Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 2
2 15. ágúst 2004 SUNNUDAGUR Friðarviðræður í Najaf skila ekki árangri: Viðræður út um þúfur ÍRAK, AP Tilraunir til að semja um vopnahlé í Najaf eftir meira en vikulanga bardaga virtust í gær- kvöld við það að renna út í sand- inn. Þar með eykst ótti manna við að bardagar brjótist út af fullum krafti á nýjan leik. Helsti samningamaður stjórnvalda sagðist hafa ákveðið að hætta samningaviðræðum eftir að þriggja daga viðræður hefðu engum árangri skilað. Samstarfsmenn sjíaklerksins Muqtada al-Sadr sögðu hins veg- ar að samningar hefðu verið við það að nást þegar forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar hefði lagt blátt bann við því. Í gærmorgun héldu um tíu þúsund mótmælendur frá Bagdad til Najaf til að styðja við bakið á al-Sadr og sveitum hans sem hafa barist við bandarískar og íraskar hersveitir í borginni. Mótmælendur tóku sér stöðu í Imam Ali moskunni þar sem bardagasveitir al-Sadr hafa hafst við undanfarið. Nokkur hundruð manns eru talin hafa fallið í átökunum síðustu tíu daga. ■ Verður kraftmeiri með hverjum degi Davíð Oddsson segist við ágæta heilsu miðað við aðstæður og finnur kraft sinn aukast daglega. Hann segir það mikla reynslu að hafa dvalið á sjúkrahúsi og hrósar starfsfólki þar. Óvíst er hvenær hann snýr aftur til starfa. STJÓRNMÁL „Mér líður ágætlega, þetta er allt að koma,“ sagði Davíð Oddsson þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti síðan hann var lagður inn á sjúkrahús hinn 21. júlí. Davíð segir að læknar telji batahorfur góðar. „Þetta er allt mælt í prósentum og sem betur fer er ég réttu megin í þeim efnum.“ Hann segir það hafa verið skrýt- na breytingu og mikla lífsreynslu að vera fluttur skyndilega á s j ú k r a h ú s . „Tveimur dögum eftir að hafa verið störfum hlaðinn komst ég ekki framúr rúminu nema með hjálp tveggja hjúkrun- arkvenna. Því gleymi ég ekki að það er hægt að verða öðrum háður um einföldustu hluti.“ Davíð segir gott að hafa kynnst heilbrigðiskerfinu innan frá. „Starfsemi sjúkrahússins gengur markvisst fyrir sig og fólk í heil- brigðisstétt vinnur erfitt og flókið starf af mikilli samviskusemi og elju.“ Hann segir ekki víst hvenær hann snúi aftur til starfa, hann þurfi að virða sjúkdóminn og fara eftir því sem læknarnir segi sér. „Ég er kraftlaus en finn máttinn vaxa dag frá degi. Ég hef lesið mikið eftir að ég kom heim, geng- ið um gólf og gert léttar leikfimi- æfingar og þess á milli farið upp í rúm eins og mér er sagt að gera.“ Davíð tók á móti Göran Pers- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, og eiginkonu hans að heimili sínu. Hann sagði þetta hafa verið ánægjulegan vinafund. „Göran var ánægður með ferðina hingað og fundinn sem hann átti með Halldóri Ásgrímssyni um síðustu helgi. Hann var líka afskaplega heppinn með veður.“ Á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna um síðustu helgi sagði Persson það nauðsynlegt fyrir Norðurlöndin að Ísland og Noregur gangi í Evrópusamband- ið og að Svíar myndu styðja aðild- arumsókn þeirra. „Göran hefur aldrei sagt Íslendingum fyrir verkum í samtölum við mig, enda veit hann að ég myndi henda hon- um út,“ segir Davíð. „Þetta er málum blandið því við höfum þekkst lengi og hann þekkir af- stöðu okkar til Evrópusambands- ins.“ bergsteinn@frettabladid.is Lögreglan í Keflavík: Eltu bíl á ofsahraða LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Keflavík handtók ökumann í gærmorgun eft- ir að hafa elt hann á ofsahraða um Sandgerðisveg og Reykjanesbraut. Eftirförinni lyktaði þannig að maðurinn ók á fiskisíló í Sandgerði og skemmdist bíllinn mikið. Farþegi var í bílnum en hvorki hann né öku- manninn sakaði. Lögreglan hafði afskipti af manninum í gærmorgun og ók hann þá burt út úr bænum. Hann ók á 160 kílómetra hraða á Sandgerðisvegi og lenti meðal annars utan vegar og ók á kyrrstæðan lögreglubíl áður en eftirförinni lauk. Grunur leikur á að ökumaður hafi verið ölvaður. ■ „Væri ég verstur vildi ég tví- mælalaust vera næstbestur, en á þjóðin ekki að velja góða sjónvarpsmenn frekar en DV?“ Gísli Marteinn Baldursson dagskrárgerðarmaður var valinn versti sjónvarpsmaður landsins af DV. SPURNING DAGSINS Gísli, er ekki betra að vera verstur en næstbestur? Barsmíðar á Húsavík: Tveir lamdir LÍKAMSÁRÁSIR Tveir menn gengu í skrokk á manni á fimmtudags- aldri á Húsavík, aðfaranótt gær- dagsins. Hlaut hann af nokkra áverka og var fluttur á sjúkrahús. Tvímenningarnir voru handteknir og haldið föngnum fram á hádegi í gær. Árásin mun hafa verið til- efnislaus og er málið talið upp- lýst. Sömu nótt var ráðist á annan mann á Húsavík og er sá bólginn og blár á eftir. Í þessu tilviki voru árásarmennirnir þrír og er vitað hverjir voru að verki. ■ FERÐAMENN Í SJÁLFHELDU Kalla þurfti til björgunarsveitir í þjóð- garðinn í Skaftafelli þegar þrír ferðamenn lentu í sjálfheldu á leið sinni upp á Öræfajökul. Sam- kvæmt upplýsingum frá land- vörðum í Skaftafelli lenti fólkið í sjálfheldu þegar leiðin var hálfn- uð og drógu björgunarmenn fólk- ið upp þaðan sem það var. BÍLVELTA Í ÍSAFJARÐARDJÚPI Bíl- velta varð á Langadalsströnd í Ísafjarðardjúpi rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Erlendir ferðamenn, sem í bílnum voru, slösuðust ekki en ökumaður missti stjórn á hon- um í lausamöl. Bíllinn er stór- skemmdur. ÚTAFAKSTUR VIÐ FLÓKALUND Bíll fór út af veginum við Flókalund undir hádegi í gær. Ökumaður slasaðist ekki og gat haldið áfram för eftir að bíll hans hafði verið dreginn upp á veginn á ný. FLUTTUR Á SLYSADEILD EFTIR FALL AF HESTI Maður á sextugs- aldri var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hann féll af hestbaki á reiðvegi í Skeiðahreppi. Að sögn vakthaf- andi læknis hlaut maðurinn yfir- borðssár sem ekki voru talin al- varleg og var hann útskrifaður eftir að gert hafði verið að þeim. Pantið eintak eða nálgist á völdum bensínstöðvum Esso. Ný og endurbætt heimasíða full af frábærum ferðamöguleikum www.kuoni.is Nýr og glæsilegur ferðabæklingur 2004-2005 Holtasmára 1 • 201 Kópavogi • Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is • Heimasiða: www.kuoni.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Blíðviðrið heldur áfram: Heitast á Hellu í gær VEÐUR Veðurblíðan heldur áfram að leika við landsmenn og var gott veður um allt land í gær. Hæstur mældist hitinn á Hellu og var 25 stig þegar mest var. Á Vestfjörðum mældist mestur hiti í Bolungarvík og var 19 stig. Á Akureyri mældist 17 stiga hiti og á Egilstöðum náði hann 18 stigum sem og á Kirkjubæjarklaustri. Pálína Kristinsdóttir, hjá Sölu- skálanum Vegamótum skammt frá Hellu, segist ekki hafa haft undan við afgreiðslu á ís og köld- um drykkjum. Mikið er af ferða- mönnum á Hellu um helgina vegna töðugjalda, en Pálína segist langt frá því að vera uppiskroppa með birgðir enda sé hún sjóuð í þessum efnum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun hitastig lækka um allt land á næstu dögum en veður verður enn gott, sérstak- lega á Austurlandi. Hvert hita- metið á fætur öðru hefur verið slegið undanfarna daga, síðast í fyrradag á Vestfjörðum þegar hiti mældist 26 stig á Ströndum. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR GÖRAN KVADDUR Davíð Oddsson og Göran Persson kvödd- ust innilega áður en Persson hélt á brott. VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ Forsætisráðherrarnir og konur þeirra drukku te og ræddu saman í eldhúsinu hjá Davíð og Ástríði. ,,Göran hefur aldrei sagt Íslend- ingum fyrir verkum í samtölum við mig, enda veit hann að ég myndi henda hon- um út. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R BIRGÐIR FLUTTAR TIL NAJAF Stuðningsmenn al-Sadr fögnuðu eftir að þeim bárust birgðir frá stuðningsmönnum í Fallujah. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ÚR LAUGARDALNUM Ferðafólk með hjólhýsi í eftirdragi grillaði og gerði sér glaðan dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.