Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 10
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 1. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Guð blessi ykkur. Kristín Sveinbjarnardóttir, Sigurður Pétursson, Ólöf Högnadóttir, Droplaug Pétursdóttir, Áskell Jónsson, Þóra Pétursdóttir, Flosi Þ. Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Kr. Sveinsson Jökulgrunni 3, Reykjavík, lést á á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 10. ágúst. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju miðvikudaginn 18. ágúst kl.14. Ólafur Þórir Sighvatsson, Eggert Bjarni Bjarnason, Hafdís Sverrisdóttir, Sævar Berg Ólafsson, Hjálmfríður Guðjónsdóttir, Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, Þorvarður Einarsson, Ægir Þór Ólafsson, Eydís Bergmann Eyþórsdóttir, María Bryndís Ólafsdóttir, Ásgeir Héðinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ýr viggósdóttir Skúlagötu 2, Stykkishólmi Höfuðborgarbúum gefst í dag færi á að kynnast fjölbreyttu og for- vitnilegu starfi slökkviliðsmanna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Er þar rifjuð upp gömul hefð Slökkviliðsins í Reykjavík sem ann- að slagið bauð borgarbúum í heim- sókn til að kynnast starfseminni. Hið sama er uppi á teningnum nú, tilgangurinn er að efla tengsl liðs- ins við almenning og auka vitund fólks um mikilvægi eld- og slysa- varna. „Við erum þjónustulið borgar- anna og viljum kynna okkur og okk- ar starfsemi,“ segir Höskuldur Ein- arsson stöðvarstjóri. Margt verður í boði, fólki gefst t.d. færi á að ganga í gegnum reykfyllt hús, börnin fá að sprauta úr slöngum slökkviliðsins og boðið verður upp á ferðir upp í loftið í körfu körfu- bílsins. Að auki verða fluttir fyrir- lestrar um liðið og um ýmislegt sem hefur forvarnargildi, eins og handslökkvitæki, bílslys og fleira. „Við verðum líka með sérstakt tjald þar sem fólk getur látið mæla í sér blóðþrýsting og blóðsykur,“ segir Höskuldur. Auk þessa verður saga slökkviliðsins rakin og bílar og tæki síðustu hundrað ára til sýnis. En hvað dró Höskuld í slökkvi- liðið á sínum tíma? „Það voru eigin- lega leiðindi. Ég vann hjá Símanum og var ofan í skurðum allan liðlang- an daginn. Ég var orðinn þreyttur á því og sótti um þegar slökkviliðið auglýsti eftir fólki. Síðan eru liðin tæp 30 ár og ég sé ekki eftir þess- um umskiptum.“ Höskuldur segir starfið bæði gefandi og spennandi. „Við vitum aldrei hver verkefni dagsins verða og getum t.d. lent í að vera sendir vestur á firði eða til út- landa. Þetta er líka gefandi að því leytinu til að við komum inn í líf fólks á erfiðleikatímum, bæði á sjúkrabílunum og í slökkviliðinu, en erum þá komnir til að hjálpa.“ Slökkviliðsdagurinn er haldinn við verslunarmiðstöðina Fjörð í Hafnarfirði og stendur frá klukkan 12 til 18. Þó að fjöldi manna og tækja verði í Hafnarfirðinum verð- ur fullur viðbúnaður á slökkvi- stöðvunum og segir Höskuldur að fólk þurfi engar áhyggjur að hafa í þeim efnum. ■ 10 15. ágúst 2004 SUNNUDAGUR NAPOLEON BONAPARTE Franski hershöfðinginn fæddist á þessum degi árið 1769. ANDLÁT Einar Hallgrímsson, Lindargötu 6, Siglu- firði, lést fimmtudaginn 12. ágúst. Ingibjörg Andrésdóttir, Grjótási 2, Garðabæ, lést fimmtudaginn 12. ágúst. Sesselja Kristín Kristjónsdóttir, Hvassa- leiti 56, Reykjavík, lést fimmtudaginn 12. ágúst. Styrmir Gunnarsson, Langholti 11, Akureyri, lést fimmtudaginn 12. ágúst. Pétur Kr. Sveinsson, Jökulgrunni 3, Reykjavík, lést sunnudaginn 1. ágúst. Útförin fór fram í kyrrþey. „Mynd segir meira en þúsund orð.“ Napoleon, sem lést 1821, veltir fyrir sér gildi mynda í samfélaginu. Slökkvilið kynnir sig SLÖKKVILIÐSDAGURINN: BORGARBÚUM BOÐIÐ Í HEIMSÓKN HÖSKULDUR EINARSSON STÖÐVARSTJÓRI Leiðindi urðu til þess að hann réði sig í slökkviliðið á sínum tíma. AFMÆLI Vigdís Grímsdóttir rithöfundur er 51 árs í dag. verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 17. ágúst kl. 14:00 Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir, Gylfi Reynir Guðmundsson Hannesína Ásgeirsdóttir, Björgvin Þorleifsson, Sólveig Ásgeirsdóttir, Robert Hausler, Guðrún Ásgeirsdóttir, Einar Haraldsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Gunnar Guðlaugsson, Gunnfríður Sigurðardóttir, Bragi Valdimarsson, Jón B. Ólafsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, Þórdís Katarínusdóttir frá Arnardal, síðast til heimilis að Vesturgötu 111, Akranesi Á þessum degi árið 1965 áttu sér stað mikil uppþot í Los Angeles. 34 manneskjur dóu í látunum, sem stóðu yfir í alls sex daga. Um þúsund manns slösuðust og tæplega 4.000 manns voru handtek- in. Hundruð bygginga voru skemmdar í látunum, sem þeldökk- ir Bandaríkjamenn stofnuðu til. Um fimm hundruð fyrirtæki voru í byggingunum sem voru skemmdar, langflest þeirra í eigu hvítra manna. Uppþotin hófust fjórum dögum áður í Watts-hverfinu þegar þeldökkur maður var stöðvaður af lögreglunni, grunaður um ölvun við akstur. Hópur þeldökks fólks safn- aðist saman við bílinn eftir að bíl- stjórinn og bróðir hans fóru að ríf- ast við lögregluna. Móðir mannanna mætti þá á staðinn og tók þátt í rifr- ildinu. Þegar þau þrjú voru hand- tekin upphófust mikil læti sem áttu eftir að enda með ósköpum. Múgurinn trylltist og henti múr- steinum í búðarrúður og stal öllu steini léttara. Kveikt var í kirkjum, skrifstofum og öðrum byggingum. Talið er að uppþotin hafi átt ræt- ur að rekja til bágrar stöðu þeldökkra í bandarísku samfélagi. Þrátt fyrir að ný mannréttindalög hafi verið samþykkt árið áður fóru mörg ríki í kringum lögin og héldu áfram að brjóta á réttindum þeldökkra. Önnur uppþot áttu sér stað í Los Angeles 1992 eftir að fjórir hvítir lögreglumenn voru sýknaðir af ákæru um að hafa lamið þeldökkann ökumann að nafni Rodney King. ■ ÞETTA GERÐIST UPPÞOT Í LOS ANGELES 15. ágúst 1995 ALLT Í KLESSU Rúður voru brotnar í búð- um og öllum verðmætum stolið. Uppþotin í Los Angeles stóðu yfir í sex daga. „Í dag fylgist ég spenntur með Landsbankadeildinni, toppslag ÍBV og FH í Vestmannaeyjum og á Akranesi þar sem Skaginn leikur við KR. Þar er allt opið,“ segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ. „Á mánudag og þriðjudag tekur við áframhaldandi undirbúningur fyrir landsleikinn við Ítali á mið- vikudag. Miðasalan mun eiga hug manns allan, að slá vallarmetið sem er rúmlega 18 þúsund manns“.“ Geir mun einnig leggja hönd á plóginn við skipulagningu á tón- leikum sem verða á Laugardals- vellinum fyrir landsleikinn. Þar spila úrvalssveitir á borð við Papana og Í svörtum fötum. „Svo mun ég taka tugi símtala þessa daga þar sem ýmsir eru að óska eftir miðum á leikinn. Einnig verð- um við að skipuleggja móttöku ítal- ska liðsins sem kemur hérna á þriðjudaginn, þannig að það verður í mörg horn að líta. Eftir leikinn við Ítali tekur svo við undirbúningur fyrir undankeppni HM sem byrjar 4. september. Við byrjum strax að huga að því og vonandi verður maður með sælubros á vör á fimmtudaginn eftir góð úrslit og eftir að hafa slegið vallarmetið.“ Geir ætlar einnig að fylgjast vel með U-21 árs landsliðiðinu sem á að leika á miðvikudaginn úti í Eist- landi. Síðan er stórleikur í sjónmáli hjá kvennalandsliðinu sunnudag- inn 22. ágúst þar sem verður þýð- ingarmikill leikur við Rússa í undankeppni EM. Aðspurður segist Geir engan tíma hafa fyrir sjálfan sig um þess- ar mundir. „Það verður ekkert svo- leiðis í gangi þessa viku. Það er bara fótbolti og ekkert nema fót- bolti.“ ■ VIKAN SEM VERÐUR GEIR ÞORSTEINSSON UNDIRBÝR LANDSLEIK ÍSLANDS OG ÍTALÍU AF FULLUM KRAFTI GEIR ÞORSTEINSSON Það verður í nógu að snúast hjá Geir Þor- steinssyni þessa vikuna. Fótbolti og ekkert nema fótbolti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .O L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Trylltur múgur í borg englanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.