Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 17
Fyrirgefið mér en ég botna hvorki upp eða niður í því hvernig annars sæmilega skynsamt fólk getur staðið blygðunar- laust að því að leggja fram þetta frumvarp að lögum sem nú liggur fyrir Alþingi Fjölmiðlafrumvarpið og tilgangur laga „Gerðar eru lágmarkskröfur til laga, að þau séu réttlát, aðgengi- leg, þau séu birt, séu stöðug, fram- kvæmanleg, tryggi frið, gefi skjóta og örugga úrlausn og síðast en ekki síst að þau tryggi réttar- öryggi. Að lög séu aðgengileg og skýr er átt við að þau séu þannig úr garði gerð að þau séu skiljanleg sem flestum. Þessi krafa er sérsta- klega mikilvæg þegar lög eru íþyngjandi eða skerða frelsi þjóð- félagsþegnanna, t.d. þegar lög kveða á um skerðingu á atvinnu- frelsi“ Þessi skilgreining er komin frá Sigurði Líndal prófessor. Þetta eru þau grunnatriði sem lögð eru til grundvallar kennslu allra byrj- enda í lögfræði. Hvert þessara atriða uppfyllir frumvarpið sem til stendur að gera að lögum á Alþingi? Hvaða „réttlæti“ er í því að banna fyrir- tækjum „með markaðsráðandi stöðu“ að eiga meira en 10% í fjöl- miðlafyrirtækjum? Hversu að- gengilegt og skýrt er þetta ákvæði „markaðsráðandi staða“? Hversu „stöðugt“ er það umhverfi þar sem afturkalla má útvarpsleyfi fyrir- tækis þremur árum eftir gildis- töku laganna? Hversu framkvæm- anleg eru lög þar sem kveðið er á um skerðingu á atvinnufrelsi með þessu orðalagi „markaðsráðandi staða“? Með hvaða hætti tryggja þessi lög „frið“? Síðast en ekki síst er líklegt að verði þetta frumvarp að lögum að þau lög muni gefa skjóta og örugga úrlausn og tryggja réttaröryggi? Sýnist okkur það á umræðunni nú? Fyrirgefið mér en ég botna hvorki upp eða niður í því hvernig annars sæmilega skynsamt fólk getur staðið blygðunarlaust að því að leggja fram þetta frumvarp að lögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Frá því frumvarpið var lagt fram hafið þið talsmenn ríkisstjórnar boðið okkur upp á þann málflutn- ing að hætta steðjaði að og því þyrfti að setja lög á fjölmiðla án tafar. Á sama tíma hafið þið ekki talið sérstaka ástæðu til að skýra út fyrir okkur sem lifum í þessu þjóðfélagi líka og erum neytendur að fjölmiðlum á hverjum degi – í hverju þessi stórkostlega hætta felst! Hver er rökstuðningurinn að baki málinu? Er til of mikils mælst að þið bendið okkur á hann? Við Íslendingar höfum lengi búið við ótrúlega einsleita fjölmiðlaum- ræðu, þar sem gamaldags flokka- drættir, mun skyldari trúar- brögðum en almennri skynsemi, hafa verið ráðandi. Ég get ekki séð að stórkostleg breyting hafi orðið á þessu atriði, nema ef vera skyldi að þetta hafi skánað aðeins. Morgunblaðið er ekki lengur sann- leikurinn með stórum – það er smá mótvægi þó ekki sé það stórt. Þessi algjörlega staðnaði markaður – fjömiðlamarkaðurinn hefur þróast meira undanfarið ár en hann gerði í áratugi þar á undan. Af hverju má ekki leyfa honum að þróast áfram í friði? ■ 17MÁNUDAGUR 19. júlí 2004 Óskiljanlegt Það er greinarhöfundi óskiljanlegt af hverju borgaryfirvöld taka þann pól í hæðina að flytja Hringbrautina, eyði- leggja mikilvægt og dýrmætt byggingar- land í Vatnsmýrinni og stefna grósku- miklu fuglalífi á svæðinu í hættu til að koma upp byggingum fyrir Landspítalann þegar allt bendir til að uppbygging í Foss- vogi sé mun betri kostur, sérstaklega í ljósi stækkunar höfuðborgarinnar til austurs. Athuganir skandinavísku fyrir- tækjanna sem sérhæfa sig í úttektum sem þessum eru hafðar að engu og má ætla að skammtímalausnir eigi að víkja fyrir langtímalausnum í þessu tilfelli. Ef byggt yrði í Fossvogi er engin spurning að þar yrði tekið spor í rétta átt hvað varðar samhæfingu innan spítalans og til lengri tíma litið blómstrandi háskólastarfsemi og öflugra rannsókna í þágu lækninga. Svo ekki sé talað um að halda Vatnsmýr- inni og að hið fallega hús Landspítalans við Hringbraut fengi að njóta sín. Ragnhildur H. Ragnarsdóttir á uf.xf.is Endurtekin brot Stöðugleikasáttmála Evrópusambandis er ætlað að halda fjárlagahalla aðildar- ríkjanna innan við 3% af vergri lands- framleiðslu og gerir ráð fyrir að ríkin séu sektuð fari fjárlagahallinn ítrekað yfir þau mörk. 3% – reglunni og refsiað- gerðunum er ætlað að koma í veg fyrir að léleg fjármálastjórn í einu ríki hafi áhrif á allt evrusvæðið. Frakkland og Þýskaland eru nú á góðri leið með að brjóta þau mörk þriðja árið í röð. Katrín Helga Hallgrímsdóttir á deiglan.com Fljúgandi furðuhlutir Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um fljúg- andi furðuhluti, viðtal við Magnús Skarphéðinsson geimveruáhugamann ásamt „Geimveru- og geimskipasögum úr íslenskum raunveruleika“. Einnig er sagt frá brotlendingu geimskips við Roswell í Nýju Mexíkó eins og um stað- reyndir sé að ræða þó í raun sé þetta einfaldlega samsæriskenning sem byggir ekki neinum sönnunum. Það er svo margt sem er rangt í Roswell-grein- inni að það er ekki skrýtið að blaðamað- urinn hafi sleppt því að láta nafn sitt við hana. Það sem gerðist í raun var að bóndi nokkur fann eitthvað rusl á land- areign sinni og lét engan vita af því fyrr en 11 dögum síðar þegar hann heyrði að fljúgandi furðuhlutir hefðu sést yfir Washington. Óli Gneisti á vantru.net Höfum við misskilið lýðræðið? Múrverjinn Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður VG, grípur [ummæli] á lofti og segir: „Svo við byrjum á að ræða þennan titil þá er hann auðvitað hrein snilld og vekur óteljandi spurningar. Hvernig getur niðurstaða atkvæða- greiðslu orðið röng? Höfum við mis- skilið lýðræðið allan tímann?“ Og svo einhver svari nú spurningu Katr- ínar varaformanns: Jú, reyndar ég vil meina að sósíalistar hafi í gegnum tíðina einmitt gert það, það er misskilið lýðræðið svolítið. Að minnsta kosti er eftirfarandi tilvitnun í Hjörleif Guttorms- son alltaf jafn grátbrosleg, og löngu orðin klassísk: „Okkar álit í stuttu máli: Við álítum, að rétt sé og sjálfsagt að leyfa ekki umræður né gefa fólki kost á að velja um neitt nema á grundvelli sós- íalismans, og þá síst Þjóðverjum. Okkur er það jafnframt ljóst að „frjálsar kosn- ingar“ eins og það tíðkast á Vesturlönd- um, gefa alranga mynd af vilja fólksins“. Hafsteinn Þór Hauksson á frelsi.is SIGNÝ SIGURÐARDÓTTIR, ÁHUGAMAÐUR UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL UMRÆÐAN FJÖLMIÐLA- FRUMVARPIÐ ,, AF NETINU FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ 16-17 Leiðari 18.7.2004 17:00 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.