingahópana, svo sem sjúklinga með almenna lyflæknissjúkdóma, handlæknis- sjúkdóma, kvensjúkdóma og geð- sjúkdóma, miðaðist við, að þessar deildir hefðu nægilegan efnivið, þe. sjúklingafjölda, til þess að fullnægja kennsluþörfum, en ekki yrði gerð tilraun til að fullnægja sjúkrarúmaþörf þessara sjúklingahópa fyrir aílt landið, enda spitalanum algjör- lega ofviða. Hvað þrengri sérgreinar snertir, þar sem um fámenna og mjög vandmeðfarna sjúklinga- hópa er að ræða, hefur ekki að- eins verið miðað við kennslu- þarfir, heldur einnig að þessar sérdeildir gætu annazt slika sjúklinga frá öllu landinu. Unnið hefur verið að heildar- skipulagningu Landspitalans i samræmi við þessi sjónarmið og þá horft allmörg ár fram i timann. Lóðarrými spitalans er mjög takmarkað og verður þvi óhjákvæmilegt, að óeðlileg stærð einnar deildar dragi hlutfallslega úr þróunarmöguleikum annarra deilda. Þegar fyrst var ráðgert að byggja geðsjúkdóma- deild við Landspitalann, og heildar rúmafjöldi spitalans var talið,að 50 rúma deild mundi nægja til þess að standa undir kennslu i geðsjúkdómum. Siðar var þessi tala tvöfölduð i 100 rúm og hefdar rúmafjöldi spitalans þá áætlaður 750 rúm. Nú hefur geð- sjúkdómadeildin verið tekin út úr heildarskipulaginu: sjúkrarúma- fjöldi deildarinnar áætlaður 144 rúm — 120 rúm fyrir inniliggjandi sjúklinga og rými fyrir 24 dag- vistarsjúklinga — og gert ráð fyrir allmiklu húsrými til þjón- ustu við utanspitala sjúklinga. Siðasta greinargerð þeirra Framhald á bls. 23 Ferðamannamóttaka hefur i för með sér, að innfæddir fá auknar tekjur að sumrinu og til að tryggja jöfnuðinn, hefur nú verið sett fast verð á allra helztu ferðamannaþjónustu. Má þar nefna leigu á hundasleðum, kajökum kamikum og skinn- buxum, saman eða sinu i hverju lagi og fer buxnaleigan eftir skinntegundum. Þá kostar leið- sögn ákveðið verð og þvi meira, eftir þvi sem leiðsögumenn tala fleiri tungumál. Helzti vandinn er að útvega minjagripi handa ferðamönnum, þvi fáir Græn- lendingar kæra sig um að búa þá til og einnig er erfitt að útvega efnið i þá, sem er mestmegnis hvaltennur, bein, skinn og perlur. Datt í stiga og slasaðist Á þriðjudagskvöldið varð það slys á Blönduúsi, að Magnús Blöndal Bjarnason aðstoðarlækn- ir féll niður á milli stigahandriða i ibúðarhúsi sinu i kauptúninu. Var þetta tveggja fall, og slasaðist hann allmikið. Þegar komi ljós, að hægri fótur hafði brotnað illa, og ekki er ólik- legt, að hinn fóturinn hafði einnig laskazt auk þess sem hann kann að hafa orðið fyrir meiri meiðsl- um. Héraðslæknirinn gerði að meiðslum hans, en morguninn eftir var fengin flugvél til þess að flytja Magnús i sjúkrahús i Reykjavik til frekari rannsóknar og aðgerðar. Fann silfur í hesthúsi sínu Frásagnir af þjófum, sem brjótast inn i hús og stela eru orðnar svo algengar, að varla er tekið eftir þeim lengur. En það er frásagnarvert, þegar þjófur brýzt inn til að koma þýfi fyrir, en þetta skeði á Sel- tjarnarnesi i siðustu viku. Eigandi hesthúss, sem er af- skekkt á Nesinu kom að hús- inu um helgina og var þá búið að brjótast þar inn. Hafði hengilás verið snúinn sundur og farið inn i hesthúsið. Þar var ekki mikil fjárvon og engu var stolið, en aftur á móti fann húseigandi óvæntan fjársjóð i gripahúsinu. Þar var falið mikið af silfri. 1 moðhaug i hesthúsinu var silfurborðbúnaður fyrir 12 manns, kertastjakar, silfur- skeiðar og spaðar og sitthvað fleira af þvi tagi. Lét maðurinn lögregluna á Seltjarnarnesi vita og tók hún gripina i sina vörzlu. t nálæg- um byggðum er ekki búið að kæra stuld á silfri, en i einum kassanum, sem borðbúnaður- inn er geymdur i, fannst miði með nafni, sem liklegt er, að gefi visbendingu um eigand- ann. Er það kona, búsett i Reykjavik, en hún hefur dval- ið um skeið i Ameriku. Er kona þessi væntanleg til landsins innan tiðar og kemur þá i ljós,hvort hún er eigandi silfursins. Hefur þvi þjófurinn brotizt inn i mannlausa ibúð og stolið silfrinu, en eigandinn ekki orðið hvarfsins var af eðlileg- um orsökum. Siðan hefur silfrið verið falið i hesthúsinu, en þar fannst það áður en til- raun var gerð til að koma þvi i verð. HÚSGAGNAVINNUSTOFA Ingvars og Gylfa býðuruppá — í nýju verzlunarhúsnæði — mikið úrval af hjónarúmum og einsmannsrúmum í flestum lengdum og breiddum. Einnig mikið úrval af alls konar rúmteppum. Húsgagnavinnustofa Ingvars og Gylfa Grensásvegi 3 — Símar 33-5-30 og 36-5-30.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.