Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.12.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 15. desember 1972 * ólafur Mixa er ungur læknir, nýkominn heim frá rösklega þriggja ára námi i Kanada. Sumt af þvi, sem hann sá þar og heyröi, verftur hér fest á biaö, annaö veröur iátiö ósagt. Og er nú bezt aft vinda sér strax aft efninu. — Hvernig var aö koma til Kanada, þessarar miklu Islend inganýlendu — eða varðstu kannski ekki mikið var við landa okkar þar? — Fyrst i stað varð ég ekki var við þá. Þegar ég kom þarna fyrst, einn mins liðs, var ég ákaflega einmana og fannst ég vera ósköp litill, en heimurinn að sama skapi stór. En þá datt mér það i hug, einh góðan veðurdag, að fletta upp i simaskránni og vita, hvort ég fyndi ekki einhvern Sigurðs- son. Taldi ég vist, að sá hlyti að vera Islendingur. Jú, ég fann , einn, og það var ekki að sökum að spyrja: Ég hringdi til hans, og maðurinn, sem svaraði i simann, kvaðst heita Björgvin Sigurðsson. — Þá hefur nú hýrnað á þér brúnin? — Þú getur nærri. Og þessi Björgvin Sigurðsson átti eftir að verða mjög góður kunningi okkar hjónanna. „Þá skipti um tón" — Svo hefurðu átt eftir að stofna til nánari kynna við Vestur-tslendinga? — Já, heldur betur. En að sönnu er rétt aö geta þess, að það var fyrst og fremst forvitnin, sem rak okkur áfram. Ég hlýt að játa, að þvi meira, sem ég kynntist Vestur-tslendingum, þvi sárara sveið mér mitt eigið þekkingar leysi um þá. Ég reyndi að kenna skólagöngu minni um þetta, og ég geri það enn. Það er i rauninni hreinasta hneyksli, að islenzkum þá ekki koma inn og fá okkur molasopa. Þú getur nú bara rétt imyndað þér undrun okkar, að heyra allt i einu talaða islenzku úti á miðjum sléttum Kanada. — Þiö hafið þá vist þegið mola- sopann? — Nærri má geta. Já.hvort við þágum! Og það var dálitið meira en molasopi,sem við fengum. Það var ekið með okkur fram og aftur og okkur sýnt allt byggðarlagið. Það var sannarlega ánægjulegt. Og þó var liklega mest unun að heyra þau tala. Þessi hjón höfðu aðeins einu sinni til tslands komið, það var árið áður en við hittumst. Þó varð ekki að málfari þeirra fundið. Að visu töluðu þau með dálitið sérstökum hreimi — en hver furðar sig á þvi? En orða- valið, setningaskipunin og sjálf hugsunin — það hefði þurft meira en litla hótfyndni til þess að finna að þvi. Minjagripurinn Hinn atburðurinn, sem ég var að tæpa á þarna áðan, var þegar við eitt sinn vorum á ferðalagi langt inni i skógum Albertafylkis. Við komum þar i litið þorp og hugðumst lita á einu búðarholu staðarins. Þar innan við búðar- borðið stóð fjörlegur, feitlaginn náungi, dálitið sveittur og ekki alveg nýþveginn. Við ætluðum að koma honum i bobba með þvi að láta hann geta upp á þvi, hvaðan við værum. Karl héit.að það væri nú ekki mikill vandi að sjá það, við værum tslendingar. Þarna setti hann okkur illilega á stamp- inn. En kaupmaður hafði fyrr séð íslending, hann var kvæntur is- lenzkri konu. Og nú kom hún þarna, siglandi fram úr myrkri ,,krambúðarinnar" — það var eins og að hitta gamlan sveitunga ólafur Mixa, læknir. TimamyhdGE. Nýjasta grein sérfræði er aðvera ekkisérfræðingur •¦'— Rætt við Ólaf Mixa lækni, nýkominn heim frá Kanada skólanemendum skuli ekki vera kennt meira en raun er á um is- lenzka þjóðarbrotið i Vestur- heimi. Saga tslendinga þar er þó sannarlega merkileg, og þá ekki siður skerfur þeirra til kanadisks þjóðlifs. Svo kom nú kona min til min, og eftir það var það einkum hún, sem hafði forystuna að kynnum okkar við þá tslendinga, sem voru i Calgaryborg. — Kynntust þið ekki sveitafólki i grenndinni? — Við ferðuðumst mikið um sveitina þarna i kring, en hún er stórlega fögur. Liggur hún i hlið- unum við Klettafjöllin og i fjöll- unum sjálfum. t sambandi við það eru mér einkum i huga tveir atburðir. t annað skiptið vorum við á slóðum Stephans G. Stephanssonar, sem eru rétt um eitt hundrað kiló- metra fyrir norðan borgina. Við ætluðum að sjá minnisvarða skáldsins, húsið, er hann bjó I, og annað, sem þarna kynni að vera. En við villtumst af réttri leið og tókum það ráð að aka heim að bóndabæ og spyrja þar til vegar. Við börðum að dyrum, og bóndi kom út. Ég bar upp erindið, spurði hvort hann gæti sagt okkur, hvar minnisvarða Step- hans G. væri að leita. Jú, það vissi bóndi, en spurði um leið á ensku, hvort við værum kannski tslend- ingar. Ég sagði sem var. Þá skipti nú heldur betur um tón hjá bónda og spurði hann nú á hinni beztu islenzku, hvort við vildum sinn. Við fórum að spjalla um alla heima og geima, og þá kom það upp úr kafinu, að þessi kona átti i fórum sinum islenzka fálkaorðu, sem til hennar hafði lent eftir lát föður hennar, en það var hann, sem heiðurinn hafði hlotið á sinni tið. En þessi góða kona var ekki með öllu áhyggjulaus. Hún hafði haft af þvi spurnir, að þegar orðu- hafar féllu frá, ættu afkomendur þeirra að skila tignarmerkinu. Þetta hafði alltaf farizt fyrir, og nú var gripurinn frá föður hennar fyrir löngu orðinn henni helgur dómur. Samt var henni ekki alis kostar rótt. Við hvöttum hana eindregið til þess að skila ekki orðunni og sögðum, að hún skyldi ekki láta sér detta i hug að gera sér reliu út af þvi. Svona vorum við nú ólöghlýðin, og nii bæti ég gráu ofan á svart með þvi að segja frá þessu. Jæja, það verður þá svo að vera. Ég vona bara, að þessí samvizkusami landi okkar megi sem lengst njóta gripsins, sem minnir hana á föður hennar og tengir hana ættlandi hennar, þar sem hún situr i litilli búðar- holu, lengst inni i skógum Albertafylkis i Kanada. Viðfangsefnið er öll fjölskyldan — Þú hefur sem sagt böið við glaðan hag og haft mikil skipti við tslendinga. En hvað varstu að læra þarna fyrir vestan? — Ef við þýðum það alveg bók- staflega, þá hétu það fjöl skyldulækningar, en ég held, að við getum með góðri samvizku notað orðið heimilislækningar. Það er engu siður gott, og jafnvel ennþá nákvæmara, þvi að þarna er litið á fjölskylduna alla sem órjúfanlega einingu þeirrar heil- brigðisþjónustu, sem hér er um að ræða. Auk þess má vel hafa í huga, að sumir einstaklingar eiga ekki neina fjölskyldu, en flestir eiga einhvers konar heimili, jafn- vel þeir, sem dveljast á hælum eða einhverjum slikum opin- berum stofnunum. Ég segi nú þetta af þeirri ástæðu, að það er dálitið búið að velta vöngum yfir þessu, hvort breyta skuli nafni þessarar greinar læknisfræði um leið og hun sjálf breytist að inni- haldi. — Já, hvert er innihaldið, með almennum orðum sagt? — Þar held ég, að maður verði nú að fara fljótt yfir sögu. Eins og ég sagði áðan, þá er viðfangsefnið ekki lengur einstaklingurinn i þrengstu merkingu, heldur engu siður fjölskylda hans öl). Lækn- irinn á að hafa stöðugt eftirlit og yfirsýn um alla heilbrigði þess fólks, sem honum hefur verið trúað til að annast, og gildir það jafnt um likamlega, andlega og félagsl. Hðan og ástand. Þetta táknar, að heimilislæknar eiga að annast sjúklinga sina frá þvi, að þeir eru i móðurkviði, og þangað til gröfin tekur við þeim. — Er þetta þá viðbót eða ein- hvers konar fráhvarf i sérfræð- inni, sem nú hefur svo mjög rutt sér til rúms? — Já að vissu leyti. Um leið og fariðerað lita á fjölskylduna sem sjálfstæða einingu læknisþjón- ustu, opnast mörg ný viðhorf til fjölskyldulifs, — og til áhrifa fjöl- skyldulifs og umhverfis á sjúk- dóma. Þetta hvetur enn fremur til meíri skoðunar á ýmsum áhættu- atriðum á hverju aldursskeiði og félagslegu skeiði. Læknirinn kemst ekki hjá að gera sér grein fyrir þvi, hvers konar fjölskylda það er, sem hann hefur fengið i hendur: Er það ógift móðir með barn? Er það hin svokallaða „tóma hreiðurs" fjölskylda, þar sem öll börnin eru flogin i burtu, og hjónin sitja ein eftir. Þá gætir' iðulega mikils tómleika, jafnvel beinlinis leiða. Allt þetta verður læknirinn að þekkja og kunna að skilja. Honum verður að vera su list lagin að tala við fólk og setja sig i þess spor, auk hins, að kunna skil á hinum ýmsu skeiðum fjöl- skyldulifs og mannlifs yfirleitt. Það er ekki nóg að lækna sjúkan mann með uppskurði eða lyfjum. Hitt er engu siður nauðsynlegt að styrkja fólk, þegar ástvinamissi og annað áþekkt ber að höndum. Það þarf lika að vera i verka- hring heimilislæknis að koma i veg fyrir, að fólk hans fái sjúk- dóma — byrgja brunninn, áður en barnið dettur I hann. Og svo má nú ekki gleyma endurhæfingunni. Margir virðast álita, að sjúk- lingur sé albata og þurfi ekki neinar áhyggjur að hafa, eftir að hann er einu sinni laus af sjúkra- húsi. Þessu er þó ekki þannig varið. Endurhæfingin tekur oft langan tíma og hún getur verið einn veigamesti þátturinn i þeirri viðleitni að ná aftur heilsu sinni. ört vaxandi vegur heimilislækna — Voru heimilislæknarnir eins eftirsóttir i Kanada og sérfræð- ingar? — Tvimælalaust miklu meira. Það er ekki ýkjalangt siðan, að margir voru þeirrar skoðunar, að nú væri heimilislæknirinn að liða undir lok, eins og geirfuglinn okkar — það er að segja deyja út. Og það var einlæg skoðun margra, að fá mætti miklu betri heilbrigðisþjónustu með þvi, að sérfræðingar, hver á sinu sviði, önnuðust hvert og eitt tilfelli. En einhvern veginn virtist þetta ekki ganga eins vel og margir höfðu vonað. I fyrsta lagi var kerfið afarþungt i vófum, i öðru lagi glataðist þarna sambandið á milli sjúklings og læknis að verulegu leyti, og þar með sá skilningur læknisins á vandamálum sjúk- iingsins, sem alltaf er nauðsynleg forsenda þess, að góður árangur náist. Það varð með öðrum orðum Ijós nauðsyn þess að hverfa aftur til hins gamla, góða heimilislæknis, sem þekkir persónulega alla sjiiklinga sina og veit vandamál þeirra, hvort sem þeir eru heilbrigðir eða lasnir. Þetta hefur mikið verið rannsakað i Kanada, sem einmitt ermjögframarlega á þessu svíði, og það kom mjög berlega i ljós, að fólk er ákaflega ánægt með-að hafa fengið aftur sinn heimilis- lækni og þá þjónustu, sem þannig er veitt, þótt i dálitið breyttri mynd sé, því að núorðið fer þetta mestfram á heilsugæzlustöðvum. Og stjórnmálamennirnir láta auðvitað ekki sitt eftir liggja. Þeir hafa þegar komizt á snoðir um vilja fólksins og Ieggja nú aukið kapp á heimilislækninga- miðstöðvar sem grundvallarat- riði i framkvæmd þessara mála i framtiðinni. Hið andlega samband — Sannar þetta ekki þörf fólks fyrir að tala við lifandi mann- eskju — i þessu tilviki heimilis- lækni — engu siður en að ganga á milli sérfræðideilda? — Þetta er hafið yfir allan efa. Fóik, sem er sjúkt, eða á við að striða einhver félagsleg vanda- mál, það kemur til læknis einfald- lega vegna þess, að það hefur áhyggjur. Og hver einasti sjúk- dómur hefur mjög stóran tilfinn- ingalegan þátt. Þess vegna hlýtur hver læknir að vera að stórum hluta til sálusorgari sins sjúk- lings. Það er þvi ekki aðeins skynsamlegt, heldur og bráð nauðsynlegt, að Iæknirinn liti þannig á starf sitt. Ég held meira að segja, að talsvert af þeirri óánægju, sem stundum verður vart meðal sjúklinga i garð lækna, stafi einmitt af þessu, að þeir hafi ekki gert sér nægiiega mikið far um að skilja tilfinn- ingar sjúklinganna, fremur en af hinu, að þeir kunni ekki verk sitt nógu vel að öðru leyti. Það er al þekkt fyrirbrigöi, að sjúklingur komi á stofu til læknis sins til þess að bera þar fram mjög lítils háttar kvartanir, — en vonast siðan til þess i örvæntingu, að Iæknirinn skilji hvar skórinn kreppir i raun og veru og mæti sér á miðri leið með skilningí sinum. Þannig er smávægilegur kvilli, eða annað ámóta, notað sem að- göngumiði — afsökun og átylla til þess að fara á fund læknis. Yngsta sérgreinin — Er það þá að verða sérfræði að vera ekki sérfræðingur, heldur almennur læknir? — Alveg rétt. Það er einmitt þaíi, sem hér er um að ræða. Kan- ada var eitt fyrsta iandið, sem stofnaði til sérnáms i þessari grein, og þar hefur, með drengi- Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.