Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 13
ingar á bankamarkaði en yfirvöld hafa hins vegar stöðvað tvær aðr- ar tilraunir. Annars vegar þegar Búnaðarbanki og Landsbankinn áformuðu sameiningu og hins vegar þegar uppstokkun á spari- sjóðakerfinu var í farvatninu með kaupum KB banka á Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Sigurjón segir að íslenski markaðurinn sé ekki nægilega stór til að halda úti fjórum útibúa- netum. „Þegar erlendir sérfræð- ingar skoða tölur héðan þá spyrja þeir bara hvernig þetta sé hægt,“ segir Sigurjón. „Eins og þetta er í dag þá er klárt að við erum með óþarflega víðtækt kerfi og það er hægt að hagræða í því,“ segir hann. Enginn gróði á viðskiptabanka- rekstri Hann bendir á að þótt bankarnir séu að skila góðri afkomu um þessar mundir þá sé sá þáttur við- skiptanna sem snýr að einstak- lingum ekki að skila góðri af- komu. „Það er algjör misskilning- ur að bankaþjónusta hér á landi sé dýr. Ef það er skoðað með vísinda- legum hætti þá kemur í ljós að þær fullyrðingar standast ekki. Vaxtamunur á Íslandi er 2,5 til 3 prósent. Stóru bankarnir í Bret- landi eru með í kringum þrjú pró- sent,“ segir Sigurjón. Hann segir að góð afkoma ann- arra rekstrarþátta bankanna hafi dregið úr pressu á hagræðingu í einstaklingsþjónustu. „Bankarnir hafa sætt sig við að það sé enginn hagnaður af þessu,“ segir hann. Sigurjón telur hins vegar að ef árferði í viðskiptalífinu tekur breytingum sé erfitt að skjóta hagræðingu í kerfinu á frest. „Þegar það verður annars konar umhverfi í þjóðfélaginu og ekki hægt að vænta þess að græða svona mikið á verðbréfaviðskipt- um þá myndast meiri þrýstingur og krafa um að taka á þessu,“ seg- ir hann. Sigurjón telur hins vegar að andrúmsloftið í þjóðfélaginu þurfi að vera tilbúið fyrir þær breytingar áður en lagt verður í þær. „Almennt séð þá byggist starfsemi banka á trausti og vel- vilja almennings og yfirvalda og menn vinna í samræmi við það,“ segir hann. Bankar styðja hagræðingu Að undanförnu hefur nokkur um- ræða skapast, til dæmis meðal stjórnmálamanna, um að hlutverk banka í viðskiptalífinu sé orðið of stórt. Árni Magnússon félags- málaráðherra velti því til að mynda fyrir sér í ræðu á iðnþingi í mars hvort eðlilegt væri að „ein- stakir viðskiptabankar verji mestum kröftum sínum og fjár- munum, jafnvel með stórkostleg- um erlendum lántökum, í að bryt- ja niður fyrirtæki í íslensku við- skiptalífi, til hagnaðar fyrir sjálfa sig.“ Sigurjón telur þessa orðræðu ekki eiga sér stoð. „Sumt í þessu er að menn hafa átt erfitt með að takast á við nýja tíma og átta sig á þeim umbreytingum sem eru að eiga sér stað. Ég held sjálfur að það hlutverk sem bankarnir hafa haft í þessum umbreytingum, sem menn geta svo notað slæm orð yfir ef menn vilja, sé ekkert nema eðlilegt,“ segir Sigurjón. Hann segir að sé þróunin hér skoðuð í alþjóðlegu samhengi þá átti menn sig á því að aðgerðir bankanna séu afleiðing af hlut- verki þeirra í þjóðfélaginu. „Bankarnir hjálpa mönnum að umbreyta fyrirtækjum og gera þau eins hagkvæm og hægt er. Þetta er búið að vera að gerast á Íslandi á undanförnum misserum og þekkist alls staðar í heiminum og er almennt séð álitið hlutverk banka. Hlutverk banka er alltaf að styðja við atvinnulífið hverju sinni,“ segir hann. Bankar í stað opinberra sjóða Hann segir það heldur engin ný- mæli að bankarnir styðji við at- vinnulífið. Ástandið hafi hins veg- ar breyst. Áður hafi stjórnmála- menn stjórnað uppbyggingu at- vinnulífsins í gegnum sjóði og með atbeina bankanna. Nú þróist atvinnulífið samkvæmt óskum fyrirtækjanna sjálfra og eigenda þeirra. „Lokaniðurstaðan er sú að eftir því sem atvinnulífið er sterkara, hvort sem það eru bank- ar eða aðrir, þá eru lífskjörin betri. Það er augljóst og vitað um allan heim. Þar af leiðandi er það þannig að það má ekki gera neitt sem stööðvar þá þróun sem búin er eiga sér stað í þá átt að endur- skipuleggja atvinnulífið með það að markmiði að gera það sterkara,“ segir hann. Styrkur heima grundvöllur útrás- ar Að sögn Sigurjóns hefur Lands- bankinn fylgt þeirri áætlun síð- asta árið að stækka fyrst og fremst í gegnum verðbréfasvið og þjónustu við fyrirtæki. Næsta skref sé að styrkja stöðu bankans í einstaklingsviðskiptum og við- skiptum við smærri rekstraraðila. Sigurjón segir að öflug staða á heimamarkaði sé forsenda þess að geta sótt út af krafti. „Þú verð- ur að vera góður Íslendingur og heimsborgari,“ segir hann en Landsbankinn er nú þegar með stærstu hlutdeildina í einstak- lingsviðskiptum en stefnir á að styrkja þá stöðu enn frekar. Liður í þeirri áætlun er ný vara sem kynnt var í vikunni þar sem viðskiptavinum er boðið upp á að kaupa sjúkdóma- og líftryggingu með viðbótarlífeyrissparnaði. Breytt neyslumynstur Sigurjón segir nýju þjónustu Landsbankans byggjast á breyttu neyslumynstri þjóðarinnar og ein- nig því að í ljós hafi komið að stór hluti Íslendinga hafi ónógar tryggingar til þess að mæta alvar- legum áföllum í fjölskyldunni. „Það sem hefur gerst á mörg- um undanförnum árum á Íslandi er að menn hafa verið að ráðstafa fyrirfram stærri hluta launa sinna. Við höfum verið að byggja upp lífstíl sem er meira í ætt við það sem gerist í Bandaríkjunum þar sem menn vilja fá ákveðin lífsgæði um leið og þeir koma út úr skóla eða fara út á atvinnu- markaðinn,“ segir hann. Fólk þarf betri tryggingar Sigurjón segir að fólk þurfi að bregðast betur við þessum breyt- ingum á neyslumynstrinu. „Önnur hvor fyrirvinnan getur orðið al- varlega veik eða fallið frá. Barnið þitt getur orðið alvarlega veikt. Þá geta orðið erfiðleikar við að trappa niður lífsstílinn sem menn eru búnir að koma sér upp,“ segir hann. „Til að vernda sig fyrir þessari áhættu, þannig að það verði ekki algjört hrun þegar eitthvað alvar- legt gerist, þá þarf að búa til ein- hvers konar tryggingar,“ segir hann. Tryggingaverndin sem Landsbankinn býður upp á er í samstarfi við Swiss Life og felst nýjung Landsbankans felst í því að í stað þess að greitt sé mánað- arlegt iðgjald þá fer ákveðinn hluti af viðbótarlífeyrissparnaði auk fasts mánaðargjalds í að kaupa tryggingarnar. Þetta þýðir einnig að ólíkt öðr- um tryggingum þá þarf að greiða tekjuskatt af því sem greitt er út samkvæmt tryggingunum sem í boði eru hjá Landsbankanum. Sig- urjón segir að við ráðgjöf sé gert ráð fyrir þessu þannig að fólk geti borið saman vátryggingarupp- hæðina hjá Landsbankanum við það sem gerist í venjulegum tryggingum. Ráðstöfunartekjur skerðist lítið Sigurjón segir það hins vegar hafa vakað fyrir Landsbankanum að bjóða upp á tryggingavernd sem fæli í sér að ráðstöfunartekj- ur hinna tryggðu skerðist lítið þar sem gjöldin séu tekin af tekjum sem hvort sem er var ráðstafað í annað en daglegan rekstur. „Þess vegna er þetta mjög lítið átak,“ segir hann. Hann telur að það hafi neikvæð áhrif á vilja fólks til að tryggja sig að iðgjöldin í venjulegum trygg- ingum geti verið nokkuð há og fari hækkandi eftir því sem fólk eldist. „Þegar fólk hefur tekið þetta af ráðstöfunartekjunum þá hafa menn sparað við sig og keypt minni tryggingar en eðlilegt er eða jafnvel sleppt því alveg. Svo þegar iðgjöldin fara hækkandi er hætta á því menn hætti við trygg- ingarnar,“ segir Sigurjón. Þegar Sjóvá og Íslandsbanki sameinuðust var það talið vera kostur í þeim ráðahag að trygg- ingastarfsemi og bankaþjónusta færu vel saman. Skref Lands- bankans er smærra en ljóst er að bankarnir keppast nú um að bjóða viðskiptavinum sínum upp á als- herjarlausnir í fjármálum. Breytt ásýnd og breytt hugsun Á þeim tíma sem liðinn er síðan hópur fyrrverandi starfsmanna Búnaðarbankans, með Sigurjón í broddi fylkingar, tók til starfa í Landsbankanum hefur ásýnd bankans breyst hratt. Vöxtur bankans hefur einkum verið á sviði verðbréfaviðskipta og ekki síður í fyrirtækjaþjónustu. Bankinn lék stórt hlutverk í sögulegri uppskiptingu eigna síðasta haust þegar Björgólfs- feðgar keyptu meðal annars Eimskipafélag Íslands. Miðað við kraftinn í útrás ís- lenskra fjármálafyrirtækja og metnað stjórnenda Landsbank- ans má búast við að Landsbank- inn ætli sér síst minna hlutverk í framtíð íslensks atvinnulífs en verið hefur hingað til. thkjart@frettabladid.is 13SUNNUDAGUR 15. ágúst 2004 TILBÚNIR TIL ÚTRÁSAR Sigurjón segir að Landsbankinn hafi getu til að fjárfesta fyrir ríflega eina milljón evra (um 90 milljarða króna). Líklegt er að bankinn ætli sér að festa stóran hluta þess fjár í útlöndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.