Tíminn - 04.02.1973, Qupperneq 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 4. febrúar 1973.
Menn og máUfni
Ljótur leikur stjórnar-
andstöðublaðanna
Maöurinn má sin litils gegn náittiúruöflunum i Eyjum.
Farsæi stjórn
Þaö mun nú sameiginlegt álit
allra, sem dæma hlutlaust um
þaö efni, aö giftusamlega hafi
tekizt stjórn hinna margháttuöu
ráöstafana, sem þurft hefur aö
gera vegna eldgossins i Heimaey.
t þvi eiga stærsta þáttinn stjórn
almannavarna og stjórnvöld
Vestmannaeyja, ásamt svo Vest-
mannaeyingum sjálfum og þeim
fjölmörgu, sem hafa oröiö til aö
greiða götu þeirra og lagt á sig og
heimili sin margs konar byröar i
sambandi viö þaö. Aö sjálfsögðu
verða aldrei á öllum stigum tekn-
ar ákvaröanir undir slikum
kringumstæöum, er ekki geta
orkað tvimælis, og þó einkum
siöar meir, þegar rás atburðanna
er komin i ljós. En þá veröa menn
að gera sér þess grein, að það,
sem alltaf hefur verið fyrst og
fremst haft i huga, var að hætta
ekki mannslifum.
Það verður ekki heldur annaö
sagt, en að rikisstjórnin hafi
brugðizt vel og fljót við þeim
mikla vanda, sem hér bar að
höndum. Hún hefur veitt viðkom-
andi stjórnvöldum alla þá aðstoð,
sem hún hefur megnað. Hún
hefur beitt sér fyrir þvi, að
Alþingi léti ekki standa á aðgerð-
um, sem þvi bar skylda til að gera
strax, þegar það kom saman að
nýju og að um þær aðgerðir gæti
orðið sem mest samstaða á þing-
inu.
Tvíþættur vandi
Frá sjónarmiði rikisstjórnar og
Alþingis er sá vandi, sem eldgos-
ið i Heimaey veldur, tviþættur.
Annars vegar er vandi Vest-
mannaeyinga og sú aðstoö, sem
þarf að veita þeim, Hins vegar er
svo sá vandi þjóðfélagsins, sem
hlýzt af þvi, að langstærsta ver-
stöö landsins verður óvirk, þótt
ekki sé nema i nokkurn tima. Það
breytir alveg stööunni i efnahags-
málum landsins, þegar út-
flutningur og síöar innflutningur
dregst saman af þessum ástæðum
og rikið þarf að taka á sig ýmsan
ófyrirsjáanlega kostnað, sem
hlýzt óbeint af eldgosinu, þótt
gert sé ráð fyrir,aö sérstakur við-
lagasjóður greiði hinn beina
kostnað. Hvorki fjárlög eða aðrar
áætlanir rikisins i efnahagsmál-
um gerðu ráð fyrir sliku óhappi.
Þvi hlaut það að hafa einhverjar
nýjar efnahagsaðgerðir I för með
sér, auk þeirrar sérstöku fjáröfl-
unar, sem var nauðsynleg vegna
Vestmannaeyja og Vestmanna-
eyinga.
Tillögur ríkis-
stjórnarinnar
1 samræmi við þetta hvort
tveggja undirbjó rikisstjórnin til-
lögur, sem hægt væri að leggja
fyrir þingflokkana strax i byrjun
framhaldsþingsins. Höfuðatriði
þeirra var þetta:
A timabilinu 1. mars-31. okt.
1973 skal leggja á 6% launaskatt,
sem renni i sérstakan viðlaga-
sjóð, sem eingöngu sé notaður i
þágu Vestmannaeyinga og Vest-
mannaeyja. A sama tima skal
fresta þeirri 6% grunnkaups-
hækkun, sem launþegar áttu aö fá
1. mars. Launaskattinn má þó
fella niður fyrr en 30. október, og
láta grunnkaupshækkunina þá
renna til launþega, ef horfur eru
á, að tjónið verði minna en óttast
var. Þá skyldi 2% hækkun á sölu-
skatti renna i viðlagasjóö og
einnig hækkun á eignaskatti.
Aætlað var, að þetta myndi
tryggja viðlagasjóðnum um 2500
milljónir kr. i tekjur, en af þvi
kæmu ekki nema um 1800 millj.
kr. til innheimtu á þessu ári.
Þá var lagt til, að kaup mætti
ekki hækka til 31. október 1973 og
væri óheimilt aö gera verkföll i
þvi skyni. Verðlagsuppbót á
grunnlaun skyldi einnig haldiö
innan vissra marka, eða þannig,
að kaupgreiðsluvisitalan yröi
ekki hærri en 120 stig frá 1. mars-
31. mai, 123 stig frá 1. júni-31.
ágúst og 125 stig frá 1. sept.-31.
okt. Þær hömlur, sem hér voru
ráðgerðar,höfðu það markmiö að
hindra vinnustöðvanir og verð-
bólgu á þessu timabili, sem er
óhjákvæmilegt, ef þjóðarbúið á
að geta risiö undir þvi tjóni, sem
hlýzt af lokun stærstu verstöðvar-
innar.
Þingmannanefndin
Það var eitt fyrsta verk rikis-
stjórnarinnar eftir að þingið kom
saman, að leggja þessar tillögur
fyrir þingflokkana i þeirri von að
hægt væri að ná samstöðu um
þær. Það kom nær strax i ljós, að
stjórnarandstöðuflokkarnir vildu
ekki fallast á þær. Rikisstjórnin
taldi þá ekki rétt að leggja þær
fyrir þingið, heldur flutti for-
sætisráöherra tillögu um, að
Alþingi kysi nefnd sjö þingmanna
til þess að gera tillögur um
neyðarráðstafanir vegna eldgoss-
ins i Heimaey og um fjáröflun
þeirra vegna. Tillögur hennar
skyldu miöaðar við það, ,,að
búsifjar af völdum náttúruham-
faranna séu bornar af þjóðinni
allri sameiginlega.” Þá fólst I til-
lögunni heimild til rikisstjórnar-
innar um að taka bráðabirgðalán
i Seðlabanka Islands að fjárhæð
allt að 500 milljónir króna til þess
að standa undir kostnaði, sem
þegar er áfallinn, og margvisleg-
um ráðstöfunum, sem ekki
verður komizt hjá að gera án taf-
ar. Bráðabirgðalán þetta endur-
greiðist af væntanlegri fjáröflun
samkvæmt ákvöröun Alþingis.
Forsætisráðherra lagði þessa
tillögu fram á Alþingi siðastl.
mánudag. Full samstaða náðist
um hana og var samþykkt
samdægurs. Þingmannanefndin
var kjörin sama dag og hefur hún
unnið kappsamiega siöan undir
forustu Eysteins Jónssonar.
Stefnt er að þvi, að hún ljúki
störfum sem fyrst, enda er svo
fyrirmælt i ályktun Alþingis.
Flokkssjónarmið
sett ofar
þjóðarhagsmunum
Af hálfu rikisstjórnarinnar og
flokka hennar hefur verið kapp-
kostað að halda svo á þessu máli,
að það leiddi ekki til flokkadeilna.
1 samræmi við það hætti rikis-
stjórnin við að leggja tillögur
sinar fyrir Alþingi, þegar ekki
náðist um þær samkomulag,
heldur visaði þeim til þing-
mannanefndarinnar.
Þvi miður halda stjórnarand-
stööublööin ekki á málum á sama
hátt. Þau hófu strax að birta
meira og minna hrafl úr óbirtum
tillögum rikisstjórnarinnar, og
ráðast á hana fyrir það, að hún
blandaði saman viðlagasjóði
vegna Vestmannaeyja annars
vegar og almennum efnahags-
ráðstöfunum hins vegar. Eins og
áður er rakið, er vandinn, sem
hlýzt af Heimaeyjargosinu,
tviþættur, þ.e. vandi Vestmanna-
eyinga og vandi þjóðarbúsins,
sökum lokunar stærstu verstöðv-
arinnar. Það voru eðlileg vinnu-
brögð, að rikisstjórnin reyndi að
fá samstöðu um lausn beggja
þessara vandamála samtimis.
Stjórnarandstöðublöðin máttu
hins vegar ekki heyra þetta nefnt.
Skýringin er sú, að þeir töldu það
auka erfiðleika rikisstjórnarinn-
ar, ef vandi þjóðarbúsins væri
látinn óleystur. Ollu óhugnan-
legra dæmi er erfitt að finna um
það á örlagatimum, að flokks-
hagsmunir séu settir ofar
heildarhagsmunum, en þessa af-
stöðu stjórnarandstöðublaðanna.
Rógur Vísis
En með þessu var ekki allt búið.
Næst þessu byrjuðu stjórnarand-
stöðublöðin að ala kappsamlega á
þvi, að rikisstjórnin hefði af
annarlegum ástæðum hafnað að-
stoð, sem varnarliðið hefði boðið,
og jafnframt ætlaði hún af annar-
legum ástæðum að hafna boöum
um aðstoö frá öðrum þjóðum, og
þó einkum frá Bandarikjunum,
Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi.
Þannig sagði á þessa leið i for-
ustugrein Visis 27. þ.m.
„Mörgum finnst, aö rikisstjórn-
in hafi tekiö of kuldalega i ákaf-
lega vinsamlegar yfirlýsingar
ýmissa rikisstjórna um aöstoð
vegna náttúruhamfaranna i Vest-
mannaeyjum.... Annaö undar-
legt mál eru tilraunirnar til að
halda varnarliðinu á Keflavikur-
flugvelli utan viö aðgerðirnar i
Vestmannaeyjum.... Það er
vegna annarlegra sjónarmiða, aö
varnarliöið má helzt ekki taka
þátt i björgunaraðgerðum, og það
er vegna sömu annarlegu
sjónarmiöa, að Bandarikjastjórn
má ekki veita fjárhagslega aðstoð
vegna eldgossins i Vestmanna-
eyjum. A þessum annarlegu
sjónarmiðum ber rikisstjórnin
fulla ábyrgð”.
Vlsir lét hér ekki numiö staöar,
heldur endurtók þessar full-
yröingar i forustugrein sinni 29.
janúar:
„Enn er ótalin aðstoð, sem
staðið hefur til boöa, en aðeins
veriðþegin I litlum mæli. Varnar-
liðið á Keflavikurvelli hefur haft
til taks þyrlur, flugvélar og mik-
inn annan búnað, auk velþjálf-
aðra björgunarsveita. Þetta var
aðeins notað fyrstu nóttina, en
siðan hefur varnarliðinu að mestu
verið haldið utan við aðgeröir”.
Rógur Mbl.
Mbl. vildi bersýnilega ekki vera
eftirbátur Visis I þessari rógsiðju.
Ritstjórarnir fóru sér hins vegar
aðeins gætilegar i fyrstu en rit-
stjóri Visis, en létu fréttaritara
sinn i Eyjum, Arna Johnsen, taka
þeim mun meira upp i sig. Hann
endurtók ekki aðeins Visisróginn,
heldur bætti við þungum ádeilum
á framgöngu viðkomandi stjórn-
valda i sambandi við aðgerðir i
málefnum Vestmannaeyja og
Vestmannaeyinga. Hinn 30. jan.
birtir Mbl. langa grein eftir hann
undirfimm-dálkaðri svohljóðandi
fyrirsögn:
„Allt fer i athugun, athugun, at-
hugun — á meðan brenna hús i
Eyjum og búslóðir skemmast”.
Greinin hefst svo á þessa leið:
„Sinnuleysi islenzkra stjórn-
valda og lognmolla i nauðsynleg-
um skjótum aðgeröum vegna eld-
gossins i Heimaey hefur sannað
Vestmannaeyingum enn einu
sinni, að aldrei skyldu þeir
treysta öðru en eigin frum-
kvæði.”
í framhaldi greinarinnar er svo
öfluglega tekiö undir Visisróginn.
Þar segir m.a.:
„A sama tima og leyfi Eyja-
skeggja til þess að leggja hönd á
plóginn og snúa heim og lita eftir
eignum og hjálpa til er ekki sinnt
nema mjög takmarkað, er boð
varnarliðsins á Keflavikurflug-
velli um aðstoð sniðgengið eins og
hægt er. Þyrla frá varnarliöinu
var jú nógu góð til þess að flytja
sauðkindur Eyjaskeggja til lands.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja
hafði ekki i gær fengið að vita
hvert tilboð Bandarikjastjórnar,
væri. Rikisstjórnin liggur á þvi.
En heyrzt hefur, að það nemi
milljörðum króna, þó aö minna
mætti gagn gera.”
Róginum
haldið áfram
1 umræðum, sem urðu á Alþingi
um Vestmannaeyjamálin siðastl.
mánudag, hrakti forsætisráð-
herra Itarlega þann rógburð, að
rikisstjórnin hefði snúizt illa við
boðum frá öðrum rikjum um að-
stoð. Allt slikt hefðu verið sér-
staklega þakkað og lýst yfir þvi,
að ísland myndi meta allt slikt að
veröleikum. Á sama hátt hefði
verið tekið þakksamlega þeirri
aðstoð, sem stjórnendur varnar-
liðsins hefðu boðið, en það hefði
svo verið ákveðið af stjórnendum
almannavarna, hvernig sú aðstoð
væri nýtt. Rikisstjórnin hafi þar
hvergi nærri komið. Þetta hafa
stjórnendur almannavarna siðan
áréttað, jafnhliða þvi, sem þeir
telja sig hafa nýtt aðstoð varnar-
liðsins eins vel og kostur var á.
Vafalitið er það einsdæmi i of-
stæki og blindri stjórnarandstöðu,
þegar stjórnarandstöðublöð hefja
þann lygaáróður undir hinum
sérstöku kringumstæðum, sem
hér er nú, að rikisstjórnin hafi
hafnað eða ætlað að hafna hjálp,
sem erlendir aðilar byðu Vest-
mannaeyingum. Og þrátt fyrir
mótmæli stjórnenda almanna-
varna og annarra viðkomandi
aöila, er það bersýnilega ætlun
Mbl. aðhalda þessum rógi áfram.
Daginn efir að mál þessi voru
rædd á þingi eða sfðastl. þriðju-
dag (30. jan.) lýkur forustugrein
Mbl. á þessa leið:
„1 umræðunum i gær báru ráö-
herrarnir á móti þvi, að hlifzt
hefði verið við aö þiggja alla þá
hjálp, sem varnarliðið gæti látið
af höndum rakna. Þær yfirlýsing-
ar eins og margar aðrar af stjórn-
arinnar hálfu tekur almenningur
nú orðiö með öllum fyrirvara.”
Unnið gegn
erlendri aðstoð
Jafnhliöa þvi, sem stjórnarand-
stööublööin hafa þótzt vilja sem
mesta erlenda hjálp, hafa þau
rekiö annan áróður, sem vinnur
meira gegn erlendri aöstoð en
nokkuð annað. Þau hafa lagt sem
mest kapp á þær fullyröingar, að
fjárhagstjóniö af völdum Heima-
eyjargossins muni ekki verða
mikið og stórum minr.a en rikis-
stjórnin vilji vera láta. Vitanlega
verða slik skrif og fullyrðingar
Framhald á bls. 39