Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 8
Við Fifuhvammsveg ofarlega, örskammt frá garðlöndum Kópavogs- búa, stendur vinalegt einbýlishús. Það heitir Bakki. Meðal íbúa þessa húss eru ung hjón, Jón Búi Guðlaugsson og Jóna Kristbjörnsdóttir. Það voru þau, sem höfðu heppnina meðsér, siðast þegar dregið var um brúðhjón mánaðarins hjá Tímanum, og verða u f 1 ■ Á 1 $ ' Ungu hjónin halda á útvarpstækinu, sem þau völdu sér. Tímamyndir Róbert. en þó er langt frá þvi, að ég sé einn um það. Nokkrir góðkunn- ingjar minir, sem eru á likum aldri og ég, eru kvæntir. Þó er það ekki hár hundraðshluti nemenda, sem gengið hefur i hjónaband. — Hefur þú ráðið það við þig, hvað þú ætlar að leggja stund á, þegar þú verður búinn með menntaskólann? — Nei, ég hef ekki ákveðið neitt um það, enda tel ég það ekki timabært, þar sem ég á enn eitt ár eftir i menntaskólanum. — Hefur þú, Jóna, lika verið i menntaskólanum, — eða hvernig fóruð þið að þvi að kynnast? — Nei, i menntaskólanum hef ég aldrei verið, én aftur á móti Okkur datt ekki slík vorum við bæði i gagnfræðaskóla, og kynntumst þar. — Eruð þið búin að þekkjast lengi? — Það er eitthvað nálægt fjór- um árum. — En það er kannski ekki svo langt sfðan þið voruð ákveðin i þessu, að ganga i hjónaband? — Nei, nei, langt i frá. Það er komið dálitið á annað ár siðan við opinberuðum trúlofun okkar, og það var upp úr þvi, sem við hófum búskap við Laugaveginn, eins og ég var að segja áðan. — En hvað um þetta hús hér? Ekki búið þið i eigin húsnæði? — NeL Við búum hjá föður min- um. — Það er Jón, sem þetta seg- ir. Valið er ákveðið — Nú ætlar Timinn að gefa ykk- ur brúðargjöf . Hvað hafið þið i hyggju að velja ykkur? — Við ætlum að velja okkur hillur i ibúðina, svokallað pira-sett. Það er þannig gert, að hægt er að bæta við það eftir vild, og þar að auki má hafa það hvar i ibúðinni sem vera skal. Það er ekki nauðsynlegt, að það standi upp við vegg, og þar sem búast má við þvi, að við þurfum að skipta nokkuð oft um bústað, áður en við getum keypt okkur ibúð, þá er nauðsynlegt, að húsgögnin séu þannig úr garði gerð, að ekki þurfi að negla þau i veggi. — Þetta á auðvitað að fara und- ir bækur? — Já, bæði bækur og ýmislegt annað. Til dæmis langar okkur að hafa eina stóra hillu fyrir sjón- þau nú leidd hér fram fyrir lesendur. Ekkert einsdæmi Það var milt veður með hægri vetrarrigningu, þegar ljósmynd- ari og blaðamaður sóttu ungu hjónin heim fyrir fáum dögum, og islenzk gestrisni ljómaði á andlit- um þeirra, þegar þau buðu okkur i bæinn. Af eðlilegum ástæðum var fyrst spurt um þann atburð, sem var tilefni heimsóknarinnar: — Hvenær genguð þið i hjóna- bandið? — Það var 30. desember siðast liðinn. Við vorum gefin saman i Laugarnesskirkju, og það var séra Garðar Svavarsson, sem framkvæmdi athöfnina. — Voruð þið búin að búa saman, áður en þið giftust? — Já. Við byrjuðum búskap við Laugaveginn fyrir rúmu ári. — Hvaða vinnu stundar þú, Jón? — Ég er menntaskólanemi. — En frúin? — Ég vinn hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. — Hvað gerirðu þar? — Ég vinn i vélabókhaldinu. — Er það gaman? — Já, það er ágætt. — Er þetta algengt, Jón, að menntaskólanemar á þinum aldri gangi i hjónaband? — Nei, algengt er það nú ekki, Settur upp hringurinn frá Halldóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.