Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 10. marz 1973 á sllku — og það ókeypis. — Hvernig þótti ykkur kaupstaðarferðin — eins og búða- ráp heitir á máli okkar, sveita- karlanna? — Það var ákaflega gaman að ganga um og verzla. Verðmæti gjafanna jafngildir alveg heils mánaðar launum hjá Jónu. Satt að segja erum við bæði undrandi og hrifin af þeim höfðingsskap, sem okkur hefur verið sýndur, og við biðjum fyrir kærar kveðjur og þakkir til þeirra, sem að þessu hafa staðið. Þetta hefur verið ógleymanlegur dagur. Að svo mæltu yfirgefum við ungu hjónin, þar sem þau sitja við matborð sitt á Loftleiðahótelinu. Vissulega eru þau ung að árum. Þau eru jafngömul, bæði nitján ára. Bæði hafa þau hlotið uppeldi sitt hér i þéttbýlinu. Hann fæddist og ólst upp i Kópavogi, hún i Reykjavik, en niu ára að aldri fluttist hún i Kópavog. Enn er of snemmt að spá neinu um það, hvar þau muni hasla sér völl i framtiðinni, utan það, sem ráða má af námsvali hans. En ósk okkar er sú, að sólin megi jafnan á þau skina, hvar sem heimili þeirra á eftir að standa, og hver sem störf þeirra kunna að verða. -VS. an við gengum i það heilaga. Ljósmyndastofurnar senda blööunum myndir af brúðhjónum, við áttum ekki neinn hlut að þvi, þótt okkur væri að visu kunnugt um þann hátt dagblaðsins Timans að láta draga um brúðhjón mán- aðarins og gefa svo þeim heppnu rausnarlega brúöargjöf . En þaö hafði aldrei hvaflað að okkur, aö slikt happ myndi falla okkur i skaut. — Þið hafið auðvitað orðið harla glöð, þegar ykkur barst fréttin? — Nærri má nú geta! Já, hvort þaö var. — Voruð þið lengi að hugsa ykk- ur um, hvað þið vilduð kaupa? — Nei, ekki svo mjög. — Greindi ykkur ekki á um val- ið? — Nei, nei. Við vorum strax sammála. — Ágætt — það var góð byrjun. Ykkur kemur kannski vel saman, svona yfirleitt? til kvöldverðar, en hann skyldi snæða að Hótel Loftleiðum. Að Hótel Loftleiðum Allir dagar eiga kvöld, og þessi lika. Við erum búin að fylgjast með ungu hjónunum, þar sem þau óku á milli búða og völdu sér girnilega hluti til búsins. Og við höfum setið með þeim drjúga stund suður á Loftleiðahóteli, not- ið þar góðs matar og heyrt Brúðarmarsinn leikinn. Þá er ekki annað eftir en að leggja fyrir þau síðustu spurningarnar: — Jón! Hvernig er maturinn á Loftleiðum? — Hann er alveg ljómandi góð- ur. Við erum búin að borða hér humarkokkteil, spergilsúpu og Vinarschnitzel, auk borðvins og kaffis. Það er sannarlega ekki á hverjum degi, sem maður á kost Setiö aO snæðingi á Hótel Loftleiöum. Næst var farið til Jóns Lofts- sonar á Hringbraut 121, og þar skoðuð mörg útvarpstæki og góð. Var nú kaupstaðarferðinni iokið og ekki annað eftir en að búa sig — Já, já. Alveg ágætlega. Við höfum bæði mikinn hug á þvi að laga til i kringum okkur og að skapa okkur fallegt heimili, en fjárhagurinn setur okkur þröngar skorður enn sem komið er. Það er ekki við þvi að búast, að maður geti keypt allt sem hugurinn girn- ist, svona fyrst i stað. Auk þess er takmarkað, hvaö maður getur leyft sér mikil umsvif, þegar ekki er búið i eigin húsnæði, heldur leigt. Gengið i búðir Þegar unga frúin hafði svo mælt, var haldið af stað i bæinn til þess að kaupa brúðargjafirnar. Fyrst var farið niður á afgreiðslu Timans i Bankastræti, en þaðan til Halldórs á Skólavörðustignum, þar sem frúnni var gefinn falleg- ur hringur, einn af mörgum, sem þar eru á boðstólum. Þá var ekið inn i Brautarholt 2 og gengið um garða hjá Hús- gagnaverzlun Reykjavikur. Hér voru hillurnar valdar, og auk þess var hann Guðmundur I Hús- gagnaverzluninni svo höfðingleg- ur að gefa ungu hjónunum fall- egan skáp með glerhurðum, og var það umfram hina fyrirfram- ákveðnu brúöargjöf . Hjónin Jón Búi Guölaugsson og Jóna Kristbjörnsdóttir á heimili sinu, Bakka við Fifuhvammsveg. Hillurnar hjá Húsgagnaverzlun Reykjavikur skoöaöar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.