Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 10. marz 1973 Viljum ráða viðskiptafræ nú þegar eða í vor. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Raunvísindastofnun Háskóla ns vill ráða stúlku til að annast simavörzlu og vélritun. Enskukunnátta nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri. störf sendist Raunvisindastofnun Háskólans, Dunhaga 3 eigi siðar en 15. marz, 1973. 1 Bæjarlögmaður Ný staða bæjarlögmanns hjá Hafnar- fjarðarbæ er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 28. launaflokki starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknarfrestur er til 2. april n.k. Bæjarstjóri. Jarðeldar og þjóðhátíð Að islenzku þjóðinni sækja nú margs konar erfiðleikar. Einn af þeim eru jarðeldarnir i Vestmannaeyjum, þar sem yfir fimm þúsundir manna misstu heimili sin. Ég kom til Eyjanna fyrir nokkrum árum að sumri til og sá þessa fögru byggð i sumar- skrúði. Þar kom ég i mörg fögur og smekkleg heimili, en nú eru sum þeirra i rústum. Sjóslys hafa orðið nýlega og dugmiklir sjómenn horfið i hafið. Óvenjulegir erlendir atburðir i gengismálum hafa valdið þjóð- inni erfiðleikum. — Allt þetta hefur gerzt á stuttum tima á þessu nýbyrjaða ári. Fyrir tveimur árum var ákveðið að halda hér þjóðhátið i tilefni af 1100 ára afmæli íslands- byggðar 1974. Sérstök nefnd var kjörin tii að sjá um hana. Nefndin gerði ráð fyrir miklum kostnaði við þessi hátiðahöld, og eitthvað eru skiptar skoðanir um tillögur hennar. Einkum má þar nefna hátiðahöld á Þingvöllum fyrir allt landið með ærnum kostnaði. Ég er einn af þeim, sem þef ótrú á þvi hátiðahaldi, með hliðsjón af fjöldasamkomum t.d. i Reykjavik á þjóðhátiðardaginn á undan- förnum árum, ,,Fylliriis”-hátið á ekki heima á helgistað þjóðarinn- ar. Nú er verið að safna stórgjöfum handa okkur erlendis vegna jarðeldanna og öllum þeim ömur- legu aflciðingum, sem af þeim hljótast. Er þá viðeigandi að við efnum til dýrra hátiðahalda eftir eitt ár? Gæti það ekki litið ein- kennilega út i augum vinaþjóða okkar? En hvernig á þá að minnast þessa afmælis? Min tillaga er sú, að þess eigi að minnast i héruðum á þjóðhátiðardaginn ásamt 30 ára afmælis lýðveldisins. Hvert hérað ersjálfráttum.hve miklu það vill verja i þessu skyni. Rikið hefði engan kostnað af þeim hátiða- höldum. Eðlilegt er, að þessi hátiðahöld yrðu veglegust i Reykjavik, enda var Ingólfur þar landnámsmaður. Meðan við þiggjum ölmusu frá vinaþjóðum okkar, getum við tæplega verið þekkt fyrir að verja stórfé til hátiðahalda. Ekki sizt þegar rikisreksturinn á við mikla erfiðleika að striða. Stundum getur verið gott fyrir ráðandi menn áð heyra raddir úr hópnum. Ég legg til að þjóðhátið- arnefnd og rikisstjórn taki þetta mál á ný til endurskoðunar með tilliti til þeirra erfiðleika, sem við okkur blasa. Og þá er nafnið á nýja fjallinu. Mér lýst bezt á Eyjafell. Það er þá nefnt eftir byggðinni i styttri mynd og fellur vel við nafnið á Helgafelli. Má ekki búast við úr- skurði nýyrðanefndar — eða hvað hún heitir — bráðlega i þessu efni? Sýnum það nú einu sinni i verki, að við kunnum að haga okkur eftir aðstæðum. Látum heldur fjármuni, sem fyrirhugaðir voru i hátiðahald á næsta ári ganga til þeirra, sem misst hafa eignir sinar i Vestmannaeyjum. Eiríkur Sigurðsson. góö og ódýr BRAUÐGRILL heitt brauö og brauðréttir búnir til á svipstundu Opið laugardaga kl. 9—12 Rafhornið ÁRMÚLA 7 — SÍMI 84450 Auglýsing Atvinnueflingarsjóður Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til sérstakra rannsókna og athugana i nýjum greinum atvinnurekstrar i Kópavogi. Nánari upplýsingar verða veittar hjá formanni sjóðsins Álfhólsvegi 5, Kópavogi, simi 41570. Umsóknarfrestur til 1. júni 1973. Stjórn Atvinnueflingarsjóðs Kópavogs. hit< 'tfr i-A & \v é i. :f Aðstoðarlæknar Stöður tveggja aðstoðarlækna við skurðlækningadeild Borgarspítalans eru lausar til umsóknar. Stööurnar veitast frá 1. april 1973 til allt að 12 mánaða, eftir samkomulagi. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavikurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 27. marz n.k. Upplýsingar um stöðurnar veitir yfirlæknir deildar- Reykjavik, 7. marz 1973. Ileilbrigðismálaráð Iteykjavikurborgar. $ ki tl A'-ð & ■<r> y v >.A 'WZii Bílaskoðun stilling Skúlagötu 32 Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Látið stilla í tíma Fljót og örugg þjónusta S IKFÚ | „Hve mikið mundi visitalan lækka, ef verð á brennivini yrði lækkaö niöur i 100 kr. flaskan. Væri slik lækkun ef til vill ódýr leið fyrir rikissjóö til að hindra hækkun visitölu eins og útreikningi hennar er nú háttað?” Kristinn Björnsson, sálfræðingur. Stóragerði 36 Hrólfur Ástvaidsson hag- fræðingur hjá Hagstofu Is- lands svarar: „Kaupgjaldsvisitalan lækkaði um rúmlega 2.8 stig, ef verð á islenzku brennivini yröi lækkað i 100 kr. hver flaska og verö á öðru áfengi lækkaði samsvarandi. Slikar aðgerðir væru þó ekki ódýr leið til að hindra hækkun visitölu, það væri auðveldara að gera það með þvi að lækka flestar aðrgr vörur, t.d. meö þvi að greiða niður land- búnaðarvörur. Rikisstjórnin væri varla stöðugt að hækka áfengi i fjáröflunarskyni, ef hagkvæm leið til að halda visitölunni niðri væri aö lækka verð á áfengi.” Trygging bifreiöa og bif- reiöahluta á verkstæöum ,,Um daginn setti ég bil á verkstæöi, en meðan hann var þar inni þurfti ég að fara meö minni háttar hlut úr bilnum á annað verkstæði til viðgerðar. Reikningurinn fyrir viögerð á hlutnum var fremur lágur, en það vakti athygli mina, að á honum var krafizt gjalds fyrir tryggingu. Þarf að greiða tryggingu, þegar bifreiöin sjálf er ekki á verkstæðinu til viðgerðar?” Guðmundur JÓnsson, bifreiðarstjóri. Stórholti 25 Jónas Steinarsson hjá Bil- greinasambandinu fékk þær upplýsingar hjá tveim stórum bifreiðaverkstæðum, að ekki tiðkaðist að greiða tryggingu, þegar minni háttar hlutir úr bifreiðum væru þar til við- gerðar. Hins vegar greiðist brunatrygging, þegar bill er á verkstæði til viðgeröar og stundum rúðutrygging, t.d. þegar skipt er um rúður i bifreiöum. Jónas kvaðst ekki kannast við, að viöskipavinum verkstæða bæri að greiða tryggingu þá, sem bréfritari getur um. Súperstar og Einar Ben. ,,Mig langar til að spyrja þá Leikfélagsmenn, og þá Vigdisi Finnbogadóttur leikhússtjóra Leikfélags Reykjavikur, hvort þau telji það úrelt, sem Einar Benediktsson kvað, að „orö væru á islenzku til um allt, sem er hugsað á jörðu.” Til- efnið er nafngiftin Súperstar á leikriti, sem Leikfélagið sýnir nú. Mér finnst islenzkunni nóg misþyrmt.þótt þessu sé sleppt og tel, að mállið eigi orð yfir það, sem háfleygara er en þetta leikrit.” Kristin Sigurðardóttir Reykjavik. Vigdis Finnbogadóttir, leikhússtjóri svarar: „Súperstar er alþjóðlegt heiti á leikritinu og óþýðan- legt. Leikritið er alþjóðlegt, alveg eins og sagan, og þvi er nafið látið fylgja þvi einnig hér, en lagað áð islenzkunni, skrifað með úi og borið fram upp á islenzku. Þannig hefur veriö farið með fleiri alþjóðaorð, eins og t.d. orðið jeppi fyrir „Jeep” á ensku. Aöalheiti leikritsins hér er hinsvegar Jesús Guð Dýrlingur, en Súperstar fylgir með, sem eins konar vöru- merki, enda hefur það nafn verið notað um allan heim. Mikið var rætt um nafngiftina fyrir frumsýningu, og hætt var við að hafa stjörnu i nafninu, enda hefur það orð aðra merkinu á islenzku en á við i þessu tilfelli.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.