Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 19. júlí 2004 Bandaríkin og Pakistan: Tugmilljarða skuldir afskrifaðar PAKISTAN, AP Bandaríkjastjórn hefur afskrifað um 35 milljarða króna skuld pakistanska ríkis- ins. Afskriftin er liður í aðstoð Bandaríkjanna við landið. Síðan Pakistanar urðu banda- menn Bandaríkjamanna í stríð- inu gegn hryðjuverkum hafa þeir notið sívaxandi aðstoðar. Í fyrra afskrifaði Bandaríkja- stjórn ríflega 70 milljarða króna skuld Pakistana. Þrátt fyrir afskriftir undanfarinna missera skuldar pakistanska ríkið Bandaríkjunum enn um 70 millj- arða. Pakistanska ríkisstjórnin á ennfremur í viðræðum við ráða- menn í Washington um ríflega 200 milljarða króna efnahagssaðstoð á næstu fimm árum. Nota á þá fjármuni meðal annars til þess að efla atvinnulífið sem og heilbrigð- is- og menntamál. Búist er við að samningar takist og ef Bandarík- jaþing samþykkir aðstoðina fá Pakistanar fyrstu greiðsluna í október. ■ LEITA FLEIRI TILRÆÐISMANNA Al- Kaída reyna líklega að fá til liðs við sig fólk sem er ekki af ara- bískum uppruna. Þessu heldur bandaríska alríkislögreglan, FBI, fram í viðvörun til bandarískra löggæslustofnana. Talið er að slíkt fólk ætti auðveldara með að gera árásir þar sem síður væri fylgst með því en aröbum. RÁÐHERRA NJÓSNARANNA Nefndin sem hefur rannsakað aðdraganda árásanna 11. sept- ember 2001 er sögð ætla að leggja til að allar bandarískar leyniþjónustustofnanir verði settar undir eina stjórn. Þetta kemur fram í dagblaðinu New York Times sem segir FBI og varnarmálaráðuneytið líklega andvíg tillögunni. hverju væri gengið þegar vetrar. Á fundi Landsvirkjunar með fjölmiðlafólki og verktökum sl. fimmtudag kom fram að hlutfall innlendra starfsmanna við heild- arframkvæmdir vegna virkjunar- innar sé ívið lægra en upphaf- legar áætlanir gerðu ráð fyrir. Þá er ekki einungis horft til aðalstífl- unnar við mynni Dimmugljúfra heldur einnig smíði stöðvarhúss og tengdra jarðganga, auk tvegg- ja minni stíflna sem Suðurverk sér um og nefnast Sauðárdals- stífla og Desjarstífla. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar sagði að hlutfallið væri ná- lægt því að vera 30 Íslendingar á móti hverjum 70 útlendingum, í stað 40 á móti 60 eins og Lands- virkjun hafði áætlað í upphafi. „Menn geta gert áætlanir, en end- anlegt hlutfall ræðst bara af stöð- unni á vinnumarkaði,“ sagði Sigurður Arnalds, verkfræðingur og kynningarfulltrúi Landsvirkj- unar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Gianni Porta sagði að kaup og kjör væru í samræmi við kjarasamn- inga hér á landi, þegar hann var spurður að því hvort launakjör væru þannig að þau gætu laðað að Íslendinga til starfa hjá Impreg- ilo. ■ ■ BANDARÍKIN GEORGE W. BUSH BANDARÍKJAFORSETI Pakistanska ríkisstjórnin á í viðræðum við ráðamenn í Washington um ríflega 200 millarða króna efnahagssaðstoð á næstu fimm árum. GIANNI PORTA Yfirmaður framkvæmda hjá Impregilo segist feginn vilja ráða Íslendinga til starfa, en þeir sæki hins vegar ekki mikið í að vinna við stíflugerðina við Kárahnjúka. FRIÐRIK SOPHUSSON Forstjóri Landsvirkjunar var í síðustu viku að koma í fyrsta sinn á vettvang í að- flutningsgöngum Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Hann er á heildina litið ánægður með gang framkvæmda og segist vongóð- ur um að verk haldist á áætlun, þó vissu- lega geti komið upp eitthvað óvænt sem haft getur áhrif. 10-11 18.7.2004 18:55 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.