Fréttablaðið - 19.07.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 19.07.2004, Síða 6
6 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR Ósáttur bóndi í Skriðdal: Auðlindir á afsláttarverði FRAMKVÆMDIR „Mér líst auðvitað ekkert á þessar framkvæmdir. Þetta eru ferleg vinnubrögð og Landsvirkjun hefur yfirleitt kom- ist upp með svona lagað í gegnum tíðina,“ segir Guðmundur Ár- mannsson, bóndi á Vaði í Skriðdal. Landsvirkjun hefur ekki náð samningum við fimm landeigend- ur á Héraði vegna línustæðis fyrir háspennulínur úr Fljótsdal yfir í Reyðarfjörð. Eiga þessar há- spennulínur að flytja straum úr Kárahnjúkavirkjun. Landsvirkjun mun þá væntanlega fara fram á að þessar jarðir verði teknir eignar- námi. Guðmundur býr á einni af þessum fimm jörðum. „Það er nú yfirleitt þannig að einstaklingar standa höllum fæti á móti lögfræðingaveldi eins og því sem Landsvirkjun hefur á sínu bandi. Þannig er mál með vexti hjá mér að sjálf háspennu- línan liggur ekki yfir landið mitt heldur er það aðkomulínan að há- spennulínunni. Í vetur leituðu fulltrúar Landsvirkjunar eftir samningum við mig en ég neitaði því. Þá féll þetta mál niður en komst síðan aftur á skrið fyrir um mánuði síðan,“ segir Guðmundur. Guðmundur lætur þó ekki deigan síga og er afskaplega bjartsýnn með framhaldið, enda dugir ekki annað. „Ég er alltaf bjartsýnn en þetta er angi af stærra máli um framkvæmdir hér á svæðinu og hef ég verið í baráttu við þær framkvæmdir. Hér er verið að afhenda auðlind- ir þjóðarinnar á afsláttarverði,“ segir Guðmundur að lokum. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir forsætisráðherra Palest-ínu? 2Hvað heita íslensku tvíburasysturnarsem eiga tvö lög í bandarísku mynd- inni The Door in the Floor? 3Hvaða enska fótboltalið hefurMuammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, áhuga á að kaupa? Svörin eru á bls. 34 Missti stjórn á bifreið: Hlaut lítils- háttar áverka UMFERÐARÓHAPP Umferðaróhapp varð við Fornahvamm í gær- morgun. Ökumaður bifreiðar missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann fór út af vegi og lenti í Norðurá. Notaðar voru klippur til að koma manninum út úr bifreið sinni og var hann síðan fluttur með sjúkraþyrlu til Reykja- víkur, töluvert slasaður, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Mað- urinn var lagður inn á slysadeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og reyndist hann ekki alvarlega slasaður að sögn vakthafandi læknis á slysadeild. Hlúð var að lítilsháttar áverkum sem maðurinn hafði fengið í óhappinu og hann saum- aður í andliti. Því næst var honum hleypt heim. Bifreiðin er aftur á móti er mikið skemmd og gæti verið ónothæf að sögn lögreglu. ■ BIFREIÐ ÚT AF VEGI Bifreið fór út af vegi vestur í Ísafjarðar- djúpi aðfaranótt sunnudags. Ökumaður missti stjórn á bif- reið sinni í lausamöl og fór útaf vegi og eina veltu. Þrennt var í bílnum en engin slys urðu á fólki. Ökumaður og farþegar voru ekki fluttir á sjúkrahús að sögn lögreglunnar á Ísafirði. HÁTÍÐAHÖLD Bryggjuhátíð var haldin á Drangsnesi um helgina og fór vel fram. Einhver ölvun var á hátíðinni en engin stór- vandræði að sökum hennar. Ein líkamsáras var kærð til lögregl- unnar á Hólmavík en hún var ekki alvarleg. Einnig var einn sem gisti fangageymslur lög- reglunnar vegna ölvunar. Um- ferð var til fyrirmyndar á svæðinu. KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Líklegt er að Landsvirkjun taki fimm jarðir eignarnámi vegna línustæðis fyrir háspennu- línur sem eiga að flytja straum úr Kárahnjúkavirkjun. Stjórnvöld gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi Þingmaður Samfylkingar gagnrýnir stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í byggðamálum. Iðnaðarráð- herra segir eilífa baráttu að verjast því að ungt fólk flytji búferlum af landsbyggðinni. Bæði eru þó sammála um að baráttan sé hvergi nærri töpuð. FÓLKSFJÖLDAÞRÓUN „Það er eilíf barátta að verjast þessari þróun,“ segir Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur ungu fólki verið að fækka mikið á landsbyggðinni síðustu árin og veldur þróunin forsvarsmönn- um sveitarfélaganna áhyggjum. „Til þess að unga fólkið setjist að á landsbyggðinni þurfa búsetuhættir að gera það áhugavert,“ segir Valgerður. „Ég fullyrði að ungt fólk vill búa úti á landi en þar þurfa að vera sambærileg atvinnutækifæri við það sem gerist á höfuðborg- arsvæðinu.“ Valgerður segir eflingu bú- setuskilyrða aðalmarkmið byggðaáætlunar sem er í gildi og nefnir álver á Austurlandi sem dæmi. „Það hefur gert að verkum að nú þegar er margt ungt fólk, sem ólst upp fyrir austan en var sest að á höfuð- borgarsvæðinu, að flytja aftur austur.“ Valgerður segir að áfram verði unnið að slíkum aðgerð- um. „Þetta er vissulega mismun- andi milli byggðarlaga en það eru ákveðin svæði illa sett hvað varðar ungt fólk,“ segir Valgerður. Hún segir einnig aðrar leiðir í undirbúningi til þess að sporna við þróuninni og nefnir sem dæmi að taka á flutn- ingskostnaði til byggðarlaga úti á landi og eflingu nokkurra byggðarkjarna á landsbyggð- inni. Valgerður fullyrðir að þegar sjáist árangur. „Við erum farin að sjá mikinn árangur frá því sem var þegar búseturöskunin var sem mest,“ segir Valgerður. „Þegar maður sér árangur eflir það okkur í að halda áfram á sömu braut.“ Kristján Möller, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir hins vegar stjórnvöld fyrir aðgerðal- eysi í byggðamálum. „Við viljum sjá byggðaáætlun sem bragð er af, ekki aðeins orð á blaði eins og verið hefur,“ segir Kristján. „Það er hægt að búa til ótal skýrslur og annað slíkt en fólkið á landsbyggðinni lifir ekki á skýrslum einum saman.“ Kristján telur að grípa hefði átt til aðgerða fyrir löngu síðan. „Menn hafa séð þessa þróun árum saman og ekkert gert í því,“ segir Kristján. „Ég dreg því þá ályktun að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi engan áhuga á því að grípa til mót- vægisaðgerða til að sporna við þróuninni.“ ■ VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðarráðherra segir árangur af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í byggðamálum þegar að koma í ljós og nefnir framkvæmdir á Austurlandi sem dæmi þar sem ungt fólk sé þegar farið að flytja til baka á æskuslóðirnar. KRISTJÁN MÖLLER Þingmaður Samfylkingar gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í byggðamálum. Hann segir reynslu nágrannalanda okkar sýna að mögulegt er að grípa til aðgerða sem koma í veg fyrir fólksflutninga af landsbyggðinni. 06-07 18.7.2004 21:08 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.