Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 21

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 21
Laugardagur 16. desember 1972 TÍMINN 21 A tveimur jafnfljótum - minningar Ólafs Jónssonar ráðunauts Á tveimur jafnfljótum, heitir annað bindi æviminninga Ólafs Jónssonar, búnaðarráðunauts, sem nú er komið út hjá Leiftri. Æviminningar eru vinsælt les- efni,og má segja, að þær staðfesti, að sannfræðin sé oft furðulegri en skáldskapurinn. Æviminningar, ekki sizt æskuminningar, gegna þvi mikla hlutverki að tengja saman fortið og nútið. Án þeirra væri unga kynslóðin, sem nú er að taka ráðin i landinu, að mestu slitin úr tengslum við fortið sina. Henni er vissulega hollt að kynnast þeim kjörum, sem ömmur þeirra og afar og jafnvel foreldrar áttu við að búa, og hug leiða, hversu hún hefði snúizt við þeim aðstæðum. Þess vegna ættu æviminningar að vera gagnlegt lesefni ungu fólki nú á timum vel- megunarinnar. Æviminningar Ólafs Jónssonar eru skemmtilega skrifaðar, frá- sögnin hógvær og látlaus og i henni mikill og almennnur fróð- leikur. Bókin er 406 blaðsiður. Leiftur prentaði. Jólatrésala í Laugarnesi Nú eru aðeins niu dagar til jóla, og greinilegt er, að fólk er farið að búa sig undir hátiðirnar. Jólatréssal- an er i fullum gangi viða i borginni, m.a. að Laugarnesvegi 70, en þessa mynd tók Ijósm. Tímans i fyrra- dag af ungri blómarós, sein seldi jólatré þar. Pétur og Sóley - nútímaleg barnabók IÐUNN hefur sent á markað bókina Pétur og Sóley, nútima- lega barnabók eftir Kerstin Thor- vall, einn kunnasta barnabóka- höfund Svia um þessar mundir. Hún sækir efni bóka sinna beint i þann nýja þjóðfélagslega veru- leika, sem mótar lif barna og for- eldra þeirra nú i dag, og eru bæk- ur hennar i senn bæði vekjandi og skemmtilegar. Sjálf skreytir hún bækur sjnar skemmtilegum teikningum. PÉTUR OG SÓLEY hlaut verð- lauíi i samkeppni um beztu bók- ina handa 5-9 ára börnum, sem stærsta bókaforlag Norðurlanda, Bonniers, efndi til. Bókin hefur hlotið mjög góðar viðtökur eins og eftirfarandi um- mæji sýna: ,,Kerstin Thorvall nær eins og alltaf þessum sanna hljóm, og ég mæli heils hugar með bókinni, ekki sizt til umræðu i yngstu bekkjunum, þar sem hliðstæð vandamál skjóta stöðugt upp kollinum.” Brita Enckson, Lá'rartidningen. ,,Pétur og Sóley er bók, sem maður getur unnt mörgum, mörgum lesendum að njóta. Hún fjallar um tvö sjö ára börn og heim þeirra, sem er lýst á svo KERSTIN THOBVAU. Péturog Sóley nærfærinn og sannan hátt og með svo finni tilfinningu fyrir mörk- um viðkvæmni og góðlátlegrar kimni, að það er erfitt að leggja bókina frá sér hálflesna.” Brigitta Brodd, Bokrevy-Bibliotekstjanst. „Þetta er ihugunarverð bók, bæði fyrir börn, foreldra og kennara.” Aftonbladet. „Einstaklega hugljúf bók, sem vekur til umhugsunar um margt.” Kristianstadsbladet. Þetta er fyrsta bókin, sem gefin er út undir merkinu „Létt að lesa”. Bækur með þessu merki munu verða sniðnar með það fyrir augum. að börn, sem eru skammt á veg komin i iestri eiga auðvelt með að lesa þær á eigin spýtur. Lögð verður áherzla á að velja einungis i þennan flokk góðar og vandaðar bækur, sem eiga erindi til barna i dag. Þýð- andi fyrstu bókarinnar er Anna Valdimarsdóttir. JÓN SKAGAN }ÓN SkAQAN ^xLASkiptri ArUNQLÍNU MÍNNÍNCJAR OQ MyNDÍK AXLASKIPTI Á TUNGLINU Ævi manna er samslunginn vefur atvika, orsaka og afleiðinga. Ráðgáta/lífsins verður því oftast torskilin og yfir henni hvílir hula óræðis og óskiljanleika. Oft verður manni ljóst hvernig lítil atvik verða aflgjafi stórra atburða í lífi einstaklinga og stórra hópa manna. Við lestur þessarar bókar séra Jóns Skagans verður manni þetta ljósara en áður. Frásögnin er öll lifandi og skemmtileg í einfaldleik hins frásagnarglaða sögumanns. Þessi bók er skemmtileg myndasýning úr hinu daglega lífi. ÞJÓÐSAGA BYGGGARÐI SELTJARNARNESI - SIMAR 13510, 26155 OG 17059 rjist:- '■ Hljómplötukynning í bókasafni Norræna hússins i dag, laugardaginn 16. desember kl. 16.30. GöllAN BERGENDAL frá tónlistardeild sænska rikisútvarpsins kynnir nýjar sænskar hljómplötur: Þjóðleg tónlist frá Dalarna, sænsk jazztónlist, barokktónlist trá Frakklandi og kaflar úr Jólaóratori- unni eftir Hilding Rosenberg. Hljómplöturnar verða siðar til útláns i bókasafninu. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Verið velkomin. NORRÆNA HUSIÐ k Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-L0RENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruðum viðskiptavinum okkar íull- komna varahluta- og viðgerðaþjónustu. Verzlunin GELLIR .i Garöastræti 11 sími 20080 I - 5 ' ■ • ‘í* • •• 9* ••. !■ W'l".'i!"<iL?!i''ígB11'11 IIUI|;|MIIW" mniiMiiiMniji).. 1 jXl JJ|11". .MUWa«r.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.