Tíminn - 31.03.1973, Side 27

Tíminn - 31.03.1973, Side 27
Laugardagur :!1. marz 1973. TÍMINN 27 Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í Reykjavík Alfreð Þorsteinsson verður til viðtals að skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hringbraut 30, laugardaginn 31. marz milli kl. 10 og 12. FUF- framsóknarvist Félagsvist verður haldin að Hótel Sögu 1. aprfl kl. 20:30. Stjórn- andi vistarinnar er Kristján B. Þórarinsson. Avarp flytur Jó- hann Þ. Jónsson. Framsóknarvist að Hótel Sögu 5. apríl Annað spilakvöldið í þriggja kvölda vistarkeppninni verður að Hótel Sögu Onnntydaginp 5. april og hefst að venju kl. 20:30. Húsið opnað kl. 20. Aðalvinningurinn verður heimilistæki og hús- gögn fyrir 20 þúsund krónur. Auk þess verða veitt góð kvöldverð- laun, þrenn fyrir karla og þrenn fyrir konur. Dansað til klukkan eitt. Ræðumaður kvöldsins verður Kristján Ingólfsson. Vistarnefnd FR. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu að Sunnubraut 21 Akranesi, sunnudaginn 1. april kl. 16. Ollum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. © Til sjós Nú hefst annar þáttur sjónar- spilsins, og þá er handagangur i öskjunni. Byrjað er að snurpa og til þess notað spilið og kraft- blökkin. Nótin dregst að siðunni og fyrr en varir sjáum við hana breiða úr sér eins og brúnt teppi á bláum haffletinum. Siðan fer mynstrið að koma i ljós — silfur- litaöir blettir misjafnir að stærð og lögun — allt eftir þvi hvernig loðnan byltir sér og steypir i sjón- um. En hennar dagar eru taldir þegar milljónamæringarnir á Guðmundi renna dælunni út fyrir borðstokkinn. Hún sýgur loðnuna og sjóinn um borð, og i mikilli vél, sem er á miðju þilfarinu skilja leiðir. Loðnan rennur spriklandi niður i lest en sjórinn rennur sina leið aftur i sjóinn. Ein og ein loðna nær þvi að komast út á milli netamöskvanna og tekur þegar á sprett fegin aö losna úr prisundunni og þakkar sjálfsagt sinum sæla fyrir að lenda ekki i lestinni á Guðmundi eins og margar frænkur sinar og frændur eða i gogginum á fuglin- um, sem svifur i hópum hring eftir hring yfir skipinu likt og hrægammar. SKOÐA ÞEGAR HLÉ ER A B i LABLÖÐ VEIÐUNUM Skipverjar lita okkur hornauga þegar i ljós kemur að i nótinni eru ekki nema 10 lestir eða svo. Við látum sem við tökum ekki eftir þvi og förum að spjalla við þá um stóru köstin, sem þeir hafa fengið á vertiðinni. Þá gleyma þeir fiski- fælunum og fara að segja okkur frá kasti, sem þeir höfðu fengiö nokkrum dögum áður fyrir austan. Það hafi verið á grunnum sjó, annars hefðu þeir ekki haldið þvi, en það hafi verið um 540 lestir. Fullvissuðu þeir okkur um að þetta sé stærsta kast, sem nokkurt islenzkt fiskiskip hafi fengið til þessa. Hrólfur heldur áfram að leita þarna við Reykjanesið og það er kastað nokkrum sinnum. En allt kemur fyrir ekki. Það er aldrei neitt verulegt magn i nótinni, en þóekkert „búm” eins og sjómenn kalla það þegar ekki branda kem- ur i nótina. Það léttist á okkur brúnin þegar við heyrum á tali tveggja manna, að það sé liklega ekki blaða- snápunum að kenna, að ekkert fáist. Það sé sama hjá hinum bátunum. Gisli kokkur hefur haft matinn tilbúinn i nokkurn tima þegar mannskapurinn lætur loks sjá sig við matborðið. Og það er engu minni hamagangur hjá þeim við að innbyrða matinn en loðnuna. Að lokinni góöri máltiö fara menn að spjalla saman og skoða bila- blöð. Það kemur udd úr kafinu að flestir af 14 manna áhöfn skipsins hafa pantað sér nýja bila. Það er það fyrsta sem þeir ætla að fá sér fyrir milljónina..reyndar sé ekki um neina milljón að tala þegar skatturinn hafi krafsað til sin sinn hlut. Spurningu okkar um hvar og hvenær þeir ætli að aka þessum nýju bilum sinum, þar sem þeir séu úti á sjó mestan hluta ársins, svara þeir með þvi að segja — ,,þeir duga okkur þá lengur en hinna, sem alltaf eru úti að keyra! Annað sem milljóna- mæringarnir okkar tala um eftir matinn, og reyndar oftast þegar færi gefst á að spjalla saman, er um báta, veiðar og loðnu. Þeir tala minnst um sjálfa sig eða þá stóru hluti, sem þeir hafa gert á vertiðinni, enda hafa þeir svo sannarlega unnið fyrir hverri krónu, sem þeir fá fyrir það. Annars koma þeir viöa viö og það fer ekki á milli mála, aö meðal þeirra er góð vinátta, þó svo að þeir striði hver öðrum þegar færi gefst. Þegar á liður og litið veiðist fer þó að bera á spurningunni hvenær þessu heL.fari að ljúka. Þeir eru sýni- lega orðnir þreyttir og vilja fara að komast i fri, enda búnir að vera að i drjúgan tima. Þá bolla- leggja þeir lokahófið, sem þeir ætla að halda, og um allt það sem þar á að skola niður. Þegar það ber á góma ljóma þeir i framan og hlægja tröllahlátri, sérstak- lega þeir yngri af áhöfninni. STÓRA KASTIÐ LÆTUR EKKI SJA SIG Um nóttina vöknum við við að vélarnar eru settar á hálfa ferð. Við skjótumst upp I brú til að sjá hvaðum sé að vera. Þegar við lit- um útsjáum við mikla ljósadýrð i kringum okkur, og það kemur i ljós þau tilheyra tugum loðnu- báta, sem þarna eru að lóna og biða birtingar. Fjær sjáum við eldsúlurnar úr gignum á Heimaey teygja sig til himins og rauðglóandi hraun- strauminn renna niður hliðarnar. Við erum komnir á hin fengsælu mið við Vestmannaeyjar. Strax i birtingu er farið að kasta. A dekkinu bölvar mann- skapurinn, þvi askan frá Eyjum leggst yfir skipið og smá korn fara i augun og undan þeim sviður. Nótinni er rennt út aftur og aftur og siðan dregin jafn- harðan að. En stóra kastið lætur ekki sjá sig. Þetta eru allt bölvaðar „pyðrur”, eins og mannskapurinn segir. Svona er haldið áfram allan daginn með smá hvildum inn á milli þegar „kippt” er á önnur mið. En fyrir skipstjórann er engin hvíld á meðan á þessu stendur. Þegar liður á daginn segir hann að það sé eins gott að fara að koma sér i land með þennan slatta. Við fréttum það við mat- borðið, að þetta sé einn versti túrinn á þessari vertið. 1 lestinni séu ekki nema um 200 tonn, eða um 500 tonnum minna en skipið ber. Það hafi þurft 12 köst til að ná þessum 200 tonnum og þar með hafi þeir farið yfir 150 köst á þessari vertið og jafnframt yfir 14 þúsund tonna heildarafla. Þaö gerir að meðaltali um 95 lestir i kasti...Geri aðrir betur! AFMÆLISHÓFIÐ VERÐUR AÐ BÍÐA EINS OG ANNAÐ Það koma fréttir um að þróar- rými sé að hafa i Njarðvikum. Þangað er haldið og komiö að bryggju um hádegi á föstudag eftir tveggja sólarhringa útiveru. Strax er byrjað að landa og þeir sem eiga löndunarfri fá rétt tima til að hlaupa upp i sjoppu til að kaupa sér tóbak og lestrarefni. Byggingafél. Afl s.f. selur Reyni Friðþjófssyni hluta i Vest- urbergi 72. Margrét Þórðard. selur Guð- rúnu Jónsd. hluta i Háaleitisbraut 48. Byggingafél. Afl s.f. selur Guð- mundi Gunnarss. hluta i Vestur- bergi 70. Byggingafél. Afl. s.f. selur Arn- þóri Öskarssyni hluta i Vestur- bergi 70. Byggingafél. Afks.f. selur Hall- dóri Einarss. hlutu i Vesturbergi 70. Gunnar Þorsteinss. selur Guð- mundi Pálssyni hluta i Kóngs- bakka 8. Elias Arnlaugsson o.fl. selja Ninnu D. Leifsd. hluta i Grundar- stig 4. Jón Loftsson h.f. selur Stefáni Briem.Einarsnes 22, lóðina. Jóhann G. Filippusson o.fl. selja Jóni B. Sveinss. hluta i Ránargötu 11. Herdis Gústafsson selur Eggert Briem hluta i Asvallag. 5. Hákon Guðmundss. selur Gunnlaugi Kristinssyni hlula i Mánagötu 20. Byggingafél. Armannsfell h.f. selur Hinrik Helga Hallgrimss. hluta i Mariubakka 2. Jóhann Hákonarson selur Björgu R. Sigurðard. og Þorkatli Helgasyni hluta i Hjarðarhaga 17. Viglundur Þorsteinss. selur Jónasi Sigurðssyni hluta i Meist- aravöllum 11. Jónas Thoroddsen selur Sigur- geiri Sigurjónss. hluta i eignarlóð að Grettisg. 52. Bogi Ingimarsson selur Lúðvig Eggertssyni hluta i eignarlóð að Grettisg. 52. Guðmundur Öskarsson o.fl. selja Sölva óskarssyni hluta i Lynghaga 26. Jóhann Kristjánsson selur Jó- hannesi Björnssyni hluta i Hraun- bæ 150. Ingibjörg Jónsdóttir o.fl. selja Grétari Haraldss. og Guðm. Þengilssyni hluta i Kleppsvegi 150. Magnús Baldvinss. og Trésm. Hákonar og Kristjáns selja Kristjáni Jónssyni hluta i Jörfa- bakka 24. Sigurjón Halldórsson selur Guðjóni Þór Guðjónssyni hluta i Kóngsbakka 5. Sigriður Einarsd. selur Páli Stefánssyni hluta i Háaleitisbraut 153. Bergþóra Júliusd. og Ingveldur Jóhannesd. selur Guðfinni Gisla- syni hluta i Klapparstig 13. Steinunn Hallgrimsd. selur Lárusi Haraldssyni hluta i Lönguhlið 17. Hinir hamast við að koma aflanum i land og undirbúa brott- förina, sem hefst eftir smá stund. I þeim hópi er einn, sem á þritugsafmæli þennan dag. En honum gefst ekki tækifæri til að gera sér dagamun frekar en öðr- um þarna um borð fyrr en öllu stappinu i kringum loðnuna er lokið. Þess er sjálfsagt ekki langt að biða — en trúlega verður þá Guðmundur RE kominn með á land yfir 15 þúsund lestir af loðnu, aflaverðmætið komið nálægt 35 milljónum króna og hlutur hásetanna kominn vel á aðra milljón og hinna eitthvað meira. Þetta hefur allt gerzt á rétt 60 ævintýrarikum dögum i lifi hinna harðduglegu skipverja á afla- skipinu Guðmundi RE 29. —klp— Gunnlaugur Helgason selur Gunnari Sigurjónssyni hluta i Reynimel 76. Birgir Vigfússon selur Sig- mundi Guðmundss. hluta i Reyni- mel 82. Byggingafél. Afl s.f. selur Margréti Kristjánsd. hluta i Vesturbergi 70. Sturlaugur Grétar Filippusson selur Hæng Þorsteinss. hluta i As- enda 17. Ólafur Briem selur Einari Guð- mundss. fasteignina Bergþóru- götu 11. Auðunn Blöndal selur Birgi Agústssyni húseignina Fossgil 1A v/Breiðholtsveg. FASTEIGN AVAL T57T Um rt pM,« [ll» io P1 iBS ml 1 jg Skólavörðustig 3A (11. hæð) Simar 2-29-11 og 1-92-55 Fasteignakaupendur Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og gerðum, fullbúnar og i smiðum. Fasteignaseljendur Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hiá okkur. Aherzla lögö á góða og örugga þjónustu. Leitið upp- lýsir.ga um verð og skilmála. Makaskiptasamningar oft mögulegir. önnumst hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason hdl. Málflutningur, fasteignasala AFSALSBREF innfærð 19/3 - 23/3 1973: BERTICE READING SKEMMTIR. il I LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR KVÖLDVERÐUR FRA KL. 7. BORÐAPANTANIR I SlMUM 22321 22322. BORÐUM HALDIÐ TIL KL. 9. VlKINGASALUR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.