Tíminn - 04.02.1973, Blaðsíða 40
Tíminn er 40 síður
alla laugardaga og
sunnudaga.—
Áskriftarsíminn er
1-23-23
Beinavinnsla
hafin í Vest-
mannaeyjum
Talsvert öskufall hefur verið i
Vestmannaeyjum annað veifið,
og i gær var enn allmikið öskugos,
en vindur stóð þá ekki á bæinn,
svo að það kom ekki að sök.
Vinnsla er nú hafin i Fiski-
mjölsverksmiðjunni, er farið að
mala þar bein, sem fyrir höfðu
safnazt áður en gosið hófst. Að
þessu vinna starfsmenn verk-
smiðjunnar, sem dvalizt hafa i
Vestmannaeyjum að undanförnu.
Sýnir þetta kjark og áræði þeirra
manna, sem hafa einsett sér að
koma atvinnurekstri af stað i Eyj-
um jafnskjótt og þess er nokkur
kostur.
Viðræður
við fulltrúa
Noregs og
Svíþjóðar
I fyrradag hófust viðræður is-
lenzk-a stjórnvalda og fulltrúa frá
Noregi og Sviþjóð um það, hversu
haga skuli hjálp þeirri, sem rikis-
stjórnir þessara landa buðu; ís-
lendingum vegna náttúruhamfar-
anna i Vestmannaeyjum, og þess
tjóns, sem þjóðin verður fyrir
vegna þeirra.
Meðal annars var rætt um hin
verksmiðjusmiðuðu hús, sem til
boða standa og reisa má fyrir-
varalitið, sem og aðra aðstoð,
sem til greina kemur, að
rikisátjórnir þessara landa geti
látið i té.
Þessum viðræðum verður hald-
iðáfram, segir i fréttatilkynningu
frá utanrikisráðuneytinu.
Öskufall í Rángárþingi:
KOLSVORT OG FINGERÐ
er allt í
Þau eiga heima austur á Hvols-
velli, og það er Hörður Helgson,
forstjóri blikksmiðjunnar Sörla,
sem á þessi fallegu dýr, sem
harla oft skemmta sér við að
kankast á. Tikin heitir Mollý, en
kisa var i snatri skirð Mjallhvit,
þegar ljósmyndari krafði hana
um nafnskirteini. Nafnnúmer þó
enn óskráð, enda aldur ekki svo
hár, að það verði af henni heimt-
að.
Hér þreyta þau venjulegan leik
sinn. Kisa hefur ieitað vigis á út-
saumaðri stólsetunni, en Mollý er
niðri á gófi, enda er hún svo mik-
ils vaxtar, aö ekki hæfir annað en
aðstöðumunur sé nokkur, þegar
þau eignast við. Allt er þetta þó i
góðu eins og sjá má, og stundum
veltir kisan sér á hrygginn og lof-
ar tikinni að gantast við sig með
löppinni.
Þau rifast sem sé ekki eins og
hundur og köttur.
Timamynd: GE.
Þetta
SEAA
KJ—Reykjavik
Nokkuð öskufall hefur veriö i
Rangárvallasýslu, frá þvi gosið i
Heimaey hófst, og er askan kol-
svört og mjög fingerð. A fimmtu-
daginn fengu oddvitar i sýslunni
skeytifrá dýralækninum á Hellu,
og voru oddvitar beðnir að koma
þvi á framfæri við bændur, að
þeir hýstu allan fénað yröi
frekara öskufall.
Barn festist
undir mið-
stöðvarofni
Stp—Reykjavik
Lögreglan var tilkvödd vegna
óvenjulegs atviks uppi i Arbæjar-
hverfi á föstudagskvöld s.l., alla-
vega sagðist lögregluþjónninn,
sem kvaddur var til, ekki hafa
lent i sliku á 30 ára starfsferli sin-
um. Málið var annars þannig
vaxið, 2 ára gamalt barn, sem
verið hafði að leika sér á gólfinu,
l'estir höfuðið undir miðstöðvar-
ofni, þ.e. milli neöri brúnar ofns-
ins og gólfs (með þykku
gólfteppi). Móðirin var aldeilis
ráðalaus með að losa barnið og
hringdi i ofboði á lögregluna.
En vandinn var ekki annar en
sá, að ýta aðeiris á höfuð barns-
ins niður i þykkt gólfteppiö, og
þar með var barnið laust. En
móðirin mun einhverra hluta
vegna ekki hafa áttað sig á þess-
ari augljósu og einföldu lausn.
Bariö sakaöi ekki hiö minnsta.
HVEITI
— A fimmtudaginn fékk ég
skeýti frá dýralækninum hérnar
um að segja bændum i hreppnum
að hýsa allan fénað, ef öskufallið
héldi áfram, sagði Sigurður
Tómasson oddviti á Barkar-
stöðum i Fljótshlið, i viðtali við
Timann i gær.
— Ég lét alla bændur vita um
þetta, en frá þvi skeytið kom,
hefur ekkert öskufall verið hér
svo ég viti, sagði hann enn-
fremur. Sýnishorn af öskunni,
sem hér féll, var sent að Keldum
til rannsóknar laugardaginn 27.
janúar, en ég hef ekki fengið
neinar upplýsingar um niður-
stöður rannsóknarinnar.
Mesta öskufallið varð i Fljóts-
hliðinni á miðvikudaginn, eftir að
gosiðhófst. Þá var snjór yfir öllu,
og varð allt grátt. Þegar snjórinn
þiðnaði, voru öskublettir viða á
jörðinni.
Fer hér liggur við opiö, og þótt
það sé ekki á beit, hnusar það i
jörðina, og getur öskufallið þvi
verið þvi hættulegt, og vissara að
hýsa féð, verði meira öskufall.
Askan, sem hér féll, er kolsvört
og fin, sem hveiti, sagði Sigurður
á Barkarstöðum að lokum.
— Hér hefur verið öskufall öðru
hverju frá þvi gosið i Heimaey
byrjaði, sagöi Jón Hjálmarsson
skólastjóri i Skógum undir Eyja-
fjöllum, er Timinn ræddi við hann
i gær. öskufallið hefur greinilega
sézt á bilum, og innandyra i
gluggakistum, sagði Jón enn-
fremur. Aftur á móti sagði hann
að askan hefði horfið i gras-
rótina, enda er askan, sem berst
til lands mjög fingerð. Bændur
undir Eyjafjöllum beita sauðfé
ekki, en aftur á móti ganga hross
úti eins og venjulega.
BRUÐHJON
MÁNAÐARINS
Maja var valin til þess.
Hún seildist niður í kassa
með lokuð augu, þreifaði
dálítið fyrir sér í seðlahrúg-
unni, og kom svo upp með
einnaf miðunum. Þar með
höfðu ,,brúðhjón mánaðar-
ins" verið valin.
Hér sjáum við Maju með
tölusettann miðann. Hún
hefur breitt brúðhjóna-
myndirnar úr Tímanum út
fyrir framan sig og leitar
réttu brúðhjónanna. Þau
reyndust búsett í Reykja-
vík. Við heyrum fra' þeim
seinna.