Tíminn - 28.01.1973, Síða 31
Sunnudagur 28. janúar 1973
TÍMINN
31
peninganna vegna, að Kirsten tók
starfið. Það sama gildir um
nánast alla slíka sjálfboðaliða,
þar sem þeir eru oftast menntað
fólk og með starfreynslu, sem fá
miklu hærra launuð störf i sinum
heimalöndum. Kirsten fær 105
„kwacha” eða um 13.500 krónur
(isl.) á mánuði i kaup, og auk
þess um 4.500 krónur, sem settar
eru i banka i Zambiu. Alls er
mánaðarkaup hennar þvi um 18
þúsund krónur. Samingstimi
hennar voru tvö ár, en henni likar
starfið svo vel, að hún hyggst
lengja samninginn um eitt ár. Er
hún kemur heim til Danmerkur
haustið 1974, verður hún þvi búin
að spara saman um 140 þúsund
krónur. Þess ber að geta, aö auk
kaupsins hefur Kirsten ýmis
hlunnindi í Zambiu. Má þar nefna
fritt húsnæði, sima o.þ.h., ókeypis
lækna- og tannlæknaþjónustu o.fl.
Hún segist hafa það gott, og að
ekki sé hægt að kvarta yfir fjár-
hag eða félagslegum skilyrðum.
Starfið er strangt og mikið.
Hvern mánudag flýgur Kirsten
ásamt lækni út í eitt sjúkraskýlið
og er þar fram á föstudagskvöld.
Stundum verða þau að vera tvær
vikur samfleytt á sama stað. Frá
sjúkraskýlunum aka þau út til
fólks sem ekki kemst sjálft til
þeirra. Fara þau ýmist á bil eða
vélhjólum. Stundum skapast
vandræði, sérstaklega á regn-
timanum, þegar þau eiga á hættu
að sitja föst i leðju. En þau þurfa
að fara um, einnig til hinna af-
skekktustu staða. Það er nefni-
lega þannig, ,,að þegar Múhameð
kemur ekki til fjallsins, veröur
fjallið að fara til Múhameðs.
Komi börnin ekki til bólu-
setningar, verða læknarnir og
hjúkrunarkonurnar að fara sjálf
til barnanna.
Mikilvægasta hlutverkið er að
vinna að heilbrigði barnanna. Er
það m.a. gert með þvi að bólu-
setja þau Þau eru sprautuð og
þeim gefnar töflur gegn stif-
krampa, kighósta, mislingum,
bólusótt, lömunarveiki, barna-
veiki o.fl. En þegar barnið hefur
veriö sprautað i fyrsta skipti og
móðirin fer með það heim, veikist
barnið, fær hita og kastar upp. Þá
segir húsbóndinn gjarna: —
Þarna sérðu. Barnið okkar
verður sjúkt, þegar þú ferð með
þaö til hvitu konunnar. Þú mátt
ekki fara til hennar framar!
Og Kirsten segir: — Þess vegna
verðum við að fara út i litlu
þorpin og reyna aö koma bólu-
setningum okkar við þar. Annars
verður allt tilgangslaust. Og
iskyggilega mörg börn eru illa
nærð eöa vannærð. Ungbarna-
dauðinn er hroðalega hár. Tveir
sjúkdómar eru i raun lifshættu-
legir. Það eru maramus og
kwashiokor. Þau börn, sem haía
fyrrnefnda sjúkdóminn, eru al-
gjörlega vannærð. Þau skortir
allt: næringarefni, steinefni og
vitamin. Þau eru óhuggulega
horuð og deyfðarleg. Lita út eins
og niræðir öldungar. »Það er
hörmulegt að sjá þau.
Kwashiokor-börnin fá ranga
næringu. Þau hafa uppþembdan
maga, hendur og fætur, granna
arma og læri. Og blóðrásin er svo
slæm, að jafnvel allraminnstu
sárin eiga erfitt með að gróa.
Þessir sjúkdómar koma
einkum til vegna vanþekkingar.
Ef við bendúm á kwashiokar-
barn og segjum við móðurina: —
Þú verður að gefa barni þinu betri
mat, mat, sem gerir það kvikt og
heilbrigt.
En móðir brosir bara og bendir
á magamikið barnið: — Já en
systir sjáðu hvað það hefur sór-
an og fallegan maga. Það hlýtur
að vera heilbrigt þegarmaginn er
svona stór.
Eini maturinn, sem búinn er til,
— en það skeður aðeins einu sinni
á dag, — er svonefndur nschima.
Þetta er grautur, sem búinn er til
úr möluðum mais og inniheldur
aðeins kolvetni, þ.e. stifelsi.
Engum eggjahvituefnum er fyrir
að fara. Þennan mat fá börnin i
Zambiu yfirleitt,og ekkert annað
Eyrsta áriö eftir fæðingu fær
barnið að visu móðurmjólk, ef
einhver ,,nyt” er i móðurinni á
annað borð. En barnafjöldinn er
mikill, og þegar næsta barn
fæöist, fær eldra barniö ekki
lengur brjóst, heldur veröur að
éta sinn maisgraut.
Atvinnulífið
skapar festu
fremur
en skólarnir
„Hér sér maður ein-
hvern ávöxt þrátt fyrir
allt
Kirsten Röen hefur þannig
orðið fyrir mörgu miður
skemmtilegu, meðan hún hefur
dvalið i Zambiu.Enhinar jákvæðu
hliðar eru einnig til staðar. —
Annars hefði ég ekki haldið þetta
út dag eftir dag, segir hún —
Þetta er dásamlegt starf. Ég fæ
að sjá stóran hluta landsins, sem
er afar fallegt. Ég á einnig fjölda
vina, bæði gegnum starfið og per-
sónulega. Ég hef ástæðu til að
vera þakklát fyrir það að fá þetta
tækifæri. Það er ánægulegt til
þess að vita, að maður skuli geta
hjálpað svo mörgum, linað sárs-
auka, læknað sjúkdóma og gert
börnin heilbrigð.
Þetta get ég einnig gert heima i
Danmörk. En hér er raunveru-
lega þörf fyrir mann. Hér sér
maður einhvern verulegan
árangur af starfi sinu þrátt fyrir
allt.
-Stp.
Þetta ástand skapast ekki
einvöröungu 'vegna van-
þekkingar, heldur að jafn miklu
leyti vegna hinnar miklu, land-
lægu fátæktar. Kýr eru fáar i
Zambiu og þar meö litiö um
mjólk. Möguleiki er á þurrmjólk,
en hún er i flestum tilfellum of
dýr. Um fisk er vart hægt að tala
nema á þeim fáu stöðum, þar sem
frumstæðar fiskveiðar eru
stundaöar. Kjöt er dýrt og
geymist illa vegna hins mikla hita
og lélegs umbúnaðar.
Mislingar og malaria
leiða afar oft til dauða
barna
Fólk óttast mislinga mjög i
Zambiu. Fjöldi mislingatilfella
hjá börnum, er leiða til dauða, er
geysilegur. Börnin hafa ekkert
mótstöðuafl vegna einhæfrar og
lélegrar fæðu. Þau verða jafn-
hliða öðrum sjúkdómum að bráð,
mörg fá lungnabólgu — og svo
deyja þau. Sömu sögu er að segja
um malariu. Af og til ganga
gifurlegir faraldar yfir, sem
verða börnum að bana i hrönnum.
Hjúkrunarfólkiö gefur þeim
töflur, sem draga nokkuö úr
djöfulgangi sjúkdómsins, en
koma ekki I veg fyrir hann. Þá
skapa lyfin einnig mótstöðuafl i
likama barnanna, sem þau njóta
lengi, — ef þau lifa á annað borð
af sjúkdóminn.
— Stundum liggur manni við að
örvænta, segir Kirsten.
Þegar Kirsten er við
hjúkrunarstörf, hefur hún með
sér túlk, sem er einnig eins konar
læknislegur aðstoðarmaður, sem
gerir oft fyrst grófa frumrann-
sókn á börnunum. Enskan hans er
fremur slök, svo misskilningur
getur auðveldlega átt sér stað
milli þeirra. En mestu skiptir þó
að hugsunarháttur Afrikumanna
er allt annar en Evrópumanna.
Enda þótt Kirsten eigi mest
samskipti við konurnar, mæður
hinna sjúku barna, ráða þær engu
um börnin. Það er allt á valdi
eiginmannsins, húsbóndans.
Hann ákveður hvort ástæða sé að
fara með barnið til læknis. Ef
honum þykir svo, þá segir hann
konunni venjulega að fara til
töfralæknanna.
Kirsten: — Ef þessir bansettir
töfralæknar væru ekki til staðar,
gætum við bjargað miklu fleiri
börnum, og rödd hennar skelfur
af innibyrgðri reiði. Það er ekki
til skaða að hjúkrunarfólkið er
hvitt. Fólk kemur oft mikið til
vegna forvitni. Það sem gerir
húkrunarfólkinu hins vegar erfitt
fyrir er, að ibúarnir eru hræddir
og tortryggnir við allt, sem hefur
meö læknsihjálp að gera. Og þaö
er ef til vill ekki svo undarlegt —
þeir hafa aldrei þekkt til slikrar
hjálpar fyrr.
Kirsten að störfum i sjúkramiðstöðinni I Ndola.
Maður að nafni Amanuensis
Edvard Befring hefur gert
könnun á félagslegri samsetningu
þeirra unglinga, sem menn mæta
daglega á götum Oslóborgar,
hvaða þeir koma úr þjóðfélaginu,
viðhorfum þeirra og hvað þeir
hafa fyrir stafni.
Það kom i ljós að þeir, sem voru
i föstu starfi, virtust kunna lifinu
bezt og vera ánægöastir. Hinir at-
vinnulausu virtust eiga erfiðast
og vera haldnir mestri óánægju,
en skólafólk var einhvers staðar
mitt á milli hinna tveggja fyrr-
nefndu hópa.
40% af unglingunum sem
spurðir voru höfðu einhver tengsl
viö iþrótta- eða aðra tómstunda-
klúbba. Þessi tengsl urðu lausari
eftir þvi sem aldurinn hækkaði.
Það litur út fyrir að fólk sem er
tengt litlum félagslegum böndum
taki helzt þátt i mótmælaað-
gerðum o.þ.u.l. og þeir sem
tengdir eru atvinnulifinu taka
einna sizt þátt i sliku. Þannig
virðist þátttaka i atvinnulifinu
skapa meiri festu hjá unglingum
en skólarnir.
Verið að bera sjúkling i eina af hinum fimm Briton Normand Islander — flugvéla Fluglæknaþjónustu
Zambiu.
Það sýndi sig að hópurinn var
nokkurs konar þverskurður af
Oslóarunglingum, einna helzt
skorti á fulltrúa menntaskóla-
nema. Meðalaldur unglinganna á
götunni var 17,3 ár hjá drengjum,
en litiö eitt lægri hjá stúlkum.
Kirsten hefur snotra leigufria Ibúö I Ndola, — Starfið er dásamlegt. Eg eignast fjöida vina gegnum þaö,
auk þess að kynnast vel landi og þjóð . Hér leggur maður raunverulega eitthvað af mörkum.
Rannsóknin beindist nokkuð aö
kannabisnotkun og sýndist sem
kannabisneyzla væri oft samhliða
öðru ólöglegu atferli viðkomandi
unglings.