Fréttablaðið - 15.08.2004, Síða 8
Skortur á lýðræði?
Þótt ungu fólki í Samfylkingunni sé
tamt að kalla eftir auknu lýðræði í
stjórnmálaumræðunni og fljótt að
gagnrýna þá sem ekki þykja nógu lýð-
ræðislegir má velta því fyrir sér hvort
það sjálft sé nógu duglegt við að temja
sér lýðræðisleg vinnubrögð. Haukur
Agnarsson, ungur samfylkingarmaður,
ræðir málið í grein í
vefritinu Sellunni nú
um helgina og er
ósáttur við forystu
Ungra jafnaðar-
manna, æskulýðs-
samtaka flokksins,
en formaður þeirra
er Andrés Jóns-
son. Nefnir Hauk-
ur að boðað sé til landsþings með ein-
kennilega stuttum fyrirvara. Þingið á að
halda í Hveragerði um næstu helgi en
tilkynning þess efnis var aðeins sett á
vef samtakanna tveimur vikum fyrr.
„Þann sama dag“, skrifar Haukur, „var
tilkynnt um framboðsfrest vegna kosn-
ingar í framkvæmdastjórn hreyfingar-
innar. Sá frestur rennur út ... tæpri viku
eftir að hann var tilkynntur“. Haukur
segir að kosning stjórnar fari fram á
laugardeginum: „Tímasetningin væri
svo sem ekki til umræðu ef ekki kæmi
til að þingið er sett á sömu helgi og
einn stærsti viðburður fer fram í mið-
borg Reykjavíkur, Menningarnótt. ...
Menn munu því eflaust hugsa sig tvis-
var um þegar ákvörðun er tekin um að
mæta á þingið...“
Vill fresta þinginu
Niðurlagsorðin í grein Hauks Agnarssonar
eru þessi: „Ungliðahreyfingar eru í eðli
sínu fjöldahreyfingar og framkvæmda-
stjórn á landsvísu regnhlífasamtök aðild-
arfélaganna. Hlutverk þeirra hlýtur meðal
annars að vera að gæta hags allra félags-
manna. Þess hags er ekki gætt með þeim
vinnubrögðum sem við eru höfð. Hér er
verið að gæta hags einhverra annarra. Ég
skora á forsvarsmenn framkvæmdastjórn-
ar Ungra jafnaðarmanna að fresta lands-
þinginu, draga ákvörðun sína til baka og
gegna lögbundnu hlutverki sínu, að vera
opinn og lýðræðislegur vettvangur fyrir
skapandi umræður og félagsstarf ungs
jafnaðar- og félagshyggjufólks.“
Verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögð-
unum við þessari kröfu.
Í byrjun næsta árs verða húsbónda-
skipti í Þjóðleikhúsinu. Lýkur þá
löngum stjórnarferli núverandi
þjóðleikhússtjóra. Fyrir ekki löngu
síðan var um þetta rætt í einhverj-
um fjölmiðlanna og komist svo að
orði að þarna væri um að ræða
mestu valdastöðuna í íslensku
menningarlífi. Ekki kom nákvæm-
lega fram í hverju völdin væru
fólgin en helst var að skilja að þjóð-
leikhússtjóri gæti ráðið úrslitum
um frægð og frama leikhússfólks í
landinu, og þá væntanlega líka fjár-
hagslegri velgengni, með því að
hafa mest um það að segja hvernig
verkefnum er úthlutað hverju
sinni. Einnig, en þó minna, var rætt
um áhrif þjóðleikhússtjóra á val
sýningarefnis og sýningarstefnu
Þjóðleikhússins yfir höfuð. Að svo
miklu leyti sem slík völd eru í
höndum hans, og gegni sami maður
embættinu um langt árabil, blasir
við að mikil ábyrgð er lögð á herð-
ar eins manns og ráðgjafa hans.
Að vísu er ég ekki sannfærður
um að það sé rétt að þjóðleikhús-
stjóri hverju sinni sé mesti áhrifa-
og valdamaður íslensks menning-
arlífs. Menningarstarfsemin er
langtum fjölbreyttari en svo að hún
sé bundin við Þjóðleikhúsið. Og
aldrei hef ég haft þá tilfinningu að
leikhúsið sé með neinum hætti
stjórnandi í mótun smekks og skoð-
ana almennings, ekki einu sinni á
sviði leiklistar. Það hefur sín áhrif
en þau eru áreiðanlega ekki yfir-
þyrmandii í þjóðfélaginu.
Þjóðleikhússtjóri er ekki bara
menningarviti heldur einnig ríkis-
forstjóri, valinn af ráðherra. Ætlast
er til að hann hafi menntun og
þekkingu á sviði leiklistar en við
val í starfið – eða embættið eins og
mönnum er tamara að segja því
þetta er líka eftirsótt brauð – er
ekki á neinn hátt tekið mið af hug-
myndum sem umsækjendur kunna
að hafa um leikhúsið og leiklistina.
Að minnsta er ekki spurt nú frekar
en áður um slíkt í auglýsingu
menntamálaráðuneytisins. Að
óbreyttu fer því forgörðum tæki-
færi til að efna til opinnar og
breiðrar umræðu um leikhúsið,
hlutverk þess og starfshætti, en
það hefði verið hægt að gera í
tengslum við viðameira umsóknar-
ferli þar sem umsækjendur hefðu
verið beðnir um að gera grein fyrir
sýn sinni á framtíð og verkefni rík-
isrekins leikhúss í upphafi nýrrar
aldar. Haft var eftir Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra í blaðaviðtali fyrir
nokkrum vikum að hún mundi ekki
láta „kynjasjónarmið“ ráða ferð við
val leikhússtjórans heldur yrði
„hæfileikaríkasti einstaklingurinn
valinn“. Og hún ætlaði ekki að ligg-
ja of lengi yfir umsóknunum sem
eiga að vera komnar eftir hálfan
mánuð. „Ég stefni að því að vera
búin að klára þetta 1. október,“
sagði hún. Þorgerður Katrín ætlar
með öðrum orðum að fara hina
hefðbundnu ráðherraleið við val
þjóðleikhússtjóra. Til þess hefur
hún fullan rétt en óneitanlega hefði
verið meira spennandi – og meira í
anda nútímasjónarmiða um lýð-
ræði og samráð – ef hún hefði not-
að tækifærið til að opna umræðu
um Þjóðleikhúsið. Kannski finnur
hún einhverja aðra leið til þess?
Önnur menningarstofnun, ekki
síður merkileg en Þjóðleikhúsið,
verður í sviðsljósinu sama dag og
frestur rennur út til að sækja um
Þjóðleikhúsið. Þá verður Þjóð-
minjasafnið opnað í endurbyggðu
safnhúsi þar sem sýningargripum
hefur verið raðað upp á nýtt með
nútímatækni og framsetningu að
leiðarljósi. Þegar tilkynnt var um
opnun safnsins í vor komst þjóð-
minjavörður svo að orði að hinum
nýju sýningum væri ætlað „að
styrkja söguvitund og sjálfsmynd
Íslendinga, en ekki síst víðsýni al-
mennt þar að lútandi og vekja
áhuga og forvitni innlendra og er-
lendra ferðamanna á menningar-
arfi þjóðarinnar frá landnámi til
vorra daga“. Spennandi verður að
sjá hvernig til hefur tekist. Ég veit
að fjölmargir hæfileikamenn hafa
þar lagt hönd á plóginn. Ekki hef ég
minnstu efasemdir um að tækni og
umbúnaður verður glæsilegur og
ég treysti því líka að sú lýsing og
túlkun Íslandssögunnar sem við
munum kynnast á hinni nýju
grunnsýningu safnsins verði
áhugaverð og vekjandi. En eins og í
dæmi Þjóðleikhússins má velta því
fyrir sér hvort ekki hefði verið
ástæða til að vinna þetta mikla
verk, sem tekið hefur meira en ára-
tug, meira fyrir opnum tjöldum en
gert hefur verið. Gefa almenningi
og sérfræðingum ótengdum safn-
inu tækifæri til að hafa áhrif á
gang mála. Spyrja hvað fólki finnst.
Þjóðminjasafnið er jú rekið fyrir
almannafé. Þjóðleikhúsið er líka
opinber stofnun sem nýtur ríflegra
styrkja sem sóttir eru í skattfé al-
mennings.
Höfundur þessarar greinar hef-
ur sjálfur margsinnis staðið í þeim
sporum að skipuleggja sögusýning-
ar og menningarkynningar á veg-
um opinberra stofnana þar á meðal
Þjóðminjasafnsins. Og það var til
dæmis mín ákvörðun á sínum tíma
að tileinka Jóni Sigurðssyn forseta
og Hannesi Hafstein ráðherra við-
hafnarstofur í Þjóðmenningarhús-
inu við Hverfisgötu. Ég viðurkenni
fúslega að þar var unnið á gamal-
dags hátt – þótt ég sé í sjálfu sér
ekki óánægður með niðurstöðuna.
Eftir á að hyggja fóru forgörðum
tækifæri til að virkja hugmynda-
auðgi og sköpunarkraft fleira fólks.
Kannski er rótin að þessum vinnu-
brögðum, sem eru í senn ólýðræðis-
leg og óskynsamleg, einhver ómeð-
vituð hugmyndafræði ríkismenn-
ingar og úrvalshyggju sem byggir
á þeirri forneskju að vald og vit
eigi að koma að ofan. Og sé það
rétt, þá er sú skoðun ansi útbreidd,
því ég veit satt að segja um fáar op-
inberar menningar- og listastofnan-
ir sem treyst hafa sér að opna dyr
sínar almenningi með þeim hætti
sem hér er stungið upp á. Það er
mikið rætt um aukið lýðræði og
valddreifingu á vettvangi stjórn-
málanna. Er ekki tími til kominn að
opna þá umræðu einnig í heimi
menningar og lista? ■
Þau voru gleðileg tíðindin sem bárust fyrr í vikunni af mikilli
fjölgun ferðamanna til Íslands. Erlendir ferðamenn voru
201.871 fyrstu sjö mánuði ársins í samanburði við 172.140 á
sama tíma í fyrra. Aukningin nam tæpum 30 þúsund ferða-
mönnum eða 17,3 prósentum. Það sem gerir þessar fréttir sér-
staklega merkilegar er að árið 2003 var metár í íslenskri ferða-
mennsku. Þá sóttu yfir 300 þúsund erlendir gestir landið heim
en aðeins einu sinni áður, árið 2000, hafði fjöldi ferðamanna náð
að fara fram úr íbúatölu Íslands.
Það er á engan hallað þegar Flugleiðum er hrósað fyrir vel lukk-
að markaðsstarfi fyrir Íslands hönd í útlöndum. Félagið og dóttur-
félög þess bera hitann og þungann af kynningu á landi og þjóð og
hafa meðal annars notið góðs styrks úr ríkissjóði í þeim efnum.
Það vakti töluverða athygli síðastliðið haust þegar Sigurður
Helgason, forstjóri Flugleiða, tilkynnti að félagið hygðist á
næstu sex árum vera í fararbroddi fyrir því að tvöfalda ferða-
mannafjöldann sem kemur árlega til Íslands. Ef áætlanir Flug-
leiða ganga eftir mun árið 2010 koma hingað 600 þúsund ferða-
menn, tæplega tvöfalt fleiri en íbúar landsins verða þá. Þetta er
óneitanlega mjög metnaðarfullt markmið en Flugleiðir hafa
hins vegar sýnt undanfarin ár að þar er full innistæða fyrir því
að setja markið hátt.
Félagið hefur allt frá stofnun, árið 1973, verið leiðandi afl í
íslenskri ferðaþjónustu en mikil umskipti urðu þó í starfi þess
þegar það ákvað fyrir tæpum áratug að skilgreina sig sem
ferðaþjónustufyrirtæki en ekki aðeins sem flugfélag.
Flugleiðir samanstanda í dag af ellefu félögum sem ná yfir
flesta þætti tengda íslenskri ferðaþjónustu, allt frá bílaleigu og
skoðunarferðum til gistinga og hestaferða. Sumum minni sam-
keppnisaðilum hefur reynst erfitt að sætta sig við þessa sterku
stöðu félagsins á innanlandsmarkaði en þó má segja, með sterkum
rökum, að sú staða er einmitt einn helsti hvati Flugleiða fyrir því
að fá hingað fleiri ferðamenn, sem aftur gjörvöll ferðaþjónustan
nýtur sannarlega góðs af, líka samkeppnisaðilarnir innanlands.
Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með Flugleiðum
undanfarin misseri þegar hvert áfallið á fætur öðru hefur riðið
yfir ferðaþjónustuna á heimsvísu. Fyrir utan dapurt efnahags-
ástand almennt, hefur stríðið í Írak og bráðalungnabólgan í
Asíu gert flugfélögum og ferðafyrirtækjum mjög erfitt fyrir.
Flugleiðir hafa fundið fyrir afleiðingunum á Norður-Atlantshaf-
sleiðinni, þar sem farþegum fækkaði á síðasta ári, en með öfl-
ugri varnarbaráttu hefur félaginu tekist að fjölga ferðamönn-
um til Íslands, sem eru einmitt dýrmætustu ferðamennirnir
fyrir félagið og þjóðarbúið í heild.
Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt þjóðarbú því
ef frá er talinn fiskurinn, sem við Íslendingar drögum á land og
flytjum svo út um allan heim, eru erlendir ferðamenn mikil-
vægasta tekjulind þjóðarinnar. ■
15. ágúst 2004 SUNNUDAGUR
NOKKUR ORÐ
JÓN KALDAL
Öflugt markaðsstarf Flugleiða ber árangur.
Fjölgun
ferðamanna
Lýðræði, samráð og ríkismenning
FRÁ DEGI TIL DAGS
Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskt þjóð-
arbú, því ef frá er talinn fiskurinn, eru erlendir ferðamenn
mikilvægasta tekjulind þjóðarinnar.
,,
Það er mikið rætt
um aukið lýðræði
og valddreifingu á vettvangi
stjórnmálanna. Er ekki tími
til kominn að opna þá um-
ræðu einnig í heimi menn-
ingar og lista?
,,
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað-
inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SUNNUDAGSBRÉF
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ ENDURBYGGT Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tilkynna um opnun Þjóðminjasafnsins í apríl.