Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 27
Laugardagur 10. marz 1973 TÍMINN 27 busáhöld eftirsótt gæðavara fæst í kaupfélaginu Samband isl. samvinnufélaga_ INN FLUTNINGSDÉILD 0 Heimshöfin 0 Búnaðarþing bændur hafa komizt ailvel af og það hefur ekki verið búið verr þar en annars staðar, nema siður sé. Það renna sjálfsagt margar stoð- ir undir það, en ég hef mikla til- hneigingu til að halda þvi fram, að ein meginstoðin þar sé Kaup félag Eyfirðinga. Bændur stofn- uðu það fyrir rúmum 80 árum, og það er mjög öflugt félag. Ég er alveg sannfærður um það að ef við hefðum ei haft jafn myndar legt kaupfélag og fjárhagslega sterkt, þá væri ekki jafn vel búið til sveita i Eyjafirði. bað hefur verið bændum mikill styrkur. — Nú hefur það lika bætzt við, að þið búið rétt við stórt og öruggt markaðssvæði þar sem Akureyri er. — Eyfirzkir bændur búa i kringum allstóran þéttbýlis- kjarna og þar hafa þeir haft mik- inn markað fyrir sinar vörur, þeir hafa Iika átt sinn þátt i að skapa þar atvinnu. Þetta bindur þannig hvað annað, sveitin og bærinn og ég álit að það sé mjög mikilvægt, að Akureyri og sveitirnar i kring haldist i heppilegum stærðarhlut- föllum. — Ertu ekkert hræddur um að Akureyri verði sveitunum yfirsterkari og sogi til sin vinnu- kraft úr sveitunum? — Ég er nú ekki hræddur um það eins og nú standa sakir,en ég get að sjálfsögðu ekki spáð um hvað verður, þegar timar liða. Nú um skeið hefur ekki orðið mik- il fólksfjölgun á Akureyri miðað við það sem annars staðar gerist. bað hefur lika verið talsvert um það, að fólk i sveitunum, einkum yngra fólk, hefur stundað vinnu á Akureyri, án þess að flytja þang- að. Það hefur nýtt atvinnuna án þess að flytja til hennar. Kiötframleiðsla varla aðalbúgrein — Nú á að fara að rækta holda- naut i næsta nágrenni við þig. — Já, næsta sumar er ákveðið að reisa sóttvarnarstöð i Hrisey á Eyjafirði og þar á að hreinrækta holdanautastofn með siendur- teknum sæðingum islenzkra kúa með sæði úr Gallowaynautum og hefur Búnaðarfélag Islands umsjón með stöð þessari og rækt- uninni þar. — Er einhver reynsla i þvi að blanda saman holdakyni og islenzku mjólkurkyni? — Það er engin reynsla fengin i þvi að blanda saman hreinu holdakyni við islenzka kúastofn- inn. Hins vegar er nokkur reynsla i þvi að nota holdanautablend- inga frá Gunnarsholti handa islenzkum kúm. Afkvæmin eru þá alin til eins og hálfs- til tveggja ára aldurs, og þá lógað. Þetta hefur gefizt allvel og þessir grip- ir hafa gefið mun meiri kjötþunga en alislenzkir gripir á sama aldri. Fæðing þessara blendingskálfa gengur yfirleitt ágætlega þvi þeir eru jafnan minni við fæðingu en hreinkynja kálfar, og þeir eru til muna bráðþroskaðri og auðveld- ari i fóðri. — Heldurðu, að áhuga sé meðal eyfirzkra bænda á að helga sig þessari búgrein? — Ég held að holdanauta- búskapur verði varla nokkurn tima tekinn upp i Eyjafirði sem aðalbúgrein. Til þess er þar of þröngbýlt. Hitt er svo annað mál, að eyfirzkir bændur hafa i flest- um tilfellum töluvert heymagn fram yfir þarfir og er álitamál hvort ekki sé rétt að nýta það á þann hátt að ala upp alla kálfa, sem fæðast og stefna að þvi, að þeir kálfar, sem ekki eru til við- halds m jólkurkúastofninum, verði holdanautablendingar aldir til kjötframleiðslu. úr 1940 og siðan kom svo afkvæmarann- sóknarstöðin að Lundi við Akuréyri 1956 og siðan hefur orðið mjög hröð afurðaaukning hjá mjólkurkúm i Eyjafirði. Siðán þá hafa öll naut verið afkvæma- prófuð og ekki notuð meira ef afkvæmaprófunum hefur reynzt neikvæð. Nú hefur sæðingastöðin verið lögð niður og notað er sæði frá djúpfrystistöðinni á Hvanneyi. Tankflutningar eru framfaramál — Nú eruð þið að hefja tank- flutninga i vor á Samlagssvæði KEA. — Já tillaga um það mál var lögð fyrir ársfund Mjólkursam- lags KEA i vor sem leið. Þar var samþykkt að tankvæðing skyldi tekin upp i héraðinu og i sumar verður byrjað á tveim hreppum til reynslu. Svalbarðsstrandar- hreppi og öngulstaðahreppi. — Veldur þetta ekki bændum miklum tilkostnaði? — Jú, þetta veldur þeim geysi- legum kostnaði. Sá kostnaður liggur bæði i heimilistönkunum sem bændur hljóta að kaupa og svo þarf viða að kosta miklu fé til heimreiða. Við búum i nokkuð snjóþungu héraði og tankflutn- ingar heimta að heimreiðar séu færar i flestum snjóum að minnsta kosti til jafns við þjóð- vegina. En bændum er lika mikið hag- ræði að tankflutningum og einnig fjárhagslegur ávinningur fyrir flutningabila. Þeir losna við stöð- uga flutninga mjólkurinnar i dag og brúsaburð. Þá má benda á að viða eru skilyrði slæm til kæling- ar mjólkurinnar, en það veldur aftur slæmri flokkun hennar. Sú er reynslan, þar sem tank- flutningar eru þegar hafnir, að flokkunin hefur stórbatnað, það þýðir betri framleiðslu og er fjár- hagslegur ávinningur fyrir bænd- ur. Bændaklúbbsfundirnir Áður en við slitum talinu, þá væri ekki úr vegi að vikja að einu atriði sem er sérstakt við eyfirzka bændur og það eru bændaklúbbs- fundirnir. Já, þeir eiga sér nú orðið tölu- vert langa sögu. Ég hygg að það hafi verið Arnór Sigurjónsson og Helga Kristjánsdóttir kona hans serí\drýgstan þátt áttu i að þeir urðu að veruleika. Þarna koma eyfirzkir bændur saman nokkrum sinnum á vetri hverjum og ræða ýmis mál sem snerta landbúnað- inn. Þetta er mjög óformlegt, engir fastir' félagar, engin fundargerð rituð, aðeins fundar- stjóri, sem sér um að einn tali i einu. Venjulega er fenginn einn sérfróður maður til að flytja frumsögn um eitthvert tiltekið efni, og siðan eru frjálsar umræö- ur. Þessi starfsemi er alltaf að vaxa, fleiri sem mæta og taka til máls og það er meira um það en áður var að ungt fólk komi á þessa fundi. Þessi starfsemi er mjög gagnleg og merkileg, þar fræðast menn um ýmislegt sem þeim kemur til góða i búrekstri þeirra og þar fá menn tækifæri til að kynnast og ræða saman um hugðarefni sin. Þess má geta að einmitt nú fyrir skömmu var minnst 25 ára afmælis bænda- klúbbsins með vel heppnuðum skemmtifundi. J.G.K. VELJUM ÍSLENZKT-/y'K ÍSLENZKAN IÐNAP alþjóðleg vandamál án tillits til laga og réttar, einhliða að- gerðir leiða til óskapnaðar, ýta undir hliðstæðar aðgerðir af hálfu annarra rikja, og allt þetta flækir sambúð rikja og bakar tjón alþjóðlegri sam- vinnu. Sovétrikin, sem eiga lengri strandlengju en nokkuö annað riki, mikinn kaup- og fiski- skipaflota, sem eru að störfum viða um heim, hafa að sjálf- sögðu mikinn áhuga á vanda- málum, sem lúta að nýtingu hafsins, og hafréttarmálum. Þau hafa fyrst og fremst beitt sér fyrir þvi, að skapaðar séu aðstæður, sem komi i veg fyrir árekstra út af nýtingu haf- anna. Að frumkvæði Sovét- rikjanna hefur verið gerður samningur um bann við stað- setningu kjarnavopna og ann- arra gjöreyðingarvopna á hafsbotni. Áðurnefnd hafréttarráð- stefna, sem hefjast á fyrir al- vöru 1974, mun fjalla um öll lögfræðileg vandamál, sem hér hefur verið minnzt á. Á fjórum undirbúningsfundum fyrir ráðstefnuna, sem haldnir hafa verið 1971-72, hafa Sovét- rikin fylgt þeim sjónarmiðum, sem hér verða að nokkru rak- in: Þegar rætt er um stærð landhelgi, hafa Sovétrikin fylgt þeirri meginreglu, að hún skuli ekki vera stærri en 12 milur. Ef tekin væri sú stefna, að landhelgi verði 200 milur, eins og sum riki vilja, þá mundu 40% heimshafanna falla undir lögsögu einstakra rikja. Yfirráðasvæði ýmissa landa mundi stækka gifurlega, siglingar og viðskipti gætu orðið erfiðari og miklu dýrari en nú. Ýmis riki, einkum þróunar- lönd, fallast á regluna um 12 milna landhelgi, en setja á dagskrá tryggingu fiskveiði- hagsmuna strandrikja utan 12 milna markanna. Þessi lönd segja, að enda þótt frelsi til fiskveiöa á opnu hafi lýsi lög- fræðilegu jafnrétti allra rikja, þá tryggi þaö ekki hagsmuni þróunarlanda, þar eð þau hafi ekki flota og tæknilega að- stöðu til að stunda fiskveiðar til jafns við þær þjóöir, sem betur eru settar. Sovétrikin sýna þessum yfirlýsingum skilning. Fyrr- verandi nýlendur hafa nýbyrj- að sjálfstæða þróun, og marg- ar greinar atvinnulífs þeirra eru Isköpun, þ.á.m. fiskiönað- ur. Þessi lönd hafa minni möguleika á að stunda fisk- veiðar á opnu hafi en rfki, sem eiga flota, eða hafa tækni- og fjárhagslega möguleika til að koma sér upp flota. Sovétrikin leggja til, að viðurkenndur sé forgangsréttur þróunarríkja til fiskveiða utan 12 milna landhelgi þeirra. 1 drögum að samþykkt, sem Sovétrikin hafa borið upp i undirbúnings- nefnd hafréttarráðstefnunnar, segir að „þróunarriki geti á opnum hafsvæðum, sem liggja beint að 12 milna landhelgi þess, áskilið sér rétt til þess hluta leyfilegs aflamagns, sem þau skip geta veitt, sem undir fána þessa rfkis sigla”. Eftir þvi, sem fiskveiðifloti þróunarstrandrikis eflist „getur það aukið þann hluta fiskaflans, sem það áskilur sér”. Þessi tillaga gerir þvi ráð fyrir þvi, að þróunarrfki, sem land á að sjó, geti áskilið sér þann afla á opnu hafi við strendur sinar, sem það getur veitt á hverjum tima. Þessi tillaga Sovétrikjanna tekur bæði tillit til hagsmuna þróunarrikja og gerir ráð fyrir skynsamlegri nýtingu auðæfa hafsins. Útfærsla landhelgi i 200 milur getur leitt til þess, aö fiskistofnar innan hennar séu ekki nýttir. A þeim svæðum við strönd Argentinu, sem rik- ið hefur lýst innan sinnar landhelgi, mætti á ári hverju veiða 12 milljónir smálesta af fiski án þess að ganga á stofn- ana. Argentina veiðir á ári 240 þús. smál., eða aðeins 2% af leyfilegu magni. Afgangurinn af fiskinum er ekki nýttur og deyr. (1 Indlandshafi dó árið 1969 fimm sinnum meira af fiski en öll þróunarlönd veiddu þar). Þvi gerir sovézka tillag- an ráð fyrir þvi, að þann fisk, sem strandriki ekki áskilur sér, megi veiða „skip, sem sigla undir fánum annarra rikja, þ.á.m. rikja, sem ekki eiga land að sjó, að svo miklu leyti, sem þær veiðar ekki skerða fiskistofna.” Strand- riki fær rétt til að setja reglur um fiskveiðar á nefndum svæðum á grundvelli visinda- legra rannsókna og aö hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Sovétrikin hafa og gert til- lögur um ýmis önnur atriöi, er hafrétt varða, m.a. um sigl- ingar á sundum. Verða þær ekki raktar hér. Væntanleg hafréttarráðstefna er merkur atburður, og til að samþykktir hennar verði lifvænlegar og stuðli að þróun vinsamlegra samskipta milli ríkja, veröa þær að taka tillit til lögmála þróunar alþjóðaréttar og hagsmuna allra rikja. (Timaritið Mezjdunarodnaja zjizn, no 2, 1973. Þýtt og endur- sagt — APN) • • Ermer tœkifœri. til að eignast hlut í banka. Nú eru aðeins um 15 milljónir óseldar af hlutafjáraukningu Samvinnubankans úr 16 í 100 millj. kr. Ollum samvinnumönnum er boöiö aö eignast hlut. Vilt þú vera meö? SAMVINNUBANKINN 1 LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR VÍKINGASALUR KVÖLDVERÐUR FRA KL. 7. BORÐAPANTANIR I SIMUM 22321 22322. BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.