Tíminn - 04.02.1973, Qupperneq 33
Sunnudagur 4. febrúar 1973.
TÍMINN
33
Eins og flestum er
kunnugt hafa verið samin
tvö meiri háttar poppverk
um Jesú, serp bæði hafa
komið út á hljómplötu og
verið færð i leikbúning, og
hvort um sig hlotið skín-
andi viðtökur. Hér er að
sjálfsögðu átt við söngleik-
ina „Jesus Christ Super-
star" og „Godspell". Þá
kynni margur að spyrja,
hvað væri þá nærtækara en
að gera kvikmynd um
Jesú, þarsem tónlistin væri
af „country"-taginu (það
vefst fyrirað finna íslenzkt
orð yfir þessa tegund tón-
listar, en ef til vill nær
„þjóðlagatónlist" því einna
helzt). Það var einmitt
þetta, sem „country"-
söngvarinn Johnny Cash
hafði í huga, er hann fór
ásamt fjölskyldu sinni og
kvikmyndatöku liði til
Israel í fyrra, í því skyni að
festa sinar eigin hug-
myndir um líf Jesú á filmu.
Árangurinn af þessari hug-
mynd hans er myndin
„Gospel Road" ( („Á vegi
guðspjallanna"), óvenju-
leg samblanda af
persónulegri trú og fag-
mennsku. Hefjast sýningar
á myndinni í Banda-
ríkjunum í næsta mánuði
(á vegum Twentieth
Century Fox).
Og hvað hefur þá aðalfrum-
kvöðullinn og framleiðandinn
Johnny Cash að segja um
myndina?
— Það er nóg gert af kvik-
myndum i dag, sem helgaðar eru
djöflinum. Mér fannst ég beinlinis
neyddur til að gera eina um Jesú.
Aðalmarkmið okkar var að sýna
Jesú sem mannlega veru, sem
hægt væri að nálgast og snerta.
„Gospel Road” fylgir heimild-
um Bibliunnar ekki ýkja mikið.
Að undanteknum postulunum 12
HUN ER STOLT
LÍFS MÍNS
SEAA LISTAMANNS
og nokkrum smáhlutverkum eru
öll hlutverkin i höndum f jölskyldu
Cash. Kona hans, söngkonan June
Carter, leikur Mariu Magdalenu.
Systir Cash, Reba Hancock,
leikur Mariu mey, og tónlistar-
ráðgjafi Cash, Larry Lee, leikur
Jóhannes skirara. Erfiðara
reyndist að skipa i hlutverk Jesú.
Cash hafði hugsaö sér að sýna
aðeins hendur og fætur Jesú, og
haföi þá i huga limi leikstjóra
myndarinnar, Roberts Elfstrom,
en June Carter kveður hann hafa
„fallegustu fætur i öllum Banda-
rikjunum”. En nóttina áður en
myndataka átti að hefjast,
ákváðu Cash og aðstoðarmenn
hans, aö hafa Jesú i fullu gervi, og
fyrrnefndur Elfstrom fékk hlut-
verkið. Sjálfur segir Cash: „Ég
hugsaði sem svo, að okkar hug-
myndir um það, hvernig Jesú ætti
að lita út, væru eins góðar og
hverjar aðrar”. Þess skal getið
að ég stóð sjálfur að öllum
kostnaði við gerö myndarinnar,
en hann var upp á einar 50
milljónir króna (isl.):
Nær engar samræður eru i
myndinni, og jafnhliða gangi
handritsins um ævi Krists gerir
Cash ýmis „trick” og bregður
upp hinum óliklegustu „senum”.
Leikstjóranum Elfstrom tekst að
sögn oft að ná fram stórkost-
legum áhrifum, og leikarinn
Elfstróm sýnir okkur hávaxinn,
ljóshærðan og tötralegan Jesú.
Hrifandi atriði koma fram, eins
og þegar Jesú röltir með strönd
fram með hóp af ærsla fullum
unglingum og einnig, er Hann
situr að Hinni siðustu kvöldmáltið
ásamt postulum sinum. A stöku
staðeru atriöin ögn þunglamaleg,
eins og þegar fallegt og hákristi-
legt atriði við ána Jórdan er rofið
af kurrandi dúfu, sem á að tákna
Heilagan anda og kemur og sezt á
öxl Jesú. En Krossfestingin er
sýnd á afar áhrifamikinn og
raunsæan hátt. Jesú hangir á
krossinum og i baksýn gnæfa ógn-
þrungir skýjakljúfar New York,
Las Vegas og Los Angeles.
Heiðarleiki
Hinn eiginlegi kraftur myndar-
innar liggur i þvi, hvernig
myndavélinni er jafnhliða beint
að hinu hrikalega landslagi
ísrael, i frumlegri tónlist og i
hinum augljósa, trúarlega
heiöarleika Cash sjálfs. Eins og
flestir þjóðlagasöngvarar er Cash
mjög tortrygginn gagnvart
borgarlifinu, sem er ein ástæðan
til þess, að hann kaus að taka
myndina utan við Jerúsalem.
„Okkur langaði að ganga, þar
sem hann gekk, reyna að
skynja tilfinningar hans gagn
vart fjöllunum og vöntunum”,
segir Cash til útskýringar.
Myndin sýnir Jesú sem meiri
einstaklingshyggjumann en
Biblian vill vera láta. En Hann er
alveg i samræmi við einmana-
leika þjóðlagatónlistarinnar. I
titillaginu „Gospel Road” hefur
Cash sett saman nokkur guð-
spjallalög eða sálma, sem hljóta
að eiga eftir aö verða sigildir. I
öðrum lögum myndarinnar, eins
og Byrði Frelsisins (Burden of.
Freedom) eftir þjóölagasöngvar-
ann fræga Kris Kristofferson, og i
Siðasta kvöldmáltiðinni (Last
Supper — Have a little bread
Simon/Give a little wine to
James) sýnir Cash mjög greini-
lega heimþrá og heimakærleika
hinna dæmigerðun mótmælenda i
suðurrikjum Bandarikjanna, sem
alltaf hafa litiö á Jesú sem eins
konar guðlegan stóra bróður.
Cash geröi fjölda af sjónvarps-
þáttum til að standa undir
kostnaði við myndina. En
persónutöfrar hans og augljós
■ . ■ :
Johmiy Cash i ísrael. „Með GOSPEL ROAl) öðlast lif mitt á þessari
jörð tilgang”.
einlægni ættu að gera myndina
afar vinsæla, ekki sizt meðal
„Jesú-fólksins”. Þótt Cash sé
sannur og ákafur trúmaður
hinnar evangelisku kristni, mun
hann fremur lita á myndina sem
sina túlkun á persónulegri skoðun
sinni, fremur en vatn á myllu trú-
Tilboð óskast í
Rambler American, árgerö 1967i núverandi ástandi eftir
árekstur.
Bifreiðin verður til sýnis hjá Vöku h.f., Stórhöfða 3,
Reykjavik á mánudag og þriðjudag n.k. frá kl. 9-17.
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga, Tjónadeild,
fyrir kl. 17 á þriðjudag 6. febrúar 1973.
Vetrarmaður
óskast strax á býli i Norðurárdal i Borgarfirði.
Upplýsingar i sima 19958 Reykjavik-
boðsins. Sjálfur segir hann: —
„Jesú hefur verið mér og
fjölskyldu minni mikilvægastur
af öllu siðastliðin 6 ár. Og þessi
mynd er stolt lifs mins sem lista-
manns. Með henni öðlast lif mitt á
þessari jörð tilgang”.
—Stp
Akureyringar
gefa á
sunnudaginn
A morgun munu æskulýðsfélag-
ar á Akureyri standa vaktir i öll-
um guðsþjónustustöðum bæjarins
frá klukkan eitt til sjö s.d. og taka
á móti gjöfum i Vestmannaeyja-
söfnunina. Það verða þvi staðn
ar vaktir i Akureyrarkirkju,
Minjasafnskirkjunni og gamla
barnaskólahúsinu i Glerárhverfi.
Geta Akureyringar þvi komið
með gjafir sinar, hver til þess
guðshúss, sem næst þeim er, eftir
þvi sem hverjum og einum hentar
bezt.
SINNUM
LENGRI LÝSING
2500 klukkustunda lýsing
við eðlilegar aðstæður
(Einu venjulegu perurnar
framleiddar fyrir svo
langan lýsingartima)
NORSK ÚRVALS
HÖNNUN
Heildsala Smásala
Einar Farestveit & Co Hf
Bergstaðastr. 10A Slmi 16995
Leikstjóri „Gospel Road”, Robert Elfstrom, að störfum i ísrael. Hann fer einnig með hlutverk Jesú.