Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 10. marz 1973 TÍMINN 5 Kampavín og skilnaður Það er misjafnt hvernig fólk tekur því að skilja. Hún Jean Raymond, sem var að skilja við mann sinn Paul Raymond, „stripkóng,” fagnaði þvi með þvi að skála i kampavini. Strax og skilnaðurinn var orðinn endanlegur flaug Paul Raymond til Bandaríkjanna með nýju vinkonunni sinni, Fionu Richmond, dansmær. Jean Raymond sagði við blaða- menn, að henni fyndist lífið i raun og veru vera að byrja á nýjan leik. Sagt væri, að allt væri fertugum fært, en hún væri reyndar orðin 41 árs, og gæti ekki ímyndað sér annað, en þessi málsháttur ætti jafnvel við þennan aldur. Hún sagði ennfremur, að siðustu 18 mánuðirnir hefðu verið erfiðir. Hún hefði haft áhyggjur af skilnaðinum, en nú væri þessu lokið, og allt komið i gott lag. Bæði börn hennar og vinir hafa aðstoðað hana eftir fremsta megni, og hún óttast ekki ein- lifið, sem er framundan. Jean á tvö börn, 12 ára gamlan dreng, og svo 17 ára gamla dóttur, sem dansar á skemmtistöðum i Las Vegas. Og eftir stuttan tima ætlar hún sjálf til Florida frá London, til að hvila sig. Jean var eitt sitt sjálf dansmær, en hún hefur að undanförnu samið dansana fyrir striplinga- sýningar manns sins. Hér sjáið þið svo Jean, þar sem hún skálar fyrir skilnaðinum, og svo er hér lika mynd af Paul Raymond og vinkonu hans Fionu Richmond, þegar þau voru að leggja af stað til Banda- rikjanna. Bílaeign Svía eykst stöðugt Reiknað er meö, að árið 1985 veröi aö minnsta kosti 3 milljónir 750 þúsund einkabilar á vegum úti i Sviþjóð. Til samanburðar má geta þess, að i dag eiga Sviar 2,55 milljónir einkabila. A sama tima er reiknað með að lifdagar venju- legs einkabils aukist úr 1.4 árum I 13.8 ár. 1 ár er búizt við, að 227.000 nýir bilar veröi teknir I notkun I Sviþjóð, en á árinu 1985 verði nýju bllarnir um 314.000 talsins V Aldraður faðir og ung móðir A siðasta ári var mikið um þaö skrifað I sænskum blöðum, þegar hinn sjötugi greifi, Nikita Tolstoy giftist milljónera- dótturinni Diönu Kempe. Diana er aöeins 35 ára gömul, dóttir Carls Kempe, sem er þekktur milljónamæringur I Svlþjóð. Nikita,sem er rúmlega sjötugur, er hins vegar sonarsonur rúss- neska greifans og hins heims- þekkta rithöf. Leo Tolstoys. Nú hafa þau Diana og Nikita eignazt son, sem þau hafa nefnt Daniil. sem er sama og Daniel. & Þetta barn er hreinasta guðs- gjöf, segir hinn aldni faðir, og andlit hans geislar af hamingju. Mig langaöi til þess að eignast barn eins fljótt og hægt var, segir Diana. Ég hef alltaf óskað þess, ég ég mætti eignast barn. Og barnið fæddist meira að segja tveimur vikum fyrir timann. Diönu ætti að takast vel barnauppeldiö, þvl hún er sál- fræðingur aö mennt, og hefur þar að auki starfað á barna- heimili fyrir vangefin börn I Englandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.