Tíminn - 04.02.1973, Síða 15

Tíminn - 04.02.1973, Síða 15
Sunnudagur 4. febrúar 1973. TÍMINN 15 en ósýnilegan múrvegginn fyrr en á fimmtudag. Þá sat ég upp úr hádegi i flugvél úti á Reykja- vikurflugvelli og hafði til föru- neytis hersveit af fréttariturum og myndatökumönnum ásamt nokkrum gerðarlegum lögreglu- þjónum og að auki Þorstein Þ. Viglundsson. Hann hermdi mér skilmerkilega spjöllin af gosinu. Kvað hann jarðeldinn sækja að gervallri byggðinni austan og of- an við Laufás, en sá hluti Vest- mannaeyjakaupstaðar nefnist austurgirðing frá fornu fari. Aleit Þorsteinn og niðurgirðinguna i hættu þvi nær alla. Honum var sýnilega brugðið, en skapið reyndist þó likt og fyrr — og kappið. Hann var á leið út i Eyjar að bjarga dýrmætum Kjarvals- myndum i opinberri eigu og fleiri safnmunum, en verðmæti þeirra nam mörgum milljónum króna. Ef slikir gripir teljast þá nokkurn tima metanlegir til fjár. Oft og tiðum verða þeir ekki bættir fremur en mannslif, þrátt fyrir alla bókfærslu. Gjall og aska hlóðst óðum að bólstað hans, Goðasteini, og byggðasafnið gat komizt i hættu á hverri stundu. Samt var Þorsteinn jafnvægur og meira að segja stilltari en ég. Skildist mér á honum, að auð- veldara myndi um að tala en i að rata, þegar fjall logaði við hús- gaflinn og jörð brynni undir fót- um manns. Frásögn Þorsteins gerir mig skelkaðan. Mér er i barnsminni mynd af Pompei, „draugabæn- um” við rætur Vesúviusar, sem eyddist og grófst i hraunflóði i miklu eldgosi árið 79 eftir núgild- andi timatali. Hann var grafinn úr rústunum mörgum öldum sið- ar og er ítölum nú drjúg féþúfa. Biða Vestmannaeyja kannski sömu örlög? Verður kaupstaður- inn um aldur og ævi minjasafn um islenzka verstöð nú á timum eins og Pompei vitnar um Róma- riki hið forna, sem er löngu úr sögu? Þvilfkum spurningum get ur enginn maður svarað. Ekki heldur þeirri, hvort Vestmanna- eyjar reynist innan skamms eftirsóttur staður forvitnum ferðamönnum, er sá vilji viður- styggð eyðileggingarinnar með gjald i boði. Gróðasjónarmiðin láta ekki að sér hæða Þau munu ráða i Pompei. Islenzkur maður, sannorður og dómbær, segir um það efni á bók: „Vesúvius er hið prýðilegasta eldfjall, tæplega 1200 m hátt, fer vel i landslaginu og starfar ein- staklega þægilega, svo að grönn reykjarsúla stendur að jafnaði upp úr gignum, og rauður bjarmi er yfir honum að kvöldlagi. Er þetta allt eins og bezt verður á kosið til að laða ferðamenn að fjallinu, enda hefur ferðaskrif- stofa ein lagt járnbraut næstum upp á gigbarminn og byggt gisti- hús þar. Er gengið niður i giginn og að litlum gig, keilulöguðum og bröttum, sem gýs i sifellu og þeytir hraunslettunum upp i loft- ið. Rennur hraunið eftir botni aðalgigsins, og hækkar hann á hverju ári, þangað til Vesúvius ræskir sig og hreinsar af þessum kverkaskit”. Og um Stromboli, sem er miðjarðarhafsútgáfa af Surtsey, segir ennfremur i sömu bók: „Stromboli stendur á hafs botni á 2900 m dýpi, en er 300 m hár yfir sjávarmáli, svo að eld- fjallið er svipað að stærð og Etna. Eru sögur um gos hans i meira en 3000 ár, og hann hefur verið forkunnar gott siglingamerki i óratima”. Agjörn en heimsk kona i Reykjavik blessaði einhvern tima striðið sem gróðaveg. Ætli Vest- mannaeyingar framtiðarinnar lofi á sama hátt eldfjallið i Heimaey i von um að græða pen- inga á þessari sérkennilegu og til- komumiklu flugeldasýningu? Flugferðin til Eyja tekur aðeins röskar tuttugu minútur og brátt rennir farkosturinn sér i löngum sveig austur fyrir Heimaey hátt i lofti. Gosið blasir við augum min- um. Nýtt fjall er risið þar sem Urðarvitinn var. Aska og eimyrja þeytist upp úr þvi eins og tröll- skessa hræki stórt, en miklir gufustrókar myndast, þegar land og sjór mætast i hraunflóöi aust- an og norðan austurgirðingarinn- ar. Ég sá Heklu gjósa 1947 og Surtsey i ljósum logum eftir að henni skaut upp úr hafinu 1963, en þessi sjón er miklu átakanlegri. Henni verður ekki likt við það smáræði, þegar dampur kom snögglega upp úr svefnherbergis- gÓlfinu i húsi i Hveragerði þótt eina fyrir mörgum árum. Þetta er eins og gjósandi fjall hefði allt i einu hlaðizt upp i kálgarðinum i Baldurshaga eða á túninu i Stóru- mörk, þegar ég var drengur. Mér verður hugsað til orða Jóns prófessors Helgasonar i kvæðinu Aföngum: Eldflóðið steypist ofan hlið, undaðar moldir flaka: logandi standa i langri röð ljósin á gigjastjaka: hnjúkarnir sjálfir hrikta við, hornsteinar landsins braka, þegar hin rámu regindjúp ræskja sig upp um Laka. Ég segi við sessunaut minn, sem er norskur blaðamaður: — Ætli svona gos þætti ekki tið- indum sæta i Drammen? Hann kinkar kolli, og augun hafa stækkað til muna i höfði hans við þessa eftirminnilegu sýn, en ég veit ekki, hvort hann heyrir mig eða skilur. Og nú lendir flug- vélin Ég er kominn til Vestmanna- eyja og hef gosið fyrir augum. Lendingin tekst giftusamlega, en tilkynnt er, að flugvélin fari aftur til Reykjavikur eftir þrjá stundarfjórðunga, svo að litill timi er til stefnu. Ég stig út úr vélinni og hef Heimaey undir fót- um. Enginn eldur er i gigendan- um sunnan Helgafells og flug- völlurinn þvi ekki i neinni hættu, nema gosið breytist og færist i aukana. Ég virði fyrir mér fjalla- röðina frá norðvestri til norðurs. Þær hæðir eru allar á sinum stað og hafa engum breytingum tekið. Dalf jall er þarna með Kaplagjótu upp á siðuna, en það kallast Ægis- dyr á gullaldarmáli. Blátind ber við himin, Háin og Klifið eru nokkru lægri, en Heimaklettur ris brattur og reistur af marflötu eið- Heimaklettur stendur traustan vörð um höfnina. Séð yfir Vestmannaeyjakaupstað, áður en jöröin sprakk og eldi og gjalli tók að rigna yfir bæinn. inu, og er þvi likast sem hann signi sig ofan i höfnina og vikina. Fjöllin eru grárri en venjulega, en nú er lika hávetur. Ofanleitis- hamarinn sýnist hafa dökknað, en ekkert gjall hefur enn bætzt við i hraunið á þeim slóðum. Svo snýst ég i hálfhring eða betur og hvessi sjónir á Helgafell. Eldurinn teygir sig hátt norðaustan þess. Ég heyri dyn eða gný, sem minnir á jökulruðning. Mér er ekki til setunnar boðið. Ég snarast upp á bilpall undir lögregluvernd og er fyrr en varir kominn niður að kirkjugarði. Hilmar Þorbjörns- son leggur mér einhverjar lifs- reglur, þegar ég vik af bilnum, en ég læt mér þær i léttu rúmi liggja. Ég skal fara könnunarferð um eyjuna, hvað sem hver segir. Ég hleyp við fót upp i móti eins og þegar ég var orðinn of seinn i skólann fyrrum. Veðrið er svalt en bjartinæstum logn og skyggni prýðilegt. Eigi alllangt frá Háa- garði nem ég svo staðar. Þá er mynd framundan, sem telst stór- fenglegri en nokkurt málverk eftir Asgrim, Kjarval eða Jón Stefánsson. Nýja fjallið, sem hlaðizt hefur upp i sjávarmálinu austur i Kirkjubæjarlandi, skyrp- ir út úr sér glóandi flikkjum eins og blóði á litinn, ösku leggur yfir gervalla eyjuna og gjallhrinum rignir niður hvarvetna i austur- girðingunni. Sjón er sögu rikari. Þetta er gosið i allri sinni ljótu tign. Gjallhaugurinn, sem mun eiga að heita Kirkjufell, er eins og illa sprungið graftarkýli á hálsi manns. Það er að stærð röskur helmingur á við Helgafell og hefur þegar valdið miklum spjöllum. Austurgirðingin er á að sjá eins og stórt andlit sundur- grafið af bólusótt. Ég þykist vita, hvað fari i hönd, ef hvessir af austri eða suðaustri, en þær áttir eru langverstar i Vestmannaeyj- um. Þá grefst mikill hluti kaup- staðarins i ösku og gjall á skömmum tima. Mig grunar, að þá muni öll byggðin austan og Framhald á bls. 29 Séö til Ingólfsfjalls frá ölfusárbrú.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.