Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 10, marz 1973 Sendiherra snýr heim Franko einræöisherra á Spáni hefur nú kallaö heim uppáhaldsdótturdóttur sina og hinn sykursæta prins hennar, Alfonso prins, sem verið hefur sendiherra Spánar f Sviþjóð að undanförnu. Maria del Carmen, dótturdóttir einræöisherrans, er nýroðin mamma. Sonurinn heitir Francisco Alfonso Jaimes Christobal Victor de la Santisma Trinidad y de Todos los Santos. Hann er enn ekki nema tveggja mánaöa, og ekki farinn að segja til nafns sjálfur en manni dettur i hug að þaö eigi einhvern tima eftir að þvælast fyrir honum að muna öll þessi nöfn, og nefna þau i réttri röö, en kannski hægt sé aö læra þetta eins og annaö. Annars er pilturinn aöeins kallaður Fran. Langafinn Franco er mjög stoltur yfir þessu barnabarnabarni sinu, og segir, að þaö sé mikils um vert, aö það sé heilbirgt og hraust á allan hátt. Annars ku allir hafa orðiö mjög ánægöur yfir að barniö var drengur en ekki stúlka. Þegar sænskur blaða- maöur spurði Alfonso prins,hvernig þeim hjónum þætti að vera nú að yfirgefa Sviþjóð svaraði hann þvi til, aö hann hefði einhvern tima heyrt óvenjulega lýsingu á Svium. Þeir væru eins og tómat- sósuflaska. Fyrst kæmi ekkert úr flöskunni, enn kæmi ekkert, en allt i einu dembdist allt úr flöskunni yfir mann. Þannig væru þeir. Þau hjón hefðu eignazt mjög marga vini I Sviþjóð, og myndu sakna þeirra nú, þegar þau hverfa á brott.Hér sjáið þiö svo ungu hjónin meö litla soninn með langa nafninu. Vill ekki kasta klæðum Anita Ekberg er heldur óhress yfir þvi, að blöö hafa skrifað um þaö, að hún vilji gjarnan taka að sér aö kasta klæðum á skemmtistöðum við Miðjarðar- hafiö fyrir dálaglega peninga- upphæð. Hún hefur borið þessar fullyröingar til baka, og sagt, að slikt myndi hún aldrei gera fyrir peninga, enda þurfi hún ekki að auglýsa sig á þennan hátt. Hún sé fyrst og fremst leikkona, og það nægi henni, með leiknum geti hún áunniö sér alla þá frægð, sem hún þurfi á að halda. Anita hefur keypt sér hús á Mallorca og þar býr hún hálft árið, en hinn helminginn býr hún i Róm. Það var maður hennar Rik van Nutter, sem réöi þvi, að þau fluttu til Mallorca, og honum hefur llka tekizt að eyða mestu af peningum stjörnunnar. Það eru nú ein 15 ár siðan Anita lék i siöustu kvikmyndinni, og það er langur timi I lifi kvik- myndastjörnu. En hún er glæsi- leg enn, 1 svörtu skikkjunni og svörtum siðbuxunum, eins og sjá má á þessari mynd. DENNI DÆAAALAUSI Ég cr sammála Denna. Ættum við ekki að hætta við að fara i kirkjuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.