Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 31
Þau gleðitíðindi bárust í gærdag að Bjarni Felix- son, sá sem á hvað mestan þátt í því að kynna Íslend- ingum ensku knattspyrn- una, mun snúa aftur á þann vettvang. Bjarni mun vinna við sérstakan markaþátt, í samstarfi við Skjá einn, sem verð- ur á dagskrá RÚV á mánudags- kvöldum þar sem leikjum helgar- innar verða gerð skil. Þetta kom fram í þætti Snorra Más Skúlasonar um enska bolt- ann á Skjá einum. Þessi endurkoma Bjarna Fel. er ekkert annað en tær snilld enda hafa margir saknað kappans og minnast lýsinga hans frá enska boltanum í gamla daga með hlýjum hug. Í s l e n s k a kvennalandsliðið í körfubolta lauk keppni á Norður- landamótinu í Sví- þjóð í gær með tapi gegn finnsku stelp- unum. Lokatölur urðu 60-77 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 31-46. Íslenska liðið, sem er undir stjórn Ívars Ásgríms- sonar, endaði í fjórða sæti en það er besti árangur þess á Norður- landamótinu frá upphafi. Birna Valgarðsdóttir var atkvæðamest hjá íslenska liðinu með 14 stig, Erla Þorsteinsdóttir var með 11, Signý Hermannsdóttir 10, og ungstirnið Helena Sverrisdóttir 8. Þýski ökuþórinn, Michael Schumacher, er enn og aftur á rás- pól í formúlunni. Nú er það ung- verski kappaksturinn sem fram fer í Búdapest. Næstur í röðinni er hinn Ferrarigauk- urinn, hinn brasil- íski, Rubens Barrichello. Þriðji er síðan Japaninn, Takumo Sato, hjá BAR Honda. Þetta er í 7. sinn sem Schumacher er á ráspól þetta keppnistímabilið en 62. sinnið á ferlinum. SUNNUDAGUR 15. ágúst 2004 23 Söluhæsta fartölvan í Evrópu ACER tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 WWW.SVAR.IS tækni FARTÖLVUR ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM KOMINN Í ÚRSLIT Rúnar Alexandersson var frábær á bogahesti. Fréttablaðið/Teitur LEIKIR GÆRDAGSINS 1–0 Elín Anna Steinarsdóttir 21. 2–0 Olga Færseth 26. 3–0 Margrét Lára Viðarsdóttir 37. 4–0 Elena Einisdóttir 53. 5–0 Samantha Britton 56. 6–0 Olga Færseth 59. 7–0 Olga Færseth 63. BEST Á VELLINUM Olga Færseth ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 27–4 (18–2) Horn 8–1 Aukaspyrnur fengnar 5–6 Rangstöður 5–0 MJÖG GÓÐAR Olga Færseth ÍBV GÓÐAR Íris Sæmundsdóttir ÍBV Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV Elín Anna Steinarsdóttir ÍBV Samantha Britton ÍBV Rachel Kruze ÍBV ÍBV vann sjötta heimaleik sinn í röð og hefur skorað 7,7 mörk að meðaltali í heimaleikjum sumarsins. Olga Færseth skoraði þrjú og hefur skoraði í öllum 15 leikjum sínum með ÍBV á Hásteinsvelli – samtals 31 mark. 7-0 ÍBV ÞÓR/KA/KS LANDSBANKADEILD KVENNA Frábær frammistaða Rúnars: Í úrslit á bogahesti FIMLEIKAR Rúnar Alexanderson gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í úrslitum í keppni á boga- hesti á Ólympíuleikunum í Aþenu. Fréttablaðið náði tali af Erni Sigurðssyni, flokkstjóra íslenska fimleikaliðsins í gærkvöld, og er óhætt að segja að hann hafi verið alveg í skýjunum yfir árangri Rúnars: „Þetta var alveg frábær frammistaða hjá stráknum, það gekk allt upp að þessu sinni og hann komst inn sem sjötti maður með einkunnina 9,737, en það eru átta sem komast í úrslit.“ Aðspurður sagði Örn að menn væru alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan góða árangur en vonuðust að sjálfsögðu eftir áframhaldandi velgengni: „Það er engin pressa á honum en hann á alveg möguleika á að bæta sig meira en við verðum bara að sjá til,“ sagði Örn Sigurðs- son. Úrslitin á bogahesti fara fram 22. ágúst. Rúnar komst hins vegar ekki í úrslit í fjölþraut.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.