Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Laugardagur 10. marz 1973 jJmsión: Alfreð Þorsteinssor 2 mán- uðir milli leikja MIKIL óánægja hefur rlkt hjá 2. flokks piltum Vikings i handknattleik. Það er ekki nema von, þeir hafa ekki leikiö i tslandsmótinu I rúm- lega tvo mánuöi. Vikingur lék sinn fyrsta leik I tslands- mótinu i janúar s.l. eöa 6. janúar. t dag eru rúmlega tveir mánuðir siöan og halda þeir upp á þaö meö þvi aö ieika sinn annan ieik I mótinu. tþróttasiöan hefur frétt þaö, að þeir hafi I huga aö afhenda mótanefnd H.S.t. blómvönd I þessu tilefni. A þessu sést, að móta- nefndin er á góðri leið með að skemma islenzkan hand- knattleik. Það getur ekki verið mikill áhugi hjá ungum piltum, sem leika kappleiki með tveggja mánaöa millibili. Ungir piltar verða að fá verkefni, ef þeir eiga að fá áhuga á handknattleik, eða ná árangri I Iþróttinni. öll niður- röðun á leikjum yngri flokkanna er til skammar. Kvenna- leikir um helgina EIN UMFERÐ verður leikin i 1. deild kvenna I handknattleik á morgun. Armannsliðið leikur gegn Val i fyrsta leiknum og ætti það aö verða spennandi leikur. Armann fór mjög seint I gang i mótinu, liðiö tapaöi fyrstu þremur leikjunum. Nú virðist liðið, þ.e. stúlkurnar i Armanni, búið að finna sig og má þvi búast viö, að þær veiti Val harða keppni. Leikur liöanna hefst kl. 14.30. Strax á eftir mætast KR og Fram. KR-liðið er nú i fallhættu og er þvi þýðingarmikiö að það vinni leikinn. Breiðablik, sem er einnig i fallhættu, leikur gegn Vikingsliðinu. Halda mót, þrátt fyr- ir ófærð UM HELGINA er fyrirhugað aö halda Reykjavikurmót i svigi og stórsvigi I Bláfjöllum. Vegurinn er lokaður/ en séö verður um flutning á keppnisfólki á keppnis- stað. 1 dag, laugardag 10. marz, hefst keppni i stórsvigi, sem byrjar kl. 2. e.h. en nafnakall hefst kl. 1. e.h. A morgun, sunnudag 11. marz, verður keppt I svigi og hefst keppnin kl. 1. e.h. en nafnakall hefst kl. 12 á hádegi. Keppendur eru beðnir að mæta kl. 11 f.h. á laugardag við endann á snjóruðningnum. GKK Skíðaganga teykjavíkur- mótsins 1973 NIÐAGANGAN hefst við Skiöa- skála i Hveradöium á sunnu aginn 11. marz klukkan 3. Keppt verður i 10 km skiða- ,'öngu fyrir 17 ára og eldri, öllum er heimil þátttaka. Göngustjóri verður Haraldur ’álsson og mótsstjóri verður ’ónas Asgeirsson.Ef mögulegt er, pá tilkynnið þátttöku til gjaldkera Skiðafélagsins i sima: 19931 og 12371. EINS OG kunnugt er hafa leik- menn i knattleikjum leikið i búningum með auglýsingum á og þá einkum I handknattleik og körfubolta. Nú hafa keppendur i frjálsum iþróttum fetað i fótspor þeirra og á siðasta meistaramóti íslands kepptu keppendur i búningum með auglýsingum eins og sjá má á myndinni, en þeir á myndinni eru, taldir frá vinstri: . Borgþór Magnússon, Valbjörn Þorláksson og Stefán Jóhannsson. GKK Auglýsa Bridgestone BREIÐHOLTSHLAUP ÍR í HRÍÐARMUGGU Nú þegar keppni knattspyrnu- kappanna okkar hefur veriö frestað viku eftir viku vegna veö- urs og slæmra aðstæðna, lætur yngsta iþróttafólkiö okkar sér ekkert fyrir brjósti brenna I þeim efnum. Er þar átt viö þá krakka sem taka þátt I hlaupum sem tR gengst fyrir á hverjum sunnu- degi, annaöhvort uppi I Breiöholti eöa I Hljómskálagarðinum. Þar láta keppendur sig ekki vanta þótt færöin sé ekki upp á þaö bezta, og hætta sé á þvi aö hljóta skell hvenær sem er. Þann- ig var þaö um siðustu helgi, er 50 krakkar mættu til leiks í ööru Breiðholtshlaupi vetrarins, þrátt fyrir slæma færö og hriöar- muggu. Agætir timar náöust hjá sum- um, en aðrir hlutu byltu og gekk ekki eins vel. Hér á eftir birtum viö úrslit hlaupsins, og viö mun- um framvegis I vetur birta hlið- stæð úrslit, eins og efni og ástæö- ur leyfa. Úrslit hlaupsins urðu sem hér segir: Stúlkur: ’59 min. Dagný Pétursdóttir 3,32 Gunnhildur Hólm 3,55 Rösa D. Grétarsdóttir 3,57 ’60 min. Ólöf Amundadóttir 3,55 ’61 min. Svala Vignisdóttir 4,02 ’63 min. Eyrún Ragnarsdóttir 4,07 ’64 min. Bára Jónsdóttir 4,56 ’65 min. Margrét Björgvinsdóttir 4,41 Guðrún Ölafsdóttir 4,59 Ólafia Lövdahl 5,23 ’66 min. Sigrún Edda Lövdahl 5,32 Soffia Ingv. Eiriksd. 6,52 Piltar: ’57 min. Stefán Ragnar Garðarss. 3,06 ’58 min. Þorkell Ragnarsson 3,10 Ólafur Haraldsson 3,10 Loftur Loftsson 3,31 ’59 min. óskar Thorarinsson 3,27 Stefán Sigurjónsson 3,45 Björn Kristjánsson 3,57 Framhald á bls. 23 Þegar „aukaatriðin" gleymast er voðinn vís KRÖFTUGT mótmælabréf frá veikara kyninu hleypti af stað umræðum um mótaskipulagið I handknattleik. Svo virðist, sem viðar sé pottur brotinn við mótaskipulag en i 1. deild kvenna. Frá þvi er skýrt á iþróttasiðunni i dag, að tveir mánuðir hafi liðið á milli leikja hjá 2. aldursflokki Vik- ings. Og ef að likum lætur, má finna fleiri dæmi um slikt óskipulag, sem er til þess eins fallið að draga úr áhuga unga fólksins á iþróttinni. Það er til litils fyrir einstaka forustumenn handknattleiks- mála að deila um það innbyrðis hjá hverjum sökin tiggi. Þetta er mái allrar handknattleikshreyfingar- innar, sem leysa verður sam- eiginlega. A.m.k. sættir hand- knattleiksfólk sig illa við það, að einu viðbrögð forustu- manna handknattleiksmáia sé innbyrðis karp um þessi mál á meðan ekki bólar á lag- færingum. Að öllum sérsamböndunum ólöstuðum hafa handknatt- leiksmenn verið einna heppn- astir með forustumenn á undanförnum árum. Jafnan hafa valizt dugmiklir menn til forustu i HSI, og núverandi stjórn undir forustu Einars Mathiesen er skipuð hæfum mönnum. Þess vegna kemur það talsvert á óvart, að þessi þáttur málanna, mótaskipu- lagið, skuli ekki vera betri en raun ber vitni. Einblina forustumennirnir e.t.v. um of á landsleiki og unglingalands- leiki og starfsemina i kringum landsliðin? Það er vissulega ekki að ástæðulausu, að spurt er um slikt. Svo virðist.sem forustumennirnir gleymi „aukaatriðum” eins og móta- skipulagi og dómaramálum, svo að eitthvað sé nefnt, og átti sig ekki á þvi, að ef þessum málaflokkum er ekki sinnt til jafns við aðra, bitnar það á iþróttagreininni i heild. Handknattleiksiþróttin á Islandi stendur á timamótum. Lengi vel hefur hún að mestu leyti verið einskorðuð við Stór-Reykjavfkursvæðið, en nú taka utanbæjaraðilar i vaxandi mæli þátt i lands- mótum. Og e.t.v. verður þess ekki langt að biða, að Akur- eyringar eignist lið i 1. deild i fyrsta sinn. En þessi aukna þátttaka utanbæjaraðila, samfara aukinni þátttöku almennt i iþróttagreininni, kallar á aukið skipulag, og e.t.v. er illmögulegt að skipu- leggja þessi mál án þess að til þess sé ráðinn launaður starfsmaður. Nokkur sérsam- bönd hafa farið út á þá braut að ráða launaða fram- kvæmdastjóra að einhverju eða öllu leyti Hafa þessi sér- sambönd haft við svipaða fjárhagsörðugleika að etja og HSI, en ekki sett það fyrir sig. Þess vegna er þeirri spurn- ingu varpað fram hér, hvort ekki sé ástæða fyrir stjórn HSl að velta þvi vandlega fyrir sér að ráða framkvæmdastjóra fyrir sambandið. Starfsemin er orðin það öflug og umfangs- mikil, að erfitt virðist að ráða fram úr öllum verkefnum, nema launaður starfsmaður komi til. —alf. Viðavangshlaup íslands VIÐAVANGSHLAUP íslands fer fram við Laugardalsvöllinn i Reykjavik sunnudaginn 25, marz kl. 14.00. Keppt verður i 4 flokkum,: kvennaflokki, pilta, sveina, drengja og fullorðins- flokki. I öllum flokkum verður keppt i 3-5 og 10 manna sveitum, og eru veglegir farandbikarar i verðlaun fyrir sveitir auk 1. 2. og 3. verð- launa fyrir einstaklinga. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt til skrifstofu F.R.Í.. i Iþróttamiðstöðinni i Laugardal eða i pósthólf 1099, ásamt þátt- tökugjaldi kr. 50.00 á hvern þátt- takanda i siðasta lagi 20. marz næstkomandi. Númer og leiðarlýsing verður afhent i skrifstofu F.R.I. milli kl. 10-12 keppnisdaginn. Bjarni Stefánsson á E.M innanhúss Frjálslþróttasambandið hefur ákveðið að senda Bjarna Stefáns- son K.R. til þátttöku i Evrópu- meistaramótinu innanhúss, sem fram fer i Rotterdam 10. og 11. marz næstkomandi. Bjarni mun keppa i 400 m hlaupi. Haukur Sveinsson iþróttakennari fer með honum. Bjarni Stefánsson Alþjóðamót i Reykjavik. Frjálsiþróttasambandið sendi á siðastliðnu ári dreifibréf til Evrópulanda og Ameriku um al- þjóðamót i Reykjavik i júli næsta sumar. Svar hefur nú þegar borizt frá Sovétrikjunum og munu koma þaðan 2 iþróttamenn ásamt fararstjóra. Tilkynnt verður siðar hverjir það verða. Fundur hjó Fram í dag KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Fram efnir til félagsfundar i dag. kl. 2 i Alftamýrarskóla. A dag- skrá fundarins verður: 1. Tilnefning heiðursfélaga. 2. önnur mál. Stjórnin. Miklatúns- hlaup Ármanns MIKLATÚNSHLAUP Ármanns fer fram á morgu kl. 14.00. Þeir, sem hafa tekið tvisvar eða oftar þátt i hlaupinu, fá viðurkenningu að hlaupinu loknu. Þátttakendur eru beðnir að mæta timanlega. Leiðrétting AÐ GEFNU tilefni skal það tekið fram, að FH annast ekki sölu aðgöngumiða að iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Þá skal það tekið fram, að Einar Mathiesen, for- maður HSI, gaf ekki upplýsingar um þetta mál á iþróttasiðunni i gær i nafni FH, eins og mátti skilja á fréttinni. Leiðréttist þetta hér með. Hins vegar stendur það óhaggað, að Valsmenn fengu ekki það magn aðgöngumiða, sem þeir höfðu óskað eftir. en skýringin á þvi mun vera sú, hve seint ósk þeirra kom fram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.