Fréttablaðið - 19.07.2004, Side 47
19MÁNUDAGUR 19. júlí 2004
Það er ungt og leikur sérBRÉF TIL BLAÐSINS
www.toyota.is
Leigð´ann fyrir 28.700 kr.
Corolla Sedan. Á sérstöku sumartilboði!
Nú getur þú fengið Corolla Sedan á sérstöku sumartilboði hjá Toyota.
Þú getur leigt Corolla Sedan 1,4 á aðeins 28.700 kr. á mánuði í 3 ár.
Aðeins er um takmarkað magn bíla að ræða. Hringdu í síma 570 5070, komdu á
Nýbýlaveginn, eða hafðu samband við umboðsmenn okkar um land allt strax í dag.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L‡
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
25
30
7
0
7/
20
04
Ábending frá
Neytendasam-
tökunum
Ólöf Embla Einarsdóttir hdl. skrifar
fyrir hönd Neytendasamtakanna:
Miðvikudaginn 14. júlí birtist í
Fréttablaðinu viðtal við Hafberg
Þórisson, stofnanda og eiganda
Gróðrarstöðvarinnar Lambhaga við
Vesturlandsveg. Í viðtalinu segir
Hafberg að vegna erfiðleika við
markaðssetningu og verðlagningu
á vörunni í upphafi hafi hann sest
niður með verslunareigendum og
fundið með þeim í sameiningu
hvað hvor um sig þyrfti að hafa fyr-
ir sinn snúð. Ráðleggingar Hafbergs
til þeirra sem leggi út í eitthvað
svipað séu því þær að hafa gott
samstarf milli þess sem kaupir,
þess sem selur og þess sem fram-
leiðir.
Fyrir 25 árum, er Gróðrarstöðin
Lambhagi tók til starfa, voru reglur
á sviði samkeppnisréttar mun
minna þróaðar en þær eru í dag og
ljóst að þeir sem ætla að stofna
fyrirtæki núna þurfa að gæta að
fleiri atriðum en þá þurfti, m.a.
þess að starfa innan ramma sam-
keppnislaga. Tíunda grein sam-
keppnislaga bannar alla samninga
og samþykktir milli fyrirtækja,
hvort sem þær eru bindandi eða
leiðbeinandi, ef þær hafa að mark-
miði eða af þeim leiðir að komið
sé í veg fyrir samkeppni, hún sé
takmörkuð eða henni raskað. Tekur
bannið m.a. til samninga sem hafa
áhrif á verð, afslætti, álagningu eða
önnur viðskiptakjör með beinum
eða óbeinum hætti.
Með vísan til framanritaðs telja
Neytendasamtökin að stofnendur
fyrirtækja ættu að forðast í lengstu
lög fundi með öðrum fyrirtækjum
um hvað hver þurfi að fá fyrir sinn
snúð, enda hætta á að slíkir fundir
teldust varða við samkeppnislög.
Á sjónvarpsskjánum sjáum við ung-
lingspilt sitja við tölvu. Við sjáum
aðeins hnakkann á honum og er
myndavélin gægist yfir öxlina á
honum sjáum við útlimi og höfuð
fljúga um á tölvuskjánum. Blóð
slettist upp um alla veggi þar sem
hann veður um alvopnaður í þessum
óhugnanlega heimi og skýtur á allt
sem hrærist. Þessi fréttamynd er
orðin eins kunnugleg og sú af riðu-
veiku kúnni sem veltist um í drullu-
svaði einhvers staðar í Bretlandi og
andlitsmyndin af klónuðu kindinni
Dolly.
Fréttaumfjöllun um tölvuleiki
snýst að mestu um ofbeldi sem í
þeim er að finna og er því er ekki
nema von að fólki bregði í brún
þegar „könnun á tölvuleikjafíkn
unglinga“ leiðir í ljós að „fjórði
hver 15 ára strákur á Íslandi er
fjóra klukkutíma eða lengur í tölvu-
leikjum á dag“ (Hrafn Jökulsson,
Bakþankar í Fréttablaðinu 21. júní
sl.). Réttast þykir Hrafni að draga
þá ályktun að íslenska þjóðin sé að
„ala upp heila kynslóð sem er þraut-
þjálfuð í manndrápum“.
Það er ekkert sem kemur á óvart
í umræðu Hrafns Jökulssonar um
hættur tölvuleikjanna, röksemda-
færsla hans er mjög dæmigerð
fyrir þá kynslóð sem ekki ólst upp
við tölvuleiki og þekkir þá af slæmu
einu saman. Tvennt stendur upp úr
í þessari umræðu: annars vegar er
sú tilhneiging að setja alla tölvu-
leiki undir sama hatt og hins vegar
sú sannfæring að leikmenn sem
spila svo kallaða fyrstupersónu
skotleiki (FPS) séu einangraðir
fyrir framan tölvuskjá – þrautþjálf-
aðar drápsvélar framtíðarinnar.
Sannleikurinn er sá að tölvuleik-
ir eru jafn margbreytilegir og
fólkið sem spilar þá. Það er einfald-
lega ekki hægt að halda því fram að
af því að einn af hverjum fjórum
fimmtán ára piltum spilar tölvuleiki
að herdeildir framtíðarinnar séu í
sköpun. Í þessum dramatíska mál-
flutningi kemur til dæmis hvergi
fram hvaða leiki þessir drengir eru
eru að spila! Eru þeir að þrífa bað-
herbergið í The Sims, fletta spilum í
Solitaire, kaupa og selja fótbolta-
menn í Championship Manager eða
að reyna að verða Jedi riddari i Star
Wars Galaxies? Allt ólíkar leiðir til
skemmtunar en eiga sameiginlegt
að falla undir flokkinn tölvuleikir
og þess vegna fordæmdar af for-
eldrum og þeim sem eldri eru.
Ef svo skyldi vilja til að blessuð
börnin væru að bjarga gíslum úr
klóm hryðjuverkamanna í Counter
Strike (CS) eins og mörg hver legg-
ja stund á virðist leiðin til glötunar
vera hrein og bein ef marka má
ríkjandi umræðu í þjóðfélaginu. CS
er nefnilega einn af hinum ógurlegu
fyrstupersónu skotleikjum (FPS)
sem hafa orðið gífurlega vinsælir
sérstaklega eftir að hægt var að
spila þá á netinu. Þar skipta leik-
menn sér upp í lið og spila leikinn til
að ná ákveðnu markmiði sem gæti
til dæmis verið að bjarga gíslum
eða að aftengja sprengju. Þá kemur
í hlut hins liðsins að verja bæði gísl-
ana og sprengjuna þangað til tíminn
er uppurinn. Yfirleitt falla margir í
valinn í þessum leikjum, alveg eins
og í skák þar sem peðum, riddurum
og hrókum er miskunnarlaust sópað
út af borðinu í sókn að kónginum
sjálfum.
Eins og í skák þarf gífurlega æf-
ingu til að verða góður í CS, leikur-
inn snýst ekki einungis um að
hlaupa um og skjóta á allt sem
hreyfist. Liðið þarf að skipuleggja
sig vel, leikmenn þurfa að hafa gott
vald á samhæfingu augna og handa
og vera fljótir til. Leikir eins og CS
krefjast mikilla pælinga og leik-
menn þurfa að þjálfa upp með sér
kænsku, útsjónarsemi og rökhugs-
un ef vel á að ganga.
Þessir leikir eru mjög félagsleg-
ir í eðli sínu, leikmenn geta spjallað
sín á milli inni í leiknum, sem og á
spjallborðum og á Internetinu. Leik-
jakeppnir eru haldnar hérlendis og
erlendis og gefst keppendum þá
kostur á að hitta aðra leikmenn og
ræða tækni og fleira sem brennur á
þeim í hvert skipti.
Ég tel að foreldrar geti verið
alveg rólegir yfir því að börn þeirra
spili tölvuleiki svo lengi sem regl-
um um aldurstakmörk er fylgt. Ég
vil líka eindregið mæla með því að
foreldrar sýndu leikjum áhuga og
tækju jafnvel þátt, því margir eru
hin besta skemmtun. Á þann hátt
geta þau nálgast krakkana á þeirra
plani, fylgst með og lagt eitthvað til
málanna. Ég tel að best sé að for-
eldrar meti sjálfir, og byggi þá helst
á eigin reynslu, hvað börnunum er
fyrir bestu en láti hræðsluáróður
sem vind um eyru þjóta.
Það síðasta sem ég vil leggja til
er að fólk taki sér andartak til að
hugsa um hvort að ofbeldi og stríðs-
brölt hafi í raun og veru byrjað með
tilkomu tölvuleikja. Hvar lærðu
menn hér áður fyrr herkænsku og
manndráp? Var það kannski í hinum
aldagamla stríðsleik skákinni, þeim
leik sem hefur alltaf þótt endur-
spegla gáfur og mikilfengleik and-
ans? Eða er málið kannski ekki svo
einfalt? ■
Ég tel að foreldrar
geti verið alveg róleg-
ir yfir því að börn þeirra spili
tölvuleiki svo lengi sem
reglum um aldurstakmörk er
fylgt. Ég vil líka eindregið
mæla með því að foreldrar
sýndu leikjum áhuga og
tækju jafnvel þátt, því margir
eru hin besta skemmtun
ÞÓRDÍS SVEINSDÓTTIR,
DOKTORSNEMI Í FÉLAGSFRÆÐI.
UMRÆÐAN
TÖLVULEIKIR
,,
TÖLVULEIKUR
Þótt margir tölvuleikir snúist um ofbeldi eru þeir í reynd jafn margbreytilegir og fólkið
sem spilar þá segir greinarhöfundur
18-47 (18-19) Umræðan 18.7.2004 16:10 Page 3