Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 4
4 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR Stjórnarmyndunarviðræður hafnar í Ísrael: Misklíð við upphaf viðræðna ÍSRAEL Tveir stærstu stjórnmála- flokkar Ísraels hafa sett sér tveggja vikna tímamörk fyrir því að ná samkomulagi um aðkomu Verkamannaflokksins að ríkis- stjórn. Frammámenn í báðum flokkum ítrekuðu þó í gær að mörg ljón væru í veginum fyrir samkomulagi. „Okkur finnst þetta vond ríkis- stjórn og tökum aðeins þátt ef við höfum áhrif á efnahagsstefnuna og ef brotthvarfinu frá Gaza verð- ur hrint í framkvæmd,“ sagði þingkonan Dalia Itzik sem á sæti í samninganefnd Verkamanna- flokksins. Ariel Sharon forsætis- ráðherra sagði það ekki auðvelt verk að mynda þjóðstjórn. Takist stjórnarmyndunin nýtur nýja stjórnin meirihlutastuðnings á þingi. Óvíst er þó hversu mikill sá stuðningur verður því að innan raða hvort tveggja Verkamanna- flokksins og Likud er mikil and- staða við þjóðstjórn. Flokkarnir tveir og Shinui eiga 77 þingsæti á 120 manna þingi. Samninganefndir flokkanna komu saman í fyrsta sinn í gær- kvöldi og funda þrisvar til viðbót- ar fyrir vikulokin. Það setti strik í reikninginn að Sharon hefur boðið tveimur flokkum strangtrúaðra gyðinga til viðræðna. Hvorki Verkamannaflokkurinn né Shinui eru spenntir fyrir samstarfi við þá. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Stundar þú golf? Spurning dagsins í dag: Hefurðu áhyggjur af byggðaþróun á landsbyggðinni? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 87% 13% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Hjónum mismunað: Mega ekki búa saman ÍSRAEL, AP Ríkisstjórn Ísraels sam- þykkti sex mánaða framlengingu á lögum sem banna Palestínu- mönnum sem giftir eru ísraelsk- um aröbum að búa í Ísrael. Frá 1993 til 2003 hafa 100.000 Palest- ínumenn fengið rétt til að búa í Ísrael vegna hjónabands við Ísra- elsbúa. Ísraelsstjórn telur ástæðu til að stöðva þessa þróun. Lögin voru sett á síðasta ári og þá til bráðabirgða. Þau urðu afar umdeild og kölluðu á mótmæli Sameinuðu þjóðanna. Framleng- ing þeirra hefur þegar kallað á hörð mótmæli. Ísraelskur-ara- bískur lögfræðingur, Azmi Bish- ara, segir ákvörðun ríkisstjórnar- innar lýsa kynþáttahatri og með henni sé verið að brjóta á rétt- indum fólks. ■ ÖLVUNARAKSTUR Fimm voru teknir fyrir ölvunarakstur í höf- uðborginni aðfaranótt sunnu- dags. Einhver slagsmál voru í borginni og þurfti lögregla að hafa einhver afskipti af þeim. Einn var síðan tekinn fyrir ölv- unarakstur rétt eftir sjö í gær- morgun. HÁTÍÐAHÖLD Kátir dagar voru haldnir á Þórshöfn um helgina. Hátíðin fór almennt vel fram og lítið var um ryskingar manna á milli. Dálítið var um ölvun og þurfti lögreglan á Húsavík að hafa nokkur afskipti af ölvuðum einstaklingum. SKEMMDARVERK Á BIFREIÐUM Tvö skemmdarverk voru unnin á bifreiðum aðfaranótt sunnudags. Sparkað var í afturhurð ann- arrar bifreiðarinnar og aftur- gluggi brotnaði. Engu var stolið. Átt var við bensínlokið á hinni bifreiðinni. Bæði málin teljast óupplýst að sögn lögreglunnar á Akureyri. Brettingur fékk aftur tun- durdufl í trollið: Sprengi- hleðsla eyðilögð TUNDURDUFL Togarinn Brettingur fékk á laugardaginn tundurdufl í veiðarfærin. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem skipið fær tun- durdufl í trollið. Síðla dags á laugardaginn tilkyn- nti skipstjórinn á Brettingi Landhelgisgæslunni um hlut sem hafði komið upp með veiðarfærun- um og gæti hugsanlega verið tund- urdufl. Skipið var að veiðum í svokölluðum Rósagarði út af Suð- austurlandi. Vakthafandi sprengjusérfræð- ingur sprengjudeildar Landhelgis- gæslunnar staðfesti að um sprengi- hleðslu úr bresku tundurdufli væri að ræða. Togarinn sigldi þá til hafn- ar við Fáskrúðsfjörð og var kominn þangað korter fyrir miðnætti. Þá fóru tveir sprengjusérfræðingar um borð í togarann og strax kom í ljós að sprengihleðslan var 135 kíló- grömm og úr bresku tundurdufli. Forsprengjan var ekki til staðar en enn var hluti af sprengiefni í hleðsl- unni og hún því tekin í land í sam- vinnu við lögregluna á Fáskrúðs- firði. Sprengihleðslan var síðan brennd og eyðilögð. Rósagarðurinn hlaut nafn sitt vegna hins mikla fjölda tundurdufla sem þar var lagt. Umfangsmiklar tundurduflalagnir Breta fóru þar fram á árunum 1940 til 1943. Þá voru yfir níutíu þúsund tundurdufl- um af ýmsum gerðum lagt í sjó á svæðinu. ■ RÆTT VIÐ SAMHERJA Ariel Sharon stýrði fundi ríkisstjórnar sinnar í gær og gerði grein fyrir stöðu stjórnarmynd- unarviðræðna. SPRENGIHLEÐSLA ÚR BRESKU TUNDURDUFLI Sprengjusérfræðingar sprengideildar Landhelgisgæslu Íslands brenndu og eyðilögðu sprengihleðslu á Fáskrúðsfirði aðfaranótt sunnudags. Mesta framþróun í áratug Tillaga um að halda áfram vinnu í átt að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni verður lögð fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið á þriðjudag. Formaður sendinefndar Íslands segir meiri framþróun í málinu síðustu tíu mánuði en tíu ár þar á undan. HVALVEIÐAR „Síðustu tíu mánuði hefur verið meiri framþróun í þessu máli en tíu ár þar á undan,“ segir Stefán Ásmundsson, for- maður sendinefndar Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem hefst í Sorrento á Ítalíu í dag. Stefán gerir sér vonir um að tillaga formanns ráðsins, Danans Henrik Fischer, um að unnið verði áfram í átt að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni, verði samþykkt í ráðinu. Tillaga Fisch- er var unnin upp úr vinnu hóps ríkja sem vilja ná fram málamiðl- un um veiðarnar og átti Stefán sæti í hópnum fyrir Íslands hönd. „Þetta var tiltölulega þröngur hópur sem vann að þessum mál- um,“ segir Stefán. „Núna stendur hins vegar til að leggja þetta í al- menna umræðu í ráðinu í heild sinni.“ Samþykki ráðið áframhaldandi vinnu að málamiðlun er hugsan- legt að á næsta ári verði lögð fram tillaga að því að banni við hval- veiðum í atvinnuskyni verði aflétt. „Í millitíðinni bíður þó mikil vinna, meðal annars við að afla stuðnings við slíkt samkomu- lag,“ segir Stefán en aukinn meiri- hluta þarf í ráðinu til þess að banninu verði hnekkt. „Þetta eru skref í átt að því sem við viljum,“ segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. „Við þurfum þó að gera málamiðl- anir og sætta okkur við strangara eftirlit auk þess að hægar verði farið í sakirnar en við hefðum kosið. Ef þetta endar þó með því að veiðibanninu verði lyft má segja að það sé þess virði fyrir okkur að gefa eitthvað eftir. Þess vegna erum við tilbúin að sam- þykkja þessa tillögu sem lögð verður fram á þriðjudaginn.“ Árni er nokkuð bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt. „Ég vona að það sé nógu mikill vilji til þess að leysa málið,“ segir Árni. „Þá gefst líka tími til þess að vinna að því að ná auknum meirihluta sem þyrfti kæmi þetta endanlega til atkvæðagreiðslu á næsta ári.“ ■ HVALSKURÐUR Í HVALFIRÐI Á NÍUNDA ÁRATUGNUM Formaður sendinefndar Íslands á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins gerir sér vonir um að tillaga um áframhaldandi vinnu að samkomulagi um hvalveiðar í atvinnuskyni verði samþykkt á fundinum. 04-05 18.7.2004 21:18 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.