Tíminn - 28.01.1973, Side 12

Tíminn - 28.01.1973, Side 12
12 TÍMINN Sunnudagur 28. janúar 1973 HINN OPNI ELDUR þvi, að ibúðareigendur i fjölbýlis- húsum geti sameinazt um að koma sér upp arni á lóðu'm sinum. Það er ótrúleg ánægja, sem börn og unglingar hafa af að grilla sér pylsur og fleira við eldinn. Við bú- um i samfélagi við annað fólk. Oft og einatt finnst okkur nálægð og núningurinn af þessu sambýli að mestu til óþæginda, en við ættum ekki að eyðileggja þá möguleika, sem við höfum á gleðistundum við sambýlingana, eins og t.d. að starfa saman að einhverju, sem betur mætti fara, okkur öllum til ánægju og hagsbóta. Uni þúsundir ára hefur fólk komið saman kringum opinn eld- inn, notið ánægju við hlýjuna og Ijósiðaf lifandieldi. Fyrr á öldum var matur eldaður á opnum eld- stæðum og á köldum nóttum sváfu menn gjarnan kringum eld- stæðið. i myrkrinu og kuldanum veitti cldurinn löngum þráð öryggi. Þetta þriþætta hlutverk opnu eldstæðanna breyttist siðar, þegar tækni nútimans kom til sögunnar. I dag eru hibýli manna hituð upp með öðrum hætti og rafmagn notað til suðu matar og lýsingar hibýla. A siðari árum hefur áhugi manna aftur vaxið fyrir opnum eldstæðum, bæði innan húss og úti i görðum. Arinninn er aftur að verða þessi notalegi, áhrifariki samkomustaður, sem hann svo viða var fyrr á árum. Staður, sem fjölskyldan, að lokinni dagsins önn hvilist á og töfrar eldsins i hlöðnu arinstæðinu reyndast nú- timabarninu þeir sömu og forver- um þeirra í skútunum. Sem gleði- gjafi er hinn lifandi eldur ekki siður kunnur i dag og við hann hópast menn gjarna, er þeir vilja gera sér dagamun. Víða á Norðurlöndum er arinn- inn enn þann dag i dag notaður til upphitunar, þar sem siður er aö taka miðstöðvarhitun algjörlega úr sambandi yfir sumarmánuö- ina. Arnar fyrri tima höföu fremur lélega nýtni. Erfitt var að kynda þá og hafði það i för með sér sót og súg i herbergjum. Þvi miður verður þessara vandkvæða ennþá vart við uppsetningu nýrra arna og i ýmsum löndum t.d. Sviþjóð og Sviss hafa itarlegar athuganir verið gerðar á þessum málum og eru nú komnar fastar reglur um byggingu arna i þessum löndum. Margar bækur eru til um uppbyggingu arna og ættu menn ætið að hafa i huga, að opið eld- stæöi getur verið hættulegt, ef það er ekki gert af kunnáttumönnum. Eftir að Islendingar komust i álnir á siðari árum gerðu margir stofur sinar með örnum. Þessir arnar eru býsna dýrir og mörgum ofviða að koma þeim upp vegna mikils kostnaðar. Mörg hús, sem byggð hafa verið á hitaveitusvæð- um, eftir að hún kom til, eru reyk- háfalaus og getur þvi reynzt erfitt að koma arni fyrir i þeim slðar. Fyrirtæki eitt i Sviþjóð hefur undanfarin ár byggt arna úr smiðastáli, sem einangrað er með tálgusteini. Þessir arnar eru fremur einfaldir, i framleiðslu og uppsetningu, en eru jafnframt byggðir samkvæmt stöngum kröfum sænska eldvarnaeftirlits- ins. Mynd 1 og II sýna tvær útfærsl- ur og uppsetningar á hinum sænska arni. Mynd III hvernig frágangi i lofti og þaki er háttað. t framhaldi af þessu spjalli um arininn innan húss, er ekki úr vegi að geta um útiarininn. Það ættu ekki einungis að vera eig- endur einbýlishúsa, sem hefðu tök á að koma sér upp úti arni, engin skynsamleg rök mæla móti Til þess nú að sýna, að það að koma út útiarni þarf ekki að vera neinni pyngju ofviða, ef aðeins hugmyndaflugið er íátið ráða, birtum við hér myndir af tveim örnum, sem báðir hafa þann kost að enginn útlagður kostnaður varð við að koma þeim upp. Að- eins til glöggvunar myndunum er rétt að geta þess, að arinninn á mynd 4 , er gerður úr heitavatns- dunk, sem var orðinn lekur og átti þvi að fara á haug. Arinninn á mynd 5 er gerður úr múrstein- um, sem fundust i grunni húss er átti að rifa. Neðri ristarnar eru niðurfallsristar, sem urðu að vikja fyrir nýrri gerðum. Efri ristin fékkst á haug og er úr gam- alli kolaeldavél. A siðari árum hefur það gerzt algengara, að fólk eigi svo kölluð grilltæki. Af þessum grilltækjum eru til tvær gerðir. Þ.e.a.s. raf- drifið og svo viðarkolagrill. Þessi grilltæki eru aðeins ætluð við 1— 1 j 1 1 M. / __ " / \ 1. Reykháls, andskjól 2. þakþétting 3. loftþétting 4. reykháfur 5. arinn 6. neistavörn 7. gólfhlíf

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.