Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. marz 1973 TÍMIN'N 13 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn iJórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. >■ Ábyrg og óábyrg stjórnarandstaða Það hefur komið fyrir hvað eftir annað á þessu þingi, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa fylgt allt annarri stefnu en meðan þeir sátu i rikisstjórn. Einna gleggst hefur þetta komið i ljós i sambandi við stjórnarfrumvarpið um, að siðasta hækkun áfengis og tóbaks komi ekki inn i kaupgreiðslu- visitöluna. Ólikt dæmi um vinnubrögð stjórnarandstöðu er að finna frá þinginu 1958-’ 59. Sú saga er i stuttu máli á þessa leið. Vorið 1958 setti vinstri stjórnin ný efnahags- lög, þar sem reynt var að tryggja hag launþega eins og frekast var kostur. Jafnhliða var rekstrargrundvöllur atvinnuveganna tryggður, en þó á þann hátt, að öllum mátti vera ljóst, að kaupgreiðslur gátu ekki verið hærri. Sjálfstæðisflokkurinn, sem var i stjórnar- andstöðu, beitti sér ekki aðeins gegn þessari efnahagslöggjöf, heldur reyndi strax að grafa grunninn undan henni með verkföllum og naut til þess stuðnings nokkurra leiðtoga Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins. Þannig tókst Sjálfstæðisflokknum að koma fram verulegri kauphækkun. Haustið 1958 var svo komið, að óhjákvæmilegt var að velja á milli atvinnu- stöðvunar eða nokkurrar kauplækkunar i einu eða öðru formi. Framsóknarflokkurinn lagði til að launþegar gæfu eftir nokkur visitölustig, en þvi var hafnað af verkalýðssamtökunum og féll þá vinstri stjórnin. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn mynduðu þá stjórn, skipaða Alþýðuflokksmönnum. Fyrsta verk hennar var að flytja frumvarp um kauplækkun, sem nam 10 visitölustigum. Framsóknarflokkurinn, sem þá var kominn i stjórnarandstöðu, átti þess kost að fella þetta frumvarp og gjalda þannig liku likt. Hann kaus það ekki,heldur fylgdi fyrri afstöðu. Her- mann Jónasson gerði eftirfarandi grein fyrir afstöðu flokksins við atkvæðagreiðslu i efri deild: ,,Þar sem ég tel heildarstefnu núverandi stjórnarflokka i efnahagsmálum þannig, að svo miklu leyti, sem hún er kunn orðin, að ég vil enga ábyrgð á henni bera, og frumvarp þetta er ekki þannig úr garði gert, að það tryggi jafnrétti stétta, mun ég ekki greiða at- kvæði með þvi. En þar eð meginatriði frum- varpsins er þó að gera tilraun til að færa til baka þær hækkanir, sem andstæðingar fyrr- verandi stjórnar knúðu fram á siðastliðnu sumri, mun ég ekki bregða fæti fyrir frumvarp ið og greiði þvi ekki atkvæði. Þessi er afstaða okkar Framsóknarmanna hér i háttvirtri deild.” Hjáseta Framsóknarflokksins tryggði það, að niðurfærslufrumvarpið náði fram að ganga. Ef núverandi stjórnarandstöðuflokkar hefðu hagað sér likt nú, þegar Heimaeyjargosið kom til sögunnar, væri búið að setja lög, sem hefðu dregið stórlega úr verðbólguflóðinu. Hér kemur fram augljós munur á ábyrgri og óábyrgri stjórnarandstöðu. -Þ.Þ. O. Kléstof prófessor: AI þ i óða rétt u r i n n og heimshöfin Rússar vilja veita þrí þróunarlöndum forgangsrétt Sovétrlkin eru i höpi þeirra störvelda, sem hafa beitt sér gegn stærri fisk- veiðilögsögu en 12 milum. A siðasta fundi hafsbotns- nefndar S.Þ. gerðu Rússar þö tiilögu um, að þröunar- rikin og riki, sem væru mjög háð fiskveiðum, skyldu njóta forréttinda ut- an 12 milnanna og skyldu þau miðast við skipastól þeirra. I eftirfarandi grein gerir einn mesti fræðimað- ur Rússa grein fyrir af- stöðu þeirra, og er hún birt hér til að sýna hvernig þeir haga málflutningi sínum á aiþjóðlegum vettvangi: ÁHUGI manna á úthöfunum fer sivaxandi. Vandamál, sem lúta að siglingum, fiskveiðum, oliu- og gasvinnslu á sjávar- botni og landhelgi, eru æ tiðari viðfangsefni á alþjóðlegum ráðstefnum, á þingum fræði- manna, i samningagerð milli rikja. Þessi áhugi á sér forsendur i siaukinni nýtingu hafanna, sem eru 71% af yfirborði jarð- ar. Á árunum 1952-1970 hefur verzlunarfloti heims stækkað úr 85 milljónum reg. tonn i 266 millj. eða meira en þrefaldazt. Vöruflutningar á sjó jukust á sama tima úr 525 millj. smál. i 2.550 millj. smál. Arið 1955 veiddust um 30 millj. smál. fiskjar en 63 millj. árið 1970. Um fjórðungur af eggjahvitu- efnum, sem maðurinn notar, kemur nú úr höfunum. Sumir fræðimenn telja að veiða megi i höfunum um 100 millj. smál. árlega án þess að hagga lif- fræðilegu jafnvægi. Arið 1970 var 17-19% af allri oliu dælt upp af hafsbotni og 6% af jarðgasinu. Yfirleitt hefur ekki verið unnin olia af nema 100-200 m dýpi, en á næstu árum verður farið niður á 500 metra dýpi. Málm- vinnsla á hafsbotni er enn fremur litil, en þó i vexti. FÖLKSFJÖLGUN, tak- markaður forði dýrmætra jarðefna á meginlöndum, möguleikar tækniþróunar — allt þetta mun i vaxandi mæli beina athygli manna að höfun- um. Og það er ekki að undra, þótt deilur um yfirráð yfir hafsbotni og hafssvæðum hafi skerpzt á siðari árum. Aður fyrr voru átök á höfum fyrst og fremst bundin við yfirráð á siglingaleiðum — flotapólitik stórvelda var i reynd stefnt gegn siglinga- frelsi. En eftir siðustu heims- styrjöld tóku málin nýja stefnu. Nýjungar i tækni settu á dagskrá yfirráð strandrikja yfir landgrunninu, og fóru Bandarikin fyrst i þeim efnum með yfirlýsingu sinni frá 28. sept. 1945 um lögsögu á banda- risku landgrunni — bættust nokkur önnur Amerikuriki við innan skamms. Sókn strandrikja i náttúru- auðæfi á hafsbotni hlaut viður- kenningu i alþjóðarétti með samþykkt, sem gerð var á vegum hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1958. Þar var viðurkenndur réttur strandrikja til auðæfa hafs- botns allt niður á 200 m dýpi, eða umfram það, eftir þvi sem tækni leyfir vinnslu jarðefna. En sókn manna dýpra út i höf- in bætir jafnan við nýjum spurningum um rétt til auðæfa á landgrunni. Arið 1967 skipaði allsherjarþing SÞ sérstaka nefnd 35 rikja til að fjalla um þessi mál. Enda þótt vinnsla náttúruauðæfa af hafsbotni sé ekki hafin utan landgrunns, fjallar þessi nefnd nú þegar um lögfræðileg atriði i sam- bandi við hagnýtingu úthafs- botnsins. A siðustu árum hefur mjög fjölgað árekstrum milli rikja út af deilum um nýtingu hafa og hafsbotns. Hér skal aðeins nefna fáein dæmi frá árunum 1970-72: Deila Bandarikjanna og Ekvadors út af 200 milna fiskveiðilögsögu Ekvadors. „Þorskastriðið” milli Islands annarsvegar og Bretlands og Vestur-Þýzkalands hins veg- ar. Atök milli Venesúelu og Kólumbiu, milli Iraks og trans út af skiptingu landgrunns i Kólumbiuflóa og Persaflóa. Deila milli Japans og Kina út af landgrunni við Eyna Senkaku, en þar hafa fundizt miklar oliulindir. Hliðstæð deila út af Kalabarflóa milli Kamerún og Nigeriu. BARATTAN um heimshöfin beinist um þessar mundir einkum i þessar áttir: — riki reyna að stækka yfir- ráðasvæði sitt aö miklum mun með þvi að taka sér allt að 200 milna landhelgi — rlki gera tilkall til land- grunns langt utan við 200 metra dýpi — reynt er að koma á þeim reglum um nýtingu hafsbotns utan landgrunns, sem taka að- eins tiilit til hagsmuna ein- stakra rikja eða rikjahópa — reynt er með róttækum hætti að endurskoða alþjóð- legan hafrétt einkum með það fyrir augum að takmarka um- svif rfkja á opnu hafi. Mestum erfiðleikum veldur útfærsla landhelgi ýmissa landa. Með landhelgi er átt við það belti i sjó og lofti.sem fullveldi og lögsaga strandrikis nær til. Landhelgi hefur verið mjög misstór eftir rikjum, en þó yfirleitt 3-12 sjómílur. Þegar svo Alþjóðaréttarnefnd SÞ hóf árið 1950 að samræma ýmisleg hafréttarákvæði, komst hún að þeirri niðurstöðu, að ,,al- þjóðaréttur viðurkennir ekki, að landhelgi sé færð út fyrir 12 milur”. 1 samþykkt nefndar- innar segir, að hún telji, að stærðlandhelgi beri að ákveða á alþjóðlegri ráðstefnu, en um leið er ljóst af texta þessum, að nefndin telur, að sú ákvörð- un eigi að vera innan ramm- ans 3-12 milur, en að stærri landhelgi komi ekki til greina. A HAFRÉTTARRAÐ- STEFNUM á vegum SÞ árin 1958 og 1960 voru gerðar f jórar samþykktir — um landhelgi, um úthöf, um fiskveiðar og verndun fiski- og sjávardýra- stofna og um landgrunnið. Ekki náðist samkomulag um sjálfa stærð landhelginnar, hvorki um tillögu um þrjár milur (Bretland, Bandarikin), né um 12 milur (Sovétrikin, sósialisk riki, ýmis þróunar- lönd), né heldur um mála- miðlunartillögu um sex mílur. En atkvæðagreiðslur, sem allt að 88 riki tóku þátt i, um 3-12 milna iandhelgi, sýndu að næstum þvf öll riki staðfestu i reynd áðurnefnt álit Alþjóða- réttarnefndar SÞ um, að ekki mætti færa landhelgi út fyrir 12 milur. A öðru máli voru að- eins nokkur Suður-Ameriku- riki, Salvador, Perú, Chile, Costa Rica og Ekvador, og höfðu þau yfirleitt ekki i huga að verja rétt sinn til 200 milna landhelgi, heldur ré'tt sinn til 200 milna fiskveiðilögsögu, sem er ekki jafngild landhelgi. Það er ekki rétt, sem stund- um er haldið fram, að helztu siglingaveldi hafi ráðið ferð- inni i Genf 1958, og að ekki hafi verið tekið tilliti til hagsmuna þróunarlanda. Af 86 þátttak- endum ráðstefnunnar 1958 voru 45 þróunarriki, eða meira en helmingur. I hópi vest- rænna rikja voru t.d. lönd eins og Island, sem hafði aðra af- stöðu en t.d. Bandarikin. Enda þótt yfirgnæfandi meirihluti rikja hafi viður- kennt i reynd regluna um 12 milna landhelgi, hafa ýmis lönd á sl. áratug stækkað land- helgi sina út fyrir þau mörk. Argentina gaf út I desember 1966 lög um 200 milna land- helgi. A eftir fylgdu Panama, Uruguay og Brasilia. Stækk- uðu þau þar með einhliða ákvörðunum yfirráðasvæði sin að miklum mun — Argen- tina t.d. um 57%. Nokkur Afrikuriki hafa á árunum 1971-72 lýst yfir stækkun land- helgi sinnar — t.d. Gabon (100 milur) og Sierra Leone (200 milur). ÚTFÆRSLA landhelgi, og þar með fullveldis rikis, út á opið haf er I andstöðu við ákvæði alþjóðaréttar og al- mennt viðurkenndar grund- vallarreglur, sem staðfestar voru i samþykkt Genfarráð stefnunnar 1958 um opið haf, en þar segir m.a., að „úthöfin eru opin öllum þjóðum, og ekkert riki hefur rétt til að fella einhvern hiuta þeirra undir sitt fullveldi”. Alþjóða- réttur gerir ráö fyrir þvi, að frelsi á opnu hafi feli i sér „bæði fyrir strandriki og þau, sem ekki eiga land að sjó: 1) siglingafrelsi 2) frelsi til fisk- veiða 3) frelsi til að leggja strengi og leiðslur neðansjá- var, 4) frelsi til að fljúga yfir opnu hafi” (önnur grein). Stækkun landhelgi út fyrir 12 milna mörkin takmarkar siglinga- og flugfrelsi, freisi til visindarannsókna og fiskveiða rikja á opnu hafi og er i reynd viðleitni strandrikis til að færa fullveldi sitt út á opið haf i andstöðu við lögmætan rétt og hagsmuni annarra rikja. Stærð landhelgi er mál, sem leysa verður innan ramma al- þjóðaréttar, en ekki með ein- hliða aðgerðum, vegna þess að útfærsla landhelgi hlýtur jafn- an að varða rétt annarra rikja og samfélag þjóða i heild. Það er ekki að ástæðulausu, að i ákvörðun Alþjóðadómstólsins frá 18. des. 1951 um fiskveiði- deilu Breta og Norðmanna, segir m.a.: „Skipting hafsvæöa er ávallt alþjóðlegt mál, og getur ekki verið háð einungis vilja strandrikis, eins og hann kem- ur fram i lagasetningu þess. Enda þótt rétt sé, að aðeins strandriki getur framkvæmt slika skiptingu, þá er það háð alþjóðarétti, að hve miklu leyti hún er bindandi fyrir önnur riki”. Þau riki, sem færa land- helgina út fyrir 12 milur, reyna að leysa alþjóðlegt vandamál með einhliða að- gerðum. En vitað er, að árin 1973-74 verður haldin haf- réttarráðstefna SÞ, þar sem fjallað verður um stærð land- helgi, og mörg þessara rikja voru meðal frumkvöðla að samkvaðningu hennar. Sagan sýnir, að tilraunir til að leysa Framhald á bls. 27.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.