Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 10. marz 1973 y,.te ar einhver segist halda eitthvað i Norðurmýrinni, er það liklega það sama og vita það upp á hár i öðrum hverfum. Þetta er virðu- legt hverfi og veðbókarvottorðin eru hrein, eins og mjöllin á þök- unum, og menn fullyrða ekkert um náungann við ókunnuga. ‘/ :,ý/' ’ • 'v ’-1 /i.■’ ív''.'V, /*•;■'/'•, 4*. •!, . ' VJ-U iW..M VvV^i'í il"ir ;t«•'<*»*•<" i Athyglisverð bókaskreyting. HúsiO mun vera alþingishúsið, en „myndirnar” af fólkinu eru annars eftir Jörund Hundudagakonung, og settar þarna f ákveðnu augnamiði. — Gylfi Gíslason? segjum við i dyrunum og það hljómar eins og Livingstone sé búinn að finna guðspjallamanninn, og hann kinkar kolli vinalega. Við erum komnir i hús reiða mannsins. Gylfi Gislason? Það hljómar kunnuglega, en við finnum að þar vantar þornið milli nafnanna, eins og öxul milli þungra hjóla. Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir listamann að eiga frægan social- demokrat fyrir alnafna. Það er næstum eins og að vera búinn til i verksmiðju, þar sem allir hlutir eru eins og heita sama nafni. Engir tveir menn ættu að heita sömu nöfnum. Það er eins og að láta tvo menn eiga sama al- reiða mannsins NORÐURMÝRIN var byggð um það leyti, sem þeir voru að vinna bug á berklaveikinni og húsin bera dökka skugga i gráum andlitunum. Viö þekkjum ekkert fólk hér, og húsin eru á kafi i snjó og eru sokk- in í nakin tré, sem hlykkjast eins og taugakerfi I flóknu dýri. Hér er engin umferð, engin börn sjáan- leg, en samt bera húsin inn á sér einhverja von, sem þú getur að- eins skynjað, en færð ekki skýrt. Við finnum ekki hús reiða mannsins, sem við erum að leita að, og við reynum að spyrja til vegar. — Ég held það sé hérna, sagði svartklæddi maðurinn og virtist vera að dauða kominn og hann benti okkur á stórt hornhús hinum megin götunnar — og þeg- klæðnaðinn, sem þeir verða að bera til skiptis og híma svo naktir bak við tré þess á milli. En þetta venst og smám saman ferð þú að greina þá i tvo menn, social- demokratinn, rólegan og virðu- legan, og skeggjaða uppreisnar- manninn, með púður i sálinni — reiða manninn. Gylfi Gíslason er reiður, og hann hefur vakið á sér talsverða athygli fyrir teikningar sínar og skapsmuni, og fyrir útvarpsþátt- inn „gluggann”, sem hann sýöur saman ásamt öðru ungu fólki. Hann er svartlistarmaður, eins og það heitir á fagmáli. □ □ □ □ □□ □ □□□□ m \ \ \ öskudagur i Reykjavík. Myndin er bókarskreyting og skýrir sig sjálf. Við sátum i húsi reiða mannsins og það var kalt. Þetta er þakloft, valmi og það er lágt undir loft og bætifláki yzt. Það var samt eitthvert svif i þak- inu og vistarveran hefði allt eins vel getað verið vinnupallur undir kirkjurjáfri, sem byggður er það nærri að þú getir snert húsaviðina með fingrunum. Þetta er fyrst og fremst vinnustofa. 1 hús reiða mannsins kemur ekki litur. Aðeins hvitur pappir og svart blek. Sama er að segja um húsnæðið. Allt er hvitt eða svart, og ég spurði hann fyrst, hvort hann þyrði ekki að nota liti, eins og annað fólk, en hann hristi að- eins höfuðið. Hann teiknar mjög vel og teikningarnar eru flestar „póli- tiskar”, þvi hann aðhyllist póli- tiska list. Reynir að sýna okkur hvernig glæpirnir leynast undir vinalegu yfirborði og öfugt. — Nei ég fæst ekki við lit, sagði hann brosandi. Það er samt ekki af ótta. Ég hef bara ekki aðstöðu til þess hér. Ég veit hins vegar um marga máiara, sem mála af þvi að þeir geta ekki teiknað, seg- ir hann dálitið ismeygilega. Þeir sjá ekki að teikning hafi neitt gildi fyrir málverkið, þvi þeir sjá að- eins form og lit. Þessvegna lita þeir niður á teikninguna. En þetta er alvarlegt mál, þvi mennirnir hafa tekið fyrir kverkarnar i myndlistinni, svo hún er hætt að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.