Tíminn - 28.01.1973, Side 7
Sunnudagur 28. janúar 1973
riMINN
7
mjólkursamlaganna i landinu,
þ.e.a.s. sala á þeirri framleiöslu,
sem er umfram þaö, er mjólkur-
samlögin selja sjálf á sinum
heimamarkaði. Fyrirtækiö selur
osta, smjör og fleiri vörur á
Eeykjavikursvæðinu og út um
allt land, til þeirra staða, þar sem
viökomandi vörutegundir eru
ekki framleiddar.
— Og eitthvað fær fyrirtækiö
fyrir sinn snúð. Hvernig er þeim
málúm variö?
— Sem umboðssala fær fyrir-
tækiö sin umboöslaun, en það
hefur ekki safnað i neina sjóöi.
Þessi umboöslaun hafa numiö frá
2,5 til 3,5% af andvirði seldra
vara, sem veröur aö teljast mjög
hóflegt. En til þess aö fyrirtækið
hefði rekstursfé yfir áriö, hafa
mjólkursamlögin greitt 4% af
andvirði seldra vara og fengið
mismuninn endurgreiddan i lok
hvers árs. Þau borga þvi aðeins
kostnaöarverö við rekstur fyrir-
tækisins. Ariö 1971, nam endur-
greiðslan til mjólkursamlaganna
alls 17 milljónum, en frá upphafi
hafa veriö endurgreiddar um 75
milijónir.
— Hver hefur heildarvelt fyrir-
tækisins veriö siöastliöið ár?
— Ariö 1972 var heildarveltan
um 850 milljónir.
— Er fyrirtækið rekiö eingöngu
sem umboössala eöa framleiöir
það eitthvað sjálft.
— Eins og áður hefur komiö
fram er fyrirtækið rekið sem
þjónustuaöili fyrir mjólkursam-
lögin i landinu. Það framleiöir
ekkert sjálft, heldur fær það
framleiösluna aðsenda og sér
siðan um að selja hana. Hins
vegar pökkum við hér einum 500-
600 tonnum af smjöri árlega, og
er það einkum fyrir smærri
mjólkursamlögin, sem ekki hafa
aðstööu og tækjabúnaö til að
annast það sjálf.
A árinu 1969 settum við upp
pökkunarstöð til að annast
pökkun á osti i neytendaumbúðir
fyrir verzlanir, og eru 25-30% af
ostinum, sem við seljum hér á
Reykjavtkursvæðinu, pakkað
þar. Þessi þjónusta við verzl-
anirnar hefur gefið góða raun og
stuðlað að betri frágangi vörunn-
ar i hendur neytenda.
Útflutningur
— Hvar er helzti markaður
ykkar erlendis og hvernig skiptist
framleiðslan niður á hin ýmsu
lönd?
— Meginsalan er til Bandarikj-
anna, en þangað er seldur ostur.
önnur stór viðskiptalönd eru Svi-
þjóð, Bretland og Tékkóslóvakia.
Hér að Snorrabraut 54 er Osta- og smjörsalan sf. til húsa. Stílhrein bygging og falleg.
Til Bretlands er aðallega flutt
nýmjólkurduft. Þá höfum við flutt
út kasein, einkum til Danmerkur,
en einnig nokkuð til Þýzkalands.
Er það notað i iðnaði til fram-
leiðslu lims, þéttiefnis o.fl. 1 fyrra
og hitteðfyrra fluttum við nokkuð
af smjöri út til Sviss, en ekki er
fyrirsjáanlegt, að smjör verði
flutt út á þessu ári, þar sem
birgðirnar i landinu eru mjög
hæfilegar, mega raunar ekki
minni vera. Það skal tekið fram,
að það er aðeins umframleiðslan
á mjólkurafurðunum, sem flutt er
út.
— Allir muna eftir „smjörfjöll-
unurn,, margumtöluðu, er hér
hlóðust upp fyrir fáum árum. Vill
ekki útflutningur ykkar ganga
nokkuð i öldum, eftir þvi hvernig
árar i nágrannalöndunum?
— Jú, að visu, og einnig eftir
árferði hér innanlands. Markað-
irnir úti geta verið nokkuð mis-
jafnir. En undangengin þrjú —
fjögur ár hefur verið tiltölulega
létt yfir þeim, þannig að útflutn-
ingurinn hefur gengið tiltölulega
greiðlega. Sem stendur eru
reyndar blikur á lofti um, að
smjörbirgðir muni hlaðast upp i
Hér i kjallara hússins aö Snorrabraut 54 er verið aö ganga frá osti i pappakössum, og síöan er honum
dreift meöal hinna ýmsu matvöruverziana..
efnahagsbandal.löndunum.svo aö
einhverjir útflutningserfiðleikar
gætu komiö upp á yfirstandhndi
ári. Það er þó ekkert að óttast enn
sem komið er. Salan innanlands
hefur gengið mjög vei og birgðir
ættu ekki aö hlaöast upp á næst-
unni. Hvað framtiöin ber i skauti
sér, er hins vegar vandsvarað
um.
Þú minntist á „smjörfjöllin” og
mætti vel rifja það mál upp, en
hitt væri vonandi að slikt ástand
kæmi ekki upp aftur. Verst var
ástandiðhaustið 1970, en þá voru i
landinu i birgðum um 1200 tonn af
smjöri. Annað smjörfjall hlóðst
upp áriö 1966 og voru birgðirnar
upp undir 1300 tonn.
Verölag og kaupgeta almenn-
ings spila mjög hér inn i. Þegar
geröar voru ráðstafanir i efna-
hagsmálum haustið 1970 var
niðurgreiösla á smjöri m.a. aukin
verulega. Sú ráðstöfun ásamt út-
flutningi á smjöri á árinu 1971
hefur orðið til þess, að birgðir i
landinu nú eru i mjög góðu marki.
Rannsókna-og eftirlitsstörf
— Ég sé, að þiö hafið rann-
sóknastofu hér á efri hæðinni.
Leggið þið mikla áherzlu á rann-
sóknir og eftirlit á þeim vörum,
sem þið seljið?
— Já, við reynum eftir megni
að halda uppi ströngu eftirliti og
athugunum á þeim vörum, sem
hingað berast. Forstöðumaður
rannsóknastofunnar er Sævar
Magnússon mjólkurverkfræð-
ingur. Auk þess að hafa eftirlit
með gæöum aðsendra vara, þá
fara starfsmenn okkar út á lands-
byggðina og heimsækja mjólkur-
samlögin. Þeir framkvæma
athuganir á framleiðsluháttum
þeirra og leiöbeina starfs-
mönnum um osta-, smjör- og .
kaseingerð og hafa haldið nám-
skeið i þvi sambandi.
Varðandi smjörmat okkar hér
má i fáum orðum segja það, að
mjólkursamlögin senda okkur
sýnishorn af sérhverjum smjör-
strokk, sem strokkaður er og
hérna eru sýnishornin geymd i
sérstökum klefa við 18 gráðu hita
i þrjár vikur Að þeim tima liðnum
eru þau tekin til mats af þremur
löggiltum dómurum. Einn þeirra
er starfsmaður hér, en hinir tveir
utanaðkomandi aðilar. Þeir
flokka smjörið niður i fyrsta og
annan verðflokk og siðan er það
selt til verzlananna.
— Ekki verður maður mikið
var við þennan annan verðflokk, i
matvöruverzlunum. Er kannski
mjög lítið um, að smjörið lendi i
hann?
— Þaö er mjög litið af honum,
raunar svo litið, að hann er
sjaldan til skiptanna, er er mest-
megnis seldur hér I búðinni hjá
okkur. Verömunurinn á þessum
tveimur fiokkum er það mikill, að
mjólkursamlögin kappkosta
mjög að láta sem minnst falla.
— Með rannsóknastofu ykkar
hafið þið tækifæri til að fylgjast
náið með gæðum mjólkurvaranna
og breytingum i þeim efnum.
Hvernig er svo útkoman og hefur
hún ekki farið sibatnandi?
— Það er ekki hægt að segja
annað, en að hún sé góð og hún
veröur æ betri. Auðvitað geta
alltaf orðið einhver slys, en
almennt má segja, að við
stöndum nágrannaþjóðum okkar
fyllilega á sporöi, hvað varðar
gæði mjólkurafuröanna.
— Þú minntist á gæöaflokkun
smjörs áðan. Hvað er um ostinn
að segja?
— Eiginlegt, opinbert gæðamat
er ekki á osti, en hins vegar er
osturinn flokkaður af framleið-
endum og starfsmönnum okkar
til þess að fyrirbyggja að gölluð
vara fari á markaöinn.
Kynningarstarfsemi
— Sem umboðsaðili fyrir
mjólkurframleiöendurna I
landinu hafið þið væntanlega með
höndum allmikla kynningarstarf-
semi. Hvað geturðu sagt mér um
hana?