Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 15. ágúst 2004 Bækur mánaðarins Sérhönnuð fyrir námsfólk Verð aðeins 1.390 kr. Fullt verð 1.990 kr. Þróuð TÖLVUORÐABÓK • Flettu upp í öflugri ensk-íslenskri og íslensk-enskri orðabók • Glósaðu • Skoðaðu beygingar orða • Æfðu óreglulegar enskar sagnir • Leitaðu í leitarvélum, alfræðibókum og orðabókum á vefnum • Hugbúnaður fyrir Windows stýrikerfi Ómissandi öllu skólafólki! Hlý og hjartnæm saga Þriðja barnabók Madonnu Hvernig skyldu sjö skítugir þjófar geta hjálpað fárveikum dreng? Um það fjallar þessi skemmtilega og hlýja saga eftir Madonnu. Myndir Gennady Spirin gera bókina að sannkölluðu listaverki. „Madonnu hefur tekist að skrifa alvöru ævintýri með sorglegum aðstæðum, um leið og hún skemmtir börnunum og kemur þeim á óvart.“ - Hildur Loftsdóttir, Mbl. Verð aðeins 1.990 kr. Fullt verð 2.990 kr. Leikarinn Robert De Niro, sem verður að öllum líkindum heiðrað- ur með ítölskum ríkisborgararétti á kvikmyndahátíðinni í Feneyj- um, hefur verið harðlega gagn- rýndur af samtökunum The Order of the Sons of Italy í Bandaríkjun- um. Í samtökunum eru um 600 þúsund Bandaríkjamenn sem eru af ítölsku bergi brotnir. De Niro er sakaður um að hafa eytt ferli sínum í að leika glæpa- menn af ítölskum uppruna. Sam- tökin segja að hlutverk kappans sem ítalsks mafíósa í myndum á borð við Guðföðurinn II og Casino hafi valdið því að almenningur hafi mikla fordóma gagnvart Ítöl- um. Hafa þau skrifað Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítal- íu, bréf þar sem hann er hvattur til að hætta við að veita De Niro ríkisborgararéttinn. Langafi og langamamma De Niro voru Ítalir og fluttu til Bandaríkjanna undir lok 20. aldar. Þar liggur grunnur- inn að ríkisborgararéttinum. Hann hefur hins vegar aldrei heimsótt heimabæ þeirra, Ferr- azzano. „Hann hefur ekkert gert til að auka veg ítalskrar menningar í Bandaríkjunum,“ sagði Dona de Sanctis, meðlimur ítölsku samtak- anna. „Þvert á móti þá teljum við hann ábyrgan fyrir því að skaða mannorð bæði Ítala og Banda- ríkjamanna af ítölsku bergi brot- na.“ De Niro nýtur þó enn stuðnings heimamanna í Ferrazzano. Þar er árlega haldin hátíð honum til heið- urs. „Saga okkar hefur bæði góð og slæm tímabil,“ sagði skipu- leggjandinn Mariassunta Baran- ello. „Þú getur ekki afneitað for- tíðinni. De Niro er besti leikari í heimi.“ ■ ■ KVIKMYNDIR De Niro hefur skaðað mannorð Ítala ROBERT DE NIRO De Niro hefur verið harðlega gagnrýndur af samtökum Ítala í Bandaríkjunum. Ha r ð j a x l i n nC l i n t Eastwood hefur hætt við máls- höfðun vegna ummæla í ævi- sögu sem skrifuð var í óþökk hans. Þar er Eastwood sakaður um að hafa lamið fyrr- verandi eiginkonu sína. Í stað máls- höfðunarinnar verða ummælin tekin úr bókinni, sem kallast Clint: The Life and Legend. Le i k s t j ó r i n nM i c h a e l Moore neitar að biðja eigendur dagblaðs í Illinois afsökunar á að hafa tekið fyrir- sögn blaðsins úr samhengi og notað í heimildarmynd sinni Fahrenheit 9/11. Í fyrirsögninni stóð að Al Gore hefði unnið forsetakosningarnar í Bandaríkjunum samkvæmt nýjustu talningu í Flórída. Talsmenn Moore vísa ásökunum á bug og segja hann ekkert hafa brotið af sér. Hj ó n a b a n dleikkonunnar Rosie O’Donnel og Kelli Carpenter hefur verið úr- skurðað ólöglegt af hæstarétti í Kaliforníu. Um 4.000 hjónabönd samkynhneigðra sem voru leyfð fyrr á árinu af borgarstjóranum Gavin Newsom í San Francisco hafa verið ógilduð. Grínistinn Jamie Foxx hafði svomikla ánægju af því að vinna með Tom Cruise við myndina Colla- teral að hann gaf honum 1,4 millj- óna króna dem- antsúr. Foxx gaf m ó t l e i k k o n u sinni, Jada Pin- kett Smith, einnig fallegt úr að gjöf fyrir samstarfið. Foxx var víst ná- lægt því að vinna með Cruise í myndinni Jerry Maguire en missti hlutverkið til Cuba Gooding Jr. Leikkonan Jamie Lee Curtis segirað eina leiðin til þess að þrá- hyggja almennings varðandi lýtaað- gerðir minnki sé ef einhver stórstjarna myndi deyja í slíkri aðgerð. Curtis, sem sjálf hefur gengist undir lýtaaðgerðir, segir að alltof marg- ar konur sem fari í aðgerðir líti hræði- lega út á eftir. Halle Berry, Sarah Jessica Parker og Sharon Stone hafa einnig mótmælt lýtaað- gerðum harðlega. Fred Durst, söngvari Limp Bizkit,sást nýverið úti að borða með hótelerfingjanum Paris Hilton. Létu þau vel hvort að öðru og virtust afar ást- fangin. Durst, sem er 33 ára, hefur átt í ást- arsamböndum við Britney Spears, Halle Berry og Avril Lavigne. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.