Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Laugardagur 10. marz 1973
Skylda bænda að láta
landið ekki ganga úr sér
Landverndarmál eru mjög á
dagskrá meðal þjóðarinnar nú á
seinni timum, sagði Guðmundur
Jónasson bóndi í Asi. Þetta er
mál, sem bændur landsins verða
að gefa hvaö mestar gætur. Þaö
bvilir á bændastéttinni sú skylda
að láta landiö ekki ganga úr sér
vegna ofbeitar. Trúlega stafar
rýrnun á beitarþoii afréttanna að
einhverju leyti af því kuldatlma-
bili, sem gekk yfir lanriið á
árunum 1963-70. Viö sjáum það
bezt á túnunum okkar, hvað
batnandi veöurfar hefur mikil
áhrif á grasvöxtinn. Arið 1970
voru túnin viða graslaus og
dauðkalin, en nú slðastliðið
sumar var grasspretta meö ein-
dæmum góð. Það sýnir okkur
hvað iandiö er fljótt að taka viö
sér, þegar veöurfarið batnar.
Ég er hins vegar þeirra
skoðunar, að ofbeit hafi valdið
rýrnun á beitilöndunum nú um
skeið. Fyrir þvi þurfa bændur að
vera vel á verði. Ég teldi það
verðugt verkefni Búnaöarfélags
tslands og búnaðarsambandanna
I landinu í samvinnu við gróður-
verndarnefndir og fjallskila-
stjórnir aö snúa vörn I sókn I
þessu stórmáli.
Þaö þarf umfram allt að nást
samstaða við bændur um raun-
hæfar og sanngjarnar aðgerðir i
þessu máli.
— Hvað telur þú þá helst til úr-
bóta?
— Ég get nefnt nokkur atriði,
sem ég álít aðgætukomiðaö gangi.
I fyrsta lagi, að hrossum verði
fækkað, þvl að það getur varla
talizt arðsöm eign að eiga stóð til
afsláttar. Þaö var nokkurs konar
Guðmundur Jónasson
nauðvörn aö fjölga stóði þegar
mæðiveikin herjaði á fjárstofn
bænda.
1 öðru lagi að heimalönd verði
nýtt sem bezt, meðal annars með
áburðardreifingu og með bvi að
hólfa beitilandið suður svo beitin
nýtist betur. 1 sambandi við
áburðardreifinguna yrðu bændur
að sjálfsögðu að taka tæknina i
þjónustu sina og nota til þess flug-
vélar. Mætti hugsa sér að rikið
kæmi þar til móts við bændur og
greiddi nokkuð i kostnaði við
flugvallargerð.
Björn Stefánsson:
Ferðaþankar
Föstudaginn 20. október,
klukkan 8 að morgni var lagt af
staö frá Umferðarmiöstöðinni
með Noröurleiöarrútu til Akur-
eyrar.
Sumir munum viö farþegar
hafa veriö fremur rislágir og llt-
ið hlakkaö til langrar feröar að
morgni þessa slöasta sumar-
dags, sem ekki mun talinn til
tyllidaga, þar sem hans er ekki
getib I almanakinu.
En I laumi leitum við flest að
einhverju til afþreyingar — og
fyrst veröur fyrir aö llta yfir hóp
samferðafólksins, og þar á meö-
al sá ég tvær ungar og fallegar
konur með börn á fyrsta ári I
faðmi sér. Móöir með hraustlegt
ungbarn er hugþekk sjón, sem
ósjálfrátt minnir á mynd
heilagrar guösmóður.
Snöggir ljósbarmar hver af
öörum vekja athygli og ég sé að
báðar ungu mæöurnar hafa
kveikt 1 slgarettum og dálltið
reykjarský umleikur um stund
höfuð barnanna. Ég hætti að
hugsa um Mariu með barnið, en
undrast hversu lítið er gjört
með fullyröingar lækna og
vlsindamanna um heilsutjón af
sigarettureyk og að sá háski sé
þeim mun meiri, sem yngri eiga
I hlut. Þegar jafnvel mæður fara
ekki eftir ráðleggingum lækna
varðandi öryggi barna sinna I
þessum efnum, þá veröur þaö
ljóst að reykingavaninn veröur
yfirsterkari viti og vilja
margra.
Þó viða sé komið við á leiöinni
gengur ferðin vel og bllstjórinn
skilar okkur til Akureyrar fyrir
kvöldmat, sem ég fæ ágætan hjá
Arnfinni hótelstjóra á Varð-
borg.
Akureyrarbæ er sæmd að sinu
myndarlega bindindishóteli, og
hafa eyfirzkir templarar með
byggingu Varðborgar reist
bindindisstarfinu verðugan
minnisvarða, en einmitt á Akur-
eyri hófst fyrsta stúkustarf á Is-
landi eins og kunnugt er.
Hótel Varöborg er þó aöeins
ein af mörgum glæsilegum
nýbyggingum á Akureyri. En
Nonnahúsið og önnur gömul vel
hirt hús munu ef til vill eiga rík-
astan þátt I að gefa bænum
traustan og virðulegan svip,
ásamt gamalgrónu trjágöröun-
um, sem sumir segja fallega
sögu af útlendu fólki, einkum
Dönum, sem þar komu snemma
viö sögu.
Daginn eftir komu mina til
Akureyrar var haldinn aöal-
fundur Félags áfengisvarna-
nefnda viö Eyjafjörö I fundarsal
Varöborgar. Fundurinn var vel
sóttur og bar vitni félagsmála-
áhuga Eyfirðinga. Auk fulltrúa
úr áfengisvarnanefndum Akur-
eyrar og Ólafsfjaröar sóttu
fundinn fulltrúar áfengisvarna-
nefnda 12annarra sveitarfélaga
viö Eyjafjörö. Einnig sátu fund-
inn fulltrúi æskulýösráðs Akur-
eyrar, fulltrúi skáta Akureyri,
og erindreki áfengisvarnaráös.
Umræður voru allmiklar á
fundinum og ýmsar athyglis-
verðar ályktanir samþykktar.
Fundinum stjórnaði Armann
Dalmannsson, sem búinn er að
vera formaður félagsins all-
mörg síðustu árin.
Margvtslegum félagsmála-
störfum Armanns Dalmanns-
sonar er afburða vel lýst af Er-
lindi Davlðssyni ritstjóra I af-
mælisritgerð I Heima er bezt,
janúarhefti 1970.
En að loknum áöur nefndum
aöalfundi, þegar viö vorum aö
kveðjast um kvöldiö, hafði ég
orð á þvl viö Armann, að þessi
ágæti fundur hefði veriö haldinn
á merkisdegi, fyrsta vetrardag.
„Þetta er lika merkisdagur fyr-
ir mig”, sagöi Armann. „Við
hjónin eigum í dag 45 ára
hjúskaparafmæli, og eiginlega
átti ég að vera heima”. En bætti
svo viö. „Ég hef vlst oftast látiö
allt heima sitja á hakanum og
jafnvel uppeldi barnanna”.
Þar sem ég hafði heyrt talað
um barnalán þeirra hjól.
spurði ég spotzkur, hver heföi
þá séö um uppeldiö. „Það gjöröi
konan”, svaraði Armann um
leið og hann gékk út. Og ég sat
eftir og velti fvrir mér spurn-
ingunni: Hvað er nauðsynleg-
ast?
t þriðja lagi má geta þess að
víða hagar þannig til að hægt er
að græða upp mela og sandflæmi
með sáningu og ábúrðargjöf. Þaö
leikur enginn vafi á að þann hátt
er hægt að stækka gróið land til
mikilla muna.
Síðast en ekki sízt ætti aldrei að
láta fé safnast í stórum stíl að af-
réítargirðingum seinnipart
sumars.Þá á að taka féð ogsetja
það á ræktað land, til þess aö hlifa
afréttinni við allt of miklum
átroðningi. Þá mundu og
dilkarnir verða mun vænni og
borga með því vel kostnaðarauka
við heimalöndin.
ræddum við búnaðinum i
nokkra Búnaðarþings- leitt. Hér á
fulltrúa á dögunum og sP.Íall við tvo í yiðbót,
heyrðum álit þeirra á Guðmund i Ási og Fi
ýmsum v e rk efn u m bert í Botni.
KALDASTA LANDIÐ
SKJÓLLAUST
Það er óneitanlega dálitið
öfugsnúið að i hinu harðbýla og
kalda landi, sem við byggjum,
skuli ekki vera gert meira I þvi
að rækta skjólbelti til verndar
gróðrinum, sagði Friðbert
Pétursson á Botni við Súganda-
fjörð, en hann sat nýafstaðið
Búnaðarþing.
Fyrir þessu þingi var tillaga
þess efnis að yfirstjórn alls þess
sem lýtur að skjólbeltarækt skuli
tekið úr höndum Skógræktar
rikisins og fengið Búnaðarfélagi
tslands. Tillagan er sprottin af
þvi að mörgum þykir skógræktin
ekki hafa sinnt þessu verkefni
sem skyldi og annað hitt að
Búnaðarfélagið hefur mun nánari
tengsl við bændur i landinu og þvi
eðlilegt að það annist þessi mál,
þv' að það er bændum skyldara
en öðrum starfstéttum.
Þær urðu lyktirnar, að tillagan
var ekki samþykkt en hins vegar
var samþykkt ályktun, sem beint
var til Skógræktarinnar að hún
taki þessi mál fyrir af fullum
þunga. Þessa samþykkt tel ég
vera nokkurt spor i áttina.
Tilraunir sem gerðar hafa verið
hér með skjólbelti hafa sýnt at-
hyglisverðan árangur. Ég get
nefnt að tilraunir sem Klemenz á
Sámsstöðum gerði á sinum tima
sýndu, að 21-95% meiri byggþungi
fékkst þar sem skjólbelti skýldu
ökrunum.
Eins og er fá bændur nokkurn
styrk til skjólbeltaræktar en við
beindum þvi til Skógræktarinnar
að hún berðist fyrir hærri styrk-
veitingu. Það er mikill kostnaður
samfara skjólbeltunum, þar
munar e.t.v. mest um girðingar
og viðhald þeirra. Ahrif skjól-
beltanna eru lika nokkuö lengi að
segja til sin, það liða nokkur ár
þar til hrislurnar eru orönar nógu
stórar til þess að skýla umhverfi
sinu.
Við höfum of fáa sérmenntaða
menn á þessu sviði. Skógarverðir
eru að visu i öllum landsf jórðung-
um, en þeir hafa yfrið nóg verk-
efni þegar. Það virðist þvi eðli-
legra að ráðunautar búnaðar-
sambandanna annist þessa hlið
mála. En þetta er sérhæft fag og
Friðbert Pétursson
héraösráðunautarnir hafa ekki þá
menntun sem til þarf.
Or minni heimabyggð og ná-
grenni er það að segja að bændum
fækkar þar jafnt og þétt. Býlin
eru að visu nytjuð en bændunum
fækkar. Og það er svo í fá-
mennum sveitum, að þegar fólks-
fjöldinn er kominn niður að
ákveðnu marki, þá veit enginn
hvernær siðasta skriðan fellur.
Sléttuhreppur og Grunnviknr-
hreppur eru talandi dæmi um
það. Fyrir nokkrum árum var
Ingjaldssandur blómleg byggð en
landþrengsli voru þar mikil. Varð
það til þess að bóndi flutti þaðan
en um leið var komið los á
byggðina og fleiri fluttu. 1 þessum
efnum er margt að athuga. Hver
sveit er ein félagsheild og þegar
bændur flytja þaðan með sitt fólk
er félagsleg aðstaða fólksins, er
eftir bvr, ekki hin sama og áöur.
Hinn nýja Inndjúpsáætlun er
ætlað að sporna við þessari
óheillaþróun. Það heyrast
reyndar þær raddir að Vestfirðir
geti haldizt i byggð þrátt fyrir
auðar sveitir, en ég er ekki
trúaður á það. Ég álít að
sveitirnar séu þorpunum jafn
nauðsynlegar og þorpin sveitun-
um.
Fjáröflunar-
dagur
Ekknasjóðs
íslands
A sunnudaginn, 11. marz, er hinn
árlegi fjáröflunardagur Ekkna-
sjóðs Islands. Hlutverk sjóðsins
er aö styrkja fátækar ekkjur á
tslandi til að halda heimilum
sinum og ala upp börn sin, einnig
þær, sem mennirnir hafa yfir-
gefiö án þess þær eigi sök á.
Merki verða seld til ágóöa fyrir
sjóöinn. Sölubörn i Reykjavik
vitji merkjanna i barnaskólum.
Prestar munu eins og að undan-
förnu veita framlögum viðtökuvið
guðsþjónustur á sunnudaginn.
Gjöfum til sjóösins og umsóknum
um styrki sé komiö til Biskups-
stofu, Klapparstíg 27, Reykjavik.
Varðborg á Akureyri.