Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 12
www.li.is Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 410 4000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 52 30 7 /2 00 4 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 52 30 7 /2 00 4 Banki allra landsmanna 4,8%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.07.2004–31.07.2004 á ársgrundvelli. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Landsbanki Íslands hefur tvöfald- ast af stærð frá því að bankinn var einkavæddur fyrir um einu og hálfu ári síðan. Bæði efnahagur og eigið fé bankans eru nú meira en tvöfalt hærri en var fyrir fimmtán mánuðum þegar Sigur- jón Árnason var ráðinn banka- stjóri við hlið Halldórs J. Krist- jánssonar. Hann hafði áður starf- að í Búnaðarbankanum sem fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs og í kjölfar ráðningar hans fluttu margir lykilstarfsmenn Búnaðar- bankans yfir í Landsbankann. Stefnt að landvinningum Nú rúmlega ári síðar eru áhrif breytinganna á Landsbankann komin í ljós. Bankinn, sem áður var talinn hinn íhaldsamasti af við- skiptabönkunum þremur, hyggur á landvinninga innan lands og er- lendis. Fjölmiðlar hafa greint frá áhuga Landsbankans á kaupum í danska bankanum FIH, sem KB banki svo keypti, þótt forsvars- menn Landsbankans hafi aldrei viljað gefa það út opinberlega að þeir hafi einnig tekið þátt í slag um þau kaup. Sigurjón segir að þegar bankar blandi sér í kaup á öðrum bönkum séu allar aðgerðir bundnar trúnaði. Hann neitar því hins vegar ekki að bankinn hyggi á landvinninga erlendis. „Við höfum komist að því á undanförnum misserum að við höfum fjárhagslega getu til að geta keypt hluti fyrir ríflega einn millj- arð evra [um 90 milljarða króna],“ segir hann. Ætla má að stór hluti af þeirri fjárfestingu verði í útlönd- um. Íslendingar góðir gegn skrifræði Sigurjón segir að íslenskt samfélag sé þess eðlis að Íslendingar hafi ákveðna eiginleika sem gagnist vel í alþjóðlegum bankaviðskiptum. „Ég hef á tilfinningunni að það sem við Íslendingar höfum reynst vera sérstaklega góðir í sé að keppa á al- þjóðlegum vettvangi á móti aðilum þar sem regluverk er mjög stíft og flókið eða strangt stigveldi þar sem menn eru fastir hver á sínum bás,“ segir hann. Hann segir að Íslendingar í al- þjóðaviðskiptum séu óhræddir við að koma sér í samband við æðstu stjórnendur hjá erlendum stór- fyrirtækjum og setji síður hefðir og venjur fyrir sig. „Við erum til- búnir til að vinna í flatara skipulagi og reiðubúnir að hjóla bara í efstu mennina og gera það sem þarf að gera. Menn þora alveg að tala við æðstu menn vegna þess að við höf- um alltaf verið stéttlaust þjóðfélag og erum það ennþá og þorum að gera þessa hluti sem aðrir þora ekki,“ segir Sigurjón. Í þessu tilliti segir hann að smæð samfélagsins gagnist. „Þegar allt kemur til alls þá eru allir bara fólk alveg sama hvaða titla þeir hafa. Þess vegna tekst Íslendingum oft að ná fram hlutum þótt aðrir hafi talið það vonlaust,“ segir Sigurjón. Íslenskir bankar eflist áfram Af þessum sökum segist Sigurjón sannfærður um að sé litið fimmtán ár fram í tímann verði íslensk fjár- málafyrirtæki bæði stór og öflug. „Það er alltaf erfitt að spá fram í tímann. Hefði maður spáð því fyrir fimmtán árum að tveir af út- flutningsatvinnuvegum þjóðarinn- ar yrðu bankastarfsemi og lyfja- iðnaður? Maður hefði búist við ein- hverju allt öðru,“ segir Sigurjón. Hann segir að unnt sé að gera bankaumhverfið enn öflugra til dæmis með því að fara að fordæmi Lúxemborgar. „Til þess þurfum við miklu strangari bankalög og bankaleynd,“ segir hann. „Þetta er hugmynd sem mikið hefur verið rædd en lítið unnið í.“ Svigrúm til hagræðingar í bankakerfinu Á síðustu misserum hafa hrær- ingar og væringar verið nokkrar í bankaheiminum. Sameining Kaupþings og Búnaðarbanka í fyrra var skref í átt til hagræð- Góðir Íslendingar og heimsborgarar Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að lítil stéttaskipting á Íslandi geri íslensk fyrirtæki samkeppnishæfari í útlöndum. Landsbankinn hefur tvöfaldast á rúmu ári og ætlar sér að nýta öll færi sem gefast. Sterk staða á heimavelli er lykill árangursríkrar útrásar. SIGURJÓN Þ. ÁRNASON BANKASTJÓRI LANDSBANKANS Segir neikvæða umræðu um bankana einkennast af því að menn eigi erfitt með að takast á við nýja tíma og breytingar í umhverfi íslensks viðskiptalífs. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.