Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. marz 1973 TÍMINN 7 Viö megum velja okkur þjóðsögur og teikna svo myndir við. Enn fremur erum við að skreyta af- mælisútgáfu af Laxdælu, þ.e. Þorbjörg og Guðrún Svava og Hringur Jóhannesson og ég. Svona verkefni eru uppörfandi og ber að þakka alveg sérstaklega. Ekki aðeins vegna þess, að þaö býðst vinna, að einhver sjái til- gang i þvi, sem verið er að gera með svartiist, heldur held ég að það megi með teikningum auöga gildi sagna. betta sést á hinum frægu teikningum Asgrims við Þjóðsögur, og bókamyndir t.d. Gunnlaugs Schevings, Þorvaldar Skúlasonar og fleiri myndlistar- manna. Það þarf jarðveg fyrir listina, einsog blómin. Þessa sjáum við dæmi. Þorvaldur Skúlason var byrjaður aö mála abstrakt áður en hann kom til íslands i striðinu, en hann hætti þvi, vegna þess að það var ekki jarðvegur fyrir ab- straktlist. En það tókst að skapa jarðveg fyrir abstraktið. En það er ekki sama og allt sé leyst meö þvi. Absraktlistin hefur sett is- lenzka myndlist i hnút. Einn mál- ar hringi, annar örvar, tómar ör- var, annar svo skeifur og þriðji tekur eitthvaö álika element fyrir og svo er málað og málað og allt- af það sama, i nýjum og nýjum útgáfum. Svona myndlist er feig. Tilraunin er eilif. Að útiloka allt, sem ekki er innan hins þrönga hrings, er dauðadæmt og það gengur ekki til lengdar að skella hurðum á fólk, sem býður upp á nýjungar, segir Gylfi Gislason að lokum. Við erum búnir að sitja alltof lengi. A þakinu eru gluggar yfir höfðinu. Þú sérð aðeins i himin- inn. Sérö ekki dapurleg húsin, trén, eða manneskjurnar, sem brjótast eftir ófærðinni i snjónum. Okkur kemur I hug, hvort „glugg- inn” i gufuradioinu sé svona, hafi fengiö nafn af þessum gluggum, en þaö vinnst ekki timi til að spyrja meir. anda. Listin er ekki lengur frjáls á íslandi og i eilifri sköpun, hún er aðeins oliumálverk til sölu, og það er reynt að refsa þeim sem teikna, þvi þeir halda ekki leik- reglurnar. Við getum lika bent á fleira. Ég tel að jarðvegur fyrir listfari eftir þjóðfélagsástandinu, að myndlistin hafi verið i lægð siðan á striðsárunum. 1 stjórn- málunum hafa verið stöðug vand- ræði og lika i listinni. Þetta fer saman. Ef þjóð sinnir áhrifamikl- um verkefnum, þá gerir listin það sama, þvi listin er endurspeglun af þjóðlifinu.. Gömlu islenzku málararnir voru snillingar i teikningu og list þeirra var politisk: það er hægt að sanna með verkum þeirra fyrstu árin. Asgrimur var snjall teiknari, lika Gunnlaugur Schev- ing, Muggur, jafnvel Þorvaldur Skúlason og þá sýndu menn ekki aðeins oliumálverk á sýningum, heldur svartlistina lika. Nú eiga allir að sulla með lit og listin er sett á pólitiskt framfæri, eins og landbúnaðarvörur og hurðinni er skellt á nefiö á þeim, sem vilja framleiða eitthvað annað. Svo forstokkað er þetta i dag. SÚM og félagsmál Gylfi Gislason er Súm-ari. Einn þeirra er standa að frartiúr- stefnusýningunum i Gallerie Súm. og við báðum hann að segja okkur frá galleriinu. — Listin á íslandi hefur verið i öldudal. Búið var að setja alla hluti i kerfi. Lika listina og okkur var haldið utan við. Ef til vill er þetta ekki sérislenzkt fyrirbrigði. T.d. segir norski málarinn Hans Eklund i sýningarskrá Lista- hátiðar 1972...” En siðar varð nauðsynlegt að reyna nýjar brautir. Þá hófust svningar fyrir Gylfi Gislason I vinnustofu sinni á Guörúnargötu 1, Reykjavik. Gylfi er reiður ungur maöur og er einn þeirra er annast útvarpsþáttinn „glugginn”, það er að segja um sjónmennt almennt. æskufólk, en þær urðu, þvi miður, að hætta, af þvi að þær tóku að fara út fyrir takmörk listsýn- inga" (leturbr. min). Það er ein- mitt þetta. Þessi þjösnalega stefna gagnvart listinni, sem beitt hefur verið á íslandi. Við i Gallerie Súm erum búnir að halda yfir 50 listsýningar, þar sem sýnd hafa verið alls konar verk. Pólitisk list, da da ismi, allskonar popp, skúlptúr, ljóð og guð veit hvað. betta er einka- framtak okkar og hefur notið mikilsverðs stuðnings frá nokkr- um einkaaðilum, sem vert er að þakka. En það opinbera snið- gengur þessa list. Listráð kemur aldrei á sýningu i Gallerie Súm. Einstöku sinnum koma einstakir meðlimir samt, en að þeim detti i hug að eitthvað geti verið I Gall- erie Súm, sem listasafnið ætti að 'kaupa, svo þjóðin megi eignast eitthvað, er endurspegli nýja list og ferska, er af og frá. Það er reynt að skrúfa fyrir allt súrefni svo andlátið megi vera hægt og án sársauka. borgarinnar og sýningarsölum á vegum hins opinbera. Það gera FIM-mennirnir. Og þeir geta neitað mönnum um sýningarsali, ef þeir fara frammúr áðurnefnd- um takmörkum. Þessi félög eru t.d. Grafikfélagið, Mynd- höggvarafélagið, sem hélt sýn- inguna i Vestmannaeyjum i fyrra og Súm. Svo eru óformlegir hópar lika. Verkefni i svartlist Verkefni i svartlist eru fá. Þetta er sniögengin listgrein. Svartlistarmönnum er haldið ut- an FIM, eins og áður sagði. Listasafn Islands K.eypti á árun- um 1967-1970 oliumálverk fyrir kr. 2.250.000. A sama tima keyptu þeir svartlist af islenzkum svart- listarmönnum fyrir 18.900 krónur. Erlenda grafik fyrir 336.000 kr. Þetta sýnir hlýhuginn. Sala á svartlist er dræm. Það er eölilegt við núverandi aðstæður. Helzt eru þaö smáverkefni, sem við fáum. Ragnar i Smára, sá merkilegi- maður, en núna aö reyna aö styrkja þetta með þvi að láta teikna i bækur. Ég er t.d. núna ásamt Guðmundi Armanni Sigurjónssyni, Jóhanni Reykdal, Þorbjörgu Höskuldsdóttur og Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur að teikna i þjóösögur hjá forlaginu. Tökum til dæmis svartlistina. Haukur Dór Sturluson er svart- listamaöur i toppklassa. Menntaður, ferskur og flinkur. Hann var felldur þrisvar, þegar hann reyndi að fá inngöngu I FIM, félag islenzkra myndlistar- manna, en þvi er haldið lokuðu fyrir aðra en þá, sem mála, eins- og þeir i félaginu vilja láta mála. Þetta er mjög slæmt, þvi FIM fer meö öll umboð hins opinbera i myndlist, annast innkaup fyrir Listasafn Islands og senda list til útlanda, annast opinberar list- sýningar og hafa áhrif á lista- mannalaun, eða úthlutun þeirra. Fjöldi myndlistarmanna hefur sagt sig úr FIM til að mótmæla yfirganginum. Má þar nefna Jón Gunnar Arnason, Tryggva Ólafs- son, Hrein Friðfinnsson, Rósku, Magnús Tómasson og Einar Há- konarson, svo eitthvað sé nefnt. Þetta hefur orðið til þess, að listamenn hafa safnazt i „klikur” eða smáfélög. Þessi félög eru yfirleitt áhrifalaus með öllu. Þau ráða ekki yfir sýningarsölum Messa í Dómkirkjunni Séra Halldór S. Gröndal, sem sækir um annað embætti Dómkirkjuprestakalls, messar i Dómkirkjunni sunnudag 11. marz kl. 11 árdegis. Guðsþjónustunni verður útvarpaðá miðbylgjum 1412 kilo- herts, 212 metrum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar fjardnmi Höfum á boðstólum mikið úrval gardínustanga bæði úr tré og járni. Einnig nýja gerð af viðarfylltum gardínubrautum. Kappar i ýmsum breiddum, spón- lagðir eða með plastáferð í flestum viðarlíkingum. Sendum gegn póstkröfu. Gardínubrautir h/f Brautarholti 18, s. 20745 Nykur I Reykjavikurtjörn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.