Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 18
Hvernig væri að fá sér aukavinnu með skólanum? Það er miklu skemmtilegra að eiga pening fyrir alls kyns skemmtunum en að skulda mömmu og pabba þegar skólaárið er búið. Farðu að leita sem fyrst að þeirri aukavinnu sem hentar þér best. Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðing- ur er ein þeirra mörgu sem hafa haft leiðsögn að aukastarfi og er nýkomin úr gönguferð um Viðey þegar við hittum hana. Þar hafði hún verið að uppfræða hóp af Ís- lendingum og segir ekkert síður þörf á góðri leiðsögn fyrir Ís- lendinga en útlendinga. „Ég hef unnið talsvert fyrir Ferðafélag Íslands og fyrir 20 árum vissu þeir sem voru í hópnum oft miklu meira en ég en á tímabili breyttist það. Nú hefur aftur komið vakning hjá Íslendingum í að vita meira um landið sitt. Hugsanlega í kjölfar virkjana- málsins. Kannski menn eins og Guðmundur Páll Ólafsson og Ómar Ragnarsson hafi bara end- urvakið áhuga fólks á Íslandi,“ segir hún brosandi. Hún kveðst taka eftir að Ís- lendingar séu farnir að ferðast mikið um eigið land. Tjaldstæð- in séu full um helgar, fólk fjár- festi í bókum um land og þjóð en þiggi líka að fara í styttri ferðir um svæðin og þá gjarnan með leiðsögn. Því þurfi leiðsögu- menn með þekkingu, menntun og reynslu að vera sem víðast. Ásta segir flesta leiðsögu- menn fara út í starfið vegna áhuga á ferðalögum og einnig finni þeir gleði í því að uppfræða aðra um landsins gæði og sögu. „Í gegnum leiðsögnina er hægt að sameina hvorutveggja,“ bendir hún á og heldur áfram: „Algengt er að námsmenn í há- skóla byrji í þessu fagi, enda er leiðsögumannsstarfið dásamleg sumarvinna. Þeir sem halda áfram eru í mörgum tilfellum kennarar en með lengingu ferða- tímans hefur heilsársstörfum fjölgað í þessari grein. Flestir sem sinna þessu starfi fara í gegnum Leiðsögumannaskólann sem er í Menntaskólanum í Kópavogi, undir ferðamála- brautinni. Ég tók hann fyrir 20 árum og þetta er skemmtilegt nám.“ gun@frettabladid.is Í sumar hefur Hélene Magnússon unnið að verkefni um rósaleppa- prjón en til þess fékk hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hélene er frönsk og hefur búið á Íslandi í sjö ár en í vor útskrifað- ist hún frá Listaháskóla Íslands úr textíl- og hönnunardeild. „Ég tek íleppamynstrið, stækka það og nota í peysur, vettlinga og fleira. Einnig hef ég prentað mynstrið á fóður og notað það bæði til að setja inn í flíkur eða sem skraut á þær,“ segir hún. Hélene segir íleppana einstakt fyrirbæri sem hvergi annars stað- ar þekkist í Evrópu en það hefur hún rannsakað. „Mér finnst tækn- in og litasamsetning rósaleppa- prjónsins sem notað var í leppana í sauðskinnsskóna í gamla daga mjög sérstök. Ég varð því hissa þegar ég sá hvað þetta einstaka mynstur var lítið notað og hve fáir vissu af því. Upp frá því fékk ég hugmyndina að verkefninu en í því hanna ég uppskriftir að hand- prjónuðum peysum með því að nota gamla rósaleppamynstrið. Tæknilega séð er mynstrið frekar erfitt og er afskaplega sérstakt að garðaprjónn skuli vera notaður í myndprjón,“ segir hún. Hélene stefnir að því að gefa út bók um íleppa fyrir jólin 2005 og mun einn kafli hennar fjalla um rósaleppaprjón. „Bókin verður gefin út af útgáfufélagi Sölku og mun fjalla um íleppa og tæknina við að prjóna þá en í henni munu einnig verða uppskriftir. Ég er byrjuð að taka myndir og undir- búa umfjöllunina í bókinni svo ég er aðeins komin af stað,“ segir hún. Verkefni Hélene er unnið í samstarfi við Handprjónasam- band Íslands og er umsjónarmað- ur þess María Ólafsdóttir. ■Fleiri fyrirtæki flytja nú starfsemi sína til landa í Austur-Evrópu og Asíu. Í þeim löndum komast þau upp með að ráða starfskraft á miklu lægri laun- um en í Svíþjóð. Lönd sem um er að ræða eru helst Indland, Kína, Tékk- land og Pólland. Svíar sjá nú fram á að missa um fimmtán þúsund störf til umræddra landa á næstu fimm árum. Tékkland býður upp á starfskrafta á lágum laun- um og mjög góðar verksmiðjur sem og Indland og Kína. Því verður eflaust hart barist á milli Asíu og Austur-Evrópu á næstu árum um að fá til sín störf frá Evrópu. ■ „Mér finnst ekki ganga nógu vel að fækka atvinnu- lausu fólki innan skrifstofu- og verslunargeirans og þar gengur enn margt fólk með tölvukunnáttu og reynslu í sölustarfsemi atvinnulaust,“ segir Jón Baldvinsson hjá Ráðningarþjónustunni á Háaleitis- braut. Þó má sjá nokkur afgreiðslu- og þjónustustörf auglýst á heimasíðu Ráðningarþjónustunnar, www.radning.is Jón segir góðu fréttirnar hins vegar þær að nóg sé að gera í jarðvegs- og byggingar- bransanum. „Þar virðist allt vera á fullu og iðnaðar- menn í flestum greinum í bullandi atvinnu um allt land,“ segir hann. Samkvæmt vef Vinnumálastofnunar fækkaði at- vinnulausum í sölu, afgreiðslu og þjónustu um 120 frá maílokum til júníloka, úr 1.602 í 1.482. Júlítölur liggja ekki á lausu enn. ■ Fyrirsætan á myndinni klæðist hér einni af flíkum Hélene; vesti með högnakylfu- mynstri. Hélene Magnússon: Rósaleppaprjón í nýju ljósi Vinnumiðlun: Iðnaðarmenn í bullandi atvinnu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Byggingar- og iðnaðarmenn hafa yfirleitt nóg fyrir stafni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Mörg fyrirtæki í Svíþjóð flytja starfsemi sína til annarra landa til að lækka kostnað. Fyrirtæki í Svíþjóð: Flytja starfsemi annað Starfið mitt: Leiðsögn um landið dásamleg sumarvinna FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Ásta og tíkin hún Táta njóta þess að ganga um landið og hafa oft trítlað saman á Esjuna. Hélene Magnússon hefur að undanförnu unnið að verkefni um rósaleppaprjón en til verkefnisins fékk hún styrk frá Nýsköpunar- sjóði námsmanna. Á myndinni er Hélene í flík sem hún hefur hannað og búið til.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.