Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.07.2004, Blaðsíða 50
22 19. júlí 2004 MÁNUDAGUR Við mælum með... ... að íslenska karlalandsliðið í fótbolta fari að finna sér and- stæðinga við hæfi. Liðið hefur ekki unnið leik síðan 20. ágúst á síðasta ári en þá lagði það Færeyinga að velli í Þórshöfn. Síðan þá hefur það leikið sjö landsleiki, gert tvö jafntefli og tapað fimm. Ekki er búist við sigri í næsta leik gegn Ítölum í ágúst. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 16 17 18 19 20 21 22 Mánudagur JÚLÍ Að vera eða vera ekki Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vera fullviss um að Patrick Vieira verði áfram hjá Arsenal og fari ekki til Real Madrid jafnvel þótt Vieira hafi tæmt skáp sinn á æfingasvæði félagins og hvatt starfsmennina. Vissir þú... ...að Björgólfur Takefusa, framherji Fylkis, sko- raði þrjú mörk síðast þegar hann mætti FH- vörninni í Kaplakrika. Það var með Þrótturum í fyrra en Fylkismenn sækja FH-inga heim í kvöld í toppslag Landsbankadeildarinnar. ■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og ÍA mætast á Grindavíkurvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta.  20.00 FH og Fylkir mætast í Kaplakrika í Landsbankadeild karla í fótbolta.  20.00 Stjarnan og Fjölnir mætast á Stjörnuvelli í Landsbankadeild kvenna í fótbolta.  20.00 Þór/KA/KS og Breiðablik mætast á Akureyrarvelli í Landsbankadeild kvenna í fót- bolta ■ ■ SJÓNVARP  10.00 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn. Sýnt frá leik Mexíkó og Brasilíu í átta liða úrslitum Suður Ameríku-bikarsins í fótbolta.  16.35 Fótboltakvöld á RÚV. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður.  16.50 Helgarsportið á RÚV. Endurtekinn þáttur.  15.55 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn.  19.25 Íslensku mörkin á Sýn.  19.45 Íslenski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik FH og Fylkis í Landsbankadeild karla í fótbolta.  22.00 Stjörnugolf 2004 á Sýn. CAPAROL einangrunarmúrkerfi. Einangrun að utan, heil hús eða að hluta. 40-60 % ódýrara en önnur einangrunarklæðning. Auðveldara í viðhaldi. Gæðavottað af RB og Brunamálastofnun CAPAROL í stað málningar. Fyrir viðhald á gamalli skeljasandsklæðningu og þar sem hús eru mikið sprungin eða illa farin. Fyllir í smáar sprungur og gefur húsinu jafna áferð. Yfirmúr í öllum litum NCS litakerfisins. Smiðjuvegi 44 200 Kóp. s: 5346160 flotefni@flotefni.is www.flotefni.is CAPAROL FYRIR ALLAR AÐSTÆÐUR ÓL Í AÞENU 2004 Það styttist óðum í að Ólympíuleikarnir hefjist í Aþenu í Grikklandi en 28. Ólympíuleikar sögunnar verða settir þar 13.ágúst næstkomandi. Nokkuð góð mynd er að komast á íslenska hópinn og í dag hafa 26 íslenskir íþróttamenn náð þeim lágmörkum sem til þarf til að komast á leik- ana. Á leikana í Syndey fyrir fjór- um árum fóru 18 íslenskir kepp- endur, allir í einstaklingsgreinum en ellefu einstaklingsíþróttamenn hafa nú unnið sér sæti í íslenska Ólympíuliðinu. Af þessum 26 sem eru komnir inn nú eru 15 hand- knattleiksmenn sem mega vera skráðir til leiks en Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur þó enn ekki ákveðið lokahóp sinn á leikunum. Tuttugu leik- menn berjast þar ennþá um þessi sæti sem eru laus í liðinu. Sjö sundmenn hafa náð að synda undir settum lágmörkum og tveir frjálsíþróttamenn, þau Þórey Edda Elísdóttir og Jón Arnar Magnússon hafa náð lág- mörkum í sínum greinum. Rúnar Alexandersson keppir í fimleik- um en hann náði að tryggja sig inn á leikana á Heimameistaramótinu í ágúst 2003 og Hafsteinn Ægir Geirsson mun keppa í siglingum, en hann fékk boð um það á dögunum frá Alþjóða Siglinga- sambandinu. Vonir eru bundnar við að fjölgað gæti í hópnum því sundmenn hafa frest til dagsins í dag til að ná sínum lágmörkum og frjálsíþróttamenn hafa frest til 9. ágúst til að ná sínum lágmörkum. Með þessum 26 íþróttamönn- um munu fara 19 aðstoðarmenn; fararstjórar, flokksstjórar, lækn- ir, sjúkraþjálfarar, sálfræðingur, þjálfarar og aðstoðarþjálfarar. Fararstjórn ÍSÍ ásamt flokksstjór- um og þjálfurum hefur í allan vet- ur haldið reglulega fundi til að, bæði miðla upplýsingum og eins til að efla samstöðu innan hópsins og hefur það gengið vel. Ólympíuleikarnir í Sydney voru mjög minnisstæðir því þar varð Vala Flosadóttir fyrsta konan og aðeins þriðji íslenski íþróttamaðurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum þegar hún vann brons í stangarstökki. Vilhjálmur Einarsson vann silfur í þrístökki í Melbourne 1956 og Bjarni Friðriksson vann brons í júdó í Los Angeles fyrir tuttugu árum síðan. ooj@frettabladid.is ÍSLENSKIR ÍÞRÓTTAMENN Á ÓL Í AÞENU: Handknattleikur: Íslenska karlalandsliðið - Keppendur 15 Fimleikar: Rúnar Alexandersson Frjálsíþróttir: Jón Arnar Magnússon og Þórey Edda Elísdóttir Sund: - Keppendur 7 - Örn Arnarson (50m skriðsund, 100m skriðsund, 100m baksund, 100m flug- sund, 200m fjórsund) - Jakob Jóhann Sveinsson (100m bringu- sund, 200m bringusund) - Íris Edda Heimisdóttir (100m bringu- sund) - Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir (50m skrið- sund, 100m skriðsund, 100m flugsund) - Lára Hrund Bjargardóttir (200m skrið- sund, 200m fjórsund) - Ragnheiður Ragnarsdóttir (50m skrið- sund, 100m skriðsund) - Hjörtur Már Reynisson (100m flugsund) Siglingar: Hafsteinn Ægir Geirsson FJÖLDI ÍSLENSKRA KEPPENDA Á SÍÐUSTU TÍU LEIKJUM: Sydney 2000 18 (Flestir í sundi - 9) Atlanta 1996 9 (Flestir í sundi og frjálsum - 3) Barcelona 1992 30 (Flestir í handbolta - 16) Seoul 1988 30 (Flestir í handbolta - 16) Los Angeles 1984 30 (Flestir í handbolta - 15) Moskva 1980 9 (Flestir í frjálsum - 4) Montreal 1976 13 (Flestir í frjálsum - 7) Munchen 1972 26 (Flestir í handbolta - 16) 26 íþróttamenn komnir með farseðilinn til Aþenu Íslenski Ólympíuhópurinn er farinn að fá á sig mynd þegar aðeins 25 dagar eru þangað til að Ólympíuleikarnir í Aþenu verða settir BRONSSTÖKK VÖLU Vala Flosadóttir vann brons á síðustu leikum sem fóru fram í Sidney fyrir fjórum árum. 50-51 (22-23) sport 18.7.2004 18:56 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.