Tíminn - 04.02.1973, Page 6
Umsvifamikil starfsemi
á sviði lyfjagerðar
og innflutnings á
lyfjum og Ijósmyndavörum
Fyrirtækið Stefán Thorarensen h.f. var stofnað 8.
april 1944 til að taka að sér lyfjainnflutning þann og
lyfjasölu, sem rekinn hafði verið i Laugavegs Apó-
teki af Stefáni Thorarensen apótekara þar, einkum
vegna þarfa sjúkrahúsa, héraðslækna og annarra
apóteka. Starfssvið félagsins og tilgangur var og er
sá að útvega lyf frá ýmsum löndum, og hafa jafnan
fyrirliggjandi allar helztu nauðsynjar apóteka og
héraðslækna, svo sem erlend sérlyf og ýmsar er-
lendar efnisvörur ásamt hjúkrunarvörum, og sjá
um heildsölu og dreifingu á þeim lyfjum, sem fram-
leidd eru hjá fyrirtækinu.
Fyrirtækið hefur um margra ára skeið verið einn
aðal-innflytjandi og heildsali lyfja hér á landi, og er
raunar brautryðjandi á þvi sviði. Það hefur ekki
larið varhluta af ýmsum byrjunarörðugleikum, og
skipulagsleysi þessara máia hér á landi lengst af
hefur staðið þvi fyrir þrifum. Árið 1963 voru hins
vegar sett ný lög, þar sem þessum málum eru gerð
góð skil.
Stefán Thorarensen h.f. hefur umboð fyrir marg-
ar þekklustu lyfjaverksmiðjur heimsins en auk þess
hefur fyrirtækið umboð fyrir ljósmyndafyrirtækið
Agfa-Gevaert A.G., svo og nokkur önnur fyrirtæki á
sviði ljósmyndatækni.
Fréttamaður Timans fór á stúf-
ana nú fyrir skömmu til að kynn-
ast starfsemi þessa fyrirtækis, og
hittiaðmáli þá Sigurð Jörgensson
framkvæmdastjóra fyrirtækisins
og HilmarHelgason, sölustjóra i
ljósmyndavörudeild, en þeir leiða
okkur i allan sannleika um viða-
mikla starfsemi þessa innflutn-
ings- og heildsölufyrirtækis, sem
hefur ásamt dótturfyrirtækjum'
á sinum snærum 35starfsmenn að
jafnaði.
Umsvilamikil
lyfjagerð
Fyrst ræðum við við Sigurð
Jörgensson um starisemi lyfja-
deildar:
— A striðsárunum lokuðust
allar samgönguleiðir við megin-
land Evrópu og þar með þau við-
skiptasambönd er við höfðum
þar, segir hann. Þá urðu menn að
lang mestu leyti að treysta á inn-
flutning frá Bandarikjunum og
fékk Stefán Thorarensen h.f.
ýmis sambönd þar, sem haldizt
hafa siöan. Um sama leyti kom
fyrirtækið á fót lyfjagerð, þar
sem m.a. voru framleidd stungu-
lyf ýmis konar, töflur og mörg
önnur lyfjaform, sem hinum
smærri apótekurum og héraðs-
læknum reyndist um megn að
framleiða.
Sérlyfin ryðja sér æ
meir til rúms
— Umsvif fyrirtækisins hafa
aukizt mjög á undanförnum ár-
um, enda hafa framfarir i lyfja-
gerð verið afar miklar siðustu
áratugina. Þáttur sérlyfjanna,
það er þeirra lyfja, sem hafa
mjög sérhæfa verkun og fram-
Fyrirtækið Stefón
Thorarensen h.f.
heimsótt
leidd eru af hinum stóru erlendu
lyfjaverksmiðjum, hefur aukizt
mjög, en að sama skapi hefur
þáttur innlendrar framleiðslu
hlutfallselga dregizt saman
Þetta er skiljanlegt, þegar haíðar
eru i huga þær geysilegu kröfur,
sem nútima heilbrigðisþjónusta
gerir til lyfja. Aður en leyfi er
veitt til sölu lyfs hér á landi,
verður það að vera þaulprófað og
allar skýrslur um það eru lagðar
fyrir lyfjaskrárnefnd, sem ákveð
ur hvort heimild til sölu lyfsins er
veitt eður ei. Rannsóknir sumra
lyf ja geta tekið yfir 10 ára tímabil
og kosta offjár. Er augljóst. að
slikt er ekki á færi innlendra
fyrirtækja.
Skipulag lyfjaverzlunar
fer stöðugt batnandi
A fyrstu árum fyrirtækisins
voru lagaákvæði um innflutning
og verzlun með lyf mjög i molum,
en árið 1963 voru sett ný lög, sem
bættu þar úr, og þegar þau.ásamt
þeim reglugerðarákvæðum, sem
þar er gert ráð fyrir, komast öll
til framkvæmda.má ætla.að þessi
mál komist á svipað stig og hjá
nágrannaþjóðum okkar.
Lyfjaverzlun sérstök um
margt
Enda þótt lyfjaverzlun sé á
margan hátt rekin á svipaðan
hátt og önnur verzlun er þó margt
á annan veg.
Lyfjaverzlunin er undir mjög
ströngu eftirliti hins opinbera og
til að stunda lyfjaverzlun verður
að uppfylla fjölmörg skilyrði,
sem öðrum heildsölum eru ekki
lagðar á herðar.
Skyldur okkar hvað snertir
birgðahald eru ótviræðar. Þar
eru gerðar kröfur til okkar bæði
af hálfu hins opinbera og svo um-
boðsfyrirtækjum okkar.
Til þess að vera nokkurn veginn
vissir um að eiga ávallt til öil þau
lyf, sem við verzlum með, verð-
um við aðhafa lager, sem við
venjulegar aðstæður ætti að end-
ast okkur i 3 mánuði, og eiga j)á
einnig á leiðinni jafnmiklar
birgðir. Astæðan til þessa er, að
sveiflurnar i okkar litla þjóðfélagi
eru oft svo miklar, að salan á
ákveðnu lyfi getur orðið 2svar til
3svar sinnum meiri en að jafnaði
gerist. Okkar álit er, að ekki sé
viðunandi annað en að hafa öll lyf
ávallt fáanleg og að sjaldan eða
aldrei þurfi að segja „Ekki til”.
Við gerum okkur grein fyrir þvi,
að fyrir viðkomandi einstakling
er það lyf, sem hann þarf á að
halda,nauðsynlegast og þvi ekki á
okkar færi eða annarra að flokka
lyf i „nauðsynleg”, og þá væntan-
lega „ónauðsynleg” lyf.
Heilsufar landsmanna
ákveður birgðirnar
Þegar haft er i huga að birgðir
okkar að magni til ákveðast af
notkuninni á hverjum tima og
heilsufari þjóðarinnar, er aug-
ljóst mál, að skyndileg lækkun á
birgðahaldi getur haft slæmar af-
leiðingar. Gengisfellingar undan-
farin ár hafa farið mjög illa með
okkur. Við getum ekki á sama
hátt og margar aðrar heildverzl-
anir einfaldlega dregið saman
seglin. Við getum ekki hætt að
panta einhver lyf, sem t.d. seljast
ekki mjög mikið. Við getum
heldur ekki dregið svo mjög úr
magni birgða, þvi það mundi
auka likurnar fyrir þvirað við
þurfum að segja „Ekki til”.
Einhverjar ráðstafanir hefur þó
verið óhjákvæmilegt að gera og
Stefán Thorarensen, apótekari, kaupmaður og iðnrekandi, stofnandi fyrirtækisins.