Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 c 288. tölublað — Föstudagur 15. desember —56. árgangur kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Lokatillögur um nýja þjóðleið frá Akureyri í Fnjóskadal: VEGUR ÞVERT YFIR LEIRURN- AR OG AUSTUR UM VÍKURSKARÐ Þau haust eru liðin, er sætast var sungið i Vaðlaheiðarvega- mannaverkfærageymsluskúr, og sennilega munu nýjar kynslóðir ekki eiga hugljúf kvöld í neinu sönghofiá þeim stað, sem fyrrum var mest rómaður. Hlutverki Vaðlaheiðarvegar verður að lik- indum lokið áður en mörg ár eru liðin og annar vegur kominn á öðrum stað, þar sem greiðfærara er. Fimm manna nefnd, skipuð þeim Sigúrði Jóhannssyni vega- málastjóra, er var formaður hennar, Kofoed—Hansen flug- málastjóra, Zóphóniasi Pálssyni skipulagsstjóra, Bjarna Einars- syni, bæjarstjóra á Akureyri, og Valtý Kristjánssyni, bónda i Nesi, hefur kannað vegarstæði frá Akureyri austur i Fnjóskadal Hún hefur lagt siðustu hönd á álitsgerð sina, þar sem gert er ráð fyrir þjóðbraut austur yfir Eyja- fjarðarála og þaðan alla leið að nýju Fnjóskárbrúnni hjá Nesi. Verður að teljast einsýnt, að þar með sé þvi ráðið til lykta, hvar þessi framtiðarvegur frá Akur- eyri og austur um verður. Brýr.þær.sem nú eru á Eyja- fjarðará, eru vart nothæfar öllu, lengur, og vegurinn yfir ár, hólmana ekki til neinnar fram- búðar. Liklegt er, að flugbraut verði gerð lengrá til suðurs en nú er, þegar Akureyrarflugvöllur verður stækkaður, og nátturu- verndaryfirvöld leyfa ekki gerð nýs vegar yfir hólmana. Yrði þvi að krækja mun lengra fram eftir, ef vegur austur yfir ætti að vera þeim megin flugvallarins. Með þetta i huga þótti einsýnt að leggja heldur nýjan veg þvert yfir leirurnar fyrir botni Eyja- fjarðar, ekki langt innan við mar- bakkann, sem þar hefur myndazt af framburði Eyjaf jarðarár. Þar á að nægja ein brú á ál Eyja- fjarðarár, að þvi er Timinn hefur fregnað, og mun vegurinn koma á land að austan á milli Varðgjár og Veigastaða. Að visu er gert ráð þvi, að flug- braut nái lengra til norðurs en að hinum fyrirhugaða vegi, þegar stækkun flugvallarins er lokið. En sil flugbraut verður ekki notuð að jafnaði, heldur einvörðungu, þegar stórar og þungar milli- landaflugvélar lenda. Skafrenningurogruddafærðá Vaðlaheiði. Nú vilja menn lika láta Vikurskarð leysa Steinsskarð af hólmi. „Gert eins og Tíminn vill" Samkomulag tókst um að hafa búðir opnar til klukkan 10 á morgun SB—Reykjavik — Það verður gert eins og Tim- inn vill. sagði talsmaður Kaup- mannasamtakanna, er hann hringdi til blaðsins i gær. Sam- komulag hefur sem sé náðst um að hafa verzlanir opnar til klukk- an tiu á laugardagskvöldið eins og venja hefur verið um árabil. Timinn skýrði frá þvi i gær, að i ár ætti að bregða út af þessari venju hafa istaðinn opið tii klukk- an tiu á mánudagskvöldið 18. des. Var það Verzlunarmannafélagið, sem vildi hafa þetta svona, þar sem kappsmál þess hefur verið,að losna helzt við að vinna á laugar- dögum. I gær náðist samkomulag milli Kaupmannasamtakanna, verzl- unarmannafélagsins og lögreglu- stjóraembættisins um að hafa op- ið til klukkan tiu að kvöldi á laugardaginn og loka klukkan sex á mánudaginn. Þá verður opið til miðnættis á Þorláksmessu að venju. Ljósabúnaður, sem settur verður upp, mun stöðva umferð um veginn, þegar flugvélar þurfa að nota flugbrautina, en komur slikra flugvéla verða ekki svo tiðar, að neinn teljandi bagi hljótist af. Aætlað er, að vegurinn yfir leirurnar verði nokkru dýrari en innri leiðin, en eigi að siður er hann talinn hagkvæmari, þegar til lengdar lætur, og meira til frambúðar. ivliklu auðveldari leið um Vikurskarð Austan Eyjafjarðar mun veg- urinn liggja út Svalbarðsströnd allt út á svonefnt Krossnes, utan við Faxafall, þar sem hann byrjar að skáskera brekkúrnar upp i Vikurskarð, sem er á milli Miðvikur við Eyjafjörð og Draflastaða i Fnjóskadal. Cr Vikurskarði kemur hann siðan inn Fnjóskadal að vestan að nýju brúnni. Þessi vegur veröur nokkru lengri en sá, sem nú er, en munurinn þó minni en ætla mætti i fljótu bragði. Bæði styttist vegurinn, þegar verður farið yfir leirurnar, frá Akureyri i stað að krækja inn fyrir flugvöllinn, og svo eru allir krókarnir á nú- verandi Vaðlaheiðarvegi um Steinsskarð æði drjúgir. Hitt munar aftur afarmiklu, hversu auðveldari og snjóléttari leiðin um Vikurskarð verður. Það er um 220 metrum lægra en Steinsskarð og ekki brekkur, sem orðerá gerandi, og myndi sú leið verða miklu oftar og lengur fær en Vaðlaheiðin er nú — og minni tilkostnaður við snjóruðning. Jólabók ársins á Akur- eyri — — Nefndarálit um þessa vega- gerð verður jólabók ársins hér hjá okkur, sagði Bjarni Einars- son, bæjarstjóri á Akureyri, er Timinn náði tali af honum i gær. Auðvitað eru ekki allir á einu máli um þetta hér nyrðra, en ég býst nú við, að hinir séu allmiklu fleiri, sem biða þess með óþreyju, að þetta komizt i framkvæmd. Það yrði að minnsta kosti mikill munur að aka þungfærum bilum hér austur yfir. Skíðaflugvél eina samgöngu- tækið, sem Borgfirðingar sjá Engar jólavörur, ef þriðja og síðasta skipaferðin bregst bregzt i Borgarfirði eystra er þriggja sæta skiðaflugvél eina samgöngutækið, er sést hefur um langt skeið. Ófært hefur verift landleiðina milli Borgarfjarðar og Héraðs á annan mánuð og strandferða- skip ríkisins, sem áttu að koma þar tvisvar við fyrra hluta mánaðarins, hafa farið hjá. —Það var gert ráð fyrir tveim hringferðum austur um fram að áramótum, sagði óli Jóhannsson stöðvarstjóri við fréttamann Timans i gær. 1 fyrra skiþtið átti skipið að leggja af stað úr Reykjavik 30 nóvember, en hið siðara 13. desember. Ein hringferð var vestur um frá Reykjavik og hófst 7. desember. Jólavörurnar liggja allar á Reyðarfirði Nú eru tvö skipanna farin hjá. Þau komu hér ekki við vegna veðurs, og allar vörur. sem til okkar áttu að fara^ voru settar á land á Reyðar- firði, þar á meðal jóla- ávextirnir og kjötiðnaðar- vörur frá Akureyri. Við búumst við, að þetta liggi undir skemmdum að meira eða minna leyti, og komist varningur okkar ekki hingað með skipinu, sem nú ér ný- fariðfrá Reykjavik, sjáum við ekki kvint af þessu fyrir jól, enda verður mikið af þvi ónýtt, ef það biður öllu lengur. Skíðaflugvélin ekki til flutninga —Það geta allir gert sér i hugarlund, að okkur finnst ekki við okkur dekrað i sam- göngumálum. Það var mikil afturför fyrir okkur, þegar Herðubreiðar og Skjald- breiðar naut ekki lengur við, hélt Oli áfram. Nú er skiðaflugvélin, sem Flugþjónustan á Egilsstöðum hefur i förum, eina liftaugin. Flugmennirnir þar, Kristján Benediktsson og Þorsteinn Guðmundsson, færa okkur þó póst og ftytja farþega. Aætlað er, að þeir komi hingað þrisvar i viku, en i raun er það þó sjaldnar, þvi að oft hamlar veður. En varninginn getum við ek'ki fengið neitt að ráði með Iflugvélinni, þvi að hiin er of litil til þess. Samt höfum við fengið mjólkurvörur frá Egilsstöðum smávegis. og fleira

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.