Tíminn - 17.03.1973, Page 3
Laugardagur 17. marz 1973
TÍMINN
3
Námsmenn
víta
Hannibal
Eftirfarandi skeyti hefur fjöl-
miðlum verið sent til birtingar:
„Félagsmálaráðherra Hanni-
bal Valdimarsson.
Ummæli yðar á fundi hjá
Junior Chamber 14.3. sl. um, að
Islandi beri að leggja landhelgis-
deiluna fyrir Haag dómstólinn og
þar með gefast upp fyrir Bretum
og V-Þjóðverjum eru vitavert at-
hæfi, svik við islenzku þjóðina og
stuðningsþjóðir okkar og ganga
landráðum næst. Við krefjumst
þess, að þér segiö af yður þegar í
stað.
Landhelgisnefnd islenzkra
námsmanna i Osló.
Guðmundur sagði, að almenna
reglan væri sú, að starfsemin ætti
að bera sig, en þó væri hjálpar-
stofnun kirkjunnar reiðubúin að
leggja af mörkum fjárhagsaðstoð
i sérstökum tilfellum. bannig
yrði væntanlega hægt að koma til
móts við barnmargar fjöl-
skyldur, þannig að slikar
fjölskyldur þurfi ekki að mis-
muna börnum sinum eða hætta
við að senda þau i sumarbúöir
vegna fjárhagsvandræða.
A næstunni verða send út fyrir-
spurnaform til unglinga,
ejnstæðra foreldra og eldra fólks
til að fá fram óskir þeirra um til-
hugun starfsins i smáatriðum. Þá
ságði hann, að það væri kær-
komið, ef fólk, sem hefur áhuga á
aö notfæra sér þessa þjónustu,
hefði samband við skrifstofu
æskulýösstarfs kirkjunnar.
Siminn þar er 12236.
Rannsókn blóðsýna fram-
kvæmanleg heima í héraði
ÞJ-Húsavik. Fyrir skömmu gaf
Lionsklúbburinn, Náttfari, i
Þingeyjarsýslu sjúkrahúsinu á
Ilúsavik „Flamephotometer”,
sem er mjög fullkomið og vandað
tæki til bióðrannsókna. Arni Ar-
sælsson yfirlæknir tók á móti
gjöfinni fyrir hönd sjúkrahússins
og þakkaði hana. Hann lýsti og
þvi hvernig tækið starfaði.
Vegna gjafar þessarar er nú
hægt að rannsaka heima i héraði
blóösýni, sem áður varð að senda
til Reykjavikur og þurfti þá að
biða eftir niöurstöðum rann-
sóknarinnar þar. Náttfarafélagar
hafa áður gefið sjúkrahúsinu á
Húsavik dýrmæt tæki og að auki
hafa þeir jafnan glatt sjúklinga
þar um jól.
Meðfylgjandi mynd er tekin við
afhendingu blóðrannsóknartækis
ins. A henni eru talið frá vinstri
Ólafur Erlendsson, framkv. stj
sjúkrahússins á Húsavik, Þor
móður Jónsson, formaður sjúkra
hússtjórnar, Baldur Jónsson
gjaldkeri Lionsklúbbsins Nátt
fara, Björn Hólmgeirsson, for
maður klúbbsins, séra Sigurðui
Guðmundsson, ritari klúbbsins
og Arni Arsælsson yfirlæknir.
Vonir standa til að unnt veröi að
reka sumarbúðir fyrir börn á sjö
stöðum viðsvegar um land. Búðir
þessar eru reknar fyrir 7-9 ára
börn annars vegar og 9-12 ára
hins vegar. Þá er i ráði aö reka
vinnubúöir fyrir unglinga úti um
land, en á sliku er væntanlega
meiri þörf nú en áöur vegna at-
burðanna i Vestmannaeyjum. í
vinnubúðunum er gert ráð fyrir
að verði þeir aldursflokkar, sem
erfiðast eiga meö að fá vinnu á al-
mennum markaði, unglingar á
aldrinum 14-16 ára.
Þau nýmæli eru helzt i undir-
búningi að reka sumarbúðir fyrir
eldra fólk, en slik starfsemi hefur
ekki verið rekin áður. Þá er
einnig i undirbúningi hjá
kirkjunni að reka sumarbúöir
fyrir einstæða foreldra, en þessir
tveir þjóðfélagshópar eru e.t.v.
þeir, sem erfiöasta aðstöðu hafa
til að létta af sér oki hversdags-
ins.
Þetta er leikarahópurinn úr Þjóðleikhúsinu sem frumsýnir „Furðuverkiö” i Festi i Grindavik kl. 3 I
dag, ásamt Þjóöleikhússtjora og fleiri. Frá vinstri: Sveinn Einarsson, Halla Guðmundsdóttir, Herdis
Þorvaldsdóttir, Kristin Magnús, Sigmundur órn Arngrimsson, GIsli Guðmundsson (bilstjori) og
Kristinn Danlelsson Ijósameistari Þjóðleikhússins (Timamynd: Guðjón)
VINSTRI MENN I HREINUM
MEIRIHLUTA í SHÍ
— kosningar til Hdskólardðs verða
næstkomandi föstudag
Lagt fram á fundi hreyfingar-
innar 15.3. 1973. f/h hreyfingar-
innar: Guðmundur Sæmundsson,
Aslaug Agnarsdóttir, Sigbjörn
Guðjónsson, Erlingur Baldurs-
son.
Kvenfélaga-
sambandið
andsnúið
Þingvalla-
hátíð
Kvenfélagasambandi Islands
hafa borizt samþykktir frá mörg-
um kvenfélögum og kvenfélaga-
samböndum, þar sem lagzt er
gegn því, að 1100 ára byggðar Is-
lands árið 1974 verði minnzt með
dýrum hátiöahöldum.
Stjórn K.I. vill eindregið taka
undir þær áskoranir, að ekki
verði efnt til fjöldasamkomu á
Þingvöllum af þessu tilefni og
hefur þá i senn i huga verndun
gróðurs á staðnum og slysahættu
þá, sem fylgt getur slikri sam-
komu.
Einnig vill stjórn K.l leggja
áherzlu á, að hátiðahöldin verði
öll með þjóölegum og mennileg-
um blæ, en hófs gætt I fjárútlát-
um.
Erl-Reykjavik. — t vikunni fóru
fram kostningar til Stúdentaráös
Ht. Kosið er til tveggja ára, og
aðeins helmingur ráðsins I senn,
en alls eiga 26 sæti i Stúdentaráöi,
mismargir frá hverri deild eftir
fjölda stúdenta við hana.
Óformleg samtök vinstri
manna hlutu I fyrra meirihluta I
ráðinu, og töldust þá hafa 17
menn. t kosningunum I vikunni
bættu þau við sig einum manni,
en þrátt fyrir það telja vinstri
menn úrslitin ekki sigur fyrir sig,
og kenna það slæmri skipulagn-
ingu og dræmri þátttöku I sumum
deiidum. Má þar nefna, aö I heim-
spekideildi sem er fjölmennasta
deild innan Ht, neyttu aðeins um
27% stúdenta atkvæöisréttar sins,
sem verður að teljast mjög lélegt.
t öðrum deildum var þátttakan
víöa yfir 80% og sums staðar varð
sjálfkjörið.
— Þetta sagði Guðmundur
ólafsson, fráfarandi formaður
SHI okkur, er við ræddum við
hann á föstudag. Hann lagði
áherzlu á það, að þrátt fyrir
tryggan meirihluta vinstri manna
yrði að vinna stærri sigra, og
markmiðið væri að fá alla stú-
dentaráðsmeðlimi kjörna.
JGK—Reykjavlk. — Við höfðum
samband viö Guðmund Einars-
son, á skrifstofu æskulýösstarfs
kirkjunnar, og inntum hann eftir
Guðmundur sagöi einnig, að nk.
föstudag færu fram kosningar til
Háskólaráðs, og eins og áður,
yrðu þar tvær fylkingar. Fram-
bjóðendur vinstri manna til
þeirra eru: Baldur Kristjánsson,
sem býður sig fram til tveggja
ára setu i ráðinu, og Garöar Mýr-
daitil eins árs. Varamenn þeirra
eru Eriingur Sigurösson og Sig-
riður Stefánsdóttir. A móti eru
Davlð Oddssonog Sigfús Jónsson,
með varafulltrúum sinum Ardlsi
Þórðardótturog Hannesi Sigurðs-
syni.
fyrirhuguðu æskulýðsstarfi
kirkjunnar I sumar. Guðmundur
sagði, aö enn færi starfið ekki
fullmótað, en hugmyndirnar
væru þessar:
Æskulýðsstarf kirkj-
unnar í sumar
Starfsemi fyrir aldrað fólk og einstæða
foreldra róðgerð
Enn um ,,arfinn
góða"
HALLDÓR E. Sigurösson,
f jár má la rá ðherra , gerði
nokkuð að umtalsefni I út-
v a r p s u m r æ ð u n u m á
dögunum, þann áróður
stjórnarandstæðinga, að nú-
verandi rlkisstjórn hafi tekið
við blómlegu búi og fleyti-
fullum sjóðum, en slðan hafi
öllu verið sóaö og eytt. Halldór
sagði m.a.:
„Stjórnarandstæðingar hafa
gert sér tiðrætt um fjármál
rikisins og afkomu rikissjóðs á
árinu 1971 og 1972. i sambandi
við afkomu ársins 1971 hafa
þeir þó forðast að geta þess, að
fjárlaga afgreiðsla fyrir þaö
ár var meö sérstæðum hætti.
Þar voru útgjöldin talin tekju-
megin, svo sem útgjöld vegna
nýgerðs. kjarasamnings, sem
þó kostaöi rikisstjóð yfir 500
millj. kr. á árinu 1971. Sama er
að segja um útgjöld vega-
sjóðs, sem voru á 3ja hundraö
miiljónir. Þeirra var að engu
getið 130 milijónir vantaði til
að útflugningsuppbætur næöu
þvl, sem þær uröu og um 80
millj. var variö til þess aö
greiöa halla á rlkisspitölunum
frá fyrri árum og 200-300 miilj.
kr. vantaöi á niðurgreiðslur
miöað við það, að þeim væri
haldið út allt árið 1971 eins og
til var stofnað I upphafi ársins.
Ferst þeim
Það er ýkjalaust að það
vantaði a.m.k. 12 hundruö
miiljónir til þess að útgjöld
fjarlaga 1971 væri I samrænri
við venju um gerð fjárlaga. Ef
samanburð á að gera á
hækkun fjárlaga 1969-1971,
eins og gert hefur veriö fyrir
árin 1971-1973. verður hann aö
vera hliðstæður og leiöréttur
þá, frá 1971 eins og hér er gert.
Er þá hækkun á fjárlögum
milli þcssara tveggja ára,
bæði timabilin, rúm 70%. Svo
að.þeim ferst ekki, stjórnar-
andstæðingum, að tala mikiö
um aö hækkun fjárlaga nú sé
óeölileg, þótt hún sé hliöstæð
þeirra eigin athöfnum. Hins er
rétt að geta, að rikisstjórnin
tókekkivið innstæðu á vegum
rlkissjóðs, heldur skuld viö
Seðlabankann , skuldum
Vegasjóðs, skuldum hjá
Sfldarverksmiðju rikisins, um
100 millj. kr. sem þeir höfðu
engar ráðstafanir gert til aö
greiöa, en verður nú aö annast
greiðslu á. Sama er að segja
um fyrirtæki eins og
Slippstöðina á Akureyri,
Rauðku á Sigiufirði, Norður-
stjörnuna i Hafnarfirði, allt
voru þetta fyrirtæki, sem
rikissjóður var meira og
minna „innviklaður” I, þau
voru á hausnum og núverandi
rikisstjórn hefur orðið að
ganga i að rétta þeirra fjár-
hag, en þaö hefur að sjálf-
sögðu kostað stórar fjárhæðir.
Aðal ástæður fyrir hækkun
rikisútgjalda hjá núverandi
rikisstjórn eru félagslegar
umbætur almannatrygginga,
ný verkaskipting rikis og
sveitarfélaga, þeim siðast-
nefndu i hag, aukin upp-
bygging i skóla- og heilbrigöis-
samgöngumálum og raforku-
málum og margvislegar al-
mennar félagslegar umbætur.
Og svo aö sjálfsögðu
hækkaðar launagreiðslur
vegna framkvæmda á Kjara-
samningum frá 1970 og Kjara-
dóms, er gildi tók 1. marz s.l.”
—TK
Timinn er 40 síður
alla laugardaga og
sunnudaga. —
Askriftarsíminn er
1-23-23